Þjóðviljinn - 18.12.1985, Síða 7
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir: Kvennaforlög hafa gengið vel í öðrum löndum og því þá ekki hér? Mynd: E. Ól.
Umsagnir
Að þessu sinni er fjallað uni
þessi verk í bókakálti Þjóðvilj-
ans:
Af jarðarför landsmóður-
innar (Gabriel Garcia
Marquez/Þorgeir Þorgeirs-
son) s. 17, Astkona franska
lautinantsins (John Fowles/
Magnús Rafnsson) s. 14, Ban-
eitrað samband á Njálsgöt-
unni (Auður Haralds) s. 8,
Eldur og regn (Vigdís Gríms-
dóttir) s. 8, Ferjuþulur (Val-
garður Egilsson, Guðmundur
Thoroddsen) s. 9, Fjúk
(Steingerður Guðmundsdótt-
ir)s. 12-13, Flautanog vindur-
inn (Steinunn Jóhannesdótt-
ir) s. 11, Gabríela í Portúgal
(Sveinn Einarsson, Baltasar) '
s. 13, Hvar stend ég þegar ég
flýg? (Bjarni Einarsson, Guð- i
mundur Ármann) s. 12-13,
Jónas Árnason (Rúnar Ár-
mann Arthúrsson) s. 16, Ljós-
ahöld og myrkavöld (Ingimar
Erlendur Sigurðsson) s. 12-
13, Lýsing (Jón Bjarman) s.
12-13, Memed mjói (Yashar
Kemal/Þórhildur Ólafsdóttir)
s. 14, Sagan af Sigríði stór-
ráðu (Játvarður Jökull Júlí-
usson) s. 18, Sagan öll (Pétur
Gunnarsson) s. 10, Sóla, Sóla
(Guðlaugur Arason) s. 18,
Vængbrotin orð (Jónas Frið-
geir) s. 12-13.
Útgófa
Bœkur um konur eflir konur
Nýtt foriag stofnað: Bríet. Vill bœta úr fáfrœði kvenna um sögu sína
Viðstofnuðum þettaforlag
vegna þess að okkurfannst
vera þörf á sérstöku kvenna-
forlagi. Okkurvirðistáútgáfu
síðustu ára að konur eigi undir
högg að sækja á bókamark-
aði, sagði Sigurbjörg Aðal-
steinsdóttir í spjalli við Þjóð-
viljann.
Sigurbjörg hefur ásamt Guð-
rúnu Jónsdóttur stofnað bókafor-
lagið Bríet. Þær ýta úr vör með
tvær bækur, aðra íslenska, hina
þýdda úr dönsku. íslenska bókin
heitir Reyndu það bara! og hefur
að geyma viðtöl Kristínar
Bjarnadóttur við sjö konur sem
eiga það sameiginlegt að vinna
störf sem lengst hafa verið álitin
karlastörf. Konurnar sjö eru
stýrimaður, sorphreinsunarmað-
ur, prófessor, húsgagnasmiður,
söðlasmiður, vélstjóri og
fangavörður.
Hin bókin heitir Dídí og Púspa
og er eftir dönsku skáldkonuna
Marie Thöger. í þeirri bók segir
frá 14 ára stúlku sem býr í fjalla-
þorpi í Himalaja. Það er búið að
ákveða framtíð stúlkunnar fyrir-
fram, velja henni starfsvettvang
og ákveða að hún á ekkert erindi í
skóla. Dídí föðursystir hennar
hefur aðra stöðu, hún bjó í stærri
bæ en fluttist heim í þorpið orðin
ekkja. Saman gera þær uppreisn
gegn hefðbundnu hlutverki
kvenna í þorpinu.
Á eldhúsborðinu
Við spyrjum Sigurbjörgu hver
sé tilgangur þeirra með stofnun
Bríetar.
„Við ætlum að gefa út bækur
eftir konur og unt konur, líf
þeirra og hugsanir, jafnt skáld-
verk og bækur um kvennafræði.
Sem dæmi um þörfina á slíkum
bókum má nefna þá staðreynd að
það er ekki fyrr en á þessu ári sem
kvennasögu er getið í almennum
kennslubókum í sögu. Stúlkur
læra því lítið um sögu formæðra
sinna í skólum.
Úr þessu viljum við bæta og
þess vegna völdum við þetta nafn
á forlagið, Bríet. í því felst
ábending um að konur eigi sér
sögu þótt hún hafi ekki verið
skrifuð. Við höfum báðar fundið
fyrir því í kvennabaráttunni að
það er eins og hún sé alltaf að
byrja upp á nýtt. Helsta ástæðan
er sú að saga okkar er ekki til.“
— Haldið þið að svona forlag
geti gengið ú þessum litla markaði
sem hér er?
„Við erum bjartsýnar á það.
Kvennaforlög hafa starfað og
gengið vel í öðrum löndum og
ættu því að geta gengið hér. Við
rekurn þetta ekki með gróðahug-
sjónina að leiðarljósi. Útgáfan er
aukageta hjá okkur, rekin á eld-
húsborðinu.“
— Hvernig hafa viðbrögð
kvenna verið?
„Þau hafa verið jákvæð. Konur
virðast ánægðar með þetta fram-
tak og okkur hefur verið vel tekið
þegar við komum með bækurnar
í verslanir “ sagði Sigurbjörg Áð-
alsteinsdóttir.
—ÞH
Sölulisti Þjóðviljans
Skipherrann a fullu stimi
Eðvarð, Guðrún og Andrés njóta mestrar hylli barna og unglinga
Stríð fyrir ströndum Þórs White-
head siglir mikinn á sölulista
Þjóðviljans, teknum saman eftir
upplýsingum frá flmm bókabúð-
um, - en Guðmundur skipherra
Kjœrnested er þó fremstur í flokki
og á fullu stími. Listinn yfír
bækur ætlaðar fullorðnum (í
svigum sæti á lista Þjóðviljans
fyrir viku (fyrri tala) og sæti á
lista Kaupþings frá föstudegi
(seinni tala)) er þessi:
1. (3/1) Guðmundur Skipherra
Kjærnested / Sveinn
Sæmundsson
2. (2/2) Löglegt en siðlaust/ Jón
Ormur Halldórsson
3. (4/3) Njósniráhafinu/Alistair
MacLean
4. (-/-) Stríð fyrir ströndum / Þór
Whitehead
5. (1/4) Margsaga / Þórarinn
Eldjárn
6. (9/5) Lífssaga baráttukonu /
Inga Huld Hákonardóttir
7. (7/-) Gerður/ Elín Pálmadótt-
ir
8. (6/6) Sögur og Ijóð / Ásta Sig-
urðardóttir
9. (-/-) Sóla, Sóla / Guðlaugur
Arason
10. (-/-) Stúlkan á bláa hjólinu /
Régine Deforges
Næstar í stigaröðinni hjá okkur
voru: Trölleykið (Desmond
Bagley), Minni og kynni (Emil
Björnsson), Skilningstréð (Sig-
urður A. Magnússon), Landið
þitt, sjötta bindi, Djass (Jón Múli
Árnason). Þar neðanvið: Birtan
að handan (Sverrir Pálsson),
Minningar Huldu Á. Stefánsdótt-
ur, Kommissarinn (Sven Hasel),
ífóstri hjáJónasi (Halldór E. Sig-
urðsson), íslenskir elskhugar (Jó-
hanna Sveinsdóttir).
Listi um barna- og unglinga-
bækur lítur svona út (svigatölur
einsog áður):
1. (1/1) Sextán ára í sambúð /
Eðvarð Ingólfsson
2. (4/4) Gunnhildur og Glói /
Guðrún Helgadóttir
3. (2/2) Bara stælar! / Andrés
Indriðason
4. (-/-) Elías á fullri ferð / Auður
Haralds
5. (3/3) Jólasveinabókin / Rolf
Lidberg
Næstar komu þessar: Hvað er
klukkan? (Vilbergur Júlíusson),
Blómin á þakinu (Ingibjörg Sig-
urðardóttir, Brian Pilkington),
Ekki kjafta frá (Helga Ágústs-
dóttir).
Það er óþarft að telja upp fyrir-
vara við þennan lista. Hann er
ekki tekinn saman með strangvís-
indalegum hætti, en þó kerfis-
bundnum og heiðarlegum.
Upplýsingar voru sóttar til
kunnáttumanna í fimm bókabúð-
um sem hérmeð er þakkað:
Bókadeild Hagkaups, Bókabúð
Máls og menningar, Bókabúð
Jónasar Jóhannssonar Akureyri,
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Bókabúð Lárusar
Blöndal.