Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 9
Listahátíð MENNING Dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur Á sunnudag verður frumflutt í Gerðubergi á vegum Leikfélags Reykjavíkur dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Dag- skráin er 1. verkefni Leikfélags- ins í vetur og jafnframt framlag þess til Listahátíðar kvenna. Bríet Héðinsdóttir tók dag- skrána saman og hefur umsjón með henni, en flytjendur auk Brí- etar eru Ingibjörg Marteinsdóttir söngkona, Jórunn Viðar tón- skáld og leikaramir Margrét Ól- afsdóttir, Valgerður Dan, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Dagskráin samanstendur af upplestri, leik og söng úr verkum Jakobínu, en hún gaf út sína Flytjendur dagskrárinnar: Margrót Ólafsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Bríet Hóðinsdóttir, Þorsteinn Gunnars- son og Valgerður Dan. Á myndina vantar Jórunni Viðar og Ingibjörgu Marteinsdóttur. fyrstu bók árið 1959 og hefur síð- an gefið út smásagnasöfn, ljóð og fjórar skáldsögur: Dægurvísu, Snöruna, Lifandi vatnið og í sama klefa. Eins og fyrr sagði verður dag- skráin frumflutt á sunnudag kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 2. sýning verður föstudaginn 27. á Kjarvalsstöð- um og sú 3. í Gerðubergi sunnu- daginn 29. september. Þráðlist Verk- stœðið V Verkstæðið V að Þingholts- stræti 28 verður opnað í dag klukkan tvö eftir hádegi. Á verkstæðinu vinna Elísabet Þorsteinsdóttir, Guðrún J. Kol- beins, Herdís Tómasdóttir, Jóna S. Jónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Þær vinna textíl eða þráðlistaverk ýmiss konar, aðal- lega ofin og þrykkt og eru engin tvö verk eins. Á verkstæðinu V verður til sýnis afrakstur verk- stæðisins og myndverk unnin sem lokaverkefni í Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið ’85. Verkin verða til sýnis yfir helgina kl. 14 til 18 og verkstæðið V verð- ur síðan opið virka daga kl. 10-18 og laugardag 14-16. Þær Verkstæðið V: Þuríður, Guðrún, Herdís, Jóna og Elísabet. Kvikmyndir Nýjar íslenskar F salur Regnbogans Oxzsmá plánetan (30 mín), Sjúgðu mig Nína (70 mín). Kvik- myndataka og klipping: Óskar Jónasson. Tónlist: Oxzsmá. Aðalhlutverk: Hrafnkell Sig- urðsson, KormákurGeir- harðsson, HallaÁrnadóttir. Myndirnar tvær sem sýndar voru í F sal Regnbogans um síð- ustu helgi og aftur þessa, eru enn einn afraksturinn af starfi Oxzs- má manna, þeirra Óskars Jónas- sonar, Hrafnkels Sigurðssonar, Kormáks Geirharðssonar og Ax- els Jóhannessonar. Auk þess komu þeir við sögu Jón Steinþórsson og Hörður Braga- son. Oxzsmá þessi er ættuð úr Myndlista- og handíðaskólanum og hefur mikið borist á undanfar- in tvö ár eða svo. Þar er fyrst að nefna hina yfirgengilegu sýningu Oxtor sem haldin var í Tjarnarbí- ói í fyrravor. Síðan hafa þeir haldið tónleika, starfað með Svörtu og sykurlausu, smíðað úti- skúlptúra fyrir 17. júní og innréttað fataverslun, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt hafa þeir unnið að gerð þessara tveggja 8mm kvikmynda. Oxzsmá plánetan fjallar um Esú nokum 55 sem er uppi ein- hverntíman í ótilgreindri framtíð. Þrátt fyrir að loftið sé þykkt af eiturefnum og ólífvænlegt um að litast á jörðinni, þá eru útsend- ingar íslenska sjónvarpsins með eðlilegu móti. Ber þar hæst Auglýsingar, eins og svo oft áður. Enda fer svo, að Ésú lætur freistast af ferðaauglýsingu og pantar sér far til plánetunnar Oxzsmá. Hann er djúpfrystur til fararinnar, enda leiðin lög og lítið við að vera í geimskutlunni. Ég Kirkjutónlist Sónata fyrir orgel nr. 2 og Til Móríu Á tónleikum í Laugarnes- kirkju þriðjudaginn 24. septemb- er kl. 20.30 verður flutt kirkjut- ónlist eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Tvö tónverk verða frum- flutt: Sónata fyrir orgel nr. 2 og Til Máríu fyrir bariton og orgel. Gunnar Reynir Sveinsson tón- skáld er þekktur höfundur jass- tónverka og sem útsetjari. Hann lagði stund á tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Amsterdamisch Conservatorium og elektróníska tónlist við Ríkis- háskólann í Utrecht. Hann starf- ar nú sem tónfræðikennari við Nýja Tónlistarskólann í Reykja- vík. Eftir Gunnar Reyni liggja fjöl- mörg tónverk þar á meðal hefur hann gert tónlist og leikhljóð við milli 20 og 30 leikrit. Tónleikarnir eru haldnir í til- efni þess að orgelleikarinn Gúst- af Jóhannesson lætur nú af störf- um eftir 22ja ára starf sem organ- isti Laugarneskirkju. Á tónleik- unum verða flutt sjö kirkjutón- verk eftir Gunnar Reyni. Flyt- ætla ekki að rekja efnisþráðinn neitt frekar, en lyktir verða þær að Ésú kemst að þeirri niður- stöðu að heima sé best. Sjúgðu mig Nína er mun við- ameiri mynd. Hún fjallar ekki um það að fá það eins og nafnið bendir til, heldur um glæpi og eiturlyf í undirheimum Reykja- víkurborgar. (Reyndar gæti það verið misskilningur að halda að eitthvað sé klámfengið við nafn myndarinnar: Sjúgðu mig Nína gætu verið orð í munn lögð í litla chillúmsins sem Nína hefur á náttborðinu sínu. Þannig að þeg- ar Nína rankar við sér eftir LSD át næturinnar þá heyrir hún mjó- róma rödd við hliðina á sér sem hvetur hana til að fá sér smók af hassi í morgunsárið.) Myndin er semsé samtímalýsing af ákveðn- um hópi æskufólks, að vísu að- eins hnikað til í tíma og gerist um 1968, eftir klæðnaði leikaranna að dæma. Aðalpersónur eru þau Hjörtur og Nína sem giftast spar- imerkjagiftingu í upphafi mynd- arinnar. Þeim þykir ósköp vænt hvoru um annað og eyða í sam- Gunnar Reynir Sveinsson tón- smiður jendur eru Gústaf Jóhannesson, orgel, Halldór Vilhelmsson, bar- iton og Martial Nardeau, flauta. Á tónleikunum frumflytur Gústaf Jóhannesson Sónötu nr. 2 fyrir orgel og Halldór Vilhelms- son frumflytur Til Máríu við ljóð úr Lilju þeirri „er öll skáld vildu kveðið hafa“, eftir Eystein Ás- grímsson, ort um 1350. Önnur verk á efnisskránni eru: Orgclfantasía við kvöldbæn Hallgríms Péturssonar, „Nú vil ég enn í nafni þínu,“ íslenskt þjóðlag, Hendingar fyrir ein- leiksflautu, leiknar af Martial Nardeau, Partíta fyrir orgel yfir gamalt íslenskt þjóðlagastef, „Maðurinn sem úti er“. Að lok- um er svo Lofsöngur Davíðssálm- ur 117 fluttur af Halldóri Vil- helmssyni og Gústafi Jóhannes1 syni. einingu sparimerkjafénu í dóp. En það er einn höggormur í þess- ari paradís og það er dflerinn vondi. Andvaraleysi Plower Power kynslóðarinnar er algjört og það líður ekki á löngu áður en dflerinn er búinn að flækja þau í viðurstyggilegt morðmál. Nú rekur hver stóratburðurinn ann- an og málið endar auðvitað með skelfingu fyrir þau Nínu og Hjört. Þrátt fyrir æsilega atburðarás og sterkan boðskap er Sjúgðu mig Nína nokkuð þunglamalegri en Plánetan, aðallega vegna of margra tengingaratriða, held ég. Að öðru leyti er stfll yfir þessum myndum og þær svo skemmtilega unnar að manni finnst synd að minnast á eitthvað eitt öðru frem- ur. Þó verð ég að minnast á hljóð- ið sem er sér í flokki, þrátt fy rir að það beri frumstæðum tækjakosti vitni (4 rása stúdíói í kjallara Myndlistaskólans). Þar á ég við bæði tónlist og effekta við mynd- ina. Tónlistin fæst á kassettu en það verður að fara að sjá mynd- imar til að heyra effektana. Laugardagur 21. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.