Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 8
MENNING Karl Kvaran í Listmunahúsínu í Listmunahúsinu við Lækj- argötu sýnir um þessar mund- ir Karl Kvaran. Þar er að finna 31 verkeftirhann.olíumál- verk og túskteikningar á pappír. Svo sem áður er Karl að fást við form og liti í þess- um verkum, einkum svarta litinn sem er áberandi, ekki hvaðsístíteikningunum. Það er aðdáunarvert hversu náttúrulega svartar línur leggjast á pappírinn og spila þar jafnvæg- iskúnst. Þrátt fyrir einfaldleik eru alls staðar litlir atburðir að gerast á fletinum. Línur skerast og hnýt- ast á ýmsa vegu. Sumar eru feitar en aðrar grannar. Þær lífga þó alltaf flötinn og gefa honum margháttaða merkingu ofan við hið formræna svið. Reyndar geymir túskmynd ávallt eitthvað af austurlenskum uppruna sínum og svo er um teikningar Karls. Þær fjalla að einhverju leyti um iögmál náttúr- unnar, tengsl, vensl og samruna. Það eru ekki ytri einkenni náttúr- unnar sem ÍCarl túlkar, heldur innri einkenni og því verður list hans aldrei hermilist. Teikningarnar eru unnar á fremur sjálfsprottinn hátt, gagn- stætt málverkunum sem eru lengi í vinnslu. Þeim er ekki hægt að breyta nema upp að vissu marki og þá með því að bæta við þær. Hins vegar eru málverkin unnin og endurunnin, svo sjá má mörg lög undir ysta litnum. Sem fyrr eru það einföldustu málverkin sem eru sterkust. Nokkur slík prýða sali Listmunahússins, þótt ekki sé þessi sýning Karls eins áberandi sterk hvað heildina varðar og sýning hans í fyrra. Þrátt fyrir það eru slíkar perlur meðal málverkanna að leitun er að öðrum eins, jafnvel í fórum Karls sjálfs. Svartar línur sem bylgjast um flötinn nægja til að búa til málverk sem hljómar bæði sterkt og snjallt. Slíkar línur virð- ast við fyrstu sýn gerðar af handa- hófi, en þegar betur er að gáð liggur mikið verk bak við tilurð þeirra, nákvæm málun og skipu- legt auga fyrir myndbyggingu. Hver mynd er eins og máluð oft og mörgum sinnum áður en hún öðlast lokasköpun sína. Línur eru stundum ekki annað en form sem minnkað hefur verið niður og mjókkað. Annars staðar er aukið við, bætt og endurbætt. Þannig eru málverk Karls árang- ur meiri vinnu og fleiri tilrauna en venja er við málun svo einfaldra og augljósra verka. E.t.v. er galdurinn fólginn í þessu öðru fremur. Hér er hvergi dottið niður á ákveðna lausn, heldur er unnið að henni, oft með mikilli elju sem krefst sífelldrar endurskoðunar og endurmats. Þetta sést í málverkum Karls og verður einungis líkt við vinnu skálda sem þurrka út kvæði sín til að byggja þau aftur upp frá grunni, orð fyrir orð. Vissulega er Karl Kvaran ekki einn málara um að iðka slíka endurskoðunarvinnu á verkum sínum. En ég efast um að nokkur gangi jafn langt í því að umbreyta og umbylta verkum sínum til að komast að svo markvissum lausnum. Eitt málverk getur ver- ið í vinnslu um árabil áður en við- unandi árangur næst að mati listamannsins. En þess ber jað gæta að fáir listamenn eru ems kröfuharðir gagnvart sjálfum sér og verkum sínum en einmitt Karl Kvaran. f Tvœr áhugaverðar sýningar í Nýlistasafninu galskir og hollenskir, verk sín. A lofti Nýlistasafnsins eru svo verk í eigu safnsins og kennir þarmargragrasa. Útlendingarnir sem um ræðir eru sumir hverjir þekktir hér frá fyrri sýningum, s.s. Jan Mladow- sky, John van’t Slot og Peter Angermann. Auk þeirra sýna Gerwald Rockenschaub, Jan Knap. Juliao Saramento, Stefan Szczesny og Thomas Stimm. Verk þessara manna eru jafn mis- jöfn og þau eru mörg, en eiga það þó sameiginlegt að benda til sterkar og líflegar litasamsetning- ar á pappír. Portúgalinn Juliao Saramento nálgast einnig hið ab- strakta, þótt myndir hans séu reyndar fígúratív tilbrigði um ein- hvers konar frumstæð nautshöfuð. Það er greinilegur suðrænn tónn í verkum hans sem stingur nijög í stúf við norrænt eðli hinna. Þó má segja að einnig gæti ein- hvers suðræns anda í verkum Stefans Szczesnys, en myndir hans, sem málaðar eru með akrýl og teiknaðar með svartkrít á pappír, eru þróttmiklar og leitandi í senn. Mjög ólíkar eru Eitt af verkum Stefans Szczesnys í Nýlistasafninu. teiknisagnakenndan stíl. Hann teiknar með sjálflýsandi filt- pennum á svartlakkaðan pappír og kemur fram í verkum hans hve Mynd eftir Juliao Saramento, á sýningu í Nýlistasafninu. Nýlistasafniö hefurstarfsemi þessa vetrar með miklum glæsibrag. Þarerutværsýn- ingar í gangi og eru báðar mjög athyglisverðar. í neðri sölum sýna 8 útlendingar, austurrískir, þýskir, portú- nýrra möguleika í málverki og teikningu. Gerwald Rockenschaub er t.d. abstrakt-málari sem reynir að finna nýjar og ferskar leiðir í litl- um en snjöllum myndlausnum. Jan Mladowsky málar einnig abstrakt-myndir og setur saman teikningar Jans Knap, sem líkjast einna helst myndasögum eða skrýtlum, en eru fullar af trúar- legu inntaki helgisögunnar um Krist. Líkt og málarar gotneska tímans, færir Knap helgisögnina inn í samtímann. Peter Angermann notar einnig auðveldlega honum reynist að bregða upp einföldum myndum með fjörlegu línuspili. Thomas Stimm og John van’t Slot nota báðir gouache-tækni til að koma hugmyndum sínum til áhorfenda. Þetta eru sérstæðir listamenn með frjótt ímyndun- arafl sem þeir gefa lausan taum- inn á pappírnum. Á lofti Nýlistasafnsins má svo sjá sýningu á verkum í eigu safnsins og kennir þar margra grasa. Má þar nefna orgel það sem Dieter Rot fyllti með mat; Regnbogarólu Hreins Friðfinns- sonar og var sviðsetning í Galleríi Suðurgötu 7; Þoku Magnúsar Pálssonar og White Christmas eftir Richard Hamilton, þar sem Bing Crosby fer með aðalhlut- verk. Einnig eru nýrri verk á sýn- ingunni, s.s. tvær myndir eftir Peter Angermann og sitthvað fleira. Einhvern veginn er það svo að ferskar sýningar sem þessar tvær lyfta Nýlistasafninu á hærra plan og fá áhorfendur til að hugleiða stöðu þessarar stofnunar sem svo lengi hefur haldið uppi merki nú- tímalista án þess að hljóta fyrir mikla umbun. Vonandi er þetta einungis byrjun á gróskumiklu vetrarstarfi safnsins sem á það svo sannarlega skilið að betur sé eftir því tekið. Alltént ætti fólk ekki að láta þessar tvær sýningar framhjá sér fara. HBR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.