Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 14
Það getur orðið býsna löng útivistin á vatninu, þegar farið er út kl. 7 um morgun og ekki komið heim fyrr en klukkan 7 að kvöldi.
Á „murtuvertíð“
á Þingvallavatni
Helgi úr Kjósinni er á „vertíð“ hjá Sveinbirni.
-fariðaðvitja
neta
með Sveinbirni
bónda ó
Heiðarbœ I
í glampandi sólskini ökum viö
heim að Heiðarbæ í Þing-
vallasveit, rétt fyrirhádegið.
Við höfum fengið loforð um að
fá að skreppa út á Þingvalla-
vatn með Sveinbirni bónda
Jóhannessyni að Heiðarbæ
og mönnum hans, sem dag-
lega vitja murtunnar í netin, en
veiðitímanum er nú senn að
Ijúka. Þegar ekið er í hlaðið er
húsfreyjan Steinunn Guð-
mundsdóttir að ganga frá há-
degismatnum sem hún færir
veiðimönnunum niður að
vatninu.
Heiðarbæirnir eru tveir, en
Sveinbjörn og Steinunn búa á
Heiðarbæ I. Við Þingvallavatn
eru allmargir bæir sem leggja
murtunetið í vatnið, auk 3 bæja í
Grafningi. Auk þess sem veidd er
murta í vatninu veiða menn
bleikju yfir sumartímann.
„Þetta er „aukabúgrein“, aðal-
búskapurinn er hér heima við, -
sauðfé, kálfar og einnig kjúk-
lingar," segir Steinunn okkur
þegar komið er niður að vatninu.
Veðrið er einstaklega gott, fjalla-
sýnin stórfengleg og tré og lyng
skarta fegurstu haustlitunum.
Sveinbjörn rennir nú að landi,
en með honum eru þeir Tryggvi
Guðmundsson og Helgi Guð-
brandsson frá Hækingsdal í Kjós.
Þetta er fyrsta „vertíðin“ hans og
sagði hann aðspurður að þetta
væri „ágætis vinna“.
Þeir setjast á þúfukoll og fá sér
: ■ V': : ::
Tryggvi með fullt net af spriklandi murtu. Og pípan á sínum stað,
matarbita og kaffi og við spyrjum
Sveinbjörn, hvernig veiðin gangi:
„Hún hefur oft verið meiri hjá
mér, en þetta er dálítið misjafnt
eftir bæjum. Það eru sveiflur í
murtuveiðinni eins og rjúpunni.
Ætli við séum ekki komnir með
um 4 tonn í land frá því við byrj-
uðum 22. september".
ORA verksmiðjan sér um að
sækja murtuna austur daglega,
en síðan er hún lögð niður og seld
um allan heim. Einnig hafa verið
gerðar tilraunir með murtuhrogn
og þykja þær lofa góðu.
„Verðið á murtunni hefur lítið
hækkað undanfarin ár en reyndar
seljum við alltaf svolítið af henni
hérna heima við beint til fólks
sem vantar gott gæludýrafóður.
Við vorum t. d. að selj a 110 kfló af
murtu nýlega handa tveimur
síamsköttum,“ bætir Steinunn
við. Við fáum að fara með þeim í
bátinn og út á vatn að skoða í tvö
net af þeim nálægt 50 netum sem
Sveinbjörn á í vatninu.
í fyrra netinu er talsvert mikið
af murtu og blaðamaður fær að
spreyta sig á að reyna að ná henni
úr netinu. Það reyndist erfiðara
en ég hélt og á meðan mér tókst
að losa eina losaði Tryggvi að
minnsta kosti 10.
„Nú er að finna flotnetið,“
segir Sveinbjörn og skimar eftir
vatninu. Flotnetið er nýtt net um
6 metra breitt. Loksins sjáum við
í það, en þegar það er dregið inn í
bátinn kemur í ljós að það er
sáralítið af fiski í því.
„Það er ekki skemmtilegt að
draga netin inn þegar þau eru
tóm, en annars getur þetta verið
ágæt tilbreyting frá bústörfunum,
og þegar veðrið er gott eins og í
dag er þetta áreiðanlegra
skemmtilegra en að sitja inni á
skrifstofu," segir Sveinbjörn þeg-
ar við siglum í land. Eg þakka
fyrir túrinn og eftir að hafa þegið
kaffisopa heima á Heiðarbæ er
ekið í bæinn. Langt úti á vatninu
grillir í þá þremenninga sem eiga
eftir að vera fram að kvöldmat úti
á bátnum að greiða úr murtunet-
unum.
-þs
14 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 13. október 1985