Þjóðviljinn - 18.12.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Qupperneq 16
BÆKUR Hver er Jónas Árnason? Rúnar Ármann Arthúrsson: Jónas Árnason Viðtalsbók Svart á hvítu 1985. Jónas Árnason hefur löngum verið naskur við að leita uppi góða sögumenn. Sækjast sér um líkir. Pví margt er það sem er blátt áfram skemmtilegt í þessu langa viðtali sem Rúnar Ármann átti við Jónas nú á hundadögum í ár. Og fróðlegt. Ég nefni sem dæmi það sem sagt er af foreldr- um Jónasar, kafla af Úrsusi sterka í heimsókn hjá Þórbergi og frásagnir af mestu frægðarför Jónasar - það var áróðursferð hans til Englands í landhelgis- stríðinu mesta. Sem vænta mátti kennir margra grasa í þessari bók og sjálfsagt hefðu þau getað orðið allmiklu fleiri. Vegna þess að Jónas hefur í öðrum bókum sagt frá mörgu sem á daga hans hefur drifið, ekki síst á sjó og við sjó. Kemur þeim sem vel man þá þætti ekki á óvart þótt hann lýsi því yfir við viðmælanda sinn í þessari bók hér að hamingjan sé í því fólgin að gleyma sér við vinnu - og koma heim af skaki í góðu veðri með skikkanlegan afla. Jónas segir frá ætt og uppruna, bernskubrekum og æskuslarki, skólagöngu og lífsháska á At- landshafi ófriðarins. Hann tekur sína pólitísku vígslu, gerist blaða- maður við Þjóðviljann, fer á þing ungur og er þar lengi. Margt segir frá baráttu herstöðvaandstæð- inga, sem Jónas átti mikinn þátt í að gera að öfulgri hreyfingu, og svo þeim sjálfstæðismálum sem tengjast stóriðju og stækkun landhelgi. Hitt gæti verið, að Jón- as segði forvitnum ekki nóg um sjálfan sig sem rithöfund. Þó fáum við í bókinni að heyra k.veð- skap sem áður hefur ekki verið flíkað. Eða hver sér ekki í þessum parti hér úr einskonar biðilsbréfi sem Jónas yrkir liðlega tvítugur þann úrræðagóða söngtexta- meistara sem flestir íslendingar kunna eitthvað eftir?: Ég mundi hoppa út um allt á öðrunt fæti ef þú vildir til mín brosa blítt í Bankastræti. Ég mundi vaxa að visku og sæmd og verða dósent ef þú vildir helga mér hjarta þitt 100%. Bókin er þannig saman sett, að Rúnar Ármann heimsækir Jónas og Guðrúnu konu hans á Kópa- reykjum, sýslar með honum við ÁRNI BERGMANN girðingar, fer með þeim hjónum á flakk um þorp og sveitir og heilsar á vini þeirra og ættingja - og við hvert tækifæri er gripið tækifærið til að halda áfram Samtalinu sjálfu. Þetta er frjáls- legt form og viðfelldið, en ekki alltaf markvisst ef svo mætti segja. Ekkert gerir nú til þótt tímaröð sé haggað. En stundum verða hvörf frá vettvangi til urn- ræðuefnis truflandi og undir lok- in er sem slakni verulega á skipu- lagsvinnu skrásetjarans, það er vaðið úr einu í annað af helst til miklu lauslæti. Annars er sam- starf þeirra Rúnars Ármanns og Jónasar gott og það er líka ljóst að skrásetjarinn hefur ekki allt sitt vit úr Jónasi á talandi stund - hann er undirbúinn um ýmsa hluti. Ekki fer ég að halda því fram að Jónas hefði betur skrifað sjálfur um sig bók. Hann hefur kosið að hafa þennan háttinn á og veit manna best sjálfur að hverju er þá gengið - sjálfur höfundur ágætra viðtalsbóka. Hver er nú maðurinn sjálfur? Tja - það er nú svo með samtals- bækur, að þær eru í eðli sínu óná- kvæmari heimild um mann en hans eigin textar. Og verður að hafa það. Mér sýnist til dæmis að Jónas sé hér ekki allur kominn. En heilmikið af honum er mætt til leiks og það nægir. Það er reyndar gaman að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem felst í því, hverjir og hvað það er sem hann hefur mætur á og hvað honum finnst andstyggð hin mesta. Þessi dreifbýlissósíalisti og þjóðernis- sinni lætur sér vel líka við Brynj- ólf Bjarnason og Hannibal Valdi- marsson, við Kristin E. Andrés- son og viðtalsgóðan bandarískan sendiherra, Penfield, við norð- firska sjómenn og olíufursta í Texas. Enda væri það satt að segja klénn rithöfundur sem svo samanherptur væri að hann fyndi Góðir dómar Jóhanna Kristjónsdóttir, gagnrýnandi Mbl. Áml Bergmann, gagnrýnandi Þjv. Erlendur Jónsson, gagnrýnandi Mbl. Jóhanna Kristjónsdóttlr, gagnrýnandi Mbl. Það þarf ekki fleiri orð ÍSAFOLD Jónas Árnason: 100% sér ekki stað nema í einlitri hjörð. Ýmsir menn fá svo á baukinn í þessari bók, en samt er eins og Jónas vilji helst sneiða hjá því að tengja það sem honum mislíkar við einstaka nafngreinda menn. En hér er átt við undanhald í sjálfstæðismálum, vígbúnaðar- brjálæðið, stjóriðjuna og menn- ingarsnobbið. Lesandinn er vitanlega ekki alltaf sammála Jónasi. Hann reyndist sannspár Jónas í slag sín- um við Union Carbide sem ætlaði að koma sér fyrir á Grundartanga - bæði vegna þess hve svívirði- legur sá auðhringur er (og átti eftir að versna) og svo vegna þess að stóriðjudæmið hefur ekki gengið upp. Gamall blaðshundur eins og þessi hér mun hinsvegar halda áfram að juða í Jónasi - þegar tækifæri gefst - um að það séu merkilegar og jákvæðar hlið- ar á menningarsnobbinu. Aðrir verða svo að svara fyrir sig um það, hve hlutdrægur eða hlut- lægur Jónas er þegar hann greinir frá hræringum og átökum í flokksa og hjá öðrum vinstri- mönnum. En allt er það vel fróð- legt. Jónas spyr á einum stað eftir að hafa greint frá málamiðlun sem hann tók þátt í: „Hver er svo heilagur í póiitík að hann hafi aldrei þurft að vera krati?“. Nokkuð góð spurning og svarið liggur Ijóst fyrir: Sá sem engin áhrif hefur. Hann segir líka: „Stundum er svo að skilja á skrifum Þjóðviljans, að það sé ekki nein sanngirni að ætlast til meiri heiðarleika og siðferðis- þroska af sósíalistum en öðrum mönnum. En sósíalískur flokkur sem ekki setur þá kröfu ofar öðr- um kröfum - hann hefur ekki neina kjölfestu". Þetta er vitaskuld alveg rétt hjá Jónasi. Til hvers að vera að sætta sig við að „vitund ákvarði ver- und“? Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Og „siðferðisþrosk- inn“ er, vel á minnst, miklu stærra mál en að menn snúist gegn eignagleðinni miklu. En það er svo önnur saga. ÁB LEIÐRETTING Það, ekki þetta í ritdómi Guðmundar Andra síðasta miðvikudag um Klöru Sig. eftir Stefaníu Þorgrímsdótt- ur urðu þau kjánalegu rnistök að fornafnið það breyttist í fornafn- ið þetta, - sem kann að líta sak- leysislega út án samhengis en skiptir máli í textanum þarsem ritrýnir ræðir fyrst um nokkrar sögupersónur og ætlaði síðan að tala um allt annað fólk: „Það fólk sem raunverulega stendur upp- úr...“ sem varð að „Þetta fólk“ einsog hann eigi við nýumtalað fólk. Þá datt greinir aftanaf fyrir- sögn hjá sama, þannig að útkoma varð „Spáðu bara í speglasal". Þarna átti að standa „Spáðu bara í speglasalinn" í samræmi við heiti á allfrægum söng eftir Megas. Það / þetta er náttúrlega ómögulegt líka og við biðjumst afsökunar á hvorutveggju. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.