Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 7
Þær eru ekkitieint árennilegar tröppurnar að Þjóðleikhúsinu. Þar ' stendurþótilaögeraeinhverjarúrbætur. Ljósm. Sig. Pallalyfta í Bíóhöllinni, ódýr og meðfærileg. Dæmi um það sem vel er gert í þessum málum. Ljósm. E.Ol. Fatlaðir I hjólastól á veitingahúsum Oft ekki árennilegt. Rœttvið Theodór Jónssonformann Sjálfsbjargar „Sumir veitingastaðir, bæði hér í Reykjavík og úti á landi, fara dá- lítið óvarlega með hjólastóla- merkið í þessum bæklingi sam- taka sinna, sumir staðir sem hafa þetta merki undir sínu nafni geta alls ekki staðið þanning undir nafni". Það er Theodór Jónsson, for- maður Sjálfsbjargar sem er að ræða um kynningarbækling sem Samband veitinga- og gistihúsa gáfu út í vor til kynningar sinni starfsemi. Þar hafa ýmis hótel og veitingastaðir víða um land sér- stök merki til að gefa til kynna hvaða þjónustu staðirnir bjóða upp á, þar á meðal hjólastóla- merki. Þjóðviljinn ræddi stutt- lega við hann um hvernig aðstað- an væri fyrir fatlaða á veitinga- húsum, í víðri merkingu þess orðs. Aðstaðan „Sumir veítingahúsaeigendur virðast líta svo á að notast megi við þetta merki á þann hátt að þeir sem eru í hjólastólum séu velkomnir, geti fengið aðstoð við að komast áfram eða eitthvað slíkt. Þetta er mikill misskilingur. Til þess að nota megi þetta merki verða veitingahúsin að hafa að- stöðuna þannig að fólk í hjóla- stólum geti sjálft komist þar að, án nokkurrar aðstoðar. Mér dett- ur í hug að á sumum stöðum sé þetta byggt á einhverjum mis- skilningi. Sem dæmi má nefna Hótel Esju, þar er í raun ágætis aðstaða í matsölum og á hótel- herbergjum. En á Skálafell kemst manneskja í hjólastól alls ekki vegna þess að hin rúmgóða lyfta fer ekki þangað upp. Skála- fell auglýsir hins vegar í fyrr- nefndum bæklingi að þar sé að- staðafyrirfólkíhjólastólum! Nú, pöbbarnir svo nefndu standa sig geymslunni og þar sem óhreina leirtauið er geymt. Annars er það í raun Byggingarnefnd Reykja- víkurborgar og byggingarnefndir yfirleitt sem við er að sakast. Það eru þessar nefndir sem eiga að sjá um að eftir þeim regulgerðum sé farið sem settar hafa verið. En það vill nú oft verða misbrestur þar á. Svo er það einnig varðandi nýbyggingar að það er gert ráð fyrir rými og tækjabúnaði til hjálpar fyrir fatlaða á teikningum en þegar verið er að ganga frá þessum hlutum endanlega, eru þeir látnir mæta afgangi. Þegar þessaf byggingar eru síðan komn- ar í notkun vill oft verða erfitt að koma þessum hlutum í lag. Dæmi um þetta er Þjóðleikhúsið. Við byggingu þess var auðvitað ekki reiknað með aðstöðu fyrir fatl- aða. Það er aðeins fyrir báðum endum lO. bekkjar sem nokkur möguleiki er að koma fyrir hjóla- stólum og þá er rétt með herkjum að hægt er að loka þar dyrum. Svo er það auðvitað aðkoman að húsinu. Hún er ekki beint árenni- leg. Þar hafa nú staðið til breytingar í mörg ár. Það var á fjárlögum ársins 1981 sem pen- ingum var veitt til þess verkefnis. Það verkefni hefur nú líka gengið heldur seint. Auðvitað er þar erf- | itt um vik, mig grunar þó að þar sé verið að ráðast í miklu dýrari Theódór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar. yfirleitt nokkuð vel, salerni og rými almennt er þannig að yfirlett getur fólk í hjólastólum athafnað sig þar með nokkuð góðu móti. Það er auðvitað oft nokkuð erfitt að koma því við þegar verið er að endurnýja gömul hús en mér sýn- ist þessir staðir hafa komist nokk- uð vel frá þessu. Talandi um gömul hús, þá má nefna að Hótel Borg er svo gömul að það hefur verið í tísku þá að hafa breiðar dyr. Þar er mjög rúmgott, bæði í sölum og á herbergjum“. Hlutverk byggingarnefnda - En hvað með nýrri veitinga- hús? „Já, það er nú dálítið upp og ofan. Við gerðum nú svolítinn hvell með Broadway stuttu eftir að sá staður opnaði. Þar er hring- laga stigi niður og inn á skemmtistaðinn og ekki sérlega gott að komast þar inn. Hins veg- ar kemst maður inn hjá rusla- framkvæmdir en þörf er á. Nú, en það má auðvitað víða sjá breytingar til hins betra. Dæmi um það er aðkoman að Tryggingastofnun Ríkisins á Laugavegi. Einnig má nefna að- komuna að Norræna húsinu. Reyndar var hún lengi vel vanda- mál vegna þess að ekki mátti breyta heildarútliti hússins, ég get þó ekki séð í dag að útlit húss- ins hafi versnað við tilkomu þeirrar skábrautar sem þar er komin. Bíóin Ef við tökum bíóin sem dæmi, þá má auðvitað finna góða og slæma hluti þar. Mér finnst Bíó- höllin í Breiðholtinu vera gott dæmi um það sem vel er gert. Þar er lítil og einföld lyfta sem gerir fólki á hjólastólum auðvelt að komast inn í suma salina sem síð- an eru með gott rými. Svo er einnig hægt að finna staði þar sem allt er í fínasta lagi á sjálfum stöðunum en há gangstéttarbrún utan við húsin gerir fólki á hjóla- stólum erfitt um vik. Dæmi um þetta er Veitingahöllin, þar er allt í góðu standi innanhúss en gang- stéttarbrúnin þar fyrir utan er þannig að það þarf sterkan karl- mann til að ýta hjólastól þar upp. Mér finnst að almenningur mætti vera mun betur vakandi varðandi þessa hluti og gæti vakið á þessu athygli. Það mætti þá vera með því að hafa samband við okkur eða vekja athygli á þessu í fjölmiðlum, t.d. með því að benda á staði þar sem bæta þarf úr þessum málurn. Þá má einnig nefna að aðstaðan úti á landi í þessum efnum er yfirleitt mjög slæm. Það er t.d. ekki árennilegt fyrir fólk í hjólastólum að fara í ferðalag út á land,“ sagði Theo- dór að lokum. -IH Þriðjudagur 8. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.