Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsfmi: 81333. Kvóldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þrlðjudaour 7. október 1985 231. tölublað 50. örganour DJOfilflUINN Vestmannaeyjar ^ Farandverkamenn segja upp Deilur íEyjum vegna fœðiskostnaðar í mötuneyti frystihúsanna. Mun hœrrien annars staðar. Við farandverkamenn munum hætta störfum og fara héðan um næstu helgi ef ekki verður gengið að kröfum okkar um lækkun fæðiskostnaðar fyrir þann tíma. Krafa okkar er að fæðiskostnaður lækki úr 399 í 234 krónur, sem er nokkuð i sam- ræmi við það sem gengur og ger- ist annars staðar, sagði Jóhannes Jensson farandverkamaður í Ráðherraskiptin Niðurstaðan er klúður Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Farsanum lauk með aulalegri hœtti enflestir reiknuðu með Ég fæ ekki betur séð en að þessi niðurstaða sé klúður. Þessi farsi með „Steina og stólinn“, sem staðið hefur yfir síðan hann varð formaður flokksins, hlaut auðvit- að að enda eins og allir farsar en þó með aulalegri hætti en flestir höfðu reiknað með, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins er Þjóðviljinn innti hann álits á ráðherraskiptunum innan Sjálfstæðisflokksins. Svavar sagði þetta að sínum dómi hroðalega meðferð á heið- ursforseta Atlantshafsbandalags- ins og að hann skuli verða að þola þessa niðurlægingu sýni glöggt að Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki í kosningar. Þá benti hann á að þessi skipti myndu örugglega ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar til batn- aðar. Hér væri framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands- ins kominn inní ríkisstjórnina og fulltrúi harðari hægri sjónarmiða en áður hafa verið inní stjórninni, fulltrúi nýfrjálshyggjunnar og Eimreiðar-hópsins. Almenningur sem nú horfir á eftir íbúðum sínum á nauðungar- uppboð á áreiðanlega ekki betri tíð í vændum, sagði Svavar Gests- son að lokum. ^S.dór Ráðherraskiptin Þetta er þeiira mál Steingrímur Hermannsson: Engar breytingar í vœndum á ráðherralista Framsóknarflokksins Ég hef ekkert nema gott um það að segja að Þorsteinn Pálsson komi inní ríkisstjórnina. Ég hef alltaf haldið því fram að það myndi styrkja ríkisstjórnina ef formaður Sjálfstæðisflokksins kæmiinní hana,sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra eftir að kunnugt varð að Geir Hallgrímsson viki úr ríkisstjórn- inni fyrir Þorsteini Pálssyni. Aðspurður um hvort breyting- ar yrðu á ráðherralista Fram- sóknarflokksins, hikaði hann andartak en sagði svo: Neeei, það er ekki. Engar tillögur komið fram um það? Ekki af minni hálfu, svaraði forsætisráðherra. -S.dór Vestmannaeyjum í samtali við Þjóðviljann í gær. Um sextíu farandverkamenn í Eyjum tilkynntu atvinnurekend- um sínum uppsagnir á sunnudag- inn og munu þær taka gildi um næstu helgi ef fram fer sem horf- ir. Fæðiskostnaður í mötuneyti frystihúsanna í Eyjum er nú 399 krónur. Fyrir mánaðamótin var viðskiptamönnum þess tilkynnt að fæðiskostnaður myndi hækka um 20% 1. október, en frá því var horfið eftir mótmæli farand- verkafólks. Ákveðið var að hækkunin myndi ekki koma til framkvæmda fyrr en um ára- mótin. „Við tóicum okkur til og athuguðum hver fæðiskostnaður í tólf öðrum fiskvinnslumötu- neytum er og meðalverðið reyndist vera 234 krónur fyrir fullt fæði. Verðið var hvergi í námunda við það sem okkur er boðið upp á. Lægst var það í Þor- lákshöfn, 152 krónur. Það er mikil samstaða um þetta meðal okkar, og það er athyglis- vert að mest er hún meðal útlend- inganna, sem komnir eru víða að úr heiminum. Fólk er þegar byrj- að að yfirgefa staðinn”, sagði Jó- hannes. Murtuveiði í Þingvallavatni Jú, þetta er skemmtilegra en að sitja á skrif- stofu, að minnsta kosti þegar veðrið er svona gott, sagði Sveinbjörn Jóhannesson, bóndi að Heiðarbæ I, þegar við hittum hann að veiðum á Þingvallavatni í gær. Sveinbjörn er einn bænda í Þingvallasveit og Grafningi sem þessa dagana keppast við að draga murtunetin úr vatninu, en veiðin hófst 22. september. Minna hefur veiðst í ár en oft áður og bjóst Sveinbjörn við að þetta yrði síðasta vikan sem hann vitjar neta sinna. Sum haust hefur veiðin í vatninu orðið ein 50 tonn samtals, en það er Ora sem sækir flskinn austur daglega og leggur síðan niður. Nánar verður sagt frá murtuveiðinni í helgarblaðinu. -þs Sveinbjöm og Tryggvi Guðmundsson etu allan daginn úti á vatni að vitja neta, greiða úr þeim og leggja þau aftur I vatnið. Með þeim á „vertíðinni" er Helgi Guðmundsson sem er úr Kjósinni. Ljósm. Sig. Höfn Fast álag fyrir Kaupfélagið hafnaði nú rétt fyrir helgina kröfu okkar um að reikna hækkunina á bónus- grunni sem samið var um miili VSÍ og VMSÍ sem fasta greiðslu fyrir alla. Það er einróma álit fiskverkunarfólks hérna að það gangi ekki að láta bónusinn spila meira inn í launin en orðið er, sagði Björn Grétar Sveinsson varaformaður verkalýðsfélagsins á Höfn í Hornafírði í gær. Áð sögn Björns var bónus- samningur VSÍ og VMSÍ kol- felldur á sínum tíma og krafðist fiskverkunarfólk þess að dæminu yrði snúið við, föst álagsgreiðsla kæmi í stað hækkunar bónus- grunns. Atvinnurekendur á staðnum tóku ekki illa í það en síðustu viku barst verkalýðsfé- laginu neikvætt svar. „Ég er mjög hissa á að þessu skuli hafa verið neitað, þar sem þarna er ekki um að ræða kostn- aðarauka fyrir Kaupfélagið, heldur aðeins tilfærslu á launum milli launþega. Það var haldinn fundur í verkalýðsfélaginu á sunnudaginn og þar var greinilegt að fólk ætlar ekki að bakka með þesa áherslu á að minnka hlut bónuss í launum. Fólk er hrein- lega orðið leitt og þreytt á bónus og vill jafna þetta meira út. Það var ýmislegt rætt á fundinum og „Frystihúsaeigendur hafa ekki tekið afstöðu til uppsagnanna og engir fundir voru haldnir um þetta mál í dag, en ég býst við að okkar niðurstaða muni liggja fyrir á þriðjudag eða miðviku- dag”, sagði Arnar Sigurmunds- son talsmaður Samfrosts, sam- taka frystihúsa í Eyjum, í gær. -gg/m Securitas Verkfall skall á Samningafundir í gœr báru lítinn árangur. Verkfall Dagsbrúnar á öryggis- þjónustuna Securitas skall á á miðnætti í gær eins og boðað hafði verið. Samningafundir starfsmanna og Securitas hjá sátt- asemjara í gær báru svo til engan árangur. Fundir stóðu langt fram undir miðnætti. „Það hefur lítið gengið saman á þessum fundum og ég á ekki von á neinum veðrabrigðum í þessu í kvöld. Ég skal aftur á móti ekkert um það segja hvert verður fram- haldið á þesari deilu“, sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Starfsmenn Securitas sem nú eru komnir í verkfall er um 60 talsins. Krafa þeirra er að mánað- arlaun verði lægst um 26 þúsund krónur og er það veruleg hækkun á töxtum Dagsbrúnar. Þess ber að geta að öll þessi vinna er unnin að næturlagi við næturvörslu og öryggisgæslu. gg Keflavík Finnst ekki Enn hefur enginn árangur orð- ið af leitinni að Eyjólfi Ben Sig- urðssyni sem tók út af báti við björgunaræfingu keflvísku sveitarinnar Stakks við Helguvík á laugardag. Tiltækum leitarráðum hefui verið beitt en allt kom fyrir ekki. Eyjólfur var við þriðja mann í æf- ingunni. Hann var um borð i gúmbát og án björgunarvestis í hryssingsveðri. alla m.a. samþykkt að athuga kröfur Einingar á Akureyri. Það er ekki loku fyrir það skotið að við setj- um svipaðar kröfur fram hér, enda eru þær meira í ætt við það sem VMSÍ hugðist ná á sínum tíma“, sagði Björn. Bónussamningurinn hefur að- eins verið tekinn fyrir á einum stað á Austfjörðum auk Hafnar, hann var samþykktur á Eskifirði. gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.