Þjóðviljinn - 11.12.1985, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 11.12.1985, Qupperneq 19
England Spurs og Everton úr leik Portsmouth, efsta lið 2.deildar, sló Tottenham útúr deildabikarn- um í knattspyrnu í gærkvöldi með 1-0 sigri á heimavelli sínum, Fra- tton Park. Noel Blake skoraði sigurmarkið á 45.mín. Chelsea er einnig komið í 8- liða úrslit eftir góðan 2-1 útisigur gegn Everton. Kerry Dixon og Joe McLaughlin skoruðu fyrir Chelsea en Gary Lineker gerði mark Everton. Darren Wood hjá Chelsea var rekinn af leikvelli í stöðunni 1-1. Rochdale vann Scunthorpe 2-1 í 2.umferð FA-bikarsins og heimsækir Manchester United í 3.umferð. Bury, Orient, New- port, Walsall, Wigan og Notts County tryggðu sér einnig sæti í 3.umferð. -VS/Reuter V. Þýskaland Stórsigur Schalke vann stórsigur, 6-1, á Bor- ussia Dortmund í Bundesligunni í knattspyrnu í gærkvöldi. Schalke kom sér af mesta hættusvæðinu og uppí miðja deild með sigrinum. -VS/Reuter 3.deild ÍBKá toppinn Keflvíkingar tóku forystuna í 3.deildinni í handknattleik í gær- kvöldi þegar þeir sigruðu Skallagrím 31-22 í Borgarnesi. Leikurinn var jafn framanaf en ÍBK náði forystu fyrir hlé, 12-11, og tryggði sér síðan örugg- an sigur. Þetta var áttundi sigur Keflvíkinga í röð, þeir hafa nú 20 stig á toppnum en Týr og Reynir Sand- gerði 18 stig og ÍA 15 og leiki til góða. -VS Körfubolti UÍA f ékk fjögur stig UÍA, lið Austfirðinga, fékk 4 stig í Reykjavík í 2.deild karla um helgina. Austfirðingar unnu Esju 52-45 og Árvakur 82-69 og eru jafnir Snæfelli á toppi B-riðils. Staðan þar er þessi: Snæfell..............5 4 1 344-277 8 UÍA..................5 4 1 339-312 8 HSK..................3 2 1 184-169 4 Léttir...............4 2 2 233-250 4 Esja.................4 1 3 201-245 2 Árvakur..............5 0 5 296-344 0 í A-riðlinum vann Skallagrím- ur sigur á ÍA á Akranesi, 73-62. Staðan þar er þessi: Tindastóll...........3 3 0 242-213 6 Skallagrímur.........4 3 1 295-269 6 KFl..................2 1 1 128-127 2 lA...................5 1 4 366-402 2 USAH.................2 0 2 145-165 0 Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara í úrslitakeppni þar sem leikið verður um eitt sæti í 1. deild. Kvennakarfa UMFN vann UMFN sigraði ÍR 31-30 í kvennadeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn en leikurinn fór fram í Seljaskóla. UMFN hefur þá hlotið 8 stig úr 8 leikjum en ÍR er með 6 stig eftir 5 leiki. —VS ÍÞRÓTTIR Einar Ólafsson er smár en knár bakvörður sem er óhræddur við að skjóta þó stærri bógar standi fyrir. Hér skorar hann 2 af 23 stigum sínum fyrir Val gegn KR I gærkvöldi þrátt fyrir varnartilburði tveggja Vesturbæinga. Mynd: E.ÓI. Knattspyrna Danir settir í lakasta flokk Dregið í riðla á sunnudaginn Þrátt fyrir mikinn frama á knattspyrnusviðinu síðustu 2-3 árin verða Danir að sætta sig við að vera settir í veikasta styrk- leikaflokk lokakeppni HM í Mexíkó. í veikasta flokknum eru Alsír, Marokkó, Suður-Kórea, írak, Kanada — og Danmörk. Danir þurfa því örugglega að leika gegn þremur sterkum þjóðum í forriðli keppninnar en þeir lenda í þessum flokki vegna þess að þeir hafa aldrei áður komist í úrslitakeppni EIM. í fyrsta styrkleikaflokki eru gestgjafarnir, Mexíkó, heimsmeistararnir, Ítalía, Brasilía, Frakkland, Pólland og Vestur-Þýskaland. í öðrum flokki eru Paraguay, Argentína, Uruguay, England, Sovétríkin og Spánn. í þriðja flokknum eru svo Portúgal, Búlgaría, Belgía, Ungverjaland, Norður-írland og Skotland. Þegar dregið verður í riðlanna á sunnudaginn kemur verður dregið eitt lið úr hverjum flokki í hvern riðil þannig að þau sem eru saman í flokki geta ekki dregist saman. Keppnin verður með nýju sniði. Tvö efstu lið í riðlunum sex komast áfram ásamt þeim fjórum öðrum sem besta útkomu hafa. Sextán lið leika því í 2.umferð og upp frá því til úrslita- leiksins verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi. —VS/Reuter Úrvalsdeildin Valur varni í framlengingu Fjögur KR-stig síðustu 13 sek. jöfnuðu leikinn KR-ingar knúðu fram framleng- ingu með 4 stigum á síðustu 13 sek- úndunum gegn Val í gærkvöldi. Stað- an var 67-63 er Guðmundur Björns- son skoraði fyrir KR þegar 13 sek. voru eftir. Valsmenn hófu sókn en Páll Kolbeinsson komst inní sendingu, brotið var á honum og hann skoraði úr tveimur vítaskotum, 67-67. En Vaiur gerði útum leikinn í framleng- ingu, skoraði 7 stig í röð og tvær körf- ur KR á síðustu hálfu mínútunni breyttu engu. Valur vann 74-71 — dýrmætur sigur í baráttunni um sæti í 4-liða úrslitunum en KR stendur orð- ið mjög höllum fæti í þeim slag. Framanaf stefndi allt í léttan Vals- sigur en undir lok fyrri hálfleiks tók KR geysilegan kipp með Ástþór sem mestu driffjöður og breytti stöðunni í 41-37 sér í hag. Valur náði fljótlega forystu á ný og hélt henni framá síð- ustu sekúndu einsog áður er lýst. Einar Ólafsson átti mjög góðan leik með Val og Torfi hélt vörninni saman. Hún stendur og fellur með honum. Leifur og Jón léku einnig ágætlega. KR-inga vantaði kraft í fráköstin og einbeitingu á þýðingarmiklum augnablikum. Birgir og Páll áttu góð- an leik, Garðar var ágætur og Ástþór kraftmikill seinni hluta fyrri hálfleiks en lenti í villuvandræðum og lék lítið eftir það. -Logi/VS Seljaskóli 10.des. Valur-KR 74-71 (67-67) (37- 41) 8-2, 18-6, 30-21, 35-27, 37- 41 - 50-49, 58-57, 67-63,67- 67 - 74-67, 74-71. Stig Vals: Einar Ólafsson 23, Torfi Magnússon 13, Leifur Gústafsson 11, Sturla Örlygsson 9, Jón Steingríms- son 6, Björn Zoega 6, Tómas Holton 3, Jóhannes Magnússon 3. Stig KR: Birgir Mikaelsson 20, Páll Kolbeinsson 14, Þorsteinn Gunnars- son 11, Garðar Jóhannsson 8, Matthí- as Einarsson 6, Áslþór Ingason 5, Guömundur Björnsson 4, Guðmundur Jóhannsson 3. Dómarar: Jóhann Dagur og Kristb- jörn Albertsson - slakir. Maöur leiksins: Einar Ólafsson Val. Úrvalsdeildin Klúður hjá ÍR Tapaði fyrir ÍBK í framlengingu ÍR-inear geta nagað sig í hand- ómetanlegur undir lokin og í arbökin fyrir að tapa tveimur framlengmgunm. dýrmætum stigum gegn ÍBK í gærkvöldi. Þeir höfðu niikla yfir- burði framanaf leik en þegar ÍBK gerði 12 stig í röð snemma í seinni hálfleik fór allt úr sambandi hjá ÍR, og liðið var síðan heppið að ná t framlengingu — Jóhannes Sveinsson jafnaði 69-69 þegar 2 sek. voru eftir. ÍBK, mcð Þor- stein Bjarnason fremstan í flokki, stakk síðan af í framiengingunni og vann 81-75. ÍR-liöiö lék frábærlega í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörninni. Síðan fór allt úr skorðum. Ragn- ar var bestur, Hjörtur og Jón Orn léku ágætlega og Björn var sterk- ur í vörninni. Guöjón, Jón Kr., Sigurður og Hreinn voru burðar- ásar Keflvíkinga og Þorsteinn var Seljaskóli 10.des. ÍR-ÍBK 75-81 (69-69) (37- 26) 6-10, 19-15, 33-19, 37-26 - 53-34, 53-46, 63-62, 66-69, 69-69 - 69-77, 73-77, 75-81. Stig ÍR: Ragnar Torfason 21, Karl Guðlaugsson 14, Hjörtur Oddsson 12, Jón Örn Guðmundsson 7, Vignir Hilm- arsson 7, Jóhannes Sveinsson 6, Benedlkt Ingþórsson 4, Björn Stef- fensen 4. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 21, Sig- urður Ingimundarson 18, Jón Kr.Gísla- son 12, Hreinn Þorkelsson 11, Þor- steinn Bjarnason 9, Magnús Guð- finnsson 4, Hrannar Hólm 3, Ólafur Gottskálksson 2, Ingólfur Haraldsson 1. Dómarar: Ómar Scheving og Berg- ur Steingrímsson - sæmilegir. Maður leiksins: Guðjón Skúlason, IBK HM U21 Yfir í hálfleik en sex marka tap Austur-Þjóðverjar sigruðu ís- lendinga 25-19 í milliriðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hjá liðum undir 21-árs sem nú stendur yfir á ítal- íu. ísland hafði undirtökin í fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forystu í hléi, 12-9. f seinni hálf- leik voru austur-þýsku piltarnir hinsvegar mun sterkari og tryggðu sér öruggan sigur. Island hefur 2 stig eftir 3 leiki í milliriðli og leikur við Svía í kvöld en Sviss á föstudag. Jakob Jóns- son var markahæstur íslensku leikmannanna í gærkvöldi, skoraði 4 mörk. -VS B-keppnin Tap með 23 möikum Kvennalandsliðið í handknatt- leik fékk skell gegn Ungverjum, 38-15, í fyrsta leik B-keppninnar sem hófst í Vestur-Þýskalandi í gærkvöldi. Hið geysisterka ungverska lið leiddi 18-5 í hléi og hafði mikla yfirburði einsog tölurnar bera með sér. Margrét Theodórsdóttir var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu, skoraði 10 af 15 mörkum þess, þar af 7 úr vítaköstum. ís- lenska liðið leikur gegn Austur- ríki í dag. -VS Miðvikudagur 11. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.