Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Flóamarkaður Dýraverndunarsambandsins að Hafnarstræti 17, kjallara, eropinn: mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga frá 2-6 eftir hádegi. Fjölbreyttur varningur á boðstólum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Ykkar stuðningur - okkar hjálp. Samband dýraverndunarfélaga ís- lands. Ættfræði Tekaðméraðrekjaáatöl. Upplýsing- ar í síma 74689. Til sölu - gólfteppi Til sölu er 20 fermetra ónotað, drapp- lita, Álafoss ullarteppi, með filti og list- um. Selst á 14000 krónur, kostar í búð 30780 krónur. Upplýsingar í síma 611036. Dúkkurúm til sölu hvít með handmáluðum rósum í tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð og límd saman og er óhætt að fullyrða að þau endast í mannsaldur. Auður Oddgeirsdóttir, sími 611036. Volkswagen 1200 árgerð 1976, til sölu. Lélegt boddý, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 99-' 6144 eða í síma 10545 á kvöldin. Laust húsnæði Erum par í Háskólanum sem vantar meðleigjanda í lítið hús í miðbænum. Upplýsingar í 22715 og 25131. Til sölu ný Johnson Motorolla talstöð, pluss sófasett og nýir varahlutir í Mercury Comet árgerð 1977, (stýrisendi og mótorfestingar). Upplýsingar í síma 42368. Barnavagn vantar Yngissveinninn Finnur vill út að aka, en vagninn vantar. Getur nokkur selt félitlum foreldrum hans léttan, með- færilegan barnavagn, sem auðvelt er að taka í sundur, t.d. burðarrúm á grind? Þarf ekki að vera nein lúxus kerra, einungis í góðu lagi. Olga Guðrún og Guðmundur, sími 36356. Nýtt Gallerí - Textíll Módelfatnaður, myndvefnaður, tauþrykk, skúlptúr, smámyndir og skartgripir. Gallerí Langbrók - Textíll á horni Laufásvegar og Bókhlöðu- stígs. Opið frá kl. 12-18 virka daga. Til sölu sterkbyggð jeppakerra fyrir krók. Dekk 16" nýsóluð og eitt varadekk, sterkar fjaðrir, demparar. Einnig 3 notuð dekk á felgum fyrir Renault R 4. Upplýsingar í síma 31197. Píanó Vil kaupa notað en gott píanó - ekki með sprungnum hljómbotni. Verð- hugmynd: 25 þúsund krónur stað- greitt. Hringiðísíma 19545 eftirkl. 18. Dýnur í hjónarúm Óska eftir 2 dýnum í hjónarúm. Á sama stað er ryksuga til sölu. Sími 71712. Stúlknareiðhjói Óska eftir að kaupa vel með farið stúlknareiðhjól. Upplýsingar í síma 37925. Óska eftir að kaupa geirskurðarvél og hefti-naglabyssu. Upplýsingar í síma 621083. Til sölu ýmis tæki til bjór- og víngerðar.Verð ca. 4-5 þúsund. Upplýsingar í síma 621309. Góður bíll Til sölu Mazda 616, árgerð 1978, ek- inn 73 þúsund km. Góð kjör. Upplýs- ingar í síma 76667. Til sölu Frystiskápur, grillofn og prjónavél (Singer) til sölu. Á sama stað fæst ísskápur gefins. Hringið í síma 78781 eftir kl. 15. Skodabíll Óska eftir að kaupa Skodabíl sem þarfnast viðgerðar. Ekki eldri en ár- gerð 1977. Upplýsingar í síma 44465 næstu daga. Til sölu Svört karlmanna leðurstígvél nr. 42 og drapplitur rúskinnsjakki nr. 50. Mjög lítið notað. Gott verð. Upplýs- ingar í síma 24988. ísskápur óskast Vantar ódýran og góðan ísskáp. Vinsamlegast hringið í síma 31097. Til sölu frystikista, Electrolux, ca. 400 I. Lengd 1,32 m, breidd 63 cm. Upplýs- ingar í síma 32397 eftir kl. 18 næstu daga. Til sölu nýlegur barnavagn. Uppl. í síma 32618. Til sölu vel með farið skrifborð og stóll. Uppl. í síma 15778, eftir kl. 17. Til sölu er notað hjónarúm ásamt tveim nátt- borðum. Einnig til sölu svefnbekkur á sama stað. Uppl. í síma 18590. Til sölu Skoda 120 L árg. '78 (kom á götuna ’79). Ágætur bíll. Tilboð óskast. Uppl. í síma 26551. Til sölu 2 góð negld snjódekk og 4 felgur undir Lödu 1500-1600 eða Lödu Lux. Upplýsingar í síma 39691 eftir kl. 17 næstu kvöld. Sófasett til sölu á krónur 3 þúsund. Upplýsing- ar í síma 83446. Góður bíll á góðu verði Til sölu erToyota Corolla station árg. '79. Keyrður 88 þús. km. Símar: 30630 og 22876. Kópavogsbúar - hesthús Tómstundaráð og hestamannafélagið Gustur vilja hér með gefa ungum Kópavogsbúum, allt að 18 ára, kost á að hafa hest á fóðrum í sameignarhesthúsi sínu. Umsóknarfrestur er til 17. október n.k. og skal um- sóknum skilað á Félagsmálastofnunina, Digrane- svegi 12, en þar eru jafnframt veittar nánari upplýsinq- ar í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs A Fóstrur - Kópavogur Staða fóstru við skóladagheimilið Dalbrekku er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðiblöðum, sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Auglýsið í Þjóðviljanum FRÉTTASKÝRING Klofningurinn var staðfestur með stofnun félags jafnaðarmanna í sumar, en Ijósmyndin var tekin á stofnfundinum. Um helgina virtist vera óbrúanleg gjá milli manna og hópa innan BJ. Mynd E.ÓI. BJ Logandi átök Opinn landsnefndarfundur BJ um helgina: Ágreiningur um öll mál. Úrsagnir. Afsagnir. Brigsl. Olestur ífjármálum. Synjað umfundi um ágreiningsefnin. Leikreglurnar hrotnar. BJáförum? Það var þrútið loftið á lands- nefndarfundi Bandalags iafnaðarmanna þarsem bjartsýnustu menn höfðu von- ast til að gert vrði út um ág- reiningsmalin. Peim varð ekki að ósk sinni, þvert á móti sló i brýnu í nær ölium málum sem tekin voru til umfjöllunar. Fyrr f sumar virtist BJ vera ein- faldlega tvískipt. Annars vegar þeir sem keyrðu upp við hliðina á Sjálfstæðisflokknum í málflutn- ingi sínum, oftast kallaðir frjáls- hyggjuliðið, og svo hins vegar jafnaðarmenn, sem vilja leggja áherslu á sósíaldemókratíska stefnu. Þeir stofnuðu svo félag jafnaðarmanna innan BJ í sumar. Á landsnefndarfundinum virtust fleiri armar vera í uppsiglingu. Þingflokkurinn skiptist þannig í sumar, að Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Kvaran voru meðal stofnenda félags jafnaðarmanna en þeir Stefán Benediktsson og Guðmundur Einarsson voru fremur taldir á „frjálshyggjulín- unni“, engu að síður duldi Guð- mundur afstöðu sína þegar gengið var á hann í fjölmiðlum. Á landsnefndarfundinum virt- ust þeir Guðmundur og Stefán vera uppá kant við hægri arminn og flugu hnútur milli þeirra og hægri armsins í ræðum. Á hinn bóginn greiddu-þeir atkvæði með hægri arminum í atkvæða- greiðslum, en þær Kolbrún Jóns- dóttir og Kristín S. Kvaran greiddu atkvæði með jafnaðar- mönnum. Innan þingflokksins og lands- nefndar hefur verið ágreiningur um ráðstöfun fjár, eitthvað yfir tvær miljónir króna (útgáfustyrk- ur), sem notað hefur verið í auglýsingar og starfsmannahald. Jafnaðarmenn gagnrýndu harka- lega á fundinum um helgina að hafa ekki fengið ítarlegar upplýs- ingar um fjármálin. Þeir gagnrýndu það og að formaður landsnefndar, Kristófer Már Kristinsson, hefði fengið um 80 þúsund króna mánaðarlaun, en Jónína Leósdóttir og aðrir starfs- menn hefðu ekki fengið í laun nema sem svarar helmingi þess fjár. Þá kom fram að Kristófer Már hefði á síðasta þingflokksfundi sagt upp störfum, enda væri BJ orðið uppiskroppa með fé. Ekki var annað að skilja en þingflokk- urinn hefði knúið á um uppsögn Kristófers, með því að vísa til lé- legrar fjárhagsstöðu. Á fundinum var borin fram til- laga um að halda sérstakan lands- nefndarfund um fjármálin - og notuðu gagnrýnendur stór orð um málið, „siðleysi“ og fleira í þeim dúrnum. Tillagan var felld með atfylgi hægri armsins og þingmannanna Guðmundar Ein- arssonar og Stefáns Benedikts- sonar. Valgerður Bjarnadóttir, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir og fleiri vönduðu ekki jafnaðarmönnum eða karlþingmönnunum kveðjur í ræðustól og með frammíköllum. Valgerður kvað „eintómar kerl- ingar vera í þingflokknum og gilti einu hvort þær migju sitjandi eða standandi“. „Þið eruð bara krat- ar“ kölluðu þau frammí fyrir jafnaðarmönnum í ræðustól og sögðu þeim nær að vera í Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu en í BJ. Á sunnudaginn kom fram til- laga frá Hallgrími Ingólfssyni um að halda landsfund í nóvember, til að ákveða stefnuáherslur á næstunni. Og var bent á að þingf- lokkurinn yrði að leggja meiri áherslu á jafnaðarmennskuna, ella tækju leiðir að skiljanst. Ragnheiður Ríkharðsdóttir kvaðst á hinn bóginn myndu hætta í BJ ef áhersla kæmi á jafn- aðarmennskuna. Þannig stóð málflutningurinn járn í járn. Val- gerður Bjarnadóttir, Ragn- heiður, Kristófer Már, Guð- mundur Einarsson og fleiri mæltu á móti því að landsfundur yrði haldinn um stefnuáherslur í nóv- ember. Þorlákur Helgason, Garðar Sverrisson og fleiri bentu á að samkvæmt lögum BJ bæri að halda landsfund árlega á hverju hausti, þannig að lagalega væri ekki einu sinni hægt að komast hjá fundinum, hvað þá pólitískt. Það breytti samt engu um það, að tillagan var felld og verður enginn landsfundur haldinn í haust. Kristín S. Kvaran benti á að það væri alvarlegt mál, að þingflokkurinn skiptist í tvennt í öllum atkvæðagreiðslum á þess- um landsnefndarfundi, og auðvitað þyrfti að gera út um málin innan BJ. Sigurður Jóns- son frá Akureyri kvaðst ekki telja það verjandi að þingmenn flokksins neituðu að halda sér- stakan landsnefndarfund um fjármálin og að þeir tækju þátt í að fella tillögu um að fara að lögum BJ um árlegan haustfund. Hann væri því hættur í BJ eftir þennan fund. Og þannig standa þá málin eftir landsnefndarfundinn um helgina sem var illa sóttur en log- andi: Kristófer Már Kristinsson formaður landsnefndar hefur sagt upp störfum sínum sem starfsmaður, Sigurður Jónsson einn helsti máttarstólpi BJ á Norðurlandi er hættur, fjármálin í ólestri, skrifstofan væntanlega lokuð á næstunni, þingflokkurinn tvískiptur, landsnefndin tvíklofin á milli hugmyndaheima, þar sem himinn og haf skilur á milli, hót- anir um úrsagnir ganga frá öllum örmum, karlþingmennirnir komnir uppá kant við sinn arm, ákveðið að halda ekki fundi með félögunum um ágreiningsmálin, jafnvel þótt lög kveði á um það, og andrúmsloftið einsog sekúnd- ubroti fyrir loftárás. BJ er greini- lega að undirbúa brottför sína.... -óg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.