Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 13
24. október eru 10 ár frá kvennafrídeginum og verður þess minnst á ýmsan hátt, m.a. með útgáfu bókarinnar „Konur, hvað nú?“. Myndin er frá kvennafrídeginum 1975. 10 ára afmæli kvennafrídagsins KONUR, HVAÐ NÚ Yfirlitsrit um stöðu íslenskra kvenna kemur út í nœstu viku Konur, hvað nú? nefnist bók sem kemur út 24. október næstkomandi á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Er hér á ferð yfirlitsrit um stöðu íslenskra kvenna frá því á kvennaárinu 1975 til loka kvennaáratugarS.Þ. á þessu ári. Þar er að finna úttekt á því hvort, og þá hvernig, konum hefur miðað áleiðis til jafnréttis og jafnrar stöðu á margvíslegum sviðum þjóðfélagsins á síðustu tíu árum. Bókin er nálægt 300 bls. að stærð og skiptist í 14 kafla. Sér- fróðir höfundar - allt konur - skrifa hver sinn kaflann um laga- lega stöðu kvenna, menntun, atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörfum og heilbrigði kvenna og heilsufar. Ennfremur er í bókinni kafli þar sem raktir eru helstu viðburðir í sögu kvenna og kvennahreyfinga á tímabilinu 1975-1985. Þá er fjallað um listsköpun kvenna og dregin upp fróðleg og ýtarleg mynd af hlut þeirra í bók- menntum, tónlist, myndlist, leik- list, byggingarlist, ballet og kvik- myndagerð. Ritstjóri bókarinnar er Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag. Um 30 myndlistarverk eftir konur, aðallega frá síðasta ára- tugi, prýða bókina auk ljós- mynda. Konur, hvað nú? er gefin út af Jafnréttisráði og ’85-nefndinni, samstarfsnefnd í lok kvennaára- tugar S.Þ., og er megintilgangur- inn að afla vitneskju og staðr- eynda um stöðu kvenna í sam- tímanum til að betur sé hægt að átta sig hvar helst er þörf fyrir átak í jafnréttisbaráttunni í nán- ustu framtíð. Útgáfan er fyrst og fremst kost- uð með söfnun áskrifenda en auk þess veitti Vísindasjóður styrk til rannsókna vegna útgáfunnar. Áskrifendur fá bókina á sérstöku áskriftarverði þar til sala hennar hefst í bókaverslunum. Ætlunin er að láta hagnað, ef einhver verður, renna til kaupa á færan- legu leitartæki á vegum Krabba- meinsfélagsins og láta þannig ís- lenskar konur sjálfar njóta góðs af útgáfunni. Enn er hægt að gerast áskrif- andi að bókinni á skrifstofu Jafnréttisráðs, Laugavegi 116, sími 27420. Höfundar eru: 1. Kvennaár og kvennaáratugur S.Þ. Sögulegt yfirlit. Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag. 2. Lög og réttarheimildir er varða konur. Elín Pálsdóttir Flygenring lög- fræðingur. 3. Menntun kvenna. Fríða Björk Pálsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur. 4. Atvinna og laun kvenna. Guðrún Guðmundsdóttir við- skiptafræðingur. 5. Félagslegar aðstæður kvenna. Erla Þórðardóttir félagsráðgjafi. 6. Konur og forysta. Esther Guðmundsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur. 7. Heilbrigði kvenna og heilsu- far. Jóhanna Bernharðsdóttir hjúkr- unarfræðingur M.S. 8. Listsköpun kvenna. Bók- menntir. Helga Kress bókmenntafræðing- ur. 9. Listsköpun kvenna. Tónlist. Aagot Oskarsdóttir tónlistar- kennari. 10. Listsköpun kvenna. Mynd- list. Svala Sigurleifsdóttir myndlistar- maður. 11. Listsköpun kvenna. Leiklist. Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri. 12. Listköpun kvenna. Bygging- arlist. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. 13. Listsköpun kvenna. ballet. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri. 14. Listsköpun kvenna. Kvik- myndagerð. Margrét Rún Guðmundsdóttir blaðamaður. Óttast Ragnhildi Sjálfstæðismenn í heilbrigðis- kerfinu hafa á undanförnum dögum reynt að fá Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra ofan af því að standa upp fyrir Ragnhildi Helgadótt- ur. Treysta menn henni ekki jafnvel fyrir sínum málum varðandi uppbyggingu og rekstur sjúkrahúsa úti um land og kvíða því að hún verði ekki lengi að því að rústa heil- brigðiskerfið og minna á fram- göngu hennar í skólamálum, undanfarin ár. Þá óttast menn að skoðanir bróður hennar, Tómasar Helgasonar yfir- læknis, á heilbrigðismálum kunni að vega þungt í emb- ættisfærslunni en um þær eru menn ekki á einu máli vægast sagt. Matthías er sagður þakka stuðningsyfirlýsingarn- ar og hvatninguna og svaraði því til að ekki langi hann til að skilja þetta allt eftir í höndum Ragnhildar. Hins vegar vilji Þorsteinn hafa þetta svona! eða þannig.. Kona og fjögur börn hennar flúðu nýlega hús sitt vestur í Connecticut vegna drauga- gangs. Svo mikið var fárið að rúðurbrotnuðu, börnin flugu á loft og móðirin skall ofan í gólfið. Þetta hafi reyndar gengið svona til í eina sex mánuði og var þá kallaö á kaþólskan prest til að freista þess að stökkva illum öndum á flótta. En ekki tókst það, því presturinn kom fölur og fár frá særingunni og sagði „að djöfsi hefði verið sterkari”. Og hann bætti við: „Það er enginn vafi, djöfullinn hefur lagst á þetta fólk.“ Einhver gaf þá skýringu að þetta væri bara trekkur með einstaka fellibylji á milli, en mikið hefur ver- ið um fellibyli þar vestra að und- anförnu. Vonandi skýrist þetta fljótlega... Samkvœmt lögum númer. Merkilegur tíðarandi hefur ríkt hér á landi um nokkurra missera skeið. Virðing fyrir lögum og reglugerðum er horfin og svo virðist sem menn geti farið sínu fram í hvívetna ef þeim líkar ekki viðkomandi lagabálkur eða reglugerð. Af nógu er að taka í þessum efnum. Á dögunum voru sagðar fréttir af því að yfirdýraiæknir hafi bannað slátrun sauðfjár í slátur- húsi á Siglufirði vegna þess að húsið uppfyllti ekki þau skilyrði sem sláturhús þurfa að gera um þessar mundir. Bændur blésu á þetta, slátruðu sínu fé og kölluðu blóðvöll. Fremstur í flokki við þetta lögbrot var alþingismaður sem tók sér byssu í hönd og bauðst til að fara á rollu-skyttirí. Studdir af þessum fulltrúa lög- gjafarvaldsins slátruðu bændur svo í trássi við lög og rétt. Enginn gerir neitt í málinu. Skömmu síðar koma fréttir af því að bændum á suðurströnd landsins hafi verið bannað að fara með færanlega heykögglaverk- smiðju yfir sauðfjárveikivarna- girðingu. Þéir gerðu það samt, sögðu það ólög sem bönnuðu flutninginn og köggluðu hey að vild öfugu megin við girðinguna. Enginn gerir neitt í málinu. Þess er skemmst að minnast að bannað var að halda hunda í Reykjavík. Albert Guðmunds- son ráðherra átti hund í trássi við lögin og sagðist aldrei fara eftir þessum lögum. Enginn gerði neitt í málinu. Davíð Scheving vildi eiga sterkan bjór. Hann keypti sér bjór á Keflavíkurflugvelli og sagðist vilja með hann inní landið. Hann kom því í gegn. Enginn gerði neitt í málinu og nú mega allir sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fara með ákveðið magn af bjór, en landslög banna innflutning á áfengum bjór. Fyrir ári síðan, þegar verkfall BSRB stóð yfir stofnuðu nokkrir peningamenn ólöglegar útvarps- stöðvar. Meira að segja ráðherr- ar leyfðu sér að koma fram í þess- um stöðvum, sem reknar voru í trássi við landslög. Sjálfsagt eru í gildi ýmis lög og reglugerðir sem betur væru ekki fyrir hendi. Það eru til að mynda vond lög sem banna okkur að neyta bjórs hér á landi. Það eru einnig vond lög sem banna fólki að brugga sér öl eða landa. Þessi lög eru eigi að síður við lýði og eftir þeim ber að fara. Samt brugga menn í öðru hverju húsi á íslandi og leyfð er verslun sem sérhæfir sig í sölu efna til brugg- unar. Ég á von á því að mörgum fleirum en mér þyki þetta ein- kennilegt siðferði. Á sama tíma og allt þetta og margt fleira í svipuðum dúr er að gerast í þjóðfélaginu stendur full- orðið fólk á öndinni yfir gerðum barna og ungiinga. Hvers vegna í ósköpunum? Hvernig getur fólk ætlast til þess að unglingar virði lög og rétt þegar fullorðið fólk allt í kringum það, jafnvel for- eldrarnir brjóta lög að vild, ef þeim hentar ekki viðkomandi lög? Ætli mörgum unglingnum, sem er að byrja að fylgjast með lífinu í kringum sig finnist það ekki einnig tvískinnungur að horfa annars vegar uppá þessi daglegu lögbrot, en horfa svo uppá fólk ákært af Þórði frænda fyrir það að leggja niður vinnu þegar það fær ekki laun sín greidd. Eða þá útgefanda dæmd- an í sektir eða fangelsi ella verði sektin ekki greidd, fyrir það eitt að birta í tímariti lýsingu á bólför- um hæstaréttardómara og ráð- herra og að birta mynd af manni sem vill stytta á sér besefann með kuta. Það er eflaust vont að sitja uppi með gamlan og þreyttan mann í aðal gæslustarfi laga og réttar í landinu. En þá hlýtur það líka að vera krafa til dómsmálaráðherra að hann kippi þessum hlutum í lag. Honum hlýtur að bera að gera eitthvað fleira í embætti en að banna söiu á léttöli blönduðu brennivíni. Sá drykkur er án efa ekki það versta sem komið hefur upp í íslensku þjóðlífi á liðnum misserum. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.