Þjóðviljinn - 12.10.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMÁL
Mikil vakning hefur orðið meðal dægurtónlistarmanna víða um heim um að nota
áhrifamátt sinn í að leggja lið ýmsum þörfum þjóðfélagsmálum. Þessar myndir eru frá
Illinois í Bandaríkjunum þar sem Willie Nelson og John Cougar Mellencamp stóðu fyrir
Farm Aid, til styrktar smábændum sem víða eru að flosna upp vegna landbúnaðarstefnu
stjórnvalda. Ekki safnaðist eins mikið fé og vonir höfðu staðið til, en þó voru þeir Villi og
Jón ánægðir með að hafa vakið fólk til umhugsunar á vandamáli bændanna og töldu að
það mundi síðar taka til við peningagj afir: Willie er lengst til vinstri, þá John, Bob Dylan,
Neil Young,(sem var með þeim róttækari á sviðinu, en Charlie Daniels Band gættu þess
að ekki yrði hallað á hægrimenn, aðrir munu hafa verið allt þar á milli), söngkonan og
rokkblúsgítaristinn Bonnie Raitt og Emmylou Harris. Dylan hlýtur að hafa sungið „Iain’t
gonna work on Maggie’s farm no more".
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1985
Dœgurtónlistarfólk
Hljómplata semgagnrýniraö-
skilnaöarstefnu stjórnvalda í
Suöur-Afríku og stefnu Reag-
ans Bandaríkjaforseta í þeim
málum lítur dagsins Ijós í
Bandaríkjunum 16. þessa
mánaðar. Sun City heitir titil-
lagið og dregur nafn sitt af
sumardvalarstað fyrir hvíta
menn í Suður-Afríku. Höfund-
urinn er Steven Van Zandt,
fyrrum gítarleikari Bruce
Springsteen. Ætlaði hann að
hafa lagið með á næstu breið-
skífu sinni, en er fréttir um það
kvisuðust út meðal tónlistar-
fólks létu margar rokkstjörnur
í sér heyra og vildú taka þátt í
að flytja lagið og styðja þar
með blökkumenn í Suður-
Afríku. Útkoman varð sú að
49 manns syngja Sun City
undir nafninu Artists United
Against Apartheid - Lista-
menn sameinaðirgegn að-
skilnaðarstefnu.
Ágóðinn af þessari hljómplötu
rennur í sjóð fyrir suður-
afríkanska pólitíska fanga og út-
Bruce Springsteen og Steven Van Zandt þungt hugsi yfir Sun City í hljóðverinu.
lagið Sun City í júní sl., en eins og
áður sagði frétti hljómlistarfólk
af efni textans og hver stjarnan af
annarri hafði samband við hann
og bað um að fá að vera með í
flutningi lagsins. Ólíkt Afríku-
söfnuninni í formi Band Aid,
USA for Africa og Live Aid, er
Sun City pólitískt framtak, þar
sem flytjendur taka undir pólit-
íska andstöðu Van Zandt við
stefnu Reagans gagnvart
Apartheid-stjórninni í Suður-
Afríku, og svo auðvitað gegn að-
skilnaðarstefnunni sjálfri:
Our government tells us we’re doing
all we can/Constructive engagement
is Ronald Reagan’s plan/Meanwhile
people are dying and giving up hope/
This quiet diplomacy is nothing but a
joke.
(Stjórnin segist gera allt sem í hennar valdi
stendur/„Uppbyggileg afskipti" kallast
áætlun Reagans/Á meöan deyr fólk og
gefur upp von/Þessi daufdumba pólitík
hans er algjör skrýtla).
„Lög með boðskap geta orðið
ansi leiðigjörn“, segir Herbie
Hancock, „fólk fer þá að hljóma
eins og trúboðar. Því er öðruvísi
farið með Sun City, takturinn í
því hrífur mann strax með sér“.
Aðstoðarupptökustjóri Van Zandt,
Arthur Baker, spekúlerar í spilverkinu
við Herbie Hancock.
GEGN „APARTHEID“
n
Sungið til styrktar svörtum t Suður-Afríku
laga og einnig hópa í Bandaríkj-
unum sem vinna gegn aðskilnað-
arstefnunni. Gert er ráð fyrir að
platan seljist í miljónum eintaka,
því að flytjendur eru ekki af lak-
ari né ófrægari endanum: auðvit-
að höfundurinn sjálfur, Littlc
Steven eins og Van Zandt er kall-
aður, fyrrverandi bossinn hans,
Bruce Springsteen, Stevie Wond-
er, Bob Dylan, Ringo Starr, Pete
Townshend, Jackson Brownc,
Bonnie Raitt, Rubén Blades, Jim-
my Cliff, Daryl Hall, John Oats,
Darlene Love o.fl. o.fl...einnig
verður djassútsetning af Sun City
á plötunni og „sitja" þá við hljóð-
færin tro'mpetleikarinn Miles Da-
vis, Harbie Hancock hljómborðs-
leikari, Ron Carter bassaleikari
og trommarinn Tony Williams;
þá er pólitískt „rapp“, þar sem
ryþmísk mælgi „rapparanna" líð-
ur í stríðum straumum: Rays Ba-
retto, Grandmaster Melle Mel,
Sóvetó-flokksins Malopoets og
Peters Wolf; hugleiðsla undir
stjórn Peters Gabriel; - og ræður
blökkumannaleiðtogans Nelsons
Mandela og Desmonds Tutu bisk-
ups, en þær voru hljóðblandaðar
við leikna útgáfu af titillaginu.
Steve Van Zandt samdi Sun
City eftir tvær reisur sínar til
Suður-Afríku á þessu ári: „Mér
fannst tími til kominn að blökku-
mönnum þar bærist til eyrna að
það eru raddir uppi í Bandaríkj-
unum sem tala þeirra máli“, segir
hann: „Ástandið í Suður-Afríku
er mjög flókið... við útskýrum
það ekki í laginu, en við látum í
ljós að okkur er ekki sama um
hvað fer fram þar og beinum um
leið athygli almennings að því“.
Van Zandt byrjaði að hljóðrita
Hressileiki lagsins er engin tilvilj-
un, því að höfundurinn segir að
dansgólfið sé einmitt sá (grund)-
völlur þar sem fyrst og best náist
samband við fólk: „Öllum þykir
gaman að dansa“, og vel heppnað
danslag líður svo upp um fæturna
og alveg upp í heila þar sem boð-
skapurinn setur heilasellurnar í
gang og vekur fólk til meðvitund-
ar.... Hvað er þetta annað en
„Constructive engagement"?
Fellir kannski rokkarinn Litl-
Steve leikarann Reagan í forseta-
hlutverkinu á þess síðarnefnda
eigin bragði í Suður-Afríku-
málefnum?... það má alltaf
reyna, eins og barnið segir sí og
æ, en botninn er hér með sleginn
með þeim upplýsingum að verið
er að gera fjórar gerðir af mynd-
bandsupptökum með titillaginu,
Sun City. Reuter/Time/A