Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.10.1985, Blaðsíða 24
Húseign Víðis Búfjársjúkdómar Kýlapest í lömbum Byggingar Láglaunalandið 30% kauplækkun á 7 ámm Kaupmáttur kauptaxta hefur lœkkað um 30% frá árinu 1978 meðan þjóðartekjur drógustsaman um aðeins2%. Eftekið er mið afárinu!977 er rýrnun kauptaxta24% meðan þjóðartekjur jukust um3% Kötturinn rifinn? Allt þykir nú benda til þess að Fjalakötturinn, hið umdeilda hús við Aðalstræti í Reykjavík, verði rifið í dag. í gær fengu starfs- menn borgarinnar fyrirskipun um að aftengja vatns- og raflagnir inn í húsið og jafnframt komst sá kvittur á kreik að niðurrifsmenn myndu hcfja störf síðar í dag. Miklar deilur stóðu sem kunn- ugt er um þetta hús og menn ekki á eitt sáttir hvort það fengi að standa. Þrátt fyrir óumdeilanlegt menningarlegt gildi þess urðu talsmenn niðurrifsaflanna ofan á. Nú er því allt sem bendir til að 9. lífi kattarins verði brátt lokið. Kaupmáttur kauptaxta hefur lækkað um nálega 30% frá árinu 1978 til ársins 1984 sam- kvæmt upplýsingum hjá Þjóð- hagsstofnun. Á sama tíma hafa þjóðartekjur aðeins dregist sam- an um 2% á mann. Á árinu 1978 var kaupmáttur kauptaxta 121 (miðað við 100 árið 1970), en hann var kominn niður í 85 árið 1984. Vergar þjóð- artaekjur voru 280,4 árið 1978 (vísitalan um þjóðartekjur er miðuð við 100 árið 1945) en var 275 árið 1984 eða sem savarar 2% samdráttur meðan kaupmáttur- inn hrapaði um nær 30%. Ef hliðstæður samanburður er gerður milli áranna 1977 og 1984 er svipað uppi á teningnum. Þá var kaupmátturinn 112, en kom- inn niður í 85 árið 1984 eða sem svafar24,2% lækkun kaupmáttar kauptaxta. Á því tímabili varð hins vegar aukning á þjóðartekj- um á mann um 3%, - þannig að allt er á sömu bók: Kaupmáttur- inn hrapar og hrapar, hvað sem líður þjóðartekjum. -óg Vilja 110 miljónir kr. Greiðslustöðvunframlengd tiljóla. Stendur ogfellur með sölu. Gunnar Helgi Hálfdánarson stj.form.: Verðum að trúa að takist að selja. Viðrœður viðAxel Eyjólfsson úrsögunni í bili Eigendur Trésmiðjunnar Víðis í Kópavogi, sem hafa fengið fram- lengda greiðslustöðvun á fyrir- tækið fram að jólum, vilja fá 110 mifjónir fyrir húsakynni tré- smiðjunnar við Smiðjuveg. Sala á húseign fyrirtækisins er forsenda þess að fyrirtækið komst út úr greiðsluerfíðieikum. „Okkur hafa borist þó nokkrar fyrirspurnir um húsnæðið og við verðum að trúa því að það takist að selja áður en fresturinn rennur út. Þrátt fyrir tregðu á fast- eignamarkaðinum þá get ég ekki sagt að það sé áhugaleysi um eignina en þetta er vissulega stór biti fyrir menn að kyngja og bar- áttan stendur um kjörin á þessum kaupum“, sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson stjórnarformaður Víðis í gær. Aðallega eru það iðnfyrirtæki sem hafa verið að velta vöngum yfir Víðishúsinu en það er um 7.500 ferm. að gólffleti þar af 600 ferm. iðnaðarhúsnæði. Gunnar sagði að viðræður við Axel Eyjólfsson um sameiningu fyrirtækjanna væru úr sögunni í bili en verið væri að ræða við aðra innlenda aðila um samvinnu í út- flutningsmálum. „Það er engin spurning að markaðurinn er fyrir hendi en okkur hefur verið bund- inn þröngur fjárhagslegur stakk- ur. Við höfum getað staðið við okkar samninga hingað til, en við verðum að komast út úr þessari úlfakreppu ef á að halda rekstrin- um áfram“, sagði Gunnar Helgi. ......................... Tilfinnanlegt tjón. Priðja hvert lamb íSuðursveitsýkt Hvimleiður og slæmur sjúk- dómur hefur herjað á lömb í Austur-Skaftafellssýslu í haust. Hefur hans einkum orðið vart í Suðursveit og valdið bændum þar tilfínnanlegu tjóni. Birnir Bjarnason, dýralæknir á Höfn, sagði blaðinu að sjúkdóm- ur þessi lýsti sér í því, að hrúður mynduðust í munnvikjum kind- arinnar og á milli klaufa, og kjötkirtlar bólgnuðu. Síðan vill gjarnan rifna ofan af hrúðrunum og græfi þá í þeim. Þessa verður einungis vart á dilkum en ekki fullorðnu fé. Sjúkdóms þessa hefur gætt í dilkum Austur-Skaftfellinga sl. 6-8 ár, og raunar vottað fyrir hon- um víðar, en aldrei í slíkum mæli sem nú. Langsamlega mest kveð- ur að honum í Suðursveit en þar má kalla að þriðja hvert lamb hafi sýkst. Kirtlarnir eru skornir burt úr skrokkunum, sem eru eftir sem áður hæfir til neyslu en verða auðvitað ekki fyrsta flokks vara og lækka veruleg í verði. Þeir bændur, sem eiga sýkta dilka svo einhverju nemur, verða því fyrir tilfinnanlegu fjárhagstjóni. - mhg Hluti Hrauneyjarhöggmyndarinnar á leið úr einu húsi Stálsmiðjunnar í annað, höfundur stendur hjá. Á myndinni til hliðar er líkan af verkinu á stöðvarhúsvegg. S Mynd Sig. A máti straumnum IStálsmiðjunni í Reykjavík liggur nú fyrir fullbúið högg- verk Hafsteins Austmanns, Á móti straumnum, og ekki annað eftir en að flytja það á áfanga- stað, sem er stöðvarhús Hraun- eyjarfossvirkjunar. Þegar Þjóðviljann bar að var verið að flytja þriðjung verksins úr sandblæstri að viðstöddum höfundi og smiðum kampaká- tum. Verkið er úr cor-ten stáli sem er þeirrar náttúru að ryðga aðeins að ákveðnu marki, þannig að ryðið sér um litinn, og þarf ekkert viðhald. Hafsteinn var beðinn að sjá um þessa listskreytingu stöðvarhúss- ins fyrir um ári, - hafði áður feng- ið önnur verðlaun í samkeppni um listaverk fyrir Sigölduvirkj- un. Hafsteinn benti Þjóðviljanum á virkjunarmenn þegar spurt var um kostnað, en sagði að þetta væri örugglega ein besta fjárfest- ing sem Landsvirkjun gæti lagt í, - og kostaði örugglega ekki meira en sosum hálfur laxveiðibíll. „Á móti straumnum“ verður flutt austur um eða eftir helgi. Það hefur verið um tvo mánuði að skapast í höndum Sigurðar Guðjónssonar í Stálsmiðjunni. - m Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348.,Helgarsími: 81663. UOÐVIUINN Fimmtudagur 31. október 1985 251. tölublað 50. árgangur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.