Þjóðviljinn - 12.10.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Qupperneq 16
Nóbel Samtök lækna fengu friðar- verðlaunin 145 þúsund lœknar íyfir 40 löndum eru í samtökunum. Stofnendur voru tveir lœknar frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum af öll tvímæli um að við erum að gera góða og skynsamlega hluti. Þess er að vænta að þessi viður- kenning auki tiltrú fólks á starfi okkar. Fyrir okkur er þetta hvatning til að vinda upp stór- seglið og nýta byrinn". - Hver hafa verið helstu við- fangsefni samtakanna? „Stærsta verkefnið hefur verið undirskriftasöfnun meðal lækna þar sem þeir vara við þeirri hættu sem mannkyni stafar af kjarn- orkuvopnum en hún er meiri nú en nokkru sinni áður. Þessari söfnun er að ljúka og hefur safn- ast ein og hálf miljón undir - skrifta.Þegar henni lýkur verða undirskriftirnar afhentar kjarnorkuveldunum. Auk þess má nefna að samtök- in hafa gefið út lítið kver og spjald sem á íslensku hefur verið nefnt Skilaboð til sjúklinga minna. Spjaldið er ætlað til þess að læknar geti hengt það upp á stofum sínum en á því stendur m.a. að það samrýmist lækna- eiðnum að berjast gegn kjarn- orkuvá og að ef engin lækning finnst gegn sjúkdómnum verður að koma í veg fyrir hann“. - En hvað með starf ykkar hér heima? „Núeruu.þ.b. 200 læknar í sam- tökunum og starf okkar hefur einkum verið að miðla almenn- ingi upplýsingum um hættuna sem stafar af kjarnorkuvopnum, hvort sem þau eru sprengd eða ekki. Við erum að taka upp sam- starf við Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá um að fara í skóla og veita fræðslu", sagði As- geir Haraldsson læknir. -ÞH „Við erum að sjálfsögðu skýjum ofar“, sagði Ásgeir Har- aldsson læknir á Landakoti þeg- ar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær um þá ákvöröun norsku Nó- belsnefndarinnar að veita Sam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun Nóbels. Ásgeir er formaður íslandsdeildar þessara samtaka en hún hefur verið starf- andi í tvö ár. „Þetta er fyrst og fremst geysi- lega góð viðurkenning sem tekur FRÉIT1R Ásgeir Haraldsson: Ef engin lækning er til við sjúkdómnum er það skylda lækna að koma í veg fyrir hann. Mynd: sig. Friðarverðlaun Vindum upp storsegliö s AsgeirHaraldssonformaðurSamtaka læknagegn kjarnorkuvá: Tekur aföll tvímœli um að starfokkar er gott og skynsamlegt Osló - Norska Nóbelsnefndin til- kynnti í gærmorgun að hún hefði ákveðið að veita Alþjóðasam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun Nóbels fyrir „um- taisverða þjónustu við mannkyn með því að miðla áreiðanlegum upplýsingum og með því að efla vitund almennings um þær hrika- legu afleiðingar sem kjarnorku- stríð hefur“ eins og segir í umsögn nefndarinnar. Samtök lækna gegn kjarnorku- vá (á ensku: International Phys- icians for the Prevention of Nuc- lear War, skammstafað IPPNW) voru stofnuð árið 1980 fyrir frum- kvæði tveggja hjartasérfræðinga, Bernard Lown sem er prófessor við Harward-háskóla í Banda- ríkjunum og Jevgení Tsjazof en hann er forstöðumaður hjarta- lækningastofunnar Sovétríkj- anna. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Boston í Bandaríkjunum en u.þ.b. 145 þúsund læknar í yfir 40 ríkjum heims taka þátt í starfi þeirra. í umsögn Nóbelsnefndarinnar sagði ennfremur að samtökin hefðu stuðlað að því að efla and- stöðu almennings gegn beitingu kjarnorkuvopna og komið því til leiðar að mannúðarsjónarmið og heilbrigðismál njóta nú meiri at- hygli en áður. „Slík vitundar- vakning .. .getur stuðlað að því að ný sjónarmið verði höfð að leiðarljósi í þeim afvopnunarvið- ræðum sem nú standa yfir og að tekið verði á þeim af meiri al- vöru,“ segir í umsögn nefndar- innar. Nefndin sagðist í ákvörðun sinni hafa tekið sérstakt mið af því að Samtökin hefðu orðið til fyrir sameiginlegt frumkvæði sovéskra og bandarískra lækna og hve skjótri útbreiðslu þau hefðu náð. Þeir Lown og Tsjazof stofnuðu samtökin eftir að hafa skipst á bréfum og urðu þeir sammála um eftirfarandi stefnuskrá í fjórum liðum: 1. Samtökin einskorða sig við kjarnorkuvá. 2. Læknar í samtökunum vinna gegn kjarn- orkuvá vegna þess að það er emb- ættisskylda þeirra að vernda líf og viðhalda heilbrigði. 3. Samtökin eiga að ná til lækna jafnt í austri sem vestri og dreifa sömu faglegu upplýsingunum um kjarnorkuvá um allan heim. 4. Þótt samtökin geti mælt með ákveðnum aðgerð- um í því skyni að koma í veg fyrir kjarnorkustríð munu þau ekki taka afstöðu til einstakra stefnu- mála neinnar ríkisstjórnar. -ÞH FLUGLEIÐIR GERA ÞÉR KLEIFT AO TAKA ELSKUNA ÞÍNA MEÐ INNANLANDS Ef þú ferðast mikið með Flugleiðum innanlands átt þú það á „hættu“ að fá einn daginn frímiða upp í hendurnar, sem gildir til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands - fram og til baka. Við gefúm þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú ferðast með okkur og þegar þú ert búin/n að fljúga 13-17 sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur timi til kominn að við borgum farið — ekki þú. Páðu safnkort hjá afgreiðslufólki Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frimiðann - og þá getur þú tekið elskuna með þér í fLugið til tilbreytingar - frítt... FLUGLEIDIR * aaHJ; JHB ' 1 « |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.