Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 14
BÆKUR Heillandi saga Mcmed mjói Yashar Kemal Þórhildur Ólafsdóttir þýddi Mál og menning 1985 Sagan um Memed mjóa eftir tyrkneska höfundinn Yashar Kemal er nýjasta bókin í heims- bókmenntaseríu Máls og menn- ingar, þar sem fyrir eru sígildar öndvegisbókmenntir. Og í stuttu máli sagt sómir þessi tyrkneska saga sér vel í þeim góöa flokki. Hér birtist á íslensku einstaklega heillandi og átakanleg saga sem skilur lesandann eftir reynslunni ríkari. Hún sýnir líf fólks í fram- andi og harðneskjulegu umhverfi þar sem lífið er barátta og sífellt verður að færa fórnir til þess að viðhalda því. En um leið er hún brot úr sögu tyrknesku þjóðar- innar og dýpkar mjög skilning á sérstæðu og frumstæðu lífi fólks- ins sem það land byggir og íslend- ingar hafa lítið kynnst. En einsog allar sannar heimsbókmenntir felur sagan um Memed mjóa einnig í sér víðari skírskotun, - hér er að finna einhverjar mögnuðustu lýsingar á lífsbar- áttu, Ijósum og skuggum í lífi manneskjunnar, reisn hennar og smæð sem sá sem hér vitnar hefur lengi lesið. Þungamiðja sögunnar er föð- urleysinginn Menred mjói sem rís upp gegn botnlausri kúgun harðstjórans Abdi aga sem hirðir uppskeru fólksins í fimm þorp- um. Þetta er saga fátæka fólksins sem sáir í akur óvinar síns blóð- ugum höndum, en á sér sífellt drauminn um frelsi, - um að eignast akur þar sem það nýtur þó sjálft eigin strits. Draumar þessa fólks klæðast holdi stiga- manna sem búa í fjöllum og ógna sjálfum höfðingjanum. Eins kon- ar Hróar hettir sem ræna hina ríku, þótt illmenni fylli vissulega líka flokk þeirra. Fólkið miklar upp afrek hetjunnar og þjóðsög- urnar spretta upp og eru mikið afl í sögunni; kúlurnar bíta ekki hin- ar hugumstóru hetjur fjallanna og svo framvegis. Vonir fólksins eru bundnar við réttláta stiga- menn eins og Memed mjóa, og gegnir hann svipuðu hlutverki hér og í ýmsum sögum frá Suður Ameríku; löndum þar sem órétt- lætið er hrópandi og fólk nærir iíf sitt á sögum um góða menn sem einn góðan veðurdag skakka þennan ójafna leik. Þessi saga rís ekki hvað síst á því hvað hún er breið þjóðfélags og þjóðlífslýsing með iðandi mannlífi og litskrúðugum persón- um. Memed mjói er aðalpersón- an; uppreisn hans og ást til stúlk- unnar Hatsjé er aðal atburða- flétta sögunnar. En í kringum hana er sögð saga af botnlausri kúgun og hatri; hvernig óprúttnir landeigendur svífast einskis í bar- áttu sinni til þess að kúga alþýð- una undir sinn vilja og hversu fallvalt er að treysta á mennina. En líka af hetjuskap, kærleika og órjúfanlegri vináttu. Mannlýsingar höfundar eru frábærlega gerðar. Tilfinningaleg átök persóna koma glöggt fram og þótt vissulega séu margir skúrkar í sögunni tekst honum að lýsa baráttu þeirra við sjálfa sig á mjög næman hátt þrátt fyrir að sagan hafi yfirbragð og gerð hinn- ar óbrotnu alþýðusögu þar sem þrjótur er þrjótur og hetja hetja. Og aukapersónurnar eru margar stórkostlegar. Ruglaði Fahrí, skrifarinn sem heyrir erindi manna á fótataki þeirra; Halti Alí sem er meistari í að rekja slóð og ræður ekki við sig hvort sem vinir hans eða óvinir eiga í hlut þegar slóð verður á vegi hans; Redsjep liðþjálfi; Djöfla Dúrdu eða gamla konan Huru sem aldrei þreytist á að eggja menn baráttu og bölsótast út í bónda sinn fyrir vesalmensku og minnir á sumar af kvenpersónum íslendinga- sagna í þeirri hegðan sinni. Það mætti skrifa langt mál um ágæti þessarar sögu, sem ekki rúmast hér. Þórhildur Ólafsdóttir hefur þýtt hana prýðilega af ís- lensku máli sögunnar að dæma. Sérstaklega hefur henni tekist vel upp í umhverfislýsingum sem gegna veigamiklu hlutverki í sög- unni. Þar birtist ljóðræna textans skýrast og umhverfið undirstrik- ar atburði, auk þess að vera auðugt táknmál sem lesa má margt úr. Hér er einfaldlega á ferðinni ein besta saga blessaðs jólabókaflóðsins og hún verð- skuldar athygli ísiendinga. Að- standendum skal þakkað að koma sögunni á framfæri við þjóð sem á fleira sameiginlegt með Tyrkjum en hún kannski heldur. 'fktn cjefum góðar bœkur og menning John Fowles: Astkona franska lautinantsins skáldsaga Magnús Rafnsson þýddi Mál og menning 1985 Raunsæisskáldsaga 19. aldar- innar hjarir enn við litla sæmd, fornfálegt góss hennar má sjá í myndaflokkum sjónvarpsins eða þeirri grein kvennabókmennta sem kalla mætti siðprúðu ástar- söguna; iðnaðarmenn afþreying- arinnar láta greipar sópa um hennar víðu sali þegar þeir klastra saman sínu drasli. Það er því furðulegt uppátæki að fara árið 1969 að skrifa þvílíka bók í fullri alvöru. Þá voru komnar fram margar glæsilegar módern- ískar skáldsögur, það var stefna tímans. Spámennirnir voru menn eins og Roland Barthes sem skilja má svo að texti sé einna helst eitthvað til að borða. En John Fowles skrifaði skáld- sögu í anda liðinna landa sinna, Dickens og Jane Austin: ástar- sögu þar sem ungi herrann kyssir laust og afar siðsamlega á útrétt- an litla fingur kafrjóðrar unnustu sinnar en hrífst því miður af fem- me fatale sem meira að segja er fallin kona. Þetta gerist á Vikt- oríutímanum, fjallar um samspil einstaklings og samfélags og í sögunni eru af ærnu hugviti nýtt- ar allar þær frásagnarbrellur sem höfundar voru alla 19. öldina að þróa - Fowles er sögumaður eins og þeir gerast bestir og það er ekki hægt að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin. í henni má greina þann sérstaka tón sem hver höfundur raunsæistímabils-1 ins kom sér upp, rödd sögumanns sem er guð og stjórnar öllu og tekur sér oft góðan tíma til að rabba við lesanda og útskýra fyrir honum það sem gerist, setja það í hugmyndalegt og sögulegt sam- hengi. En um Ieið fer ekkert á milli mála hvenær þetta er skrif- að. Fowles gerir enga tilraun til að leyjta því heldur nýtir sér það; rétt eins og raunsæissögurnar gömlu voru innblásnar af „nýj- ustu hugmyndunum" er Fowles undir sterkum áhrifum frá exist- ensíalisma 20. aldarinnar og hef- ur hliðsjón af frönsku nýsögunni, einkum í lokin sem rétt er að þegja um hér. Þetta er þannig þykkur og breiður róman með öllum hans bestu einkennum, skrifaður eftir daga rómansins og styrkur sögunnar feist í því að höfundur nýtir sér þessa þver- sögn. Kvenhetjur realismans - að minnsta kosti þess rússneska og þess íslenska - hétu af einhverj- urn sökum alltaf Anna og voru feiknarlegar kynferðisverur sem á mörgum blaðsíðum var sterk- lega gefið í skyn með löngum lý- singum á augnaráði þeirra eða öxlum. Þær voru giftar leiðinda- hlunkum og misstigu sig með karlhetjunni sem var ungur mað- ur með nýjar hugmyndir, óskamynd höfundanna sjálfra. Hér heitir kvenhetjan Sara, en Sara var ættmóðir mikilla þjóða eins og segir frá í Biblíunni. Hún sker sig á allan hátt úr í mannlífi bókarinnar, hún er önnur teg- und, þetta er ættmóðir nútíma- konunnar sem er enn í miðju kafi að gera sína uppreisn. Andspænis Söru standa þrír Karlar. Ungi herrann sem heitir Charles, leið- togi hans á leið til upplýsingar- innar sem er Charles Darwin og GUÐMUNDUR A. THORSSON sá sem höfundur sækir greiningu sína á tímabilinu til, Karl Marx. Sagan er allt í senn: þroskasaga Söru og þá um leið athugun á Upphafi kvenfrelsisbaráttunnar - þroskasaga Charles sem er í sögu- lok vitrari maður en í byrjun - og athugun á endalokum Viktoríu- tímabilsins og upphafi nútímans og þar koma hinir Karlarnir tveir mikið við sögu ásamt helstu skáldum tímans, alls konar skýrslum og annarri félagsfræði; hægt er að lesa söguna á nokkrum plönum. Astráður Eysteinsson skrifar ýtarlega um þessa bók og John Fowles í síðasta tímarit Máls og menningar og vísast hér með til þeirrar greinar sem er býsna fróðleg þótt mér finnist Ástráður bera heldur mikla virðingu fyrir einhverjum safnaðarritum sem sanna að Fowles sé kvenhatari. Magnúsi Rafnssyni hefur tekist vel að koma til skila á íslensku þeirri „rödd sögumanns“ sem fyrr var talað um: textinn er mjúkur undir tönn og gómsætur. 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.