Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 19
KOMMUNUUF
„Nei, ég myndi
ekki flytja
í kommúnu
aftur”
Þekkt sœnskt fjölskylda rifjar upp
kommúnulífið á sjöunda áratugnum
Ek fjölskyldan: Þekktasta kommúnufjölskyldan á sjöunda áratugnum. Anders, Mats, Birgir Cullberg, Malin og Niklas.
Myndin er frá 1964.
í kjölfar hippabyltingarinnar,
kröftugra umræðna um mis-
rétti kynjanna og einangrun
einstaklinganna í hefðbundnu
hjónabandi, risu upp á sjö-
unda áratugnum um alla
Vestur-Evrópu og Bandaríkin
fjöldamargar kommúnur og
hliðstæð sambýlisform.
runnu þau sitt skeið á enda á
skömmum tíma. Hvort sem það
var hin lagalega binding í venju-
legu hjónaböndunum, sem hélt
þeim við lýði, eða eitthvað ann-
að, þá hafa þau, þrátt fyrir mikla
fjölgun hjónaskilnaða, oftast
orðið miklu lífseigari en kom-
múnurnar, sem áttu að bjarga
fólki frá leiða, einhæfri verka-
skiptingu og ýmsum smáborg-
araskap.
Það vakti talsverða athygli á
sínum tíma þegar ein þekktasta
listamannafjölskylda Svía, Ek
fjölskyldan, flutti í sambýli í
kringum 1960 og í dag hafa menn
gaman af að spyrja þau og ýmsa
aðra fyrrverandi sambýlismeð-
limi um reynsluna.
Þekktust í fjölskyldunni er
Birgit Cullberg, einn fremsti
danshöfundur í heimi, sem nú er
77 ára gömul. Fyrrverandi eigin-
maður hennar er leikarinn And-
ers Ek og þau eiga þrjú börn, tví-
burana Mats og Malin, sem bæði
eru leikarar á Dramaten, og
dansarann Niklas, sem talinn er
einn fremsti dansari Evrópu
(leikur nú aðalhlutverkið í mynd-
inni sem Hrafn Gunnlaugsson er
að stjórna í sænska sjónvarpinu).
Birgit segir svo frá reynslu
sinniafsambýlinuásjöunda ára-
tugnum:„Ég kom sjálf úr borg-
aralegu umhverfi, þar sem það
þótti fráleitt að ætla að lifa af því
að dansa. Þegar ég átti orðið þrjú
börn og þar að auki voru komnir
brestir í hjónabandið, var mér
ljóst að eina leiðin fyrir mig til að
halda áfram starfi mínu var að
flytja í svona sambýli. Mér líkaði
þetta því skiljanlega mjög vel.
Matsala var rekin í sambýlinu og
þar bjuggu margar einstæðar
mæður, sem hugsuðu um mín
börn ef ég var í burtu. Á þessum
árum var sambýlið mín eina úr-
lausn en ég veit að börnin mín
söknuðu heimatilbúins matar.
Enda elda þau betri mat en ég
enn þann dag í dag, einkum
strákarnir, ég hef aldrei verið gef-
in fyrir matargerð."
Þetta segir Birgit, formóðir
skandinavíska ballettsins og einn
fremsti danshöfundur í heimi. En
hvað segir elsti sonurinn, Nik-
las?
„Ég á ekki sérlega góðar minn-
ingar frá þessum tíma. Ég myndi
ekki flytja í kommúnu aftur.
Enda þótt hugmyndin sé falleg,
hefur reynslan orðið önnur. Það
sannar það best, hversu fáir búa í
kommúnu í dag. Þetta er jú ekki
bannað, en ég held að fæstum
hafi liðið vel í kommúnum. Já,
við söknuðum heimatilbúins
matar og rólegra máltíða. Nú nýt
ég þess að eiga rólegt kvöld með
fjölskyldu minni þar sem matar-
borðið er miðpunkturinn.
Auðvitað hafði þetta sínar góðu
hliðar, við eignuðumst marga fé-
laga og vorum sjaldan ein, en
þetta var losaralegt og ótryggt líf
þrátt fyrir allt.“
Það er helst að dóttirin, Malin,
taki upp hanskann fyrir kom-
múnulífið. Hún skilur að það get-
ur verið æskileg lausn fyrir kon-
ur, eigi þær ekki að lokast inni á
heimilunum yfir matarpottum og
bleyjuþvotti. En ekkert þeirra
Ek barnanna hefur valið sér sam-
býlið fyrir sig og sína fjölskyldu.
Næstum undantekningalaust
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráða hjúkrunarfræð-
inga, nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333.
Sjúkrahúsið í Húsavík s/f.
Ægistorg v/Ægissíðu
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa sem fyrst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Eiginmaður minn
Guðlaugur E. Jónsson
Heiðargerði 116
sem andaðist 29. september s.l. verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda
Ásta Guðjónsdóttir
IterúTLn
jgmnt hérlendis
Það er ekki á hverjum degi sem HTH kynnir
nýtt útlit á eldhúsinnréttingum.
Fyrir skömmu voru tvær útlitsgerðir kynntar í
Danmörku, HTH 2400 og HTH 2500. Þessar
nýju innréttingar hlutu strax frábærar viðtökur
og hafa þær fengið lof fyrir nútíma hönnun og
einkar smekklegt útlit.
Gæðin eru óbreytt og afborgunarkjörin þau
bestu sem þekkjast - allt að 12 mánaða
lánstími.
Vertu velkomin á sýningu okkar um helgina
að skoða nútíma hönnun á HTH eldhús-
innréttingum.
Á innréttíngahúsiö
Hátegsvegi 3 105 Rvík. s. 27344 J
\ FRÉTTIR HTH JRÉTTIR HTH PRÉTTIR
I
©V
rjm .
IJ*