Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.09.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Völsungar öflugir? Völsungar frá Húsavík senda lið til keppni á íslandsmótinu í handknattleik í vetur - i fyrsta sinn í tíu ár. Þeir gætu átt eftir að koma á óvart en í liði þeirra eru tveir fyrrverandi landsliðsmenn, Pálmi Pálmason og Arnar Guð- laugsson, sem lengi léku með Fram í 1. deildinni. Völsungar leika heimaleiki sína í vetur í hinu glæsilega íþróttahúsi að Laugum - 12 leiki, því 3. deildin skiptist ekki í riðla að þessu sinni heidur leika liðin 13 öll í einni deild sem þýðir 24 leikir á lið! Fyrsta umferð deildarinnar verður leikin um helgina. í kvöld mætast Týr-ÍA, Völsungur-Þór Ak. og Reynir S.-Fylkir. A morg- un leika síðan ÍH-Skallagrímur, Ögri-ÍBK og Njarðvík- Hveragerði. Selfyssingar sitja hjá í fyrstu umferð. -VS Júdó Japani vann 95 kg flokk Hitoshi Sugai frá Japan sigraði Ha Hyung-Joo í æsispennandi úrslitaglímu í 95 kg flokki á heimsmeistaramótinu í júdó sem hófst í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Gunther Neureuther frá V.Þýskalandi og Robert Van Der Walle frá Belgíu deildu með sér bronsinu. Bjarni Friðriksson var meðal keppenda en komst ekki í undan- úrslit. -VS/Reuter Marita Koch er sigurstrangleg í 200 m hlaupinu á heimsleikun- um. Frjálsar Sterkt lið Austur- Þjóðverja Austur-Þjóðverjar hafa til- kynnt lið sitt fyrir Heims- leikana í frjálsum íþróttum sem fram fara í Ástralíu i næsta mánuði. Það er geysi- sterkt einsog við var að búast, margir heimsmethafar og heimsmeistarar, á meðan t.d. Evrópuúrvalið verður án fjöl- margra af sterkustu frjáls- íþróttamönnum heims. í liði A. Þjóðverja eru m.a. heimsmethafarnir Sabine Busch (400 m grindahlaup), Heike Drechsler (langstökk), Petra Felke (spjótkast), Uwe Hohn (spjótkast) og Ulf Tim- mermann (kúluvarp). Þá eru heimsmeistararnir í sprett- hlaupum, Marlies Göhr (100 m) og Marita Koch (200 m) einnig í liðinu. Búast má við að Sovétmenn og Bandaríkjamenn verði einnig með sín sterkustu lið og þessi þrjú stórveldi í frjálsum íþróttum berjast örugglega um sigurinn. -VS/Reuter Knattspyrna Knattspyrna Staðfest með Mexíkó Guillermo Canedo, forseti skipulagsnefndar heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu, stað- festi í gær að keppnin færi fram á tilsettum tíma í Mexíkó á næsta ári þrátt fyrir hina hrikalegu jarðskjálfta þar í síðustu viku. Hann er nýkominn af fundi hjá Alþjóða Knattspyrnusamband- inu FIFA í Zúrich og sagði að FIFA hefði lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Skipuleggjend- ur keppninnar voru fljótir að til- Guðrún líka til Giugliano Tvær íslenskar stúlkur, Bryn- dís Valsdóttir og Guðrún Sæ- mundsdóttir, leika í vetur með ítalska 1. deildarfélaginu Giugli- ano frá Napolí. Bryndís lék með liðinu á síð- asta keppnistímabili og gekk vel. Körfubolti Njarðvík meistari íslandsmeistarar Njarðvíkinga sigruðu bikarmeistara Hauka 66- 59 í úrslitaleik Reykjanessmóts- ins í körfuknattleik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 41-34 Hauk- um í vil. ívar Webster skoraði 31 stig fyrir Hauka en Valur Ingi- mundarson 14 fyrir Njarðvík. Njarðvík fékk því 10 stig, Haukar 8, Keflavík 6, Grindavík 4, Breiðablik 2 og Reynir ekkert. Kristín Briem, sem er úr Val eins og hinar tvær, var einnig hjá fé- laginu en fékk lítið að leika og er hætt. Guðrún var einn af máttar- stólpum Valsliðsins sl. sumar og mikið áfall fyrir það að missa hana. Giugliano var í fallbaráttu á síðasta keppnistímabili en tókst naumlega að halda sæti sínu í 1. deildinni. -VS Guðrún Sæmundsdóttir. Knattspyrna kynna eftir skjálftana að engir vallanna 12 sem nota á næsta sumar hefðu orðið fyrir skemmd- um og fréttamenn hafa staðfest það. -VS/Reuter Rushí leikbann Ian Rush, markamaskínan frá Liverpool, var í gær dæmdur í eins leiks keppnisbann með velska landsliðinu af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Hann var bókaður í báðum leikjum Wales og Skotlands í undan- keppni HM. En FIFA staðfesti jafnframt að þar sem Wales hefði lokið leikjum sínum í undankeppni HM geti Rush tekið út bannið í næsta vináttulandsleik. Það verð- ur líklega gegn Ungverjum eftir þrjár vikur. -VS/Reuter Franz „Keisari" Beckenbauer virðist eiga vísa atvinnu næstu þrjú árin. V. Þýskaland Becken- bauer áfram Samningur vestur-þýska knattspyrnusambandsins við Franz Beckenbauer landsliðs- einvald hefur verið fram- lengdur til ársins 1988. Gengið var frá þessu strax eftir jafntefli Svía og Vestur- Þjóðverja í fyrrakvöld en með því tryggðu Vestur-Þjóðverj- ar sér sæti í lokakeppni HM í Mexíkó á næsta ári. Beckenbauer stýrir því landsliðinu í úrslitum Evrópu- keppninnar sem fram fer í Vestur-Þýskalandi 1988, að öllu óbreyttu, en hann hefur gefið í skyn að lengur vilji hann alls ekki lengur starfa. Hermann Neuberger, for maður vestur-þýska knatt- spyrnusambandsins, sagði að í raun hefði verið búið að ganga svo frá málum að Beckenbau- er yrði áfram með landsliðið en beðið hefði verið eftir því að sæti í Mexíkó væri tryggt áður en þetta yrði gert form- lega. -VS/Reuter Körfubolti lan Rush sleppur vel út í vlnáttulandsleik! ■ tekur bannið Haukakaninn kemur Æfir með Haukumfyrir Evrópuleikina Handbolti Stadan i 1. deild karla í handknattleik eftir leikina í fyrrakvöld: Vikingur...........2 2 0 0 54-29 4 Valur..............2 2 0 0 48-41 4 Stjarnan...........2 1 1 0 39-36 3 FH.................2 1 0 1 51-50 2 KR.................1 0 1 0 18-18 1 Fram...............2 0 0 2 38-46 0 KA.................1 0 0 1 14-23 0 Þróttur............2 0 0 2 42-61 0 Markahæstir: ValdimarGrímsson, Val...........22 Þorgils Óttar Mathiesen FH......16 Konráð Jónsson, Þrótti..........14 HermundurSigmundsson, Stjörnunni ...12 SteinarBirgisson, Víkingi....12 Fjórir leikir verða leiknir í 1. deild um helgina. FH og KR leika í Hafnarfirði kl. 14 á morgun, iaugardag, og á sama tíma hefst leikur Þróttar og KA í Seljaskóla. Kl. 15.15 mætast síðan þar Vík- ingur og Fram. Á sunnudag lcika Stjarnan og KA kl. 14 í Digranesi. Stjaman sterkari en KR náði jöfnu Leikur KR og Stjörnunnar í fyrrakvöld einkenndist af hörku- baráttu frá upphafi til enda, leikið fast og stundum gróft. Stjarnan virkaði sterkari og hafði ávallt frumkvæðið, þar til á loka- mínútunum að liðið missti niður þriggja marka forskot. Ólafur Lárusson jafnaði fyrir KR, 18-18, þegar hálf önnur mínúta var eftir - Stjarnan missti boltann en Brynjar Kvaran varði skot KR- inga þegar 40 sek. voru eftir og síðan fjaraði leikurinn út í auka- köstum. KR-liðið var jafnt, Haukur Geirmundsson sterkur í horninu og skoraði mörk sín af öryggi, og Ragnar var einnig góður. Línu- spilið er gott og gaf af sér 7 mörk. Stjörnuliðið er alger andstæða - mesta stórskyttulið 1. deildarinn- ar í dag. Allt byggist upp á Her- mundi, Gylfa og Hannesi Leifssyni, en línuspil er árangurs- lítið. Gylfi var jafnsterkastur Garðbæinga, í sókn og vörn. -gsm Seljaskóla 25. sept. KR-Stjarnan 18-18 (6-8) 2-2, 3-5, 6-8 - 10-11, 13-17, 15-18, 18-18. Mörk KR: Haukur Geirmundsson 5, Ragnar Hermannsson 4, Ólafur Lár- usson 4, Jóhannes Stefánsson 3(1), Bjarni Ólafsson 1 og Björn Pétursson 1. Mörk Stjörnunnar: Hermundur Sigmundsson 7(3v), Gylfi Birgisson 5, Einar Einarsson 2, Sigurjón Guð- mundsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2. Dómarar: Rögnvaldur Eriingsson og Gunnar Kjartansson - frekar slakir. Maður leiksins: Gylfi Birgisson, Stjörnunni. Bandaríkjamaðurinn Mike Schieb er væntanlegur hingað til lands nú um helgina til æfinga með Haukunum fyrir Evrópu- keppni bikarhafa í körfuknatt- leik. Schieb fékk mjög góð með- mæli frá Jim Dooley, fyrrum þjálfara ÍR, sem tók að sér að finna góðan mann fyrir Hauka. Að hans mati er Schieb sennilega besti körfuknattleiksmaður sem gengið hefur til liðs við íslenskt lið. Haukar mæta Táby Basket frá Svíþjóð annan laugardag, 5. okt- óber, í Hafnarfirði en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð viku síðar. Með Táby leikur m.a. Bandaríkjamaðurinn Larry Ro- binson sem nú er sænskur ríkis- borgari. Hann var á sínum tíma til reynslu hjá bandarískum NB A-liðum og hefur verið valinn besti leikmaður sænsku úrvals- deildarinnar. Annar Bandaríkja- maður, John Curley, leikur líka með liðinu, sem og sænski lands- liðsbakvörðurinn Petter Oscars- son. -VS Körfubolti Úrslit á morgun Valur burstaði ÍS 102-41 og KR Staöan i karlaflokkl: vann ÍR 72-65 í fjórðu og valur..............3 3 0 249-154 6 næstsíðustu umferð Reykjavík- KR.................3 3 0 227-173 6 urmótsins í körfuknattleik á [^am...............^ ] \ 207-198 2 þriðjudagskvöldið. KR og Valur (s4 0 4 193-367 0 eru efst og jöfn og leika úrslitaleik mótsins í Hagaskólanum kl. 14 á morgun, laugardag. Á eftir leika Stigahæstir: Fram og ÍR um þriðja sætið en kl. Garðar Jóhannsson, KR........48 17 hefst urslitaleikur KR og ÍR 1 símon Ólafsson, Fram........44 kvennaflokki. Bæði lið sigruðu Sturlaóriygsson, Val............41 ÍS. -VS Föstudagur 27. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.