Þjóðviljinn - 14.12.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Page 3
FRETTIR Frystihús Allt að 105% hærri laun Skýrsla starfshóps á vegum Kjararannsóknarnefndar áfellisdómur yfir íslenskum fiskiðnaði. Laun ífiskiðnaði allt að 105% hœrri í Noregi en á Islandi. Fiskverðið er hœrra, tækni og afköst meiri íNoregi, Danmörku og Englandi en hér á landi Igær var birt skýrsla starfshóps á vegum Kjararannsóknar- nefndar, sem vinnuveitendur áttu aðild að, um laun og launakostn- að í Noregi, Danmörku, Englandi og íslandi í fiskiðnaði. Hópurinn fór til allra þessara landa til að kynna sér málin frá fyrstu hendi. Niðurstöður skýrslunnar eru mikill áfellisdómur yfir frysti- húsaeigendum og þeim sem ráða ferðinni í íslenskum fiskiðnaði. Fjárlagafrumvarpið Herinn hækkar maturinn lækkar Útgjöld til varnarmálaskrif- stofunnar hækka samkvæmt fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar úr 5.961 í 11.135 vegna hermála- sérfræðinga og ýmislegs fleira, sagði Steingrímur Sigfússon í fjárlagaumræðunni í gærkveldi. „Svo flettir maður eina síðu í frumvarpinu. Þar er Þróunar- samvinnustofnun íslands. Heild- arfjárveitingar á þessu ári voru 77.420 þúsund. Það átti að hækka samkvæmt frumvarpinu í 91.047 - en núna er komin fram breyt- ingartillaga frá stjórnarliðum um að lækka einn lið - sem heitir „matvæla og neyðaraðstoð úr 11.800í4.800þúsund. Þetta sýnir hugarfarið,“ sagði Steingrímur. í ljós kemur að laun eru frá 30% og uppí 105% hærri í fisk- vinnslunni í þessum löndum. Aft- ur á móti kemur fram í skýrslunni að greitt kaup miðað við hvert framleitt kíló af fiski er lægra hér á landi en í löndunum þremur og er munurinn misjafn frá 10% og uppí 43%. Hér er kaup miðað við tímakaup með bónus. Aftur á móti var samnings- búndið tímakaup í Noregi 87% hærra en hér og í Danmörku 127% hærra. Þá er það tekið fram að laun fiskvinnslufólks í Noregi og Danmörku séu lægri en í öðr- um iðnaði, en hér á landi aftur á móti hærri en í flestum iðnaðar- greinum. Að auki kemur í ljós að fisk- verð er í flestum tilfellum hærra í löndunum þremur en hér á landi. Snyrting flaka er minni og nýting flakanna við afskurð er mun minni þar en hér. Aftur á móti nýta þessar þjóðir allan afskurð í marning. Það er ekki gert hér á landi. Aðspurðir um orsök alls þessa svöruðu forsvarsmenn vinnuveit- enda því til að allt væri þetta sel- orminum að kenna. Hann krefð- ist svo mikillar snyrtingar að það setti allt úr skorðum hjá okkur. Að vísu er ormur bæði í dönskum og norskum fiski en mun minni en hérálandi. Það kemurogíljós að bæði danskir, norskir og ensk- ir fiskframleiðendur selja sínar afurðir á öðrum mörkuðum en við, mörkuðum, þar sem fólk er vant að borða fisk og krefst ekki þeirrar dauðhreinsunar sem Bandaríkjamenn gera en þar er fiskneysla mjög lítil, aðeins á milli 1% og 2% af þjóðinni sem kallast fiskneytendur. Þá kemur og í ljós að tæknilega séð standa íslensk frystihús langt að baki frystihúsum í löndunum þremur. -S.dór Hafskip Eimskip frestar kaupum Öðrum gefinn kostur á að bjóða í eignir Hafskips Við erum reiðubúnir að veita þennan frest og jafnvel lengur svo öðrum gefist kostur á að at- huga málið og gera tilboð í eigur Hafskips. Við höfum engan áhuga á að liggja undir ámæli um að þarna séu einhverjir leyni- samningar á ferð, sagði Höröur Sigurgestsson forstjóri Eimskipa- félagsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Eimskipafélagið sendi skipta- ráðanda bréf í gærmorgun þar sem það lýsir sig reiðubúið „til að gefa eðlilegan frest á tilboði sínu, sem aðilar málsins yrðu sammála Frá blaðamannafundi Kjararannsóknarnefndar og sjávarútvegsráöuneytisins í gær. Ljósm. Sig. Bóksala Þrír á undan McLean ✓ Þórarinn, Asta og Sigurður A. efst af íslenskum bókmenntum um til þess að láta á það reyna hvort aðrir kostir séu betri fyrir Útvegsbankann eða skattg- reiðendur en sá að ganga frá samningi við Eimskipafélagið". Síðan var ákveðið að veita frest til þriðjudags 17. desember. f bréfinu segir að tilboð félagsins um frest sé til komið vegna þess að í fjölmiðlum og á Alþingi hef- ur komið fram gagnrýni á vinnu- brögð við sölu eigna þrotabús Hafskips „og það gagnrýnt að aðrir aðilar hafi ekki fengið tæki- færi til að gera tilboð í þessar eignir". -gg Sextán ára í sambúð eftir Eð- varð Ingólfsson er helsta sölubók- in það sem af er bókavertíð sam- kvæmt fyrsta lista Kaupþings og félags bókaútgefenda í haust. Þær tíu bækur sem seljast best samkvæmt listanum eru: 1. Sex- tán ára í sambúð/Eðvarð Ingólfs- son, 2. Guðmndur skipherra Kjærnested/Sveinn Sæmunds- son, 3. Löglegt en siðlaust/Jón Ormur Halldórsson, 4. Njósnir á hafinu/Alistair McLean, 5. Bara stælar/Andrés Indriðason, 6. Margsaga/Þórarinn Eldjárn, 7. Jólasveinabókin/Rolf Lindberg, 8. Gunnhildur og Glói/Guðrún Helgadóttir, 9. Lífssaga baráttukonu/Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, 10. Hvað er klukkan?/Vilbergur Júlíusson. í könnuninni eru bækur flokk- aðar eftir efni í barnabækur, ung- lingabækur, ævisögur og viðtals- bækur, íslenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur, aðrar bækur. Fimm efstu bækur á lista um íslenskar skáldsögur eru: 1. Margsaga/Þórarinn Eldjárn, 2. Sögur og ljóð/Ásta Sigurðardótt- ir, 3. Skilningstréð/Sigurður A. Magnússon, 4. Sóla, Sóla/ Guðlaugur Arason, 5. Sagan öll/ Pétur Gunnarsson. Auk Kjærnesteds, Vilmundar og Aðalheiðar eru á lista ævi- sagna og viðtalsbóka bók Indriða G. um Kjarval og í fóstri hjá Jónasi/Andrés Kristjánsson. Alistair McLean er efstur á lista um þýddar sögur, en honum næst: Olíubylgjan blakka/ Hammond Innes, Kommissar- inn/Sven Hasel, Hamingjudraumar/Bodil Fors- berg, Trölleykið/Desmond Bagl- ey-. Á lista annarra fullorðinsbóka: Reynir Pétur/Eðvarð Ingólfsson, Islenskir elskhugar/Jóhanna Sveinsdóttir, Hlæjurn hátt með Hemma Gunn, í Austurvegi/ Halldór Laxness, Þrautgóðir á raunastund/Steinar J. Lúðvíks- son. Barnabækur: Jólasveinabókin, Gunnhildur og Glói Guðrúnar, Hvað er klukkan, Elías á fullri ferð/Auður Haralds, Breiðholts- strákur fer í sveit/Dóra Stefáns- dóttir. Unglingabækur: Sextán ára í sambúð, Bara stælar, Ekki kjafta frá/Helga Ágústsdóttir, Sumar á Flambardssetri/K.M. Peyton, Óvænt atvik í óbyggðum/ Ármann Kr. Einarsson. Von er á vikulegum könnunum í desember, og síðan á mánaðar- fresti næsta ár. Laugavegurinn Bílastæðin endurhönnuð? Sigurjón Pétursson fulltrúi Abl. í borgarráði lagði í gær til að borgarverkfræðingi yrði falið að kanna hvort ekki þurfi að hanna bflastæði við nýja Lauga- veginn upp á nýtt. Sveinn Björnsson forstjóri SVR mætti á fund borgarráðs í gær og tjáði ráðinu að umferð strætisvagna væri mun greiðari eftir að löggæsla var efld til muna og er talið að svo muni verða enn um nokkurn tíma. Einkabílum verður óheimil umferð um neðri hluta Laugavegarins í dag. -gg HAPPDRÆTTI ÞJOÐVILJANS Opið til hádegis Síðustu forvöð að gera skil! Happdrætti Þjóðviljans minnir á að opið er á Þjóðviljanum Síðumúla 6 til hádegis í dag, laugardag. Ætlunin var að draga í Happdrættinu 15. desember svo það eru síðustu forvöð að gera skil. Hægt er að greiða heimsenda happ- drættismiða í gíró, reikningsnúmer 6572 í Alþýðubankanum, aðal- banka. Skorað er á fólk að gera skil strax. íbúö í Vesturbænum ósk- ast fyrir hjúkrunarfræöing (hjón meö 1 barn) frá miöj- um febrúar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri St. Jósepsspítala Landakoti. Reykjavík, 14.12. 1985. A LISTAHATÍÐ. DORIS LESSING.. Nú er eitt þekktasta verk Doris Lessing komið út í fráoærri þýðingu Hjartar Pálssonar. Minningar einnar sem eftir lifði er kyngi- mögnuð og listavel skrifuð bók. „Áleitin og dulúðúg ...“ Daily Mail

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.