Þjóðviljinn - 18.12.1985, Page 17
BÆKUR
Marquez; „borga fyrir
tuttugu lík"
Jaxl úr tranti
bœjarstjórans
Gabriel Garcia Marquez.
Af jarðarför landsmóðurinnar
gömlu.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
Forlagið 1985.
Þessir þættir ganga hver inn í
annan, ef svo mætti segja. Kann-
ski eru þeir partur af Hundrað
ára einsemd Marquezar. Altént
erurn við stödd í því fræga plássi
Macondo og nöfn og atvik koma
kunnuglega fyrir sjónir.
Einatt er list þessara þátta fólg-
in í því. að harmleikur og grimmd
plássa sem Macondo er þræddur
inn í söguvefinn af útsmoginni læ-
vísi. í stuttri frásögn sem heitir
„Einn góðan veðurdag” segir frá
tannlækni sem helst vill vísa því
frá sér að draga jaxl úr bæjar-
stjóranum. En pabbi, segir sonur
hans, hann segist ætla að skjóta
þig ef þú gerir það ekki. Jæja,
segir tannlæknirinn og gáir að
eigin byssu - en dregur svo enda-
jaxl úr fúlum tranti bæjarstjór-
ans. Og deyfir hann ekki, líkast
til vegna þess að stjóri þarf að
borga fyrir tuttugu lík. Hvaða
tuttugu lík? Og hvert á að senda
reikninginn þegar bæjarstjórinn
og bæjarsjóður eru eitt og hið
sama?
Með þessu móti dregst lesand-
inn inn í þennan heim þar sem
ofbeldi og valdníðsla eru sjálfur
hvunndagsleikinn. Hér erum við
stödd í því plássi þar sem bæjar-
stjórinn og samverkamaður hans
Jósep Montíek hafa látið salla
niður fátæklinga en flæmt í burt
efnaðri andstæðinga, þar sem
smáþjófarnir fá kúlu í hausinn
eins og Karlos Sentenó í fyrsta
þættinum eða þá jafn fáránlegan
feng og þrjár biljarðkúlur eins og
Damasó í þættinum „Héríbæ
finnast ekki þjófar”. Og mun sá
afglapi samt seint súpa af þeim
kúlum seyðið. Og yfir öllu trónir
Landsmóðirin gamla, sem hafði
stjórnað veislum og giftingum,
skattheimtu og pólitík og dóm-
stólum og lækningum og hverju
sem tjáir að nefna í þessu merki-
lega plássi, sem er undireins heil
heimsálfa. Og það gengur að
vonum mikið á við útför hennar,
því þangað mætir forseti lýðveld-
isins (og Astúrias hefur sagt okk-
ur allt um það fól) og Miss Uni-
verse og Hans Heilagleiki páfinn
og svo ótal margir aðrir.
Ralp Fox hét breskur bylting-
armaður, sem fyrir fimmtíu árum
var að kvarta yfir uppdráttarsýki í
skáldsögu Vesturlanda. Hann
bjóst við því, að „litauðgi og stór-
ar sýnir” ættu menn helst von á að
finna hjá suðuramrískum rithöf-
undum. Hann hefur reynst sanns-
pár eins og við erum að sjá þessi
ár og þessa daga þegar inn um
þýðingaskjáinn snjóar Sabato
hinum argentínska, Rulfo hinum
mexíkanska og svo Marquezi,
þeim sem hér er til nefndur. Og
Þorgeir Þorgeirsson hefur þýtt af
vandvirkni og smekkvísi.
íslendinga sögur
Örstutt árétting
í viötali viö Örnólf Thorsson
síöastliðinn miðvikudag um
útgáfu Svarts á hvítu á íslend-
inga sögum féllu niöur örfá
orð. Réttur texti er svona:
„Þess má geta að ástæðan fyrir
þvf að við lögðum Konráð til
grundvallar var sú að ekki er til
vönduð vísindaleg útgáfa Njálu
þar sem tekið er tillit til allra
handritaflokka með fullkomnum
orðamun neðanmáls. Útgáfa Ein-
ars Ólafs er afar vönduð en í út-
gáfum Fornritafélagsins er aðeins
birtur smávœgilegur orðamun-
ur. “
Leturbreyting sýnir það sem úr
féll.
-m
Guðlaun
hr. Rosewater
eftir Kurt Vonnegut
Þýðandi Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Sprenghlægileg en jafnframt átakanleg saga
eftir hinn óviðjafnanlega bandaríska
rithöfund Kurt Vonnegut.
Sagan ef Eliot Rosewater, drykkfellda
sjálfboðaslökkviliðsmanninum, sem haldinn
er ofurást á meðbræðrum sínum, ekki síst
smælingjunum. Hvað á slíkur maður að
gera? Bókin kafar djúpt í bandarískt
samfélag og nútímann yfirleitt með hjálp
sinna skemmtilegu og fjölskrúðugu persóna.
(déeóK
AUÐVITAÐ
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. AUSTURSTRÆTl 18, SlMI 25544.
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi? DJOÐVILJINN
Nafnið Vilmundur Gylfason vekur upp fjölmargar spurningar. Hver var
hann? Hvað vildi hann ? Hverju fékk hann áorkað? Hvaða mynd drógu and-
stæðingar hans upp af honum?
Bókin „Löglegt en siðlaust“ þarf ekki skýringa við. Hún fjallar um mann sem
þjóðin þekkti og þúsundir syrgðu. Þessi bók á erindi til allra íslendinga.
400 bls. verð kr. 1625
ÓK m LAOANh.
r j- i. J. i. i. J. X J
Miðvikudagur 18. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17