Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 15
HEIMURINN Portúgal Fylgishmn sósíalista POLICE 7 ' wesr fiVDLANDS POl/CB /mucEi Eftir óeirðirnar í Birmingham á dögunum teiknaði breski teiknarinn JAK þessa mynd en textinn er lagður í munn herramanninum í hægra horninu: - Sælir veriði, ég er frá Suður-Afríku og sé að það sem ykkur vantar er almennileg aðskilnaðarstefna. Bretland Lögreglumaður felldur Og þetta líka... ...Yfirvöld í Florida rannsaka nú hvort rétt sé að læknir hafi þegið að gjöf án tilskilinna leyfa og vit- undar aðstandenda heilabu af- brotamanna sem teknir hafa verið af lífi í ríkinu. Læknirinn, sem er sérfræðingur í taugalíff ræði, falað- ist eftir þessum líffærum í því skyni að athuga hvort heila- skemmdir, t.d. eftir slys, hefðu valdið afbrotahneigðinni... ...Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið minni en í fyrra frá því bylt- ingin var gerð í landinu árið 1949 ef undan eru skilin árin 1960-62 þeg- ar hungursneyð geisaði í landinu. Viðkoman í fyrra var 1,08% sem þýddi að fólksfjöldinn í þessu fjöi- mennasta ríki heims var 1.035 milj- ónir í árslok. Kinverjar hafa sett miklar hömlur á fólksfjöigun en markmið þeirra er að íbúafjöldinn verði ekki meiri en 1,2 miljarðar um aldamót... ...10 manns létust og 43 slösuðust í gífurlegum árekstri sem varð á hraðbraut i Kaliforníu á sunnudag- inn. 39 bílar komu við sögu í árekstrinum en ástæðan fyrir hon- um er talin vera sú að reyk frá eldi í kjarri lagði yfir akbrautina... London - Enn kom til mikilla óeirða í London um helgina og er þetta í fimmta sinn á einum mánuði sem upp úr sýður hjá blökkumönnum og fólki af as- ískum uppruna í Englandi. Óeirðirnar um helgina voru hatrammari en þær sem orðið hafa fram til þessa og í þeim lést einn lögregluþjónn, sá fyrsti sem hlýtur þau örlög í óeirðum undanfarinna ára. Óeirðirnar áttu sér stað í hverf- inu Tottenham í London og hóf- ust með sama hætti og lætin í Brixton fyrir rúmri viku. Lög- regluþjónar í leit að ungum blökkumanni skutu móður hans til bana. Þegar það spurðist út streymdu hundruð ungmenna út á götur hverfisins og hófu að velta bílum og kveikja í húsum. f fyrsta sinn síðan óeirðir af þessu tagi hófust í Bretlandi beittu upp- reisnarmenn skotvopnum. Lögregluþjónn var stunginn niður með sveðju og 220 manns slösuðust í óeirðunum, þar af hlutu fimm manns skotsár undan haglaskotum óþekktrar leyni- skyttu. . Þegar lögreglumenn hugðust gera innrás í miðhluta hverfisins þar sem óeirðirnar voru harðastar var þeim mætt með eldsprengjum og grjótkasti. Tók það lögregluna fleiri klukku- stundir að ná stjórn á hverfinu. Yfirmenn lögreglunnar sögðu að þess hefðu sést greinileg merki að óeirðunum hefði verið stjórn- að af utanaðkomandi fólki, an- arkistum og trotskíistum. Óvenjumikil grimmd hefði ríkt í þessum óeirðum og þyrfti lög- reglan nú að endurskoða aðferðir sínar við að bæla þær niður. Helstu ráðin sem þeir sáu var að fjölga í sveitum lögreglunnar og beita táragasi og gúmmíkúlum gegn uppreisnarmönnum. Flokksþing Heath ræðst að Thatcher Enginn starfhæfur meirihluti á þinginu eftir kosningar Lissabon - Tveir sigurvegarar standa með palmann í hönd- unum eftir þingkosningarnar í Portúgal á sunnudag. Mesta athygli vekur þó afhroð það sem Sósíalistaflokkurinn mátti þola. Helsti leiðtogi hans frá því einræðinu var steypt árið 1974, Mario Soares, er talinn hafa rýrt mjög möguleika sína á sigri í forsetakosningunum í janúar á næsta ári. Fráfarandi stjórnarflokkar, sósíalistar og sósíaldemókratar, fóru mjög misvel út úr kosning- unum. Þeir fyrrnefndu hröpuðu úr 36% atkvæða í uþb. 21% og hafa nú aðeins 55 þingmenn en höfðu 101. Sósíaldemókratar bættu hins vegar við sig, fóru úr 27% í 30% og bættu við sig 10 þingsætum, hafa nú 85 og eru stærsti flokkurinn á þingi. Mest kom þó á óvart glæsileg innreið Lýðræðislega endur- reisnarflokksins með 18% at- kvæða og 44 menn kjörna í fyrstu kosningunum sem flokkurinn tekur þátt í. Stofnendur þessa nýja flokks eru fylgismenn Ean- esar forseta sem lætur af embætti í vetur. Flokkurinn boðar hreingerningu í portúgölskum stjórnmálum en er að öðru leyti heldur óþekkt stærð. Fylking vinstriflokka undir for- ystu kommúnista tapaði 2-3%, er nú með 15-16% og 37 þingmenn en hafði 44 áður. Kristilegir demókratar töpuðu ámóta miklu, eru nú með tæp 10% at- kvæða og 20 þingmenn en höfðu 30 áður. Sósíaldemókratar undir for- ystu Anibal Cavaco Silva hafa sagt að þeir hyggist mynda nýja stjórn en óvíst er hvernig það gengur. Ekki kemur til greina samstarf við sósíalista, um það eru báðir flokkar sammála. Sam- starf við kristilega demókrata er líklegast en slík stjórn hefur ekki meirihluta á þingi Portúgals þar sem 250 manns eiga sæti. Þeir yrðu því að tryggja sér stuðning eða í það minnsta hlutleysi ann- arra flokka og kemur þar Lýð- ræðislegi endurreisnarflokkurinn helst til greina. WELCOME TO BIRMIN6HAM ...Japönsku bílaverksmiðjurnar Mitsubishi hafa fallist á að láta kín- verja fá 5.824 nýja vörubíla í stað annarra sem seldir voru kínverjum í fyrra. Bílar þessir reyndust gall- aðir og hafa framleiðendurnir fall- ist á að greiða kínverjum skaða- bætur. Nokkuð hefur verið um svipaðar uppákomur að undan- förnu, td. þurfti japönsk sjón- varpsverksmiðja að greiða kín- verjum skaðabætur í síðustu viku vegna 15 þúsund gallaðra sjón- varpstækja... REIITER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Blackpool - í dag, þriðjudag, hefst landsfundur breska íhaldsflokksins í baðstrand- arbænum Blackpool. í gær kom fyrrum forsætisráðherra flokksins, Edward Heath, fram í sjónvarpi og réðst harkalega á starf og þó einkum aðgerðar- leysi stjórnarinnar frammi fyrir þeim alvarlegu vandamálum sem þjóðin á við að glíma. Heath sagði að flokknum væri meira umhugað um að koma vel Edward Heath mátti sjá af for- mennskunni í [haldsflokknum í hend- ur járnfrúarinnar en nú er hann kom- inn aftur og vex stöðugt fylgi í gagnrýni sinni á frjálshyggju stjórnar- innar. fram í fjölmiðlum en að leysa vandamál. Heath hefur ásamt öðrum fyrrverandi ráðherrum flokksins gagnrýnt frjálshyggju- stefnu Thatcher sem birtist í miklum niðurskurði á ríkisút- gjöldum. Hafa þeir hvatt stjórn- ina til að stórauka ríkisútgjöld til þess að hleypa nýju lífi í efnahag þjóðarinnar og draga úr atvinnu- leysi. Fylgi fhaldsflokksins hefur far- ið mjög dvínandi að undanförnu og kjósendur hans hópast til vinstri. í skoðanakönnun sem birt var í Englandi um helgina kom í ljós að Verkamannaflokk- urinn naut stuðnings 39% að- spurðra, 32% fylgdu íhaldinu að málum en 27% kváðust myndu kjósa Miðjubandalagið. Þriðjudagur 8. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Norðursjór Eldsvoði á borpalli Osló - Einn maður fórst og átta slösuðust í eldsvoða sem kom upp í olíuborpalli úti fyrir vest- urströnd Noregs í fyrrinótt. 79 manns björguðust. Óhappið varð þegar verið var að bora eftir gasi og skyndilega opnaðist gaslind. Þrýstingurinn varð of mikill svo gasið var óbeislað og síðan kviknaði í því. Loguðu eidar á borpallinum og á svæði sem var hundrað metrar í þvermál þar til lindin var þornuð um níuleytið í gærmorgun. í gær var ekki hægt að komast nærri pallinum vegna hita og reyks en eigandi hans, ríkis- olíufélagið Statoil, taldi líklegt að unnt yrði að bjarga honum. Mað- urinn sem lést var 28 ára gamall norðmaður. Líbanon Tripoli í rústum Tripoli - Kyrrð hefur nú færst yfir hafnarborgina Tripoli í norðurhluta Líbanons eftir að sýrlenskar hersveitir héldu inn í borgina um helgina. Hafa þær verið að styrkja tök sín á borg- inni og yfirtekið hernaðarlega mikilvæga staði eftir því sem sveitir sunni-múslima yfirgefa þá. Sveitir frá Rauða krossinum fóru inn í borgina í kjölfar sýr- lenska hersins og lýsa þær að- komunni sem dapurlegri. Fjöldi húsa er í rústum eða illa farinn eftir skothríð, borgin er vatns- og rafmagnslaus og þúsundir manna hafa ekkert núsaskjól. Alls mun um hálf miljón af 700.000 íbúum hafa flúið borgina meðan á bar- dögunum stóð. Ekkert hefur enn frést af so- vésku sendiráðsmönnunum þremur sem haldið er í gíslingu af hópi sunni-múslima en ránið á þeim átti sinn þátt í að binda endi á bardagana í Tripoli. Evrópa Fjolþjoda sjonvarpi misveltekið Amsterdam - í fyrrakvöld gafst hollenskum sjónvarpsáhorf- endum í fyrsta sinn kostur á að horfa á útsendingar frá nýjum sjónvarpsgervihnetti sem nefndur hefur verið Europa. Að þessum hnetti standa sjón- varpsstöðvar í Vestur- Þýskalandi, Hollandi, Portú- gal; írlandi og Ítalíu. Útsendingar hnattarins voru á þremur tungum, ensku, frönsku og hollensku, og stóðu yfir í fjóra tíma. Tungumálafjölbreytnin ásamt með tíðum auglýsingainn- skotum mæltist misvel fyrir hjá hollenskum áhorfendum sem og að ýmsir þættir sem auglýstir höfðu verið birtust ekki. Send- ingin náði til kapalkerfa í 15 hol- lenskum borgum. Ætlunin er að sendingar Eur- opa breiðist smám saman út til allrar Vestur-Evrópu en því tak- marki hyggjast eigendur hnattar- ins ná á næsta ári. Reksturinn er fjármagnaður með auglýsingum og vonast eigendurnir til að hann standi undir sér í lok þessa ára- tugar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.