Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Er Þorsteinn týndur? Fjármátakerfi landsins riöar til falls. Ríkis- stjórnin sem byrjaði á því aö skera niður launin og færa til fjármagnsaflanna stærri hlut af aröi vinnunnar, sleppti síöan frumskógarlögmálinu á fjármagnið. Afleiöingarnar blasa viö; sökkvandi fyrirtæki, fallandi gengi og sviðin jörö. Fasteignirnar hrapa í veröi afþví þær mega sín einskis í sam- keppninni viö fjármagnið. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjunum, en ein réttlætingin fyrir núverandi peningastefnu var sú, aö þaö ætti aö veita fjármagni til fyrirtækjanna. Nú eru fyrirtækin á hausnum. Á hverjum degi berast fregnir af skelfilegri stööu þeirra, Haf- skip, Sjöstjarnan, Arnarflug, Byggung, Olís, Víöir og fleiri og fleiri. Síðustu daga hefurflokkurforstjóranna boöiö alþjóð uppá sýnikennslu í því hvernig ekki á aö reka fyrirtæki, hvernig fyrirtæki eru rekin undir formerkjum einstaklingsframtaksins og hvernig frjálshyggjan verkar í raun á efnahagskerfi á borð viö okkar. Það er vert aö minna á aö þegar efnahagur einstakra fjölskyldna í landinu kollsteypist, þá er ekki frétt um þaö á forsíðu dagblaða. Efnahagur heimilanna, ástandiö hjá fjölskyldunum er hin hliöin á fjármáiahneykslinu sem ríkisstjórn ríka fólksins hefur efnt til meö svo skelfilegum afleiö- ingum síöustu tvö árin. Útvegsbankahneykslið/Hafskipshneykslið hefur sýnt þjóöinni aö þaö hafa verið til pening- ar. Þeir fóru í lúxusinn, þeir fóru sem lánsfé til manna sem sváfu værum blundi fyrir þúsund dollara á hótelherbergi útí Nýjujórvík, meöan höfuðstóllinn brann. Meöan eignarfjárstaöan rýrnaöi, þá létu þeir einkabílstjórann með kask- eitið aka sér útá golfvöll, þarsem þeir gátu kýlt sérhannaöa golfkúlu merkta Hafskip. Og skúffan heima hjá forstjóranum, sem tók viö skattinum í fyrra, Georgia Export Import var einsog fjársjóöur fyrir lúxusliöiö sem fengiö hef- ur að leika sér meö lánsfjármagnið frá íslensku launafólki - í skjóli og undir náöarvæng stjórnmálamanna á íslandi. Þeir vita þaö kjós- endur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins hvert lánsfjármagnið hefur farið. En hvar eru þeir sem ákvöröuöu þessa efna- hagsstefnu? Af hverju ganga þeir ekki fram fyrir alþjóö og lýsa ábyrgö á hendur sér? Hvar er sá Sjálfstæðisflokkur sem sagði fyrir tveimur árum og reyndar einnig fyrir einu ári, aö nú væri verið aö bjarga íslensku atvinnulífi meö peninga- stefnunni? Hvar er sá Sjálfstæðisflokkur sem sagöi að frelsi fjármagnsins ætti eftir að bæta upp kaupskeröinguna frá 1983? Og hvar er fjármálaráðherrann nýi? Er hann ekki lengur fjármálaráðherra? Hvaö telur hann nú vera til ráöa? Eöa er Þorsteinn týndur? Og hvar er sá Framsóknarflokkur sem látið hefur allt þetta eftir Sjálfstæöisflokknum? Hvar er sá Framsóknarflokkur sem eitt sinn sagöi aö allt væri betra en íhaldið? Ætlar allt þetta liö aö mæta í næstu lúxus- veislu hjá forstjórunum í Hafskip? Á aö slá í fleiri sérhannaöar golfkúlur? Eöa á þessi ríkisstjórn ekki aö sjá sóma sinn í því aö fara burt, - meö þeirri ævarandi skömm sem hún hefur unnið sér til? „Sök“ fjölmiöla Hvaö eftir annaö hafa ráöamenn þjóöarinnar látið í þaö skína, aö opinber umfjöllun og fréttir fjölmiöla af spillingu fyrirtækjanna, fáránlegum rekstri þeirra, eftirlitsskorti bankastjóra, banka- ráöa, alþingis og ríkisstjórna, sé til þess eins að koma fyrirtækjunum á hausinn. íslenskir ráöamenn veröa aö átta sig á því hvað er orsök og hvaö afleiðing. Þaö eru ekki fréttirnar af spillingunni, eftirlitsskortinum og lé- legri fjárhagsstööu, sem koma fyrirtækjunum á kné, - heldur hitt aö t.d. lélegur rekstur, afleit efnahagsstefna, viöurstyggileg spilling sem leiöir til þess aö fyrirtækin standa illa. Og gott ef ekki sinnuleysi ríkisstjórna eigi ríkan þátt í á- standinu. Fjölmiölum ber hins vegar félagsleg, siöferöisleg og pólitísk skylda til aö greina sem gerst frá þessum málum. Má færa gild rök að því, aö þjóðarbúinu heföi veriö sparaö verulegt fjármagn ef fjölmiðlar hefðu fleiri kippt fyrr viö sér í þeim óskapamálum sem nú hafa komið uppá. -óg KLIPPT OG SKORIÐ ”"rríziTÁfprði friáíshyg9Íunnar„, 3rSSSSjsft»tíasa ■* LEHDARI Hafskipshnevkslift Gagnleg rannsókn Leiðarar allra dagblaðanna í gær fjölluðu um Hafskipshneykslið - meira að segja leiðari DV. Hafskip og íhald Gífurlegur titringur er innan Sjálfstæðisflokksins útaf Hag- skipshneykslinu. Forystumenn flokksins keppast við hver um annan þveran að neita hlutdeild að kreppu fyrirtækisins og þar - með flokksins.Hins vegar er eng- um blöðum um það að fletta, að glópska og mistök einstakra ráð- herra Sjálfstæðisflokksins hafa orðið okkur, sem með sköttum okkar ábyrgjumst Útvegsbank- ann, giska dýrkeypt. Þessvegna munu þau líka reynast Sjálfstæð- isflokknum dýrkeypt, því auðvit- að setur fólk jafnaðarmerki á milli flokks og fyrirtækis. Það er öllum ljóst, að forráða- menn Hafskips hafa verið að- sópsmiklir innan Sjálfstæðis- flokksins, og raunar var sumum þeirra til skamms tíma hampað sem sérstökum töframönnum í fjármálaheiminum. Nú er hins vegar orðið ljóst, að dúfurnar sem töframennirnir í Hafskip lokkuðu upp úr höttum sínum voru aldrei til. Töfrabrögðin voru ekkert annað en óhófleg spilling og óstjórn. Vegna tengsla Hafskips og Sjálfstæðisflokksins þreifst ó- stjórnin og spillingin jafn lengi og raun bar vitni. Það þarf engum að koma á óvart, vegna þess að spilltar smáfjólur vaxa svo víða í skjóli flokksins. Vegna tengsla sinna við Hafskip, þá einfaldlega kemst Sjálfstæðisflokkurinn ekki undan ábyrgð í málinu. Þetta er meira að segja Morgunblaðinu ljóst. í leiðara þess í gær segir þannig: „Hafskipsmálið teygir anga sína inn í stjórnmálabaráttuna í landinu. Ástœðan er sú, að marg- ir afforystumönnum félagsins hin síðari ár hafa gegnt ábyrgðar- miklum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstœðisflokkinn". Pílatusar- þvottur Morgunblaðið notar svo tæki- færið - og ekki í fyrsta sinn síðan málið kom upp - til að vekja sér- staka eftirtekt á þætti Alberts Guðmundssonar í málinu: „Sér- staka athygli hefur vakið sú stað- reynd, að Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, var stjórriarfor- maður Hafskips hf. og formaður bankaráðs Utvegsbankans á sama tíma. “ Að þessum ummælum loknum fer hins vegar Morgunblaðinu einsog mörgum gæðing göldum, það hleypur upp á skeiðinu. Það freistar þess á engan hátt að verja Albert, heldur fer að dæmi Pílat- usar, þvær hendur sínar af þess- um mistæka forystumanni Sjálf- stæðisflokksins og reynir að kenna Alþýðubandalaginu og Framsókn um formennsku hans í bankaráði Útvegsbankans! Þarf frekari vitna við um þá tauga- veiklun sem ríkir hjá ritstjórum Mogga og forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins? Albert hefur reyndar mátt sæta heldur ómannúðlegri meðferð af hálfu Morgunblaðsins, og kann- ski ekki að furða. Blaðið hefur hins vegar ekki kjark til að segja hug sinn allan, en lætur sér nægja að gagna hæla hins illa stadda for- ystumanns Sjálfstæðisflokksins. Þannig er að finna mjög ísmeygi- lega árás á Albert í blaðinu í gær. ísmeygi- leg árás Á síðu tvö er Steingrímur Her- mannsson(!) leiddur fram til vitn- is um að eftirlitsskylda bankans með fjárreiðum Hafskips hafi gersamlega farið úrskeiðis í tíð Alberts sem bankaráðsfor- manns. Þar upplýsir forsætisráð- herra nefnilega að þrír fyrrver- andi bankastjórar hafi sagt sér, að „þeir minntust þess ekki að viðskiptamál við Hafskip hefði sérstaklega borið á góma á bank- aráðsfundum þann tíma sem Al- bert var formaður stjórnar Haf- skips og bankaráðs Útvegsbank- ans.“ Með þessum hætti er Morgun- blaðið að segja lesendum sínum, að í tíð Alberts hafi bankinn ekki haft neitt eftirlit með stærsta við- skiptavini bankans, mál hans hafi ekki einu sinni verið rædd! Þó er það á allra vitorði að Hafskip var á hausnum á þessum tíma. í leiðara er hnykkt á þessu á klók- indalegan hátt. Þar er sagt, auðvitað án þess að nefna nokk- urn á nafn, „...ótal spurningar hljóta að vakna um eftirlit og að- hald bankans með viðskiptavin- um sínum.“ Staðreynd málsins er nefnilega sú, að Sjálfstæðisforystan íhugar nú sterklega að losna undan ábyrgð í Hafskipshneykslinu með því að fórna Álbert. Hún sér í hendi sér, að líklegt er að Haf- skipshneykslið verði í sviðsljós- inu fram eftir vetri, og erfitt muni reynast að ganga til borgar- eða sveitarstjórnarkosninga með þann bagga á herðum. Þess vegna eru nú brugguð ráð til bjargar. Þau felast í því að skella skuld á Albert, og koma honum svo fyrir pólitískan ætternisstapa. Þannig á að þvo smánarblettinn af Sjálf- stæðisflokknum. En menn skulu bara ekki gleyma því að Albert er ekki eini tengill Sjálfstæðisflokksins við Hafskipshneykslið. Heil runa af framámönnum flokksins hefur starfað hjá fyrirtækinu. Þó Sjálf- stæðisflokkurinn vilji gjarnan koma sér úr skugga Hafskips- hneykslisins með því að fórna Ál- bert, þá er það einfaldlega ekki hægt. Til þess eru þræðirnir milli flokks og fyrirtækis of margir. -ÖS DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar i Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Ámi Bergman, Ossur Skarphóöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf HúnQörö. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglyslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgroiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lauaasölu: 35 kr. Sunnudagsblaö: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.