Þjóðviljinn - 14.12.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Síða 15
BÆKUR Heiðinn siður Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út á ný ritið Heiðinn siður á Isiandi eftir Ólaf Briem en frumútgáfa þess frá 1945 er þrot- in. Bókin skilgreinir heiðinn sið, trú og guði fornmanna og áhrif heiðninnar á menningu okkar og þjóðhætti. Heiðinn siður er kunnasta verk Ólafs og er nú endurskoðað og aukið. I þessari endurútgáfu er fjöldi mynda til skýringar efninu. Minni og kynni Minni og kynni heitir bók sem Emil Björnsson fyrrverandi fréttastjóri sjónvarpsins með meiru færði í letur. í bók Emils Björnssonar eru frásagnir og viðtöl við fjölmarga íslendinga sem öðlast hafa sess á sögubekk þessarar aldar fyrir af- rek í stjórnmálum, bók- menntum, mannréttindabaráttu og fjölmiðlum. Eftirtalið fólk er tekið tali eða sagt frá því: Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, Brynjólfur Bjarnason, Guðlaug Helga Porgrímsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Lax- ness, Hendrik Ottósson, Jó- hanna Egilsdóttir, Jónas Jóns- son, María Maack, Ömar Ragn- arsson, Sigurður Nordal og Vig- fús Þórðarson. Örn og Örlygur gefa bókina út. Stríð og smygl Kolakláfar og kafbátar heita minningar skipstjórans Jóns Steingrímssonar sent nú eru komnar út hjá Vöku-Helgafelli. Hér segir frá ævintýrum Jóns á sjó og landi allt frá því hann hóf feril sinn sem háseti á seglskipum til starfa á nútímaflutninga- skipum. Fjallað er meðal annars um hættuferðir á stríðsárunum og sagt frá „aukabúgreininni góðu” þegar laumað var framhjá tollur- um nokkrum glerjum af vænum veigum. Skaut hann hana? Annað bindið í bókaflokknum Aldarspegill í samantekt Elíasar Snælands Jónssonar heitir Undir högg að sækia oe er gefin út af Vöku-Helgafelli. f ritinu er fyrst og fremst fj allað um kollumálið svonefnda, þegar Hermann Jónasson var sakaður um að hafa skotið æðarkollu í Ör- firisey, - og varð pólitískt hitamál á fjórða áratugnum. Aðrir heimildaþættir í bókinni eru líka frá fyrri hluta aldarinnar og er þar lýst tveimur málum sem spunnust af illri meðferð á börn- um. Á ALDARAFMÆL! Minni Jónasar A aldarafmæli Jónasar frá Hriflu heitir bók sem Santbandið hefur gefið út og geymir frásagnir um líf og starf skörungsins mikla. Þetta er safnrit þarsem 26 höf- undar og viðmælendur leggja sitt lóð á vogarskál til lýsingar Jónas- ar í erindum, greinum, ræðum og viðtölum. Efni er fyrst og fremst af tvennum toga: annarsvegar fræðileg umfjöllun um einstaka þætti í stjórnmálastarfi Jónasar, hinsvegar persónulegar minning- ar manna sem þekktu hann vel og störfuðu með honum. Gylfi Gröndal annaðist útgáf- una og skrifar eftirmála. Reyndu bara! Frá nýju bókaforlagi, Bríeti, berst nú bókin Reyndu það bara! sem geymir viðtöl við sjö konur sem vinna störf hingaðtil helguð karlkyninu. Kristín Bjarnadóttir er höf- undur bókarinnar og rætt er við Steinunni Egilsdóttur . sorp- hreinsunarmann, Sigrúnu Elínu Svavarsdóttur stýrimann, Rannveigu Rist, vélstjóra, Mar- gréti Guðnadóttur prófessor, Kristínu Ragnarsdóttur hús- gagnasmið, Arndísi Jóhannsdótt- ur söðlasmið og Guðrúnu Ósk- arsdóttur fangavörð. Þetta er með orðum útgefanda „lýsing á viðhorfum kvenna sem farið hafa ótroðnar slóðir í starfs- vali sínu. En bókin er nteira. Hún er einnig hversdagssaga fjölda annarra kvenna í samfélagi okkar við lok kvennaáratugar.” Krtstm Bjaniaúóffir Reyndu það liara! Styrimáður Sorj>hi einsunarmaður Prótessor Hásgagnasmiður SöðJíLsmiöur Véistjórí Fangavörður öríer^ ''Bókafoiag Minningar Huldu Hjá Erni og Örlygi er komin út bókin Minningar Huldu A. Stef- ánsdóttur. Þetta er fyrsta bindi minninga hennar, sem hún skráir sjálf, en Hjörtur Pálsson hefur búið til prentunar. Hulda segir hér frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernskudögum í Hörgárdal. „Öll frásögnin er eðlileg og yfirlætis- laus” segir í bókarkynningu útgefanda. „Penninn leikur í höndum Huldu sem kann þá list að segja sögu þannig að mál og stíll lilýði höfundinum og hrífi með sér lesandann. Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur munu ef að líkum lætur skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkast- ar minningabækur á síðustu ára- tugum.” Töluð orð Töluð orð heitir bók sem Menningarsjóður hefur gefið út með sautján áramótahugleiðing- um Andrésar Björnssonar fyrr- verandi útvarpsstjóra. „Töluð orð er annað og rneira en venjulegar tækifærisræður” segir í bókarkynningu útgefanda. „Bókin hefur að geyma einstakar hugleiðingar manns er finnur til skyldu og leggur ríka áherslu á nærtæk samfélagsleg viðhorf. Yfir málflutningi öllum vakir blæfegurð og heiðríkja, en undir niðri býr djúp alvara og siðræn festa.” útvaVio. íár.Skoö'ð'PaU ^tallegíré,^6' ”-*”Nofes I harrheldnasVa Tjí m • n hiYiur KU. S2Sfc- X"s.nuviðSigtún:Símar36770.686340 Laugardagur 14. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.