Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Nýjung Kúffiskverksmiðja á Suðureyri Ein stœrstu kúffiskmið íAtlantshafi eru umhverfis ísland. Algerlega ónýttíáratugi. Suðureyrarbúar undirbúa veiðar og vinnslu. Erling Auðunsson: Höfum sentsýnishorn víða um heim ogfengiðgóðar undirtektir. Hnífsstungan Úr lífshættu Deiluefni óljóst Sá sem lagður var hnífi í húsi við Hverfisgötu aðfararnótt föstudags er úr lífshættu að sögn rannsóknarlögreglunnar. Árás- armaðurinn, kona um þrítugt, er í gæsluvarðhaldi til sjötta nóvem- Nýstofnað fyrirtæki á Suður- eyri, Baldur h/f, undirbýr nú veiðar og vinnslu á kúffiski, en hann hefur ekki verið nýttur hér sem nokkru nemur siðan um 1950. Umhverfis ísland eru þriðju stærstu kúffiskmið í Norður-Atlantshafi og finnst skelin í fiestum fjörðum og víkum allt niður á 100 metra dýpi. Að sögn Erlings Auðunssonar á Suðureyri er hugmyndin að hefja veiðar þegar í byrjun næsta ÆFAB/BS Fundur með sendihena Víetnam Æskulýðsfylking Alþýðu- áandalagsins og Baráttusamtök sósíalista efna í kvöld til fundar með sendiherra Víetnam, sem staddur er hér á Iandi til að af- henda forseta íslands trúnaðar- bréf sitt. Verður fundurinn hald- inn að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30. í frétt frá samtökunum segir að nú séu 40 ár liðin frá sjálfstæðisyf- irlýsingu Víetnam og 10 ár frá frelsun S-Víetnam. Þar sem sendiherra Víetnam í Stokk- hólmi, Tan, sé staddur hér í opin- berum erindagjörðum, hafi verið ákveðið að fá hann til að segja frá ástandinu í Víetnam. Hann mun einnig svara fyrirspurnum. Útsýn Býður út skulda- bréf Ferðaskrifstofan ÍJtsýn hefurgertsamninga við stœrsta og glœsilegasta gististaðinn á Costa del Sol Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýn skýrði fréttamönnum frá því á föstudag, að á næstu dögum myndi Utsýn bjóða út 10 miljón króna skuldabréf, sem innleysan- leg verða í viðskiptum við fyrir- tækið á næstu 3 árum með sér- stakri viðskiptaprósentu. Verður þetta fé notað til að fjárfesta í völdu gistihúsnæði er- lendis til að tryggja bestu leigu- kjör sem fáanleg eru. Nefndi Ing- ólfur í þessu sambandi að stefnt væri að því að verð á sólarlanda- ferðum næsta sumar verði það sama og í ár. Hægt er að tryggja það ef hægt er að greiða hluta af gistiverðinu fyrir árslok 1985. Þá gat Ingólfur þess að Útsýn hefði gert samninga við stærsta og glæsilegasta gististaðinn á Costa del Sol, Benal Beach, sem er nýtt 1050 íbúða hótel. Þá hefur Útsýn fengið einkaleyfi hér á landi til sölu á íbúðum á Benal Beach og kosta þær frá 950 þús- und íslenskum krónum. -S.dór, árs og er verið að smíða veiðar- færi og vinnsluvélar hjá fyrirtæk- inu Traust h/f í Reykjavík. Not- aður verður sérstakur plógur við veiðarnar og kúfskelinni dælt um borð í fiskiskipið en nota þarf minnst 100 lesta skip við veiðarn- ar. „Við höfum sent sýnishorn af verkuðum kúffiski víða um heim og víðast hvar fengið góðar undirtektir. Það er markaður í Bandaríkjunum fyrir frystan kúf- fisk en verð er ekki nógu gott þar. Það fæst hærra verð fyrir steiktan kúffisk í Bretlandi og eins hef ég trú á góðum markaði víðar í Evr- ópu, t.d. á Ítalíu og á Spáni auk þess em Japanir hafa sýnt þessu áhuga”, sagði Erling. Reiknað er með að þegar kúf- fiskverksmiðjan á Suðureyri vérður komin í fullan rekstur muni hún veita allt að 30 manns atvinnu fyrir utan þá sem stunda veiðarnar. -lg ber. Enn er óljóst um tildrög hnífs- stungunnar enda hefur ekki náðst að tala við hinn sára að gagni. Árásarmaður og fórnarlamb hafa bæði komið við lögreglu- sögu og hinn stungni meðal ann- ars orðið kunnur af fangelsisvist sinni í Malaga-borg á Spáni. -m EITTHVAD Þó að kapparnir sem við kynnum í sjónvarpinu þessa dagana séu býsna ólíkir á yfir- borðinu, eiga þeir það sameiginlegt að vera tregir til að gefa öðrum tækifæri í um- ferðinni. Ef til vill þekkir þú þessa menn í umferðinni og öll verðum við líklega að viðurkenna að hafa einhverntíma gleymt okkur í erli dagsins og skapað þannig hættu í kring um okkur. í Umferðarviku í Reykjavík fáum við tækifæri til að taka okkur á í umferðinni og sýna meiri tillitssemi og varkárni en áður. Látum ekki stressið og tillitsleysið ná tökum á okkur. Sýnum samstöðu í Umferðar- viku og sköpum börnum okkar það öryggi sem þau eiga skilið. Börnin verða að geta treyst okkur í umferðinni. í dag lu á þari a6 halda. r Eldri borgarar í ökuferð dag er eldri borgurum boðið f okuferð um borgina og þeim leiðbeint um notkun gang- brauta og gangbrauta- 5sa. Lagt verður upp frá Dalbraut kl. 13.00 og ' það er Hermann Ragnarsson sem er farar- stjóri fakið vel eftiV *f!nníst bess að á . ^tÍUm 6r s'Vsatfðn? m 9atna~ ^ rar ^9ee^ ^1"'" °9 sér- Á morgun leggur lögreglan áherslu á umferðar-1 Ijósin. Eldri borgurum verður boðið ökuferð og Slysavarnarfélag Islands I annast gangbrautarvörslu. Auk þess verður bæklingi um umferðarmál -1 dreift f grunnskólum borgarinnar. Tökum öll þátt í Umferðarvikunni. Fylgjumst með tilkynningum, auglýsingum og umræðum í fjölmiðlum, en fyrst og fremst þó með umferðinni í kring um okkur. UMFERÐARNEFND REYKJAVÍKUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.