Þjóðviljinn - 18.12.1985, Qupperneq 8
BvEKUR
Ljóðsögur
af
eldi og regni
Vij'dís Grímsdóttir: Kldur og rcgn.
Krjálst framtak.
132 hls.
Vigdís Grímsdóttir hóf skáldferi!
sinn með bókinni Tíu myndir úr
lífi þínu sem kom út árið 1983 og
eru smásögur tengdar með ljóð-
um. Sú bók var sérstæð oghlaut
prýðilegar viðtökur.
í bókinni sem Vigdís sendir frá
sér að þessu sinni eru tólf stuttar
smásögur. Unt nokkrar þeirra
gildir aö söguþráður í þeim er ó-
Ijós; þær eru afar ljóðrænar, og
sumar væri jafnvel réttara að
nefna Ijóð en sögu (sbr. t.d. bls.
63-65, 127-32). Kyrrstæðiseigin-
leiki þeirra gerir það að verkum
að kannski mætti lýsa þeim sem
myndum eða málverkum fremur
en sögum. Stundum notar Vigdís
endurtekiö viðlag eins og í dans-
kvæði, t.d. „Og börnin þfn sof-
andi varnarlaus í myrkrinu" (52-
54) og „og ég verð hjá þér“ (69-
72). Um allar sögurnar verður
sagt að þær krefjast umhugsunar
af lesanda, þaö nægir ekki að lesa
þær einu sinni.
Yrkisefni sækir Vigdís sér í
ævintýri og goðsögur jafnt sem
hvunndag nútímamanna, textinn
hefur fjölþætt táknmál að geyrna
og án efa vandlega úthugsað frá
hendi höfundar. Hinsvegar verð-
ur það þungt í vöfum á stundum,
erindið einatt óþarflega óljóst
fyrir minn smekk; svo torrætt
táknmál má ef til vill kalla of-
vinnslu. Torræðu táknmáli hættir
til að verða skrúfað, og mér hefur
raunar sýnst undanfarið að
reyndari höfundum en Vigdísi
hætti til slíkrar tilgerðar. Ég vil
benda á fyrstu söguna í bók Vig-
dísar sem dæmi um ofhlæði í
táknum.
Það er auðvitað óþarfi að tákn í
sögu gangi alltaf upp eins og
púsluspil; of „auðveldri" bók
hættir til að verða ómerkileg í
augum lesenda. En þess vand-
fundnari sem (einhver) túlkun
verður, þess þolinmóðari þarf
lesandinn að vera. En að því rek-
ur að tákn eru svo torráðin að þau
verða að teljast einkamál:
óskiljanleg. Eða eins konar
draumur.
Þær sögur sem mér finnast
skemmtilegar í Eldi og regni eru
jafnframt sögurnar þar sem höf-
undur gætir hófs í notkun tákna
og hefur tiltölulega skýran þráð;
og þar finnst mér frásagnargáfa
hennar njóta sín best. Þetta á t.d.
við fyrri helming sögunnar „Hún
finnur net umlykja sig" (Leikur).
I Eldi og regni segir meðal ann-
ars frá álfum og hellisbúum eða
útilegumönnum, í einni sögu er
blár engill eða kvendraugur, í
þeirri fyrstu er rætt um epli Ið-
ÞÝDDAR BÓKMENNTIR
Hér koma fjórar sögur eftir
D.H. Lawrence, einn fremsta
og umdeildasta höfund Bretaá
þessari öld. Sögumar fjalla á
ólíkan hátt um samskipti fólks,
og ekki hvað síst um samskipti
kynjanna, það sem færir fólk
saman og það sem skilur það
að.
Aðeins ein bók hefur komið
út áður á íslensku eftir D.H.
Lawrence, Elskhugi lafði
Chatterley og var útgáfa hennar
stöðvuð af yfirvöldum. Var hún
talin of bersögul. Verð kr. 994
Hringir í skógi aflaði höf-
undinum eftirsóttustu bókmennta-
verðlauna sem úthlutað er
íheimalandi hennar, S.-Afríku.
Hringir í skógi er saga sjálf-
stæðisbaráttu einstaklinga
og þjóðar. Saga sem hrífur lesand-
ann og vekur hann ótvírætt
til umhugsunar um örlög manns
ogheims. Verðkr. 1288
unnar. Ein sagan segir frá svartri
konu og annarri hvítri sem eru
báðar dæmdar og verða skipreika
en lifa af á eyðiey uns þær bíða
örlög Ikarusar: smíða sér vængi
og hætta sér á flugi of nærri sól-
inni. Þessi þjóð- og goðsagna-
minni tengir Vigdís nærtækari
veruleika, stundum skemmti-
lega, en stundum er aftur á móti
eins og hún hafi leitað langt yfir
skammt.
Hitt sýnist mér aftur á móti
auðsætt af stíl og söguefnum Vig-
dísar Grímsdóttur að hún hefur
talsverðan metnað sem höfund-
ur. Og ég held að hún hafi flest
það til brunns að bera sem þarf til
að skrifa góðar bækur.
Árni Sigurjónsson
Og sonur rís
gegn móður
Auður Haralds.
Baneitrað samband á Njálsgötunni.
Iðunn 1985.
Konráð er táningur hér í bæn-
um og býr hjá móður sinni sem er
ekkja. Hann eróþolandi letijálk-
ur og hávaðafrík en honurn finnst
að sínu leyti að móðir hans sé
fullkomlega óþolandi. Þau eiga í
stríði og um þetta stríð er bókin -
eins þótt stelpa í Hafnarfirði
komi nokkuð við sögu.
Stríðið milli stráks og mömmu
stendur oftar en ekki um græj-
urnar sent þurfa helst að vera á
fullu og svo vasapeninga sem eru
aldrei nógir. Bardaginn fer fram í
orðum aðallega: hvort mun
kjafta hitt í mát? I þeim svipting-
um öllum dettur Auði Haralds
ýmislegt skemmtilegt í hug. Það
verður ekki sagt að hún sé daufur
penni. Hitt er svo verra, að fyrr
en síðar fara þau Konráð og móð-
ir hans að spóla í fastmótuðum
hlutverkum. Komast ekkert
áfram og kófsvitna undan linnu-
lausu álagi, undan þeirri kvöð að
Auður Haralds
segja nú enn eitthvað sniðugt.
Fyrirgangur í orðum stingur
nokkuð í stúf við tíðindaleysið í
sögunni að öðru leyti.
Þau stóru vandamál heimsins
eru á sveimi í sögunni. Konráð er
sífellt að heimta af móður sinni
að hún taki í alvöru afstöðu gegn
kjarnorkuvá og mengun og öðr-
um skepnuskap. Hún svarar þvf
til að það þýði ekkert að leggjast í
víl, maður verði að halda áfram
að lifa. Minna verður úr þessurn
málum en skyldi, ekki síst vegna
þess að lesandanum finnst ekki
að Konráð hafi reiðilestur um
„ykkur” sem „látið mig lifa í
skugga sprengjunnar" til annars
en yfirvarps til réttlætingar á
fólsku sinni við mömmu.
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985