Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 8
Blaðað í bókum Hugleiðing um Nasreddín Sá sem flettir upp í alfræðibók og leitar að Nasreddín rekst þar á mann með þessu nafni sem var sjakh eöa keisari í Persíu á síð- ustu öld og var myrtur í einhverju hallarsamsærinu. Það er áreið- anlega ekki sá Nasreddín sem á heima í tyrkneskum kímnis- sögum, sem Þorsteinn Gíslason þýddi á bók sem kom út líklega snemma á stríðsárunum. Þetta var á þeim dögum, að ekki komu út ýkja margar bækur sem ætlað- ar voru börnum, og þessi varð ein sem situr í minninu og vill ekki þaðan fara þótt ýmsar aðrar bækur séu gleymdar. En hvers vegna? í bókmenntaþœtti Njarðar P. Njarðvík í útvarpinu s.l. vetur var skotið inn sögum af Nasareddin skólameistara, en þœr hafa þótt einna merkilegast framlag Tyrkja til bókmennta fram ó daga Hikmets og Kemals. Eftirfarandi vangaveltur voru fluttar í framhaldi af þeim sögulestri. um Tímurlenk, en kannski meira af sérvisku en dirfsku. Nasreddín er heldur ekki sá maður sem kann að snúa sér út úr hverri klípu með sóma. Hann getur að vísu verið hinn slóttug- asti. Eins og til dæmis þegar stúd- entarnir ætluðu að snúa á hann og joa ARNI BERGMANN Það er ekki gott að vita. Ekki er Nasreddín í þessum sögum eins- konar Hrói Höttur eða Uglu- spegill, ekki gamansamur skálk- ur og hetja um leið sem stríðir og refsar ríku mönnum og voldugum en lætur fátæka njóta góðs af. Það er að vísu til rússnesk skáld- saga um Nasreddín, sem heitir „Skálkurinn frá „Bukhara", þar er Nasreddín einmitt orðinn slótt- ugur og djarfur bragðarefur, sem snýr á emírinn í Búkhara og aðra feita og heimska valdamenn af mikilli list en leggur lið ástinni og listinni og alþýðunni. En í þeim sagnaflokki sem nú er um talað fer ekki mikið fyrir dirfsku Nasreddíns fyrir valdastólum. Hann er að vísu í metum hjá sold- áni fyrir tilsvör sín og hann leyfir sér að standa uppi í hárinu á sjálf- fá hann til að gefa vænt lamb í veislu í tilefni þess að heimsendir væri að koma. Meðan Nasreddín steikti lambið brugðu ungu mennirnir á leik og köstuðu af sér klæðum - Nasreddín tók föt þeirra og hafði að eldsneyti undir steikina - því þeir hefðu hvort sem ekkert að gera við föt á degi heimsslita. Og var hann sá eini sem át steikina með góðri list. En menn mega taka eftir því, að kænska Nasreddíns er sjaldan höfð til eflingar góðu siðgæði í heiminum ef svo mætti segja. Það er reyndar merkilegt hve undar- lega siðlausar þessar sérstæðu sögur eru. Nasreddín beitir gjarna kænsku sinni til þess að komast yfir peninga, kálfa eða eirketil nágrannans. Ég er að selja þennan stiga, sagði hann við nágranna sinn, þegar að honum var komið þar sem hann var að klifra inn í garð hans til að stela ávöxtum. Eða þá að hann beitir skemmtilega fáránlegri rökvísi vegna þess að hann er blátt áfram nískur. Hann vill losna við stúd- enta sem hann asnaðist til að draga heim og kallar til þeirra - ég er farinn út bakdyramegin! Þegar hann vill ekki lána þvotta- snúru segist hann þurfa að breiða á hana mjöl. Og þar fram eftir götum. Það er heldur ekki alltaf að Nasreddín fari með sigur af hólmi. Þegar nágranninn kemur að honum þar sem hann er að stela rófum og spyr hvurn fjand- ann hann sé að gera, þá dugar hugvit hans til að ljúga upp skýr- ingu á því, hvers vegna hann sé í garðinn kominn að týna upp rófur - en þegar hann er beðinn að skýra það út hvers vegna róf- urnar séu komnar ofan í poka sem hann er með á bakinu - þá er skálkurinn mát. f raun og veru verður það ekki sagt, að Nas- reddín sé yfirmáta gáfaður. Hann er stundum eins og þorpsbjálfinn eins og þegar hann reynir að tosa tunglið upp úr brunninum sem honum sýnist það hafa dottið ofan í. Hann er óforbetranlegur þverhaus og lætur heldur þjófa stela frá sér öllu steini léttara en að hann tapi í rifrildi við konu sína um það, hvort þeirra taki fyrr til máls. Hann er líka fullur af ekta tyrkneskum fordómum - í garð Kúrda sem skilja ekki þegar menn ropa upp á tyrknesku, í garð Gyðinga og kvenfólks - en eiginkona Nasreddíns er ekki höfð til annars í sögunum en minna á að kvenfólk er heimskt og getur ekki þagað yfir neinu - ekki heldur því, að eiginmaður- inn er farinn að verpa eggjum. En hvað sem þessu öllu líður, það er eitthvað undarlega sjarm- erandi við Nasreddín karlinn skólameistara. Kannski vegna þess fyrst og fremst að frá meira eða minna fáránlegum sigrum hans og ósigrum er sagt með langprófaðri blöndu af gaman- semi og alvöru. Og rifjast þá upp sú staðhæfing, að alvörunni eða sannleikanum, ef við viljum vera hátíðleg, verður varla komið á framfæri með tómri alvöru. Kannski er það einmitt galdur allra bókmennta, og þar með þjóðsagna, að finna þá gaman- semi eða sérvisku eða skringi- leika sem laumar að okkur alvör- unni svo hún eins og smjúgi inn í okkur. Gott dæmi um þetta er sagan af því þegar Nasreddín skreið ofan í opna gröf í von um að hann fengi samband við engla. Bar þar að menn, sem ráku asna. Nasreddín reis upp úr gröfinni og við það fældust asnarnir. Asnarekar brugðust reiðir við og sögðust vilja venja Nasreddín af þeim leik að þykjast dauður maður að rísa upp úr gröf sinni. Börðu þeir hann svo allt hvað þeir gátu. Þeg- ar Nasreddín kom heim blár og marinn, spurði kona hans, hvar hann hefði verið. Ég hefi verið dauður og grafinn sagði Nas- reddín. Og hvernig er þá hinum megin?, spurði konan, forvitin sem endranær.. Menn verða að forðast að styggja asnana þar eins og hér, sagði Nasreddín. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.