Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 1
Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, fyrrverandi stjórnarformaður Hafskips, Útvegsbankans og fjármálaráðherra (standandi). Matthías Á Mathiesen fyrrverandi bankamálaráðherra (sitjandi). á ögurstundu í gær. Mynd. - E.Olason. / » Utvegsbanka/Hafskipsmálið Matador forstjóra Ólafur Ragnar í utandagskrárumrœðunni: Margt bendir til þess að lánsfénu úr Útvegsbankanum til Hafskips hafi verið komið undan til annarra fyrirtœkja. Fáheyrður lúxus áforstjórunum. Staða Útvegsbankans verri en haldið var. Eimskip borgar vaxtalaust um aldamótin. Hafskipsskattur nœr20þúsundum á hverjafjölskyldu ílandinu. Jólaglaðningur fyrir forstjórana í desember árlega 6 Hafskip skuldi 1300 miljónir, þá skuldar Hafskip Reykvískri endur- tryggingu ekki neitt, enda eru fram- kvæmdastjóri og stjórnarformaður Haf- skips eigendur að stórum hluta síðarnefnda fyrirtækisins, sagði Ólafur Ragnar Gríms- son sem hóf umræðu utan dagskrár á al- þingi í gær um Utvegsbanka/Hafskipsmál- ið. Hann kvað forystumenn í Sjálfstæðis- flokknum og forstjóraveldið í Hafskip hafa komið upp „Matador“ fyrirtækja, þannig að svo liti út sem að lánsfé frá Útvegsbank- anum hafi verið notað til að fjármagna önnur fyrirtæki - og fáheyrðan lúxus á for- stjórunum. Ólafur kvað ekki nóg með að Reykvísk endurtrygging væri í eigu þeirra forstjór- anna hjá Hafskip, heldur væri fyrirtækið til húsa í einu glæsilegasta húsnæði miðborg- arinnar, í eigu enn annars fyrirtækis, Stað- arstaðar hf, sem að sjálfsögðu væri einnig að hluta í eigu Ragnars Kjartanssonar og Björgúlfs Guðmundssonar. „Þetta hús er táknrænt - og á björtum síðkvöldum má sjá hversu glæsilegt það er, - það er nefnilega flóðlýst, svo kjósendur Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins geti séð hvert fiármagnið úr Útvegsbankanum fór,“ sagði Ólafur Ragnar. „Þetta er Hafskipsskattur- inn“. Hann nefndi skúffut'yrirtæki og platfyrir- tæki einsog Georgia Export Import og spurði hvort menn héldu að „rannsókn" Þórðar frænda og ríkisstjórnarinnar myndi ná til slíkra fyrirtækja. Hann kvað Matador forstjóraveldisins og Sjálfstæðisflokksins hafa m.a. gengið út á það í Hafskip, að fyrirtækin hefðu fengið afslátt, desember- afslátt, jólaglaðning svo þeir færu ekki í jólaköttinn, - og að fyrirtækin hefðu þannig grætt á Hafskip, - með lánsfé frá Útvegs- bankanum. Ólafur Ragnar kvað margt benda til þess að tap Útvegsbankans á þessu Hafskips- máli yrði miklu meira en hingað til hefði komið fram. Þannig væri t.d. kveðið á um í samnings- drögum að þann hluta eignanna sem greiddur yrði í íslenskum krónurn, myndi Eimskip greiða vaxtaiaust fram til alda- móta. I drögunum væri skilyrði um ástand eignanna, Útvegsbankinn hefði einnig ábyrgt lán til „íslenska skipafélagsins" og fleira, þannig að tapið yrði máske í reynd allt að 1000 miljónir. Hafskipsskatturinn yrði því ekki 10 þúsund krónur á hverja fjölskyldu, - heldur nær 20 þúsundum. -óg Sjá bls. 2 Bóksala Þórarínn og Eðvarð Smásagnasafn Þórarins Eld- járns, Margsaga, er sú útkominna bóka sem best hefur selst ennþá á þessu hausti samkvæmt lista sem Þjóðviljinn hefur tekið saman eftir upplýsingum bókaverslana. Þórarni fylgja fast á eftir bók Jóns Orms Halldórssonar um Vilmund Gylfason, Löglegt en siðlaust, og seinna bindið um Guðmund skipherra Kjœrnested. Af barna- og unglingabókum eru öflugastar 16 ára í sambúð eftir Eðvarð Ingólfsson og Bara stœlar Andrésar Indriðasonar. Rekstur Opinber umræða er oft til hins verra, sagði Matthías Bjarna- son samgönguráðherra m.a. í ut- andagskrárumræðu á alþingi í gær og gat í því sambandi frétta um slæma stöðu Arnarflugs og Luxemburgarflugvöllur Lá við stórstysi Þegar Flugleiðaþotanfór út afflugbrautinni í Luxemburg23. nóvember sl. munaði aðeins 100 m að sovéskfarþegaþota keyrði á hana. Pétur Einarsson flugmálastjóri: Rannsókn málsins er ígangi egar það óhapp varð 23. nóv- ember sl. að þota frá Flug- leiðum lenti útaf flugbrautinni við lendingu, gerðist sá furðulegi atburður að þotu frá sovéska flugfélaginu Aeroflot var leyft að lenda strax á eftir Flugleiðaþot- unni þrátt fyrir óhappið og náði sovéska þotan ekki að stöðva fyrr en um 100 m frá íslensku þotunni. Þoka og slæmt skyggni var þegar þetta gerðist. Ljóst er að þarna hefur litlu munað að stórslys' yrði. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að Flugleiðamenn sem komnir voru útá brautina hefðu skýrt sér frá þessu og væri rann- sókn málsins í gangi í Luxem- burg. Rannsókn á orsökum þess að Flugleiðaþotan fór út af brautinni er ekki lokið en í byrjun var því ýmist haldið fram að bremsuskil- yrði hefðu verið slæm eða að þot- an hefði komið of seint niður. Amarflugs gæti stöðvast einnig í sambandi við Utvegs- lagsins stöðvaðist næstu daga bankanum hefðu dregist saman bankann. Upplýsti ráðherrann vegna erfiðleika þeirra sem Þjóð- um 200 miljónir króna í nóvem- að samkvæmt bréfi frá fram- viljinn greindi frá í gær. ber „í kjölfar opinberrar um- kvæmdastjóra Arnarflugs sem ræðu“ um vandamál bankans og hann hefði fengið í fyrrakvöld, Matthías hafði einnig orð á því yfirvofandi gjaldþrot Hafskips. gæti svo farið að rekstur flugfé- í umræðunni að innlán í Útvegs- - óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.