Þjóðviljinn - 11.12.1985, Qupperneq 20
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
MðÐWUINM
Fasteignir
Miðvikudagur 11. nóvember 1985 286. tölublað 50. árgangur
Allsherjarþing
Verðfall á fasteignum
Hjásetan
staðreynd
Á einu ári hefur fasteignaverð lœkkað um 18%. Verð í
krónum talið hefur hœkkað um 13%-15% en
lánskjaravísitala um nœrri 40%
Aeinu ári hefur fasteignaverð
hér á landi lækkað um 18%,
samkvæmt upplýsingum frá Fast-
eignamati ríkisins. Hér er því um
hreint verðfall að ræða og virðist
ástandið svipað um allt land.
Eiturlyf
„200
Lækkunin er meiri á stærri fast-
eignum en minni að því er Hall-
dór Páll hjá Kaupþingi h.f. tjáði
Þjóðviljanum í gær.
Samkvæmt heimildum frá
Fasteignamati ríkisins hefur verð
á fasteignum hækkað á bilinu
13% til 15% frá haustdögum
1984 til jafnlengdar í ár, á sama
tíma og lánskjaravísitala hefur
hækkað um nærri 40%.
Halldór Páll sagði að ástæður
fyrir þessari verðlækkun væru
fleiri en ein, aðal ástæðuna sagði
hann vera meira framboð en
eftirspurn sem helgaðist af minni
kaupgetu almennings, lánakjör-
um og vaxtapólitík. Halldór sagði
það reynslu þeirra sem við fast-
eignaviðskipti fást að fasteigna-
sala tæki kipp ef fólk hefði vænt -
ingar um betri ti'ð og blóm í haga.
Þannig hefði fólk verið mjög
bjartsýnt seinnipart árs 1983 og
hefði fasteignasala þá aukist og
verð farið uppávið. Fljótlega dró
þó úr og eftir það og þó alveg
sérstaklega á síðustu 12-13 mán-
uðum hefur orðið mikil verð-
lækkun á fasteignum.
Um áratuga skeið hefur fjár-
festing í húsnæði þótt einhver
besta peningaávöxtun sem um
getur hér á landi. Ljóst er að svo
er ekki lengur og ef borið er sam-
an hvað fólk sem á íbúð að verð-
mæti 2,5 miljónir króna getur
fengið í ávöxtun hjá verðbréfa-
mörkuðunum og hvaða ávöxtun
fasteign gefur í dag er um hreint
verðhrun á fasteignum að ræða.
-S.dór.
Nú er útséð um að Alþingi af-
greiði þær þrjár tillögur sem fyrir
liggja um afstöðu íslands til fryst-
ingar kjarnorkuvopna áður en
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna greiðir atkvæði á morgun,
Hmmtudag, um tillögu Svíþjóðar
og Mexíkó.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son svaraði fyrirspurn Hjörleifs
Guttormssonar um það neitandi í
upphafi þingfundar í gær og bar
við tímaskorti vegna Hafskips-
umræðunnar og því að næsti
fundur sameinaðs Alþingis yrði
ekki fyrr en á fimmtudag. ísland
mun því eitt Norðurlandanna
sitja hjá við afgreiðslu SÞ á morg-
un.
-ÁI
reglulegir
neyt-
endur“
ítarleg könnun á neyslu
fíkniefna gerð opinber.
(Jm 20 þúsund
landsmenn á aldrinum
16-36 ára hafa prófað
kannabisefni. Þaraferu
200 sem neyta
eiturefnanna reglulega
Tæplega fjórðungur þeirra sem
eru á aldrinuin 16-36 ára hef-
ur einhvern tímann neytt kanna-
bisefna. Þetta jafngildir því að
um 20 þúsund Islendingar á þess-
um aldri hafa neytt þessa efnis.
Þessar upplýsingar koma fram á
nýútkomnu riti um ólögleg ávana-
og fíkniefni á Islandi, eftir Ómar
H. Kristinsson sem dóms- og
kirkjumálaráðuneytið gefur út.
Meginuppistaða í þessu riti er
niðurstöður könnunar sem gerð
var sl. haust á útbreiðslu og notk-
un fíkniefna hérlendis. Norræna
samfræðiráðið og dómsmála-
ráðuneytið veittu þeim Ómari,
Steingerði Sigurbjörnsdóttur
stud. med. og dr. Élíasi Héð-
inssyni styrk til að kanna þessi
mál. 600 manna úrtak lands-
manna á aldrinum 16-36 ára var
valið og haft samband við við-
komandi í síma. Aðeins 2% að-
spurðra neituðu að svara spurn-
ingum.
Niðurstöður könnunarinnar
sýna að af þeim sem hafa neytt
kannabisefna eru tæplega 60%
karlar og um 40% konur. Helm-
ingur neytenda býr í Reykjavík
um 20% í nágrenni borgarinnar
en aðeins 17% úti á landi.
Um 35 af hundraði hafa ekki
neytt kannabis í 5 ár eða lengur,
37% höfðu neytt efnisins síðustu
12 mánuði fyrir könnunina og 4%
sögðust neyta efnisins einu sinni í
viku. Það gerir miðað við mann-
fjölda í þessum aldurshópi um
200 manns sem flokkaðir eru sem
reglulegir neytendur.
Ýmsar aðrar fróðlegar upplýs-
ingar er að finna í ritinu um
neyslu fíkniefna og um eiturlyfj-
amarkaðinn auk þess sem gerð er
grein fyrir fyrri rannsóknum og
könnunum á neyslu þessara efna
hérlendis. _i„
Hingaft kemur mikiö af fólki og mér finnst bersýnilegt að þeir sem eru að gera jólainnkaupin kunna vel við sig á nýja Laugaveginum, sagði Helga Mattína
eigandi Tínu Mínu við Laugaveg. Hún kvað greinilegt að tólk velti verði hlut anna meira fyrir sér en áður. Ljósm: Sig.
Laugavegurinn
Undirbúningur alltof lítill
Enginn umferðarsérfrœðingur hafður með íráðum við hönnun.
Ingi V. Magnússon gatnamálastjóri: Hefðiþurft betri undirbúning. Óskar Ólafsson
yfirlögregluþjónn: Gengur ekki endalaustað halda uppisvo mikillilöggæslu
að hefur komið í Ijós að bíla-
stæðin á neðri hluta Lauga-
vegar eru vitlaust hönnuð og þess
vegna gengur umferð þarna um
ekki eins greiðlega og æskilegt
væri. Það er Ijóst að það var
pressað of mikið á framkvæmd-
irnar og tíminn til undirbúnings
var of skammur. Það hefði þurft
mun meiri undirbúning við þess-
ar framkvæmdir en raun varð á,
sagði Ingi U. Magnússon gatna-
málastjóri Reykjavíkurborgar í
samtali við Þjóðviljann I gær.
„Stæðin þarna eru of þröng og
jafnvel þótt bflum sé lagt rétt í
þau tefja þeir fyrir stræti-
svögnum. Eftirað málið vartekið
fyrir í umferðarnefnd höfum við
verið með kranabfla á þessu
svæði og eins marga lögreglu-
þjóna og við mögulega getum.
En auðvitað gengur ekki að hafa
svo mikla löggæslu á þessu svæði
endalaust,“ sagði Óskar Ólafsson
yfirlögregluþjónn í umferðar -
deild þegar Þjóðviljinn spurðist
fyrir um ástandið.
Strætisvögnum hefur verið ó-
gerlegt að halda áætlun eftir
Laugavegi eftir að breytingarnar
voru gerðar. Nú er svo komið að
ákveðið hefur verið að banna
umferð einkabfla um neðri hluta
götunnar í nokkra daga fram að
jólum.
Talið er víst að við hönnun
breytinganna hafi enginn um-
ferðarsérfræðingur verið hafður
með í ráðum.
Málið kom til umræðu á síðasta
fundi borgarstjórnar og taldi Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson formað-
ur skipulagsnefndar þá að ef á-
standið skánaði ekki yrði hrein-
lega að loka þessum bflastæðum
sem eru 7 talsins. Davíð Oddsson
og Albert Guðmundsson lögðust
gegn þeirri hugmynd, enda yrðu
verslunareigendur ekki hrifnir af
því.
-€g
Happdrœtti Þjóðviljans
Gerið skil strax!
Skammt er nú til þess að dregið verði í Happdrætti Þjóðviljans, en 15.
desember er ætlunin að draga. Þeir sem hata fengið heimsenda miða eru
minntir á að gera skil strax, en afgreiðsla blaðsins að Síðumúla 6 og skrifstofa
Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105 taka á móti skilum. Einnig er hægt að
greiða í gíró, reikningsnúmer 6572 í Alþýðubankanum aðalbanka.