Þjóðviljinn - 31.10.1985, Side 9
Bílgreinasambandið sendi ný-
lega frá sér bækling með tölu-
legum upplýsingum um stöðu og
þróun bílgreinarinnar hér á landi
síðustu ár. Helstu heimildir þessa
bæklings eru opinberar skýrslur,
þ.e. Bifreiðaskýrslur og Hagtíð-
indi sem Hagstofan gefur út og
atvinnuvegaskýrslur Þjóðhags-
stofnunar.
110.000
bílar
Þjóðviljinn hafði samband við
formann Bílgreinasambandsins,
Þóri Jenssen og ræddi við hann
um þessa skýrslu og ýmislegt sem
tengist bílgreininni á íslandi. Þór-
afturkippur, þá er gengið fellt.
Talan yfir innflutta bíla fer úr
rúmlega 10.000 árið ’82, niður í
tæplega sex þúsund árið ’83. Nú í
fyrra jókst innflutningurinn, fór
upp í rúmlega 8.000 bíla. Við
bjuggumst nú ekki við svo mikilli
aukningu en hún varð vegna þess
að það var flutt inn meira af litl-
um og ódýrari bílategundum'-.
Það má nefna annað í þessari
skýrslu sem hinn háa meðalaldur
bfla hér á landi, hann er yfirleitt
upp undir 14 ár frá árinu 1970.
Það held ég að sé vegna þess að
við skattleggjum bílanna svo
hátt. Það má sjá það á einni töfl-
unni að tekjur af bflum eru u.þ.b.
20% af tekjum ríkissjóðs".
- Það kemur fram hér íþessum
skýrslum að meðalfjöldi árs-
Þórir Jenssen, formaður Bílgreinasambandsins.
Bílainnflutningur
hefur dregist saman í ár
2861 fólksbifreiðar seldust á tímabilinujanúar tiljúnííáren 4177á sama tíma ífyrra.
Bílgreinasambandið vill færa bílskoðun að hluta út til verkstæðanna. Slíkt hefur verið reynt víða
á Norðurlandi og gefist vel. Svört atvinnustarfsemi mikil íbílgreininni.
ir var fyrst spurður hvað honum
fyndist einna merkilegasta at-
riðið í þessari skýrslu.
„Merkilegasta atriðið er það
hversu mikil og almenn bflaeign
er ílandinu. Fjöldi skráðra bílaer
nú u.þ.b. 110.000. En þetta á sér
auðvitað sínar skýringar. Við
búum í stóru landi, erum fá og
almenningssamgöngur eru dýrar
fyrir fáa aðila sem búa dreift. Við
erum, að ég held, með 2.12 per-
sónur á bíl og það er held ég sama
hlutfall og á Nýja-Sjálandi, enda
eru þeir fáir og búa í stóru landi.
Nú, svo er það annað sem hér
kemur fram og það er það að
bílainnflutningur og allt sem bíl-
linn þarf og umferðin greiða
fimmtu hverja krónu sem fer í
ríkiskassann. Þetta eru að mínu
áliti aðalatriðin í þessari skýrslu“.
- Nú hefur bílaintiflutningur
dregist saman á þessu ári.
„Já, við bjuggumst reyndar við
því að hann myndi aukast frá
1984 en svo hefur ekki orðið.
Ástæðan er auðvitað sú að það
hefur ekki árað það vel hjá okkur
að fólk hefur ekki haft efni á að
endurnýja eins og við höfðum bú-
ist við. Nú taflan sýnir að árið
1974 er eiginlega stærsta bílainn-
flutningsár sem komið hefur. Og
næsta ár dettur salan niður. ’74
fór bflainnflutningur yfir 10.000
stykki en árið eftir fór hann niður
í rúmlega 2.500 bíla. Síðan eykst
innflutningurinn smátt og smátt á
næstu árunt en ’82 kemur annar
manna á verkstœðum fer fœkk-
andi á meðanfjöldi bílaverkstœða
eykst. Hver er skýringin á því?
„Bílarnir eru öðruvísi upp-
byggðir heldur en þeir voru. Það
er ekki eins mikið af þessum
gömlu hefðbundnu viðgerðum.
Þetta er orðin meiri skiptivinna.
Þú skiptir um bretti í dag í stað
þess að vera að rétta og teygja og
brasa við það eins og áður var.
Vinnutilhögunin er öðruvísi en
hún var“.
Tækni-
nýjungar
- Nú segir í ályktun frá síðasta
aðalfundi Bílgreinasambandsins
frá því í haust að miklar tœkninýj-
ungar eigi sér nú stað í bílaiðnað-
inum og að nauðsynlega þurfi að
efla menntun og bœta aðstöðu
þeirra sem sinna þjónustu við bíl-
eigendur. Hvernig viljið þið að
þetta verði gert?
„Já, við sjáum fram á það að
iðnaðarmenn í þessari iðngrein
þurfa að geta notið góðrar endur-
menntunar. Þar kemur auðvitað
fyrst til Iðnskólinn, hann er
auðvitað musteri iðnaðarmanna.
Og það er eiginlega í fáum
hlutum sem hefur orðið eins ör
tækniþróun og í bflaiðnaði. Nú
þegar um menntun er að ræða eru
það auðvitað peningar sem eru
snar þáttur í því að koma slíku í
kring. En ráðamenn í Iðnskólan-
um hafa verið mjög jákvæðir
hvað þetta varðar. Við það að
koma fram breytingum. Það er
nefnd starfandi sem sett var á
laggirnar af faggreinum, Bíl-
greinasantbandsins og skólanna.
Eitt dæmi er t.d. mjög sláandi.
Það er lögð mikil áhersla á það að
kenna Norðurlandamálin á með-
an allar fagbækur, allt það lesefni
sem mennirnir þurfa að nota er á
ensku. Þetta skýtur dálítið
skökku við. Þannig eru margir
hlutir sem verið er að reyna að
lagfæra. Svo er verið að reyna að
koma afgreiðslumönnum og
hjólbarðaviðgerðarmönnum á
koppinn lfka, þá með námskeiða-
haldi eða öðru slíku. Þeir hafa
ekki getað verið þess aðnjótandi
að komast í slíkt því þetta er allt
sérhæfð vinna. Hjól-
barðaviðgerðarmaðurinn sér um
einn aðal öryggisþáttinn í tengsl-
um við bílinn. Þessu öllu er verið
að reyna að koma saman í eina
heild“.
Skoðunar-
stöð
- Nú hafa komið upp hug-
myndir um skoðunarstöð hér í
Reykjavík, hvað sýnistþér um þá
hugmynd?
„Sú hugmynd hefur komið
frant og það var tekið húsnæði á
leigu en síðan þegar var farið að
athuga með hönnun á slíku hús-
næði kom í ljós að hönnunar-
kostnaður var fyrir stuttu síðan
kominn upp í einar 40 milljónir
króna. Það hefur því verið hætt
við þetta, að minnsta kosti í bili.
Menn á okkar vegum, Bifreiða-
eftirlitsins og FÍB hafa farið í
skoðunarferðir um nágranna-
löndin til að skoða þessa hluti en
niðurstaðan hefur orðið svona
stórt peningadæmi."
- Nú hafa komið upp hug-
myndir varðandi það að kóma
bifreiðaskoðun yfir á verkstœðin.
Hvað sýnist ykkur hjá Bílgreina-
sambandinu um það?
„J á, það er nú svo að þegar þarf
að breyta einni rásinni tekur það
nú dálítinn tíma. En það hefur nú
verið gerð tilraun í þessa átt, tvö
síðastliðin ár norður á Akureyri
og á Dalvík. Þar var gerð n.k.
eftirskoðun á bílum. Það eru þá
verkstæði sem eru til þess hæf til
til þess búin sem geta tekið bíl til
skoðunar sem er búinn að fá
grænan rniða. Þessi verkstæði sjái
þá um að lagfæra það sem bif-
reiðaeftirlitsmenn hafa fundið at-
hugavert við hann og setji síðan
hvítan miða í bílinn. Eins og ég
sagði áðan var byrjað með þetta á
Akureyri og Dalvík, síðan var
þetta fært út, til Ólafsfjarðar og
Siglufjarðar núna á þessu ári.
Þetta hefur gengið ljómandi vel
og við erum að vonast til þess að
þetta verði fært enn frekar út á
þessu ári og hinu næsta.
Það er nú þannig úti á landi að
það eru kannski einn eða tveir
bifreiðaeftirlitsmenn sem eru
með nokkuð stór svæði og þetta
sparar bæði þeim og bfleiganda
mikla fyrirhöfn. Þetta kerfi hefur
lukkast alveg ljómandi vel. Og
við vonumst til að geta útfært
þetta smátt og smátt.“
- Hvernig eru þessi verkstœði
valin?
„Bifreiðaeftirlitið hefur nú
hönd í bagga nteð það. En við í
Bílgreinasambandinu höfum
ákveðnar reglur sem við setjum
til þess að verkstæði geti t.d. orð-
ið aðilar að okkar sambandi. Og
ég held að flest allir aðilar sem
hafa þetta að aðalatvinnu geti séð
um þetta“.
Svört vinna
- Hvernig er með svarta at-
vinnustarfsemi í þessari grein?
„Já, hún finnst auðvitað í
mörgum iðngreinum en það er
óhætt að segja að hún er mikil í
þessari grein. Annars er ég nú á
því að þessi svarta atvinnustarf-
semi sé á undanhaldi. Það þarf
orðið svo mikla sérþekkingu og
sérbúnað til þessara viðgerða.
Við höfum verið að fá bfla sem
hafa verið í þessum skúravið-
gerðum þar sem ekki hefur verið
hægt að klára viðgerð".
- Og heldurðu að þetta sé að
minnka?
„Ja, maður veit það ekki. Oft
er það svo að það er verið að
banka upp á í þessurn skúrum á
kvöldin, starfssemin er stoppuð,
það er lokað í nokkrar vikur en
síðan er opnað aftur. Það er erfitt
að eiga við þetta.“
Fimmtudagur 31. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
-:saa:>:o . t!> yJjr.iv,.!V,KJ.v 1 - AStö L