Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 9
FISKIMÁL Grænland Rækjutogari, ísbrjótur og kennsluskip í senn Grænlendingar hafa nýlega fengið rækjutogara, sem smíðaður er í Danmörku, og er hann afar vel útbúinn tækj- um og svo sterkbyggður að hann er á við ísbrjót. Tasilaq heitir skipið og verður gert út frá Angmagssalik á Austur- Grænlandi og er skipinu ætl- að að bæta lífskjör í fátækasta hluta Grænlands og þjálfa Grænlendingatil veiðameð fullkomnustu veiði- og leitar- tækni. Skipstjórinn á Tasilaq er Ole Basse Mortensen frá Borgundar- hólmi, en hann hefur langa reynslu af fiskveiðum við Græn- land. Hann segist eiga Grænlandi margt að þakka og vilji hann nú eiga nokkurn þátt í að endur- greiða sína skuld við landsmenn. Sjálfur er hann hluthafi í rekstri skipsins, en svo er ráð fyrir gert, að hann hverfi smám saman útúr fyrirtækinu. En árið 1995 verður skipið alfarið í eign Grænlend- inga og rekið af þeim. Tasilaq kostaði 80 miljónir danskra króna og er það hannað með alla þá reynslu í huga sem fengist hefur af veiðum við Austur-Grænland á undanförn- um tuttugu árum. Heimastjórnin grænlenska telur, að smíði skips- ins sé metnaðarfyllsta tilraunin sem hingað til hefur verið gerð til að örva efnahagsþróun í þeim hluta Grænlands sem einna fá- tækastur er. ísinn torveldar mjög fiskveiðar þar og Angmagssalik er t.a.m. ekki opin nema um fjóra mánuði á ári. Tæplega þrjár þúsundir íbúa Austur-Grænlands hafa því verið heldur afskiptir og notið lítils góðs af því að skammt frá bæjardyrum þeirra eru ein- hver auðugustu rækjumið í heimi. Kennsluskip um leið Skipið verður, vegna íssins, að Hér situr skipstjórinn, Ole Basse Mortensen, og horfir með velþóknun á tækja búnað togarans grænlenska sem er einhver hinn fullkomnasti sem þekkist. leggja afla sinn upp á ísafirði. En um borð verða jafnan sjómenn frá Angmagssalik og gert er ráð fyrir því að fyrir bragðið tvöfald- ist skattskyldar tekjur í því litla plássi, sem nú telur um 1300 íbúa. ÆSKULYÐSFYUdNGIN ÆF-ingar athugið Fréttabréfið okkar hún Rauðhetta kemur út bráðum. Nú er bara að setjast niður og skrá hugrenningar sínar á blað, vélrita á A-4 og senda á H-105 fyrir 18. október, merkt: Framkvæmdaráð ÆFAB. Kveðjur, Framkvæmdaráð Óskilamunir frá landsþingi ÆFAB eru á H-105, s. 17500. Mióvikudagur 9. okt. Undirbúningsfundur Á miðvikudaginn kl. 20 ætla fulltrúar ÆFR á landsfund AB að hittast að H-105 og undirbúa sig fyrir fundinn. Þeir sem vilja taka þátt í þessu eru velkomnir með tillögur og ábendingar. Rauða risið Á sunnudaginn mun kaffihús ÆFR aftur taka til starfa af fullum krafti. Ýmis þekkt andlit munu kíkja inn og skemmta. Húsið opið frá kl. 13 - 19. Klippið auglýsinguna út og látið hana ganga! Verkalýösmálaráð ÆFAB Opinn fundur verður í Verkaiýðsmálaráði ÆFAB fimmtudaginn 10. okt. nk. kl. 20.30. Einar Olgeirsson mun koma á fundinn og ræða um sögu verkalýðshreyfingarinnar og tengsl flokksins við hana. Fjölmennum og mætum öll hress og jákvæð til umræðu um ofangreint málefm. st]órnin Skipið mun hafa róttæk áhrif til batnaðar á kjör þeirra 90-100 fjölskyldna sem skiptast á um að hafa mann frá sér um borð í Tasil- aq á ári hverju. Allir viðurkenna að þessi tog- ari, ísbrjótur og skólaskip sé erf- iðari í rekstri en svo, að Austur- Grænlendingar geti rekið Tasilaq einir. Nokkur ár eru þangað til af því getur orðið. Til dæmis er brú- in full með svo fullkomnar tölvur og leitartæki að það eru afar fáir Grænlendingar sem hafa reynslu af slíkri tækni - enda gerist hún ekki framsæknari annars staðar í heiminum. Því er kennsla lykilorðið í þess- ari útgerð. Fyrst munu Austur- Grænlendingar teknir til háseta- starfa. Síðar verða haldin um borð fimm mánaða námskeið fyrir sex unga Austur- Grænlendinga undir stjórn kenn- ara frá sjómannaskólanum í Frederiksháb. Eitt markmiðið er, að sú þróun sem nú er hafin verði til þess að annað vel búið skip sé gert út frá Austur-Grænlandi. Hluta af aflaverðmæti Tasilaq verður ráðstafað til að halda áfram tilraunaveiðum í sjónum við Austur-Grænland. Ole Basse Mortensen er bjart- sýnn á að geta fundið skelfisk og krabbamið við Austurströn Grænlands, ekki síst í námunda við Scoresbysund. Tólf Grænlendingar frá Ang- magssalikhéraði voru með strax í fyrstu ferð rækjutogarans sterk- byggða. Ef að vel fiskast geta þeir búist'við 1,6-2 miljón króna hlut (íslenskra) á ári. En ekki er gert ráð fyrir því að menn séu allt árið að heiman, og því munu hlutir skiptast í fleiri staði í reynd. _áb ALÞYÐUBANDALAGIÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Kjördæmisráðstefna á Hvammstanga Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn i félags- heimilinu á Hvammstanga nk. laugardag og sunnudag 12.-13. október. Fundurinn hefst kl. 14.00 á laugardag en lýkur um kaffileytið á sunnudag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Gestur fundarins verður Helgi Seljan alþingismaður. Stjórnln. Ráðstefna um Framhaldsskólann verður haldin laugardaginn 19. október n.k. kl. 10-17 að Hverflsgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan er liður í stefnumótun Alþýðubandalagsins um framhalds- menntun. Dagskrá: Kl. 10-12 Skólamálahópur AB kynnir hugmyndagrunn að: markmiðum og námsskipan, stjórnun og fjármögnun framhaldsskóla. Fyrirspurnir og almennar umræður. Léttur hádegisverður á staðnum. Kl. 13-17 Starfshópar ræða hugmynda- grunninn. Kaffihlé. Niðurstöður hópa. Næstu skref ákveðin. Ráðstefnan er opin öllu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins. Til þess að auðvelda undirbúning eru væntanlegir þátttakendur vinsamlegast hvattir til að skrá sig á skrifstofu AB í síma: 1 75 00. Skólamálahópur AB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.