Þjóðviljinn - 13.10.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Síða 9
sso^ KJARVAL Nú eru hundrað ár liðin síðan Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist að Efri-Ey í Meðal- landi og voru foreldrar hans Sveinn Ingimundarson bóndi þarog kona hans Karítas Þor- steinsdóttir. Fráfjögurraára aldri og fram til fermingarólst hann upp hjá frænda sínum í Geitavík í Borgarfirði eystra. Hann var snemma farinn að búa til myndir en var mest á sjó til 1911 en þá sigldi hann. Fyrst til Lundúna og ætlaði reyndar að koma sér í myndlistarnám þar en síðan fór hann til Kaupmanna- hafnar. Þar lauk hann námi frá Konunglega listaháskólanum 1918. Þrem árum fyrr kvæntist hann Tove Merild rithöfundi og eignuðust þau tvö börn - þau skildu eftir um það bil áratugar sambúð. Kjarval fór í listareisu til Italíu 1920 og til Parísar 1928 en af svonefndum ytri atburðum í lífi hans er það annars helst að segja, að hann var hér heima og málaði fleiri myndir en nokkur hafi talið og lét fylgja myndum og sam- skiptum sínum við menn mörg eftirminnileg ummæli, sem menn hafa skemmt sér við eða gert mis- jafnlega snjallar tilraunir til að skyggnast á bak við. Hann skrif- aði líka nokkur rit sem voru að minnsta kosti jafn sérstæð í bóka- heimi og hann var sjálfur í lista- heimi og hvunndagslegu mannfé- lagi. Og eins og menn vita voru haldnar frægar sýningar á lista- verkum hans og myndir hans fóru víða um landið og heiminn. Jóhannes Kjarval lést í apríl 1972. Um það leyti skrifaði Halldór Laxness grein þar sem hann kvartaði yfir þeirri fáfræði sem ríkti um list Kjarvals, skorti á þekkingu um persónuiega list- sögu hans, það vantaði mikið á að menn réðu yfir einföldustu vitn- eskju um aldursgreiningu ein- stakra verka, um stflskeið, að hlutunum sé skipað niður í af- mörkuð tímabil svo hlutirnir skýrist hver út frá öðrum. Þessu verki er ólokið eins þótt menn hafi skrifað bækur fróðlegar um Jóhannes Kjarval. Það hefur heldur ekki verið reist sú höll yfir verk Kjarvals sem Halldór Lax- ness lét sig dreyma um þegar listamaðurinn varð fimmtugur - eins þótt Kjarvalshús hafi risið og skipti miklu máli í listalífi. En það var í tilefni þess sama fimmtugsafmælis að Halldór Laxness lét í ljós þá skoðun í grein í Rauðum pennúm að lík- lega stæði landslagsmálverkið hvergi með meiri blóma um þær mundir en á íslandi og líklega væri það mest Kjarval að þakka. í greininni segir: „í myndum Kjarvals birtist landslag íslands, hinar eilífu sýnir fólksins af landi sínu, ekki aðeins í meiri fjölbreytni, heldur einnig í tröllauknari listrænni túlkun en hjá nokkrum snillingi öðrum, einginn hefur hafið sýnir fólksins til veglegra forms, í sólskini og drúnga, vetri og sumri; voldugri skynjun en sjón Kjarvals hefur naumlega birst í íslenskum lista- verkum..." Af þessum toga eru þeir dómar sem Islendingar hafa vel flestir verið að fella um listamann sinn, hvort þeir valda penna eða ekki, hvort þeim er mælska gefin eða ekki - og svo mun enn á aldaraf- mæli þess manns sem dýpst spor hefur markað í íslenska listasögu. -AB Sjá opnu Sunnudagur 13. október 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.