Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Heiðursforseta Nató sparkað Þeir höföu gefið í skyn aö það yröi eitthvaö aöeins meira en umtalsverð uppstokkun, eigin- lega var ekki að skilja á þeim aö þetta yrði nokkurs konar bylting á skipan ríkisstjórnarinn- ar. Og í raun og veru var forysta Sjálfstæöis- flokksins búin að sýna almenningi í landinu þann mælistokk sem ætti aö nota á styrk henn- ar; þ.e. hversu miklar breytingar yröu á ráö- herraskipan Sjálfstæðisflokksins. Og sjá: jpeir geröu þaér róttæku breytingar aö nú fer einn ráöherranna í þriggja mánaöa fríið og ekki er útilokaö að utanríkisráðherrann sjái sér fært aö hætta 1. janúar á næsta ári. Þetta er nú aldeilis bylting! Á blaðamannafundi í gær kváöu forystumenn Sjálfstæðisflokksins atburðarásina hafa veriö á þann veg, að einu sinni á ágústkvöldi hafi þeir átt spjall saman Þorsteinn Pálsson og Geir Hall- grímsson. Þar hafi Geir hvíslað að Þorsteini aö hann væri til í aö stíga uppúr hægindi sínu í ríkisstjórn „ef annarra kosta væri ekki völ“. Og tunglið glotti viö tönn í bjartri ágústnóttinni. Þagði yfir þessu litla leyndarmáli. I millitíðinni samþykkti þingflokkur Sjálfstæö- isflokksins fjárlögin en fékk vitrun 10 dögum síðar um aö þau væru ómöguleg og því þyrfti Þorsteinn Pálsson aö komast inní ríkisstjórnina. Engu er líkara en karlinn í tunglinu hafi stjórnaö þeim fundi. Loks gefur forystan út yfirlýsingu um aö Þor- steinn Pálsson hafi allsherjarumboö til aö stokka upp í ríkisstjórninni einsog honum sýnist, - þaö verði gert lýðum Ijóst á mánudaginn. Og hver skyldi nú hafa veriö niðurstaöa formanns- ins önnur en sú sem Geir Hallgrímsson hvíslaöi að honum á ágústkveldinu foröum? Hvílík niöurstaöa! Himinninn hristist af hlátri. Þor- steinn kom ekki meö neina niöurstööu. Fjallið tók jóðsótt, þaö fæddist mús einsog Friörik Sophusson sagöi á Seltjarnarnesi um áriö! Það er alkunna að innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt mikillar óánægju meö utanríkis- stefnu Geirs Hallgrímssonar. Þeir stuðnings- menn Sjálfstæöisflokksins, sem hafa viljað fara hógværar leiðir í „öryggis- og vamarmálum", telja að undanlátssemi Geirs viö Bandaríkin, flugstööin, flugvélarnar, ratsjárstöövarnar og stuöningur hans viö Reagan-stjórnina, hafi fariö út fyrir öll velsæmismörk. Og slíku fólki varö um og ó þegar Geir var geröur aö heiðursforseta Nató á dögunum. Á hina síðuna hafa frjáls- hyggjugaukarnir í flokknum meö Björn Bjarna- son í fararbroddi haft horn í síðu Geirs vegna hinnar sameiginlegu utanríkisstefnu sem sam- þykkt var á alþingi og stuönings Geirs viö hana. Þessu fólki er engin eftirsjá að Geir. Og trúlega mun hulduher Alberts Guðmundssonar ekki gráta margar nætur ráðherrastólsmissi Geirs Hallgrímssonar. Hann lá því vel viö höggi. Heiðursforseta Nató var því sparkað í gær án þess að margir felldu tár. Á hinn bóginn er Geir sjálfur að vinna sig uppí álit hjá flokkshollum meðbræðrum sínum, fá samúö þeirra fyrir aö standa uppúr stólnum mjúka. Þess vegna stendur hann betur aö vígi í prófkjöri gagnvart Albert, sem heldur fast í stól- armana. En eru allir búnir að gleyma til hvers átti að skipta um ráðherra í ríkisstjórninni? Þaö átti að stokka upp í efnahagsmálunum. Ný fjárlög. Engin erlend lán. Snarhækkaður kaupmáttur launa. Enginn viöskiptahalli. Og nú hefur for- ysta Sjálfstæðisflokksins skýrt landsmönnum frá því hver átti sökina allan þennan tíma á rýrnandi krónu, fallandi dal, lágum launum, viö- skiptahalla, fjárlagaóreiðunni. Sökudólgurinn hlýtur að heita Geir Hallgrímsson. Og nú er Þorsteini Pálssyni ekkert aö vanbúnaöi, - þegar Geir er á förum. Það fæddist mús. -óg. KLIPPT OG SKORIÐ Um næstliðna helgi var í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins fjallað um þá íslendinga sem hafa flust úr landi og meðal ann- ars komið við sögu ýmissa fyrir- tækjaævintýra. Eins og fyrri dag- inn er þá mjög vitnað til flug- ævintýra íslendinga sem dæmi um að við höfum bæði haft við- bragðsflýti í lagi og framkvæmda- semi og þar fram eftir götum. Gott eða illt? Bréfritarinn er ekki alveg viss um það, hvort hann eigi heldur að fagna því að íslendingar hafi flust úr landi: stundum vill hann helst vera stoltur af því landnámi, hefur velþóknun á þeim sem gerðu garðinn frægan eins og sagt er. En í næstu andrá hefur hann nokkrar áhyggjur af því, að hér sé um „atgerfisflótta" að ræða, sem hefur verið talsvert vandamál með mörgum þjóðum. Kannski hefur þetta fyrirbæri, segir í bréf- inu, einhver neikvæð áhrif „fyrir heildarhagsmuni í landinu". Höfundur Reykjavíkurbréfs er svo, þegar allt er saman dregið, helst á þeim buxum, að ef íslend- ingar verði fyrir því, sem hann kallar atgervistap, þá sé það sjálfskaparvíti pólitísks eðlis. ís- lendingar, segir hann, hafa leitað annað með menntun sína og framtak vegna þess að í öðrum löndum fundu þeir meira „við- skiptafrelsi“. Meðan hér heima hafí „skipulagshyggjan, hálfsós- íalisminn" lokað ýmsum mögu- leikum manna. Þegar aftur er vikið að orsökum fyrir brottflutn- ingi fólks síðar í greininni segir á þessa leið: „í þriðja lagi, og það kann að vega þyngst þegar framkvæmda- menn eiga í hlut, frjálsræði til framtaks og umsvifa í atvinnu- rekstri. Enginn vafi er á því, að fjötrar skipulagshyggjunna'r þ.e. opinberrar miðstýringar hvers konar, sem hér halda velli lengur en víðast annars staðar, hafa í senn hægt á hagvexti (og þar með lífskjörum) og ýtt undir atgervis- flótta úr landi. Framkvæmda- menn hafa leitað í frjósamari jarðveg. Umsvif, sem við réttar aðstæður gátu skapað grósku um- hverfis sig hér á landi, gera það þess í stað í fjarlægum löndum“. Aðrar skýringar Með öðrum orðum: íslending- ar hafa búið við landflótta vegna þess að frjálshyggjan er ekki nógu öflug hér á landi. Nú vita menn kannski ekki nærri nóg um brottfluttna íslend- inga. Allra síst hve mjög þeir hafa haft sig í frammi í ýmislegum bisness. En það eru margar ástæður fyrir því, að íslendingar setjast að erlendis og líklega er sú sem mestu ræður blátt áfram tengd því, hve margir hafa stund- að sérnám í öðrum löndum og mægjast við fólk í námslandinu. Þeir sem hafa leitað starfa á Norðurlöndum hafa einatt tekið það fram, að það hafi freistað þeirra að þar sé rneiri „hálfsósíal- ismi“ en á íslandi - betri félagsleg þjónusta, auðveldara og ódýrara að verða sér úti um húsnæði og þar fram eftir götum. Dæmi Morgunblaðsins eiga ekki við um það fólk. Og ekki munum við betur en að það hafí komið fram á skýrsl- um, að landflótti hefur verið meiri frá íslandi á tímum hægri- stjórna en vinstristjórna! Fegurðin og skyrið íslensk stúlka sigraði í norræni fegurðarkeppni á dögunum og var sýndur stórspaugilegur sjón- varpsþáttur af þeim tíðindum í fyrri viku. En svo er margt sinnið sem skinnið og fjölmiðlarýnir Morg- unblaðsins hefur blátt áfram tek- ist á loft yfir þessum tíðindum og verður væntanlega langt þangað til hann tyllir tánum niður aftur. Hann sagði m.a. á þessa leið um fegurðarsigurinn: „Þjóð sem á slíka gersemi sem Sif Sigfúsdóttur er rík. Hún þarf ekki annað en kaupa handa dís- inni gullsleginn skrautvagn til að aka á um heimsbyggðina, og þá selur hún alla sína þorskhausa og hrútspunga. Því allir vilja jú eiga hlutdeild í fegurðinni og hreinleikanum, ekki bara skáldin heldur ekki síður hversdagsmað- urinn á götunni, sem mœnir á upplýsta glugga tískuhúsanna og veltir fyrir sér hvaða áhrif matur- inn hafi á mýkt húðarínnar og Ijóma augnsteinanna". Við nánari umhugsun telur hinn upphafni sölumaður fegurð- arinnar þó óráðlegt að halda mjög á lofti þorskhausum og hrútspungum í því útflutningsæv- intýri sem svífur honum fyrir hug- skotssjónum. Hann vendir sínu kvæði til mjólkuriðnaðarins með svofelldri sveiflu: „Nei, gefum heiminum þess í stað nýja Mjallhvít og tengjum þar með Island við heim œvintýrsins, þarsem uppspretta fegurðarinnar og œskunnar sprettur úr hamra- vegg við minnstu snertingu. Og svo þegar heimurinn stendur á öndinni vegna hinnar tœru ís- lensku fegurðar, þá köstum við á borð alheimsneytandans leyni- vopninu mikla: skyrinu". Og þá rennur upp gullöld og gleðitíð með lánstrausti og já- kvæðri gjaldeyrisstöðu og atgerv- isstöðu til líkama og sálar. -ÁB falðDVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólasón, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvar8la: Sigríður Kristjánsdóttir. Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Ólöf Húnfiörð. Bilstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, augiýsingar, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Ðlaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrlft á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 8. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.