Þjóðviljinn - 21.09.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Mexíkó
Þiisunda leitáð í rústunum
Óttast um fjölda skipa á Kyrrahafi.
Höfuðborgin eins og vígvöllur. Hjálpargögn streyma að
Mexíkóborg - Talið er fullljóst
að fórnarlömb jarðskjálftans
mikla í Mexíkó sóu ekki undir
1.000 en óttast er að endanleg
tala látlnna verði talsvert
hærri. í það minnsta 5.000
manns slösuðust og þúsundir
misstu heimill sín. Um það bil
þriðjungur húsa í höfuðborg-
inni varð fyrlr alvarlegum
skemmdum.
Yfir 50 þúsund björgunarmenn
leituðu í rústum bygginga í borg-
inni. 250 hús jöfnuðust við jörðu,
álíka fjöldi hrundu að stórum
hluta og 1.000 tíl viðbótar
skemmdust verulega. Skjálftinn
fór verst með háhýsi borgarinnar,
hótel, skrifstofur, skóla, fjölbýl-
ishús og ein dómkirkja hrundi til
grunna.
Vegir og jámbrautarteinar
skemmdust miírið og fjarskipti
lögðust algerlega niður um tíma
og voru mjög stopul í gær.
Skjálftinn skilur eftir sig belti
eyðileggingar sem liggur þvert
yfir landið frá Kyrrahafi til Atl-
antshafsins. Fimm flutningaskipa
og 19 fiskiskipa er saknað en þau
voru úti fyrir Kyrrahafsströnd
landsins þar sem skjálftinn átti
upptök sín. Fréttir frá svæðum
utan höfuðborgarinnar voru
mjög af skomum skammti og lítið
vitað um mann- og eignatjón.
Flugmálayfirvöld sendu út beiðni
til flugvéla yfir landinu að sveigja
framhjá höfuðborginni vegna
þess að hljóðbylgjumar frá þeim
gætu fellt hús sem standa tæpt.
Skjálftinn stóð yfir í 3 mínútur
og fylgdu honum yfir 100 smærri
skjálftar. Sjónarvottar segja að í
miðborginni sé eins og að líta yfir
vígvöll þar sem fjöldi húsa er
hruninn, önnur standa í björtu
báli og yfir borginni liggur þykk-
ur mökkur ryks og reyks.
Samúðarskeytum rigndi inn frá
þjóðhöfðingjum og kirkjuleið-
togum og hjálpargögn voru þegar
tekin að berast flugleiðis í gær.
Rauði krossinn í Genf sagðist
strax í gær hafa fengið fyrirheit
um hálfa miljón dollara í neyðar-
aðstoð. Stjórnvöld í Sviss og
Þýskalandi buðust til að senda
sérþjálfaða leitarhunda til að að-
stoða við leit í húsarústum og her-
flugvél frá Argentínu lagði upp
strax í gær með 28 tonn af hjálp-
argögnum og 16 lækna innan-
borðs.
Það má kalla það kaldhæðni
örlaganna að um sama leyti og
jarðskjálftinn varð í Mexíkó sátu
forráðamenn Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins á fundi og ákváðu að
herða afborgunarkjör á er-
lendum skuldum Mexíkó sem er
eitt skuldugasta ríki heims. Fidel
Castro forseti Kúbu hvatti lána-
drottna Mexíkó til að fara ekki
fram á afborganir af skuldum
landsins fyrr en það hefði fengið
tækifæri til að jafna sig eftir þess-
ar miklu hamfarir.
Persaflói
Kharg-eyja ónothæf
Bahrain - Heimildar úr röðum
útgerðar- og olíukaupmanna
við Persaflóa herma að loftá-
rásir (raka á olíueyna Kharg úti
fyrir ströndum írans hafi gert
svo til öll mannvirki eyjarinnar
óstarfhæf. íranir hafa hótað að
loka hinu mikilvæga Hormuz-
sundi við mynni Persaflóa ef
mannvirkin á Kharg verði gerð
óstarfhæf.
Olíueyjan Kharg er uppruna-
lega lítil kóraleyja úti fyrir
ströndum írans en þegar landinu
óx fiskur um hrygg sem stórút-
flytjandi á olíu voru byggð þar
geysimikil hafnarmannvirki,
tankar og olíuleiðslur. Hafa allt
að 500.000 lesta skip getað at-
hafnað sig við bryggju þar.
Langstærstur hluti olíuútflutn-
ings írana fór um Kharg en upp á
síðkastið hafa aðrar eyjar sunnar
í flóanum tekið við hlutverki
Kharg.
írakar hafa haldið uppi loftá-
rásum á Kharg og skip sem þar
hafa viðkomu síðan í
marsmánuði í fyrra og hafa uþb.
100 skip orðið fyrir barðinu á
þeim. Síðast í fyrradag sökk
norður-kóreanskt olíuskip við
bryggju á Kharg og fórust amk.
tveir skipverjar eftir loftárásir ír-
aka.
Ekki er vitað hvort íranir geri
alvöru úr þeirri hótun sinni að
loka þröngu Hormuz-sundinu.
Telja margir að þeir leggi ekki í
það vegna nærveru bandarískra
herskipa sem eru allmörg. Geri
þeir alvöru úr hótun sinni loka
þeir fyrir olíuútflutning frá írak,
Kuwait, Bahrein, Qatar, Sam-
einuðu furstadæmunum og
austurströnd Saudi-Arabíu en
helstu olíuhafnir þessa stærsta ol-
íuútflytjanda heims eru við Pers-
aflóa.
IRAKj
¥
100 200 KM
Basraip í Klu.rramsharh
^ Abadan
KpWEÍT
0,304 M 75 %
IRAN
ARABIE SAOUDITE
2,384 M 57 %
Kort af átakasvaaðinu (Persaflóa. Kharg-eyja er skammt norður af borginni Bushehr í Iran. Svörtu skipin em þau sem
íranir hafa skotið niður en þau hvítu eru fómarlömb íraka. Hormuz-sundið er neðst til hægri og útifyrir bíður bandaríski
flotinn.
Frakkland
Ráðherra segir aff sér
París - I bréfi sem Laurent Fa-
bius forsætisráðherra Frakk-
lands ritaði Mitterrand forseta í
gær skýrði hann frá því að
Charles Hernu varnarmálaráð-
herra hefði beðist lausnar frá
embætti sínu og að Pierre Lac-
oste yfirmaður leyniþjónust-
Sviss
Kosið um ný giftingar-
lög sem auka jafnrétti
Zurich — Nú um helgina greiða
svissneskir kjósendur at-
kvæði um ný lög sem bæta
munu stöðu konunnar í hjóna-
bandinu og við skilnað ef þau
verða samþykkt. Skoðana-
kannanir sýna að úrslit eru
mjög tvísýn, einkum vegna
þess hve margir eiga eftir að
gera upp hug sinn.
Sviss hefur löngum verið einna
aftast á hinni vesturevrópsku
meri hvað varðar jafnrétti kynj-
anna enda eru ekki nema fáein ár
síðan svissneskar konur fengu
kosningarétt. Staða konunnar
gagnvart hjónabandi, skilnaði og
arfi er heldur klén eins og sést á
því hvaða breytingar lögin gera
ráð fyrir:
• Eiginkonur öðlast rétt til
helmings af eignum fjölskyidunn-
ar. Gildandi lög frá 1907 tak-
marka kröfur þeirra við þriðjung
sameiginlegra eigna.
• Eiginmaðurinn verður ekki
lengur „höfuð fjölskyldunnar“
eins og gildandi lög kveða á um
heldur skiptist ábyrgðin jafnt.
• Hjónin munu hafa jafnan
rétt til að ráða því hvar fjöl-
skyldan býr og í hvaða skóla
börnin ganga.
• Deyi annað hjóna á eftirlif-
andi maki rétt á hálfum arfi á
móti börnunum en gildandi lög
veita börnum rétt á 3/4 hlutum
arfs.
• Konan hefur rétt á að halda
eftirnafni sínu, að vísu skal því
skeytt aftan við nafn eiginmanns-
ins því hann mun áfram leggja
fjölskyldunni til eftirnafn.
Flokkarnir fjórir sem mynda
stjórn í Sviss styðja frumvarpið
og sama máli gegnir um öll helstu
dagblöð landsins. Hins vegar hef-
ur hópur áhrifamikilla manna úr
stjórnmála- og viðskiptalífinu
barist gegn frumvarpinu á þeim
forsendum að það sé bara til þess
fallið að fjölga þeim skilnaðar-
málum sem enda fyrir rétti. Hafa
þeir dreift plakati um allt land þar
sem er mynd af karli og konu í
hjónarúmi - með dómara á milli
sín.
unnar DGSE hefði verið svipt-
ur embætti sínu.
Bréf Fabiusar var svar við bréfi
frá forsetanum í fyrradag þar sem
hann hvatti til þæss að hrist yrði
upp í leyniþjónustu landsins. í
bréfi sínu sagðist Fabius hafa gef-
ið Hernu fyrirmæli um að kanna
hjá þeim tveimur hershöfðingj-
um sem frönsk blöð höfðu bendl-
að við sprengjutilræðið gegn Ra-
inbow Warrior og Lacoste hvort
þeir hefðu eitthvað frekar um
málið að segja.
Hemu bað þá þremenninga að
svara því skriflega hvort þeir
hefðu gefið skipun um eða vitað
af undirbúningi tilræðisins við
skip Grænfriðunga. Hershöfð-
ingjarnir svöruðu báðir neitandi
en Lacoste sagðist engu hafa við
fyrri yfirlýsingar sínar að bæta.
Hernu bað hann þá að svara
tveimur spumingum skriflega,
þ.e. hvort fleiri útsendarar
DGSE hafi verið á Nýja-Sjálandi
þegar skipinu var sökkt en þeir
fimm sem áður hafa verið til-
greindir og hvort þær vísbending-
ar um tvo óþekkta útsendara
gætu átt við einhverja af undir-
mönnum hans. Lacoste neitaði
að svara þessum spumingum ráð-
herrans og vísaði til starfsskyldu
sinnar.
„Slíkt ástand er ekki hægt að
þola,“ seir í bréfi Fabiusar og í
framhaldi af því segist hann hafa
leyst Lacoste frá störfum. Fabius
segir í bréfinu að Hemu hafi boð-
ist til að segja af sér en heimildir
innan frönsku stjómarinnar segja
að Fabius hafi beðið Hemu að
segja af sér.
Síðdegis í gær var tilkynnt að
Paul Quiles húsnæðismálaráð-
herra tæki við stöðu vamarmála-
ráðherra. Quiles er 43 ára gamall
og talinn til vinstriarms franska
sósíalistaflokksins.
Samskipti
Bandaríkin hafna til-
boði nýsjálendinga
Washington - Geoffrey Palmer
aðstoðarforsætisráðherra
Nýja-Sjálands og George
Schultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna héldu í gær
með sér árangurslausan fund
um skilmála fyrir heimsóknum
bandarískra herskipa tll Nýja-
Sjálands.
Bandaríska stjórnin sleit svo til
öllu hernaðarsamstarfi við Nýja-
Sjáland í febrúar sl. þegar nýsjá-
lendingar neituðu bandarískum
herskipum um aðgang að höfnum
landsins nema bandarísk yfirvöld
lýstu því yfir að engin kjamorku-
vopn væm í skipunum. Banda-
ríska stjómin vildi ekki verða við
þessum skilmálum og vísaði til
þeirrar stefnu sinnar að gefa
aldrei upp hvort eða hvar kjarn-
orkuvopn hennar væm staðsett.
Síðan hefur ríkt kuldi í sam-
skiptum ríkjanna en nýsjálenska
stjórnin setti á fundinum í gær
fram þá málamiðlun að leyfa
bandarískum herskipum aðgang
þótt engin yfirlýsing lægi fyrir svo
fremi nýsjálendingum væri gert
kleift að leggja sjálfstætt mat á
líkumar fyrir því hvort skipin
væru búin kjarnorkuvopnum. Á
þetta vildi Schultz ekki fallast og
að sögn Palmers telja bandaríkja-
menn slíka málamiðlun ekki sam-
rýmast stefnu sinni.
Suður-Afríka
Boesak
laus með
skilyrðum
Malmesbury, Suður-Afríku - All-
an Boesak, leiðtogi Lýðræðis-
bandalagsins UDF, sem hand-
tekinn var á heimili sínu i Höfð-
aborg fyrir tæpum mánuði var í
gær látinn laus gegn 330 þús-
und króna tryggingu. Samtím-
is var lögð fram ákæra á hend-
ur honum fyrir undirróðurs-
starfsemi og settar strangar
hömlur á ferða- og málfrelsi
hans.
Lögfræðingur Boesak, Essa
Moosa, sagði fréttamönnum að
Boesak mætti ekki ávarpa opin-
bera fundi né ræða við frétta-
menn. Hann má aðeins sækja
trúarlegar samkomur, hann var
sviptur vegabréfi sínu og gert að
halda sig á heimili sínu milli kl. 21
á kvöldin og 6 á morgnana. Hon-
um er einnig bannað að fara út úr
hverfinu sem hann býr í.
38 aðrir leiðtogar UDF hafa
verið ákærðir fyrir landráð, sam-
særi um að steypa stjórn landsins,
hryðjuverk og að fylgja eftir
stefnumálum Afríska þjóðar-
ráðsins sem er bannað í Suður-
Afríku. 16 þeirra voru látnir
lausir í gær með svipuðum skil-
málum og Boesak en 22 hefur
verið neitað að sleppa úr fangelsi
gegn tryggingu. Réttarhöld í mál-
um þessara manna munu hefjast í
næsta mánuði.
Lögregla í Suður-Afríku skýrði
frá því í gær að 350 til viðbótar
hefðu verið handteknir í krafti
herlaga sem gilda í landinu og
hafa þá alls um 1.400 manns verið
handteknir síðan þau tóku gildi í
lok júlí.
Laugardagur 21. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13