Þjóðviljinn - 31.10.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Page 7
Þórður Sveinsson og Geir Hólm fletta þakinu af gamla vitanum. Dalatangavitinn í endurnýjun lífdaganna Elsta vitahús á landinu fært til fyrra horfs í haust hefur verið unnið að endurbyggingu gamla vitans á Dalatanga. Gengst Safnastofn- un Austurlands fyrir því verki og er húsið nú komið undir þak. Vit- inn er tvímælalaust merkilegur minjagripur. Hann var byggður 1895, var í notkun til 1912 og er annar í röð þeirra vita, sem byggðir hafa verið á landinu og sá elsti, sem nú er uppistand- andi. Árið 1878 lét landstjórnin byggja vita á Reykjanesi og var hann fyrstur slíkra mannvirkja hérlendis. Hann mun nú horfinn í hafið. Það var athafnamaðurinn Ottó Wathne á Seyðisfirði, sem beitti sér fyrir byggingu Dalatangavit- ans árið 1895 og kostaði hana. Kveikt var á vitanum 1. sept. sama ár. Byggingameistarinn úr Grímsnesinu Byggingu vitans annaðist Sig- urður Sveinsson steinsmiður frá Smiðsnesi í Grímsnesi. Sigurður lærði iðn sína hjá danska steinsmiðnum Schou, við bygg- ingu Alþingishússins. Hann vann svo áfram við steinsmíði og hlóð m.a. stöplana að Ölfusárbrúnni. Síðar fluttist hann til Seyðisfjarð- ar og stundaði þar útgerð og verslun jafnframt iðn sinni. Hann byggði fyrsta steinsteypta húsið á Seyðisfirði - og sennilega á Austurlandi - hús Níels Orum Nielsen við Hafnargötu og stend- ur það enn. Getur nokkuð gott komið frá Dönum? var einu sinni spurt. Ó- jú, þeir gáfu okkur ljósabúnað- inn í vitann. Það var olíulampi með spegli og hafði áður verið í vita á Jótlandi. Þingið beðið um 500 kall Ottó Wathne lýsir vitanum svo í bréfi til Alþingis dagsettu á Seyðisfirði 29. júní 1895: „Vitinn er byggður úr steini, með herbergi fyrir vitavörðinn og nauðsynlega geymslu fyrir olíu o.fl. Hugmynd mín er að setja sterkan þokulúður í vitann. Til þess að þjóna vitanum og þokulúðrinum ætla ég að kenna og nota fólkið, sem býr skammt frá. Ég vil auðvitað ekki ábyrgj- ast að fólkið gæti hans nægilega ólaunað, en ég er viss um að hægt er að nota það“. Og nánari lýs- ing: „Hvít steinbygging, 16 feta Iöng, 14 feta breið, með útbygg- ingu fyrir ljóshjálminn, veggir um það bil 2 feta þykkur múr. Hæð yfir sjó: 60 fet yfir fjöru- borði. Sýnilegur í: Um það bil 12 kvartmflur, í björtu veðri“. Ottó Wathne fór fram á það við Alþingi að landsjóður greiði vita- verði 300 kr. árslaun og 200 til ljósa og annars reksturs. Við þessari beiðni var orðið enda varla ástæða til þess að Wathne gerði hvorttveggja: að gefa vit- ann og kosta rekstur hans. Að því er segir í Kompás, blaði Tóftin ein er eftir. Frá v. Þórður, Erlendur Magnússon vitavörður og Geir Hólm. Yfirmúrarinn, Halldór Sigurðsson, að störfum. nemenda Stýrimannaskólans, 1. tbl. þ.á. var Helgi Hávarðsson, bóndi á Grund, fyrsti vitavörður- inn á Dalatanga. Gegndi hann því starfi til 1922. Þá tók Vil- hjálmur sonur hans við og síðan sonur Vilhjálms. Núverandi vita- vörður er Erlendur Magnússon. Safnastofnun kemur til skjalanna Víkur nú að endurbyggingu vitans hans Ottós Wathne. Svo vel vildi til að Halldór Sigurðsson í Miðhúsum eystra var staddur hér í borginni á dögunum. Hann var einn þeirra, sem lagt hefur hönd að verndun vitans, enda mikill og kunnur áhugamaður um varðveislu hverskonar sögulegra minja. Bar því vel í veiði með að hitta hann. - Vitinn var mjög illa farinn, sagði Halldór. Vitavörðurinn á Dalatanga taldi, að annaðhvort yrði að gera: að endurbyggja vit- ann í upphaflegri mynd eða fjar- lægja hann með öllu. Einar Vil- hjálmsson frá Seyðisfirði mun hafa vakið athygli Safnastofnun- ar á nauðsyn þess, að varðveita þetta 90 ára gamla hús, elsta vita- hús á landinu. Forráðamenn Safnastofnunar féllust að sjálf- sögðu á þetta álit Einars. Stofn- unin gat hinsvegar engan veginn risið undir kostnaðinum við endurbygginguna. Var því leitað fyrir sér um fjárhagsaðstoð. Er skemmst af því að segja að við fengum ágætar undirtektir hjá sýslufélögunum, Seyðisfjarðar- kaupstað, Fiskifélagsdeildunum á Austurlandi og Vita- og hafnar- málastofnuninni. Menn frá Safnastofnuninni hófust þá þegar handa við endurbygginguna og hafa unnið að henni endurgjalds- laust, undir stjórn Geirs Hólm, húsasmíðameistara á Eskifirði. Við byrjuðum á verkinu í sept- ember f haust og nú er húsið kom- ið undir þak. Eitt og annað er þó eftir innan veggja, sem bíður vors. Ljós- kerið úr vitanum hefur einhvern veginn farið forgörðum. Hins- vegar hefur komið í leitirnar gamalt ljósker en ekki er enn ljóst hvort það er hið rétta eða áþekkt því. Veturinn verður not- aður til þess meðal annars að reyna að grafast fyrir um það og fleira varðandi vitann, með því að tala við fólk, sem enn er uppi og kann að muna eftir vitanum og gerð hans. Að sjálfsögðu verður reynt að byggja hann í uppruna- legri mynd, bæði hið ytra og innra, sagði Halldór í Miðhúsum. Og svo tala meðfylgjandi myndir sínu máli en þær eru tekn- ar af Halldóri Sigurðssyni. -mhg Búið að reisa og fáninn dreginn að hún. Geir og Guðmundur Sveinsson í Neskaupstað að klæða þakið. Minjavörður Austurlands, Guðrún Kristinsdóttir. Flmmtudagur 31. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.