Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 7
LEIKHÚS/KVIKMYNP Broadway uppfcersla ó „Sölumaður deyr" Dustin og Willy Loman Dustin Hoffnnann í aðalhluDerkinu Arthur Miller leikstýrir „Hoffman og Miller höföu ný- lokið við að skeyta saman kvikmyndaf Sölumaðurdeyr þegar þeir voru beðnir að ræða um þessa samvinnu. Samtalið átti sér stað á skrif- stofu Hoffmans á Fimmtu T röð í New York. Á meðan beðið var eftir að Miller kæmi, skemmti Hoffman sér og öðr- um í herberginu með athuga- semdum um það sem gerðist ágötunnifyrirutan. „Þaðeru nokkrar fallegustu stúlkur í heimi sem ganga um þessa götu.” Það ískraði í honum þar sem hann starði út um glugg- ann í gegn um risastóran kíki sem hann hefur á skrifstof - unni, til að skoðastelpur. Ein- ræðan um stúlkurnar hélt áfram, allt þar til Miller kom skyndilega inn í hæfilegum flýti. Hann settist höfugmann- legur í hægindastól, með Hof- fman sér við hlið, iðandi og ákafan. D.H.: Arthur, þetta leikrit var samið fyrir tíma sjónvarpsins, þó komnar væru kvikmyndir. Fannst þér, á þeim tíma að mörgulegt væri að sýna verkið annars staðar en á sviði? A.M.: Nei, aldrei. En það var gerð kvikmynd eftir því 1951. Frederic March var í henni. Síðar var gerð stytt sjónarpsútsetning með Lee J. Cobb. Leikrit - kvikmynd D.H.: Pað má komaþvíað hér, að ekkert samband var haft við Arthur Miller til að athuga hvort hann hefði áhuga á að gera kvik- myndahandrit eftir verki sínu. Pú varst eitur í beinum gjaldkeranna þá, var það ekki? New York rit- höfundurinn er eitur í beinum gjaldkerans. A.M.: Þeir vildu Hollywood kvikmynd, og það var nokkurn veginn það sem þeir fengu. Það voru klipptir burtu allir hápun- ktar, þeir voru eins og sláttuvél. Ekki spyrja mig af hverju. Þessir menn í Hollywood reyndu alltaf að eyðileggja gæði leikrits. Þeir létu síðan eins og útkoman væri kvikmynd. Stundum tókst þett einhvern veginn. En það er mjög erfitt að eiga við þetta leikrit. Einfaldlega vegna þess að á sviði hefur það eiginleika kvikmyndar. Tími, rúm og innkomur. D.H.: Hvað varðar uppbygg- ingu má segja að leikritið sé kvik- myndahandrit. Steven Spielberg sagði við mig að þegar maður er í áhorfendahópi og horfir á þetta leikrit er maður klipparinn. Þú ákveður hvert athyglinni er beint. Þannig að málið snerist um að koma verkinu yfir á filmu og eyðileggja ekki leikritið. Með öðrum orðum, enga klippingu. A.M.: í þetta skipti er ekkert klippt úr leikritinu. Ég held ég hafi bætt við einni línu. En þú færð þá tilfinningu að þú sért að horfa á kvikmyndaviðburð. Það er í raun verk leikstjórans, Volk- er Schlöndorff og sviðsmynd Tony Walton. Spyrill: Hafðir þú eitthvað ákveðið í huga fyrir Walton? A.M.: Ég vissi að við ættum ekki að vera í raunverulegu Bro- oklyn húsi. Við vildum tilfinning- una af húsi. Draumur og veruleiki D.H.: Ástæðan er sú að þetta er ekki sagan af Lindu og Willy Loman og sonum þeirra Biff og Happy. Þetta er sagan af hinni Amerísku Fjölskyldu. Við unn- um stríðið 1945 og allt átti að verða dásamlegt eftir það. Amer- íski Draumurinn átti að verða að raunveruleika. Á árinu 1945 var kominn skjálfti í fólk þessa lands. Það sem gerir þetta leikrit svo spennandi, er að það hittir í mark Spyrill: Ertu ekki farinn að venjast þessu, þar sem þú ert far- inn að leika svo oft í þessu leikriti? D.H.: Þú getur ekki vanist því sem þú nærð ekki fullkomlega. Spyrill: Telurðu þig hafa fund- ið réttu leiðina í myndinni? A.M.: Þú gerir þitt besta í hverri viku, ekkert meira. D.H.: Þú færð ekki að endur- taka tökur í dag nema þú leggist á fjóra fætur og vælir upp úr þér einhvers konar röksemd. Hver dagur í tökum er, hvað, 50.000 dollarar? Við kvikmynduðum þetta leikrit á 25 dögum. 170 bls. á 25 dögum. Ég hef aldrei á æfi minni gert nokkuð þessu líkt. Þungavigt En það var ánægjulegt að vera „í hringnum” með þetta leikrit. Þannig líður þér einmitt. Þú ferð í hringinn gegn þessum þunga- vigarhnefaleikara sem er þér al- gjör ofjarl, vegna þess að það stórkostlegt að gera þetta þegar ég þarf ekki lengur að setja á mig farða - bara ganga af götunni, inn á svið. A.M.: Ég veit ekki um neinn leikara sem gæti gert það. Leikar- ar sem eldast væru dauðir eftir fyrsta þátt. Cobb var 37 ára þegar hann gerði það. Allir halda hins- vegar að hann hafi verið 65 ára. Á sviðinu virtist hann alls ekki gam- all. Þú virðist vera 15 árum eldri á tjaldinu en Cobb. Tœknin hverfur D.H.: Jæja, en ef þú værir að skrifa leikritið nú myndir þú ekki hafa Willy Loman 63 ára gamlan.Nú er meðal æviskeiðið 74 ár. Annars er gamalt ekki til í dag, nema því verði ekki bjargað á skurðarborðinu. Það sem gerir leikritið virkilega spennandi að fást við, eða sjá, er að ef það gengur upp, tekur áhorfandinn ekki eftir þessu tæknilega dóti sem við erum að tala um. Leikrit Arthurs Miller, Sölu- maður deyr, er eitt þeirra verka sem virðist verða sem nýtt með nýjum tímum, við nýjar aðstæður. Nú í ár hefur bandaríska sjónvarpsstöðin CBS haft forgöngu um upp- töku á leiksýningu með Dustin Hoffman í hlutverki Willy Lom- an, en hann lék einmitt Loman á Broadway síðasta veturvið frábærar undirtektir. Hér á ís- landi er skemmt að minnast uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum þar sem Gunnar Eyjólfsson lék hinn óhamingjusama Willy Loman. Þó Hoffman hafi leikið Loman í fyrsta skipti í fyrra var það fyrst árið 1964 sem mönnum datt í hug að Hoffman væri tilvalinn í hlut- verkið. Þá var Ulu nokkur Gros- bard að setja upp leikrit Millers „Horft af brúnni“ á Broadway, Hoffman, þá óþekktur sem leikari, var sviðsst jóri í þeirri sýn- ingu og Grosbard benti á Hoff- man og sagði: „Þessi maður ætti að leika Loman einhvern dag- inn.“ Þessi dagur kom svo í fyrra þar sem Arthur Miller leikstýrði Hoffman í Sölumaður deyr. Auk Millers og Hoffman hefur CBS sjónvarpsstöðin fengið þýska kvikmyndaleikstjórann Volker Schlöndorff til þess að leikstýra. Þeir leikstjórar sem ég kann best við eru þeir sem hverfa á vissan hátt þegar komið er út í tökur, verða hluti af sviðsmynd- inni. Samt er nærvera þeirra mjög sterk vegna þess að þeir vita hvar á að stilla tökuvélinni upp.“ Hoffman er ekki einn þeirra sem gengur heill og óskiptur inn í það hlutverk sem þeir eru að leika, umbreytast, hvort sem er á sviði eða úti á götu. „Mér finnst eiginlega að þetta ætti að vera öfugt,“ segir Hoffman. „Það er eiginlega hlutverk áhorfandans að „ganga inn í persónuna”. Ég veit ekki hver Willy Loman er. Hann er sá leikari sem er að leika hann í það skiptið. Og ég veit ekki hver hann er, þegar cg er að leika hann. Ég leik Loman bara eins nálægt sjálfum mér og ég get.“ (Snúið og sneitt úr „Vanity Fair“. IH) við endursýningu.Við eru skjálf- andi, einmitt nú. Þjóðin skelfur. A.M.: Já, áhugaverður punkt- ur. Það er orðið nútímalegt verk. Það er „aktúelt” einmitt nú. D.H.: Þetta verk var fyrsta leikritið sem ég las. Ég hafði aldrei hugsað um leiklist. ég var að læra píanóleik. En í fram- haldsskóla fór ég í leiklistartíma og leist vel á. Bróðir minn gaf mér síðan bók með sautjn bestu amerísku leikritunum. Fyrsta leikritið í þeirri bók var Sölumað- ur deyr. Það gerðist eitthvað innra með mér þegar ég las þetta leikrit, eitthvað sem hafði aldrei komið fyrir mig áður. Það hafði ekkert með leiklist að gera. Það snerist um fjölskyldu mína og ég gat alls ekki talað um þetta við neinn. Ég fór bara út í horn og byrjaði að vola. Leikritið er enn sérstök tilfinningaleg reynsla fyrir mig. í vissum skilningi get ég ekki talað um leikritið án þess að syrgja Willy Loman. reynir á takmarkanir þínar. Þú verður að gera það á vissan hátt. Þú getur ekki haft uppfærsluna á þessu verki lengur en klukkutíma og sex mínútur. Ef þú ferð yfir fau mörk gerir þú eitthvað rangt. kvikmynd verður þú að stytta þetta um helming. Vegna þess að mínúta í raunveruleikanum er fimm mínútur á sviði og tíu mín- útur í kvikmynd. Svona er þetta nú bara. Maðurinn á efri svölum D.H.: Leikrit er sainið til að ná til aftasta manns á efri svölum. Leikritahöfundar hafa sérstakar mætur á þessu fólki þarna uppi í rjáfri. Það verður því mikið of- hlæði ef þú ætlar að leika á sama hátt og þú gerðir á sviði. Ég væri til í að fara aftur á sviðið með þetta verk eftir eitt og hálft ár. Ég held að þetta sé einn af þeim hlutum sem gott væri að missa aldrei snertinguna við. Það væri Gaurarnir af barnum munu koma til með að horfa á eitthvað sem virðist vera eins og þeir séu stadd- ir inni á heimili einhvers. Og þetta eru reyndar þeir áhorfend- ur sem við viljum ná til. Eins og Arthur segir: Þeir áhorfendur sem þig langar virkilega til að ná til þegar þú ert að skrifa leikrit í dag, hafa ekki efni á að koma nálægt leikhúsi. Þú veist að Art- hur leikstýrði verkinu síðast í Kína. Og, guð minn góður, hversu oft heyrði hann ekki, „Kínverjar munu aldrei geta lifað sig inn í þetta leikrit. Hvern fjandann heldurðu að þeir hafi áhuga á hinum kapítalíska draumi eða martröð?” En Kín- verjarnir féllu flatir fyrir verkinu. Sölumaðurinn í Kína A.M.: Verkið er harmleikur hugsjónamanns. Sjálfsagt er það þess vegna sem Willy er svo kunnugleg persóna. Meirihluti fólks víða um lönd, lætur berast með straumnum. Það reynir að komast af innan þeirra takmarka sem því er gefið. f Kína héldu þeir í fyrstu að þeir gætu aðgreint sig frá leikriti rnínu og skoðað það sem gagnrýni á kapítalisma. En þegar leið á æfingarnar sáu þeir að verkið var líka um Kína. í fyrstu tóku þeir það með næstum því kaldhæðnum broddi - hvað varðaði kröfur Willy sjálfum sér til handa. En svo hvarf þessi kald- hæðni og þeir fóru að taka Willy alvarlega. Eins og einn þeirra sagði, „Við eigum okkur svo margar tálsýnir.” Athugaðu hvað gerðist í Menningarbyltingunni. Þeir eyddu tíu árum í að eltast við draum og eyðilögðu landið, upp- fullir af vonum. Lykillinn að verkinu er sá að Willy varð ekki rikur og hann komst aldrei í blöð- in en það er ekki hægt að ganga fram hjá honum. Og þannig leið þeim einmitt. Sakleysingi D.H.: Maður hlýtur að elska Willy. Hann er sakleysingi. Og mikill Ameríkani. Það eina sem hann vill gera er að vinna með eigin höndum við lagfæringar á húsinu sínu. Willy Loman, klukkan þrjú um nótt, síðustu nótt lífs síns, er úti í garði eða að gera við húsið sitt. Mig langar til að gerast dálítið hátíðlegur og segja það að ástæðan fýrir því að fólk hreifst svomikið af þessu leikriti hjá okkur er vegna þess að í dag er ameríska þjóðin úti um miðja nótt með hamar og nagla að gera við þakið á húsi sínu. Það er eitthvað átakanlegt við þessa þjóð sem í dag er gjörsamlega hjálparlaus varðandi það hvert skal halda, hreinlega hjálparlaus. Sofandi í leikhúsi Á ég að segja þér hvað ég var vanur að gera einu sinni? í Broa- dhurst leikhúsinu voru margar leiðir til að fara af sviðinu, þar sem við vorum að leika Sölumað- ur deyr. Eitt okkar var venjulega á sviðinu. Baksviðs höfðu þeir stól fyrir mig. Þannig slappaði ég af. Og af einhverri ástæðu var lý- singin þannig að ég gat séð áhorf- endur mjög greinilega í gegnum leiktjöldin. Það var alltaf einhver gaur sofandi í annarri röð. Stund- um var hann sofnaður innan tíu mínútna. Mér fannst því rétt að draga þá ályktun að þessi náungi segði með sjálfum sér, „Willy Loman, það er ég og því segi ég bara góða nótt.” Vegna þess að þetta var þannig svefn. Éins og fólk sofnar á bekknum hjá sál- fræðingum. En áhorfenda- skarinn, maður lifandi, honum gleymi ég aldrei. Ég meina, þetta fólk hreinlega teygði sig fram. Þetta var stórkostlegt, allir aldur- shópar. Ef ég leik einhvern tíma aftur í þessu leikriti ætla ég að sjá til þess að kvikmyndatökuvél verði komið fyrir til þess að ná þessu. Þetta er einstök reynsla. (snarað I .H.) Sunnudagur 13. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.