Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 17
Nunn og Caird leikstjórar Nikulásar Nickelby vinna nú nýtt stórvirki með söngleik byggðum á „Vesalingum" Hugos. Hér eru þeir að leikstýra David Threlfall sem lék Smike í fyrrnefndu sýningunni, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna eftir. Brotið blað í söngleikjagerð „Vesalingarnir“ sungnir í London -frumsýning Royal Shakespeares Company s.l. þriðjudag á „Vesalingum" Hugos í nýrri söngleikjagerð vekur gífurlega athygli - ekki talað orð í verkinu „Engu líkt - stefnubreyting í söngleikjagerð - stefnubreyting í leiklist" þannig eru umsagnirnar um nýjasta söngleikin í London sem byggir á „Vesalingum“ Vict- ors Hugo, en hann varfrumsýnd- ur s.l. þriðjudagskvöld hjá Royal Shakespeare Company í London. Leikstjórar, leikmynda- hönnuður og Ijósahönnuður eru þeir sömu og gerðu Nikulás Nick- elby (sem sýndur var hér í sjón- varpinu) og margar frægar söng- leikjauppsetningar í London. Pað er Trevor Nunn leikhús- stjóri RSC sem leikstýir ásamt John Card, en þeir hafa endur- unnið franskan söngleik sem byggir á hinni frtégu sögu Hugos. J»að sem er sérstakt við þessa sýn- ingu öðru fremur, er að ekki er eitt talað orð í sýningunni og er það í fyrsta sinn sem RSC sýnir verk af því tagi. Auk þess er, samkvæmt bláðaumsögnum í London á miðvikudag, söng- leikurinn (eða óperan öllu held- ur), ólíkur öllum öðrum söng- leikjum bæði að efni og umfangi. Hér eru ekki glæsilegir búningar og kristall í lofti, heldur gerist verkið í fátækt og eymd á fyrri hluta 19. aldar. „Og það er viss- ara að hafa með sér vasaklút eða bara heilan borðdúk, svo mikið var grátið í salnum“ segir einn gagnrýnandinn og gagnrýnandi „The Financial Times“ segir: „Verkið er tímamótaverk í söng- leikjagerð. Það reisir brú á milli óperu og söngleikja og sameinar rokksöngvara og Shakespeare- leikara í stórfenglegri sýningu RSC“. RSC tekur forystuna Sýningin er sviðsett á stærsta sviði í hinu nýja Barbican Gúrú frjólsra ásta gefur upp trúna Indverski kynlífsgúrúinn, sem svohefurstundumverið nefndur, Baghwan Shree Rajneesh, lýsti því yfir um helgina að hann gæfi hér með öll trúarbrögð upp á bátinn, að því er Sunday Times hermir. En hinn 53 ára gúrú hafði boð- að meðal annars frjálsar ástir, og unnið sér þúsundir fyl gj- enda. Margir jusu hann gjöfum, þannig áskotnuðust honum þó nokkrar Rolls Royce bifreiðar. Rajneesh hefur nú sagt áhang- endum sínum að þeir verði að brenna hina helgu bók með kennisetningum sínum. Hinn gráskeggjaði gúrú hefur ásakað klofningshóp úr stuðnings- mannaliði sínu um að hafa stolið eða eytt miljónum dollara og gert úr hinu sex þúsund manna samfé- lagi aðdáenda sinna „fasískan söfnuð“. En allur þessi fjöldi bjó saman á búgarði hópsins í Oreg- on. Til að efla andlega gift sína hafði gúrúinn lifað í þögn sfðustu árin, og ekki látið sjá sig á meðal fylgjenda sinna, ef frá er talin daglegur ökutúr um búgarðinn, þar sem hinn ágæti gúrú lét sér nægja að veifa guðræknislega til safnaðarins. Reksturinn lét hann hins vegar í hendur annarra for- ystumanna, en í síðustu viku stungu þeir af. Talið er að rifrildi milli gúrús- ins og hinna hafi byrjað þegar rit- ari hans vildi flytja AIDS sjúkl- inga inn í söfnuðinn og hjúkra þeim á búgarðinum. Gúrúinn var sumsé ekki sammála því. Meðan gúrúinn var í þagnar- bindindi sínu fékk enginn að koma nálægt honum nema tannlæknirinn og læknir. Nú segir Rajneesh að hinir forystumenn- irnir í hópnum hafi reynt að eitra fyrir lækna sína. leikhúsi og segja ensku blöðin í vikunni að nú hafi RSC tekið for- ystuna af Þjóðleikhúsi Breta (sem einnig er í nýrri og glæsilegri byggingu á Thamesárbökkum). Nunn, sem áður hefur sýnt að hann er djarfur í ákvörðunum, sagði í upphafi að þessi sýning yrði leikhúsinu mjög erfið, ekki síst vegna fjársveltis bresku leikhúsanna í stjórnartíð Thatc- hers. Þegar leikhúsið var að fara á hausinn 1980 réðist hann í stærstu og dýrustu sýningu þess, „Nikulás Nickelby“ og árangur- inn er öllum kunnur; sýningin fór m.a. á Broadway og naut fádæma vinsælda þar sem í London. Og nú tekur hann aftur áhættu: „Þetta verk er ólíkt öllu sem við höfum gert. Og ég tel fullkomlega samboðið RSC að taka það til sýninga, enda byggir það á einni fegurstu perlu heimsbókmenntanna, „Vesa- lingum“ Hugos. Strax á æfinga- tímanum var mér ljóst að þessi sýning yrði öðru vísi en annað sem við höfum glímt við, - og ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins gráti á æfingum. Og það í söngleik!“. Fagleg vinnubrögð Nunn sætti sig ekki við fjár- svelti bresku nkisstjórnarinnar og fékk fjármálamann með í uppsetninguna með það í huga að fá fjármagn annars staðar frá. Þannig var hægt að tryggja fagleg vinnubrögð og peningarnir sem voru lagðir í uppsetninguna virð- ast ætla að ávaxta sig. „Ég var ákveðinn í að slaka hvergi á listrænum kröfum, enga einfalda stílfærslu af því þetta er söngleikur, heldur vinnubrögð af því tagi sem hér eru viðhöfð þeg- ar um Shakespeare harmleiki er að ræða“, sagði Nunn ennfrem- ur. Aðalhlutverkið, Jean Valjean, leikur Colm Wilkinsson, sem söng Che Guevara í upphaflegu Evitusýningunni, en móður Co- sette leikur Patti Lupone, sem fékk Tony verðlaunin fyrir sjálfa Evitu á Broadway. Þekktir Shakespeare leikarar eru í öðrum stórum hlutverkum, en þegar er farið að undirbúa að fara með sýninguna vestur um haf á Broad- way, þegar hægt verður að koma því við. (byggt á Reuter o.fl. Þs.). ALÞYÐU BAN DAUVGHD AB Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra verður haldið dagana 19.-20. október í orlofshúsum verklýðsfélaganna aö lllugastöðum i Fnjóskadal. Dagskrá laugardaginn 19. október: 13.00 þingsetning. Venjuleg aðalfund- arstörf Adda Bára Sigfúsdóttir segir frá frumvarþi Alexanders um sveitar- stjórnarlög og þeirri umræðu og umfjöllun sem það hefur fengið í Alþýðu- bandalaginu. Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyri fjallar um félagslega þjónustu sveitarfélaga, Finnbogi Jónsson fjallar um atvinnumál, m.t.t. þátt- töku sveitarfélaga, Jóhannes Sigfússon oddviti ræðir sérstöðu minni sveitarfélaga. Fyrirsþurnir og umræður verða að framsögum loknum. Starfshópar. Að loknu dagsverki verður kvöldvaka sem hefst með sam- eiginlegu borðhaldi. Sunnudagurinn 20.: Hópar starfa til hádegis. Skila af sér eftir málsverð. Þá verður tekið til við almenna stjórnmálaumræðu og mun Steingrimur J. Sigfússon hefja umræðuna. Ragnar Arnalds heimsækir þingið á sunnu- dag. Þingslit áætluð kl. 1700. Með kærri kveðju og von um að sjást á lllugastöðum. Stjórn kjördæmisráðsins Kvennafylkingin Rabbfundur og morgunkaffi laugardaginn 12. október kl. 11.00 að Hverfis- götu 105. Þurfum að ræða: 1. Undirbúning fyrir landsfund AB. 2. Sýningu á störfum og kjörum kvenna sem hefst 24. október. 3. Vetrarstarfið. Fjölmennum. AB Borgarnesi og uppsveitum Félagsfundur Mánudaginn 14. októberkl. 20.30 í Röðli verðurhaldinnfélagsfundurum vetrarstarfið, kosningu fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. Kosin stjórn félagsmálaráðs, - og önnur mál. Stjórnin AB Akureyri Fundur í bæjarmálaráði AB verður haldinn mánudaginn 15. október kl. 20.30 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1) Skipulag vetrarstarfsins 2) Ræddar hugmyndir að breytingu á stjórnkerfi bæjarins. 3) Dagskrá bæjarstjórnar. 4) Önnur mál. Stjórnin. AB Neskaupstað Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund í Egilsbúð miðviku- daginn 16. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund 2) Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. Framsögumaður Kristinn V. Jó- hannsson 3) Önnur mál. Stjórnin. Ráðstefna um Framhaldsskólann verður haldin laugardaginn 19. október n.k. kl. 10-17 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan er liður í stefnumótun Alþýðubandalagsins um framhalds- menntun. Dagskrá: Kl. 10-12 Skólamálahópur AB kynnir hugmyndagrunn að: markmiðum og námsskipan, stjórnun og fjármögnun framhaldsskóla. Fyrirspurnir og almennar umræður. Léttur hádegisverður á staðnum. Kl. 13-17 Starfshópar ræða hugmynda- grunninn. Kaffihlé. Niðurstöður hópa. Næstu skref ákveðin. Ráðstefnan er opin öllu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins. Til þess að auðvelda undirbúning eru væntanlegir þátttakendur vinsamlegast hvattir til að skrá sig á skrifstofu AB í síma: 1 75 00. Skólamálahópur AB Frá Verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins Stjórn Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins boðar til vinnufundar með flokksfélögum miðvikudaginn 16. október kl. 17.30 í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Staða verkalýðsmála og undirbúningur fyrir landsfund. - Stjórn Verkalyðsmálaráðs AB. AB Keflavík Aðalfundur Alþýðubandalagið í Keflavík boðar til aðalfundar þriðjudaginn 15. október kl. 20.30 í húsi Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu 28. Dagskrá: 1) Umræður um sameiningu Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Alþýðu- Pandalags Njarðvíkur. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Bæjarmál: Framsaga Jóhann Geirdal. 4) Kosning nefndar til uppstillingar fyrir komandi Pæjarstjórnarkosningar. 5) Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjómin. Sunnudagur 13. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.