Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 5
Uppgjöf Ég hef gert samkomulag við ristjórn Þjóðviljans að skrifa nokkrar greinar um það sem kalla má politík hvunndagslífs- ins. Ég ætla sem sé ekki að skrifa svo mjög um það sem fólk kallar venjulega pólitík, heldur vil ég taka fyrir hversdagsleg mál- efni, þætti úr daglegri menningu fólksins í landinu, og draga fram pólitík þess með því að benda á nýjar hliðar málanna og ný sjónarhorn sem skoða má þau út frá. (I framhjáhlaupi vil ég geta óskar minnar um að reka það slyðruorð af okkur félags- fræðingum, sem Flosi Ólafsson hefur komið á okkur, en almenningur heldur starfa okkar í því fólginn að búa til pró- blem úr engu og gera síðan stofnanir um próblemin. Að vísu eru til félagsfræðingar með próblem á heilanum og stofnanir að hugsjón, en aðrir reyna að efla gagnrýninn skilning á samfélaginu. Slíkt hið sama gerir Flosi reyndar, bara með þveröfugri aðferð: að staglast á íhalds- sömum viðhorfum og hversdagslegri með- alhegðun, svo lesandinn sér fáránleikann í því sem hann taldi kannski sjálfsagt.) Uppar og hippar f dag vil ég skrifa um „uppa“. Þetta orðskrípi er nýtt í tungunni og þýðing á ameríska hugtakinu YUP (Young Urban Professionals) eða „yuppies“ (sbr. „hippi- es“ og „yippies"). Hér er átt við ungt sér- menntað fólk á uppleið. Fólk sem stefnir á frama bæði í starfi og félagslega, og vill kosta mikilli baráttu til. „Uppar“ ota sín- um tota með stíl, eru bæði skrautgjarnir og frumlegir í klæðaburði og í innréttingu húsnæðis, sem helst á að vera miðsvæðis í borgum. „Uppar“ láta einnig á sér bera í menningarneyslu. Slíkur lífsstíll er dýr, og kostnaðarsamt líferni er dyggð í augum uppa. Peninganna er aflað með mikilli vinnu sem sjálfstæður atvinnurekandi eða háttsettur starfsmaður í einkafyrirtæki. Uppar hanga hins vegar ekki á börum né liggja í leti. Þeim litla frítíma, sem eftir er að afstöðnum ofangreindum athöfnum, er varið til íþrótta og annarra uppbyggi- legra athafna. Ég hef þóst vera að lýsa einhverjum hópi fólks, en það er í raun blekking; ég hef verið að lýsa þeirri glansmynd sem billegir fjölmiðlasnápar hafa búið til. Hún er þó raunveruleg á þann hátt að fjöldi manna reynir að lifa samkvæmt glansmyndinni, þótt þeim takist það mis- vel. Venjulega er „uppanum“ stillt upp sem andstæðu „hippans“ eða „68- kynslóðarinnar". Þeir síðarnefndu voru uppreisnargjarnir og félagslega sinnaðir, en treystu á forsjá ríkisins og varð lítið úr framkvæmdum sökum linku og vímuefna- neyslu, andstætt uppum sem eru eins kon- ar frjálshyggjumenn, treysta á eigin mátt, gera miklar kröfur tií sín og eru hófsmenn á vímuefni. Alveg eins og uppa-myndin er hættulega gróf einföldun sem blaðamenn hafa búið til, er myndin af 68-kynslóðinni skrumskæling og klisja. Klisjan um 68- kynslóðina er afurð ýmissa, sem hafa vilj- að nota hana sem víti til varnaðar, út frá hinum ólíku sjónarhólum siðapostula, pönkara og nú uppa. „68-kynslóðin“ er nú orðin að eins kon- ar Svartapétri, sem enginn vill vera. Nema Sigurður Pálsson, og til sinna sálu- félaga vill hann telja þá gömlu Matthild- inga, Þórarin Eldjárn, Hrafn Gunnlaugs- son og Davíð Oddsson. Og þá er klisjus- míðin loks fullkomnuð - orðin merkingar- laus með því að telja Davíð Oddsson full- trúa æskulýðsuppreisnar. Ég held að við ættum að reyna að finna eitthvað vitrænt innihald í merkimiðann „68-kynslóðin“, fremur en að nota hann sem hola klisju, sem byggð er á einhverj- um ytri einkennum sem einhver hluti þessarar kynslóðar hafði. 67- kynslóðin Raunar er rangt að tala um kynslóðir í þessu efni. Svonefndir „hippar“ og svo- nefndir „uppar“ eru eiginlega úr sömu kynslóð sömu sféttar, þeir eru ca. 25-40 ára menntuð millistétt, og margir hafa komið við í báðum herbúðum. Hins vegar er ártalið 1968 stundum not- að til að tímasetja hápunkt tiltekinnar hreyfingar (þótt reyndar væri réttara að tala um 1967 í því sambandi, ár Flower Power, mestu stúdentaóeirðanna og Serg- eant Pepper’s). Æskulýðsuppreisnin var samsett hreyfing og vafasamt að gefa henni einhvern samnefnara. Þó var sam- eiginlegt einkenni hennar að leitað var nýrra og róttækari leiða í lífsbaráttu ein- staklinga, hópa og stjórnmálaafla. Þessi leit fór um margar brautir: Menn ferðuð- ust um eigin hugarheim í hugleiðslu, sál- könnun, dulspeki, dópi o.fl.. Fók reyndi að lifa og starfa saman á nýjan hátt, t.d. í kommúnum. Hið pólitíska starf vinstri afla losnaði að hluta til úr viðjum kom- múnískra og kratískra kreddna, og var þess í stað stefnt að sjálfræði einstaklinga og hópa. Ekkert af þessu var beinlínis nýtt, en þessi leit varð svo miklu almenn- ari en fyrr, að undirstöður samfélagsins virtust riða. í þessari hreyfingu voru um margt ólíkir hópar, t.d. hippar og „nýja vinstrið", og margir fylgdu henni einungis á ytra borðinu, sem eins konar tísku. Þungamiðja hreyfingarinnar var meðal fólks sem fætt var fyrsta áratuginn eftir stríð, en einnig tók eldra fólk þátt í henni, og þeir sem síðar hafa vaxið úr grasi hafa flestir tileinkað sér einhverja þætti úr lífs- stíl og baráttumálum 67-kynslóðarinnar. En hreyfingin breytti aldrei samfé- laginu á róttækan hátt. Hún varð ávallt , fyrst og fremst hreyfing millistéttarfólks og sem slík bæði máttlítil og fljót til mála- miðlana. Fyrir mörgum meðreiðarsvein- um var hreyfingin búin að ná markmiðum sínum, þegar hún hafði skolað þeim upp í áhrifastöður eða hafði tekist að móta yfír- bragð hlutanna án þess að snerta við undirstöðunum. Aðrir missa eldmóðinn og verða önnum kafnir við baslið, gjarnan tvö saman á báti. Ýmsir fóru kæruleysis- lega í leit að nýjum upplifunum og skemmdu sig á vímuefnum. Sumir skafa fúaspýtur í Þingholtunum, aðrir ráfa um bari bæjarins. Að vísu verða áhrif menn- ingarbyltingarinnar frá 1967 aldrei máð út í samfélaginu, en sennilega þarf nýja kyn- slóð til að taka upp þráðinn og spinna hann lengra í róttæknisátt. Uppgjafa- hippar Borgarastéttin er ámóta óframleiðin í menningarlegu tilliti og í efnahagslegu. Stéttarleg menning hennar er löngu geld, en hún er fundvís á menningarlegar nýj- ungar sem verða til á meðal verkalýðs, millistéttar og tötraöreiga. Hún líkir eftir ýmsum þáttum slíkrar menningarsköpun- ar og blandar þeim saman við eigið glys og geld menningartákn sín, þar til menning- arlegt þýfí hennar hefur gersamlega glatað merkingu sinni og er hent á rusla- haugana. Á þeim tímum þegar flest stjórnmálaöfl okkar heimshluta veifuðu hugsjónum jöfnuðar, og flestöll menning hafði á sér róttækt yfírbragð, hafði borgarastéttin hægt um sig og faldi ríkidæmi sitt. í kreppu síðasta áratugs fann borgarastétt- in hins vegar nýtt lag til að herða stéttar- baráttu sína, og smám saman óx henni kjarkur til að sýna andlit sitt, að vísu sminkað mjög. Nú var aftur orðið fínt að vera ríkur. „Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Nú létu ýmsir þeir, sem tileinkað höfðu sér ytri brag æsku- lýðsuppreisnarinnar, á sér kræla. Þeir köstuðu grfmu félagshyggju og lýstu því stoltir yfir að þeir væru framapotarar. Hér var yfirleitt um að ræða sérmenntað milli- stéttarfólk, og það bar með sér arf sinnar stéttar, þ.e.a.s. fyrst og fremst mikla áherslu á hin ytri stöðutákn - slétt og fellt yfirbragð að nýjustu tísku. Skammtíma daður við róttækar hugsjónir setti líka sín spor, og menn lögðu sig t.d. fram um að fylgjast með menningu og vera um leið svolítið skapandi sjálfir í klæðaburði og húsainnréttingum. Jafnframt bar þessi kynslóð nýrra framagosa merki um það að samkeppni hafði harðnað á verksviðum hennar, sem flest lúta að viðskiputm. Meðal ávinninga jafnaðarstefnu og lífskjarasóknar var að fleiri komust nú í það nám, sem veitti aðgang að eftirsóttum stöðum yfirmanna og sérfræðinga, svo að æ harðar var barist. á framabrautinni. Ýmsir þeir menningar- þættir, sem frjálslyndir menntamenn höfðu tileinkað sér til að njóta betra lífs, fengu nú nýtt inntak f þágu harðnandi samkeppni. Hér á ég við hreyfingar um líkamsrækt og hollt mataræði, sem nú er beitt annars vegar til að ná hámarks vinnuafköstum og hins vegar til að líta vel út og eiga því betra með að „selja sig“. Þannig varð „uppinn til. Ávöxtur harðnandi kreppu, hefur tileinkað sér ýmsa menningarþætti þeirra frjálslyndu menntamanna, sem margir uppar töldust til áður. Hreyfiafl uppans er óttinn, óttinn við að standa sig ekki í samkeppninni, óttinn við að láta undan álaginu, óttinn við sjálfan sig. Uppinn má helst aldrei doka við. Hann vinnur eins og þræll til aö halda uppi háum lífsstaðli, og hann verður að halda uppi þessum háa lífsstaðli til að vera gjaldgengur í vinnu sína. Hér er ég aftur farinn að einfalda mikið og tala um uppa á ystu nöf en ekki allt það fólk, sem á ýmislegt sameiginlegt með þessum framagosum, annars vegar vegna þess að það neyðist til aukinnar sérhyggju í ufsbaráttunni, hins vegar vegna þess að það leggur sig líka fram um að tjá einstak- lingseðli sitt í lífsstíl sínum. Eiginlega langar mig ekki til að gagnrýna uppagrey- in, heldur þær samfélagsaðstæður sem skapa þá, þann straum sem þeir berast fyrir. Upp- gjöf Þetta uppafár varpar nokkru ljósi á það, hvorum megin millistéttir skipa sér í stéttabaráttu verkalýðs og borgarastéttar. Það fólk sem fæst við viðskipti og stjórnun verður í vaxandi mæli að fórna frjálslyndi sínu, ef það á að halda velli í harðnandi samkeppni um sem besta þjónustu við borgaraskapinn. Stærri hópar millistétt- arinnar verða hins vegar fyrir árásum afturhaldssamra ríkisstjórna, og það fólk á það flest sammerkt að fást við umönnun Ifólks, s.s. uppeldi, kennslu eða hjúkrun. |Þessi lífsnauðsynlegu störf verða seint !gerð að vöruviðskiptum og féþúfu, síst þeirra sem vinna að þeim. Þetta fólk á eðlilega samleið með verkalýðsstétt gegn auðskipulaginu. Þetta „umönnunarfólk“ hefur nú vax- andi starfa að tjasla upp á þau fórnarlömb sem upparnir skilja eftir á hergöngu sinni yfir samfélagið. Brátt fara upparnir sjálfir að koma líka til meðferðar, þegar líkamar þeirra og sálir gefast upp undan álaginu við að olnboga sig áfram með bros á vör. Gestur Guðmundsson GLÖGGT ER GESTS AUGA íþessumfyrsta pistli sínum ræðir Gestur Guðmundsson um uppana og segist raunar ekki langa til að gagnrýna þá heldur miklufremurþær samfélagsaðstœður sem skapaþá, þann straum sem þeir berastfyrir eins og hann orðar það. Þriöjudagur 8. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.