Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN íbúðir aldraðra félaga V.R. Útboð á heimilistækjum og brunasiöng- um. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir tilboð- um í heimilistæki fyrir 60 íbúðir aldraðra félagsmanna að Hvassaleiti 56-58 í Reykjavík. Um er að ræða heimilistæki úr postulíni og ryðfríu stáli, blðndunartæki og brunaslöngur og er heimilt að bjóða í einn verkþátt eða fleiri. Útboðsgögn eru afhent hjá Hönnun h/f, Síðumúla 1, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.R. þriðjudaginn 22. október næstkomandi kl. 16.00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Tilmæli til þeirra sem eru í vanskilum við Áburðar- verksmiðju ríkisins Til að mæta þeirri fjárþörf, sem skapast af útlánum til viðskiptavina Áburðarverksmiðjunnar, og til að mæta þeirri fjárþörf, sem skapast af vanskilum þeirra, hefur Áburðarverksmiðjan þann einn kost að taka erlend lán. Nú eru blikur á lofti í gengismálum. Áburðarverksmiðjan beinir þeim eindregnu tilmælum til skuldunauta sinna, og þá sérstaklega til þeirra sem eru í vanskilum, að þeir greiði skuldir sínar sem allra fyrst. Með því að standa í skilum stuðla viðskiptavinir Áburð- arverksmiðjunnar að lægra áburðarverði. Kæru viðskiptavinir. Greiðið skuldir ykkar svo að við getum greitt okkar. Það dregur úr gengistapi fyrirtæk- isins. Áburðarverksmiðja ríkisins Bændaskolinn á Hvanneyri Styrkir til framhaldsnáms í loðdýrarækt Landbúnaðarráðuneytið og Framleiðnisjóður land- búnaðarins auglýsa til umsóknar tvo styrki til fram- haldsnáms í loðdýrarækt. Umsækjendur þurfa að hafa lokið kandidatsprófi í bú- fræði (a.m.k. B.Sc. 90) vera reiðubúnir til að stunda framhaldsnámið sem svarar einu námsári (skólaári) hið minnsta og að starfa að leiðbeiningum í loðdýra- rækt að námi loknu. Hvor styrkur er að upphæð kr. 250.000,00. Námið verður skipulagt af Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri, og er miðað við að það fullnægi kröfum um fjórða árs nám í búvísindum (B.Sc.-120) samanber 38. grein reglugerðar um búnaðarfræðslu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Bændaskólanum á Hvanneyri, sími 93-7500. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. október næstkomandi. Berent Magnússon frá Krókskoti, Sandgerði, andaðist á elliheimilinu Garðvangi 5. október. Jarðarförin fer fram laugardaginn 12. október kl. 14.00 frá Hvalsnesi. Fyrir hönd aðstandenda Sveinbjörn Berentsson Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Jóhanna Katrín Magnúsdóttir Einarsnesi 33, Reykjavík lést á Borgarspítalanum 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. Ingvar Hallgrímsson Brynhildur Ingvarsdóttir Magnús Ingimundarson Ósk Ingvarsdóttir Ragnar Jónsson Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir og barnabörn Hermenn úr Pesh Merga skoða sprengjubrot. írak Kúrdar með írönum Gleymt stríð inni ígleymdu stríði- Synir Barzanis teknir við - Barátta Kúrda milli austurs og vesturs Gleymt stríð í öðru stríði, sem fjölmiðlar sinna með hangandi hendi, er barátta Kúrda í írak gegn stjórninni í Bagdad. En á dögunum gerð- ist það, að blaðamenn sem staðsettir eru íTeheran höfuð- borg írans, heimsóttu leiðtoga uppreisnar Kúrda, sem nú berst við Iraksher við hlið ír- anshers. Hann segir að barátt- an við þann „glæpamann", Saddam Hussein, sé erfið, en að Kúrdar hafi á nægu liði að skipa til að gera írökum lífið mjög leitt. Masúd Barzani heitir herfor- ingi uppreisnarmanna Kúrda en bróðir hans Idriss fer með pólit- íska leiðsögn í samtökum þeirra, Lýðræðisflokki Kúrdistans. Peir hafa tekið í arf forystu fyrir Kúr- dum í írak af föður sínum hinum sögufræga Múlla Mústafa Barz- ani, sem lést árið 1979. Þeir hafa líka tekið í arf þá skelfilega erfiðu aðstöðu Kúrda, að geta aldrei kosið sér bandamenn sjálfir - þeir hafa í margra áratuga bar- áttu sinni orðið að fara eftir því, hverjir voru helstu erlendir and- stæðingar þeirra stjórnvalda sem sátu í Bagdad hverju sinni. Sovéskur bakhjarl Saga kúrdísku uppreisnarinnar í írak er einmitt mjög sterk áminning um það, hve hæpið það er að lýsa öllum þeim deilum, átökum og staðbundnum styrj- öldum sem upp koma í þriðja heiminum sem endurspeglun átaka austurs og vesturs. Venju- lega koma risaveldi austurs og vesturs við sögu þeirra átaka, beint eða óbeint, - en það væri mikill misskilningur að ætla, að í hverju dæmi ættu þau sér erind- reka sem væru fyrst og síðast að sinna þeirra hagsmunum. Mulla Mustafa Barzani gerði rétt eftir stríð uppreisn gegn íhaldssamri stjórn í Bagdad, sem var mjög höll undir Breta. Hún var bæld niður og Barzani leitaði hælis í Sovétríkjunum og gekk þar á herskóla. Þar með var þjóð- ernishreyfing Kúrda vitanlega kommúnísk í augum Vestur- velda. Árið 1958 var gerð bylting í írak og til valda kom stjórn, sem tók upp vinsamleg samskipti við Sovétríkin og hafði um skeið kommúnista innan sinna vé- banda. Nú gat Barzani snúið heim og horfði um skeið allvæn- lega fyrir verulegri sjálfstjórn Kúrda í landinu og að tunga Skástrikaða svæðið sýnir nokk- urnveginn hvar Kúrdar eru búsettir. Þeir eru fjölmennastir í Tyrklandi. þeirra (sem er skyld persnesku en ekki arabísku) og menning fengju að njóta sín. En þær við- ræður runnu út í sandinn, hinir arabísku þjóðernissinnar í Bag- dad héldu fast um sitt og síst vildu þeir að olíuauðug héruð í írakska Kúrdistan (Kirkuk) yrðu viðuk- ennd sem hluti hinna kúrdísku svæða. Hver vill hjálpa? Kúrdastríðið hefst aftur upp úr 1960 og stóð þá í nær tíu ár. Stundum var sagt að Sovétmenn styddu víð bakið á Kúrdum, en stundum Bretar - sannleikurinn mun hinsvegar sá að enginn vildi mikið á sig leggja fyrir þessa merku fjallaþjóð, sem dreifð er um stórt svæði frá Tyrklandi til írans. Friður var saminn árið 1970 og þá gert aftur ráð fyrir viðtækum réttindum Kúrda - m.a. skyldi Kúrdi jafnan vera varaforseti landsins. En enn þótt- ust Kúrdar illa sviknir og gerðu uppreisn árið 1974. Og með því að nú var allnáið samstarf á al- þjóðavettvangi milli íraks og So- vétríkjanna sneri Barzani sér beinlínis til Vesturveldanna og var reiðubúinn að taka við vopn- um frá ísraelum. í reynd fengu Kúrdar nokkra aðstoð frá íranskeisara, sem þá var m.a. einskonar gæslumaður Vesturveldanna á svæðinu. En bæði hafði keisarinn áhyggjur af sínum eigin Kúrdum og draumum þeirra um að sameinast bræðrum sínum, og svo vildi hann nokkuð vinna til að semja við írak um umdeild landamæra- svæði. Það fór því saman, að her íraks gerði grimma sókn gegn skæruher Kúrda, Pesh Merga, og að franir hættu stuðningi sínum við Kúrda og sömdu um friðsam- lega sambúð við frak árið 1975. Barátta Kúrda var kæfð í blóð- baði. Staðan nú Og þótt klerkabyltingin í íran hafí ekki fært þarlendum Kúrd- um neinn ávinning, þá hefur Pesh Merga enn tekið upp vopn í þágu þess draums að tryggja 2,5 milj- ónum Kúrda í írak sjálfstjórn og mannréttindi. Og þeir berjast nú við hlið írana, þótt ekki séu að- gerðir herjanna beinlínis sam- ræmdar undir sömu yfirstjórn. Erlendir fréttamenn, sem heimsóttu Barzani yngri á dögun- um, hittu hann í bækistöð íran- skra fallhlífarhermanna skammt frá Lúlan, gömlu Kúrdaþorpi innan landamæra íraks. Masúd Barzani skýrði fréttamönnum frá því, að Lúlan væri eitt þeirra tvö þúsund Kúrdaþorpa sem íraks- her jafnaði við jörðu, þegar síð- asta uppreisn var bæld niður fyrir um það bil tíu árum. Fyrir tveim árum var talið að Pesh Merga (nafn þessa frelsis- hers Kúrda mun þýða, að þar fari menn sem berjast fram í rauðan dauðann) hafi nú um tíu þúsundir manna undir vopnum. Ekki var því svarað hver herstyrkurinn er nú, en augljóst þykir að íranir hafa veitt Pesh Merga verulega hergagnaaðstoð. Um leið er það framhald af hinni þverstæðufullu stöðu Kúrda, að þeir fá fjárhags- aðsto frá Sýrlendingum, sem eru um margt mjög á öndverðum meið við Klerkavaldið í íran - en líta um leið á írakstjóm sem eins- konar keppinaut sinn í arabískum heimi. Barzani yngri heldur því fram, að liðsmenn hans hafi nú á valdi sínu landræmu í írak, alla leið frá íran til landamæra Sýrlands. Auk þess sé talsvert um skæruhernað að baki víglínunnar. 18 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 8. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.