Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Síða 4
LEHDARI Fólkið vill opna rannsókn Almenningur er fullur illra grunsemda um Hafskipsmálið. Fólk vill fá hreint borð í málinu, það vill fulla rannsókn sem það getur treyst að öllu leyti. Til þess er auðvitað ein leið fær, - og aðeins ein: opin rannsókn. Einungis þannig getur fólk fylgst með fram- vindu rannsóknarinnar og sannfærst um, að engu sé til baka haldið, að samtrygging kerfis- ins smíði ekki vönd til að sópa með óhreinu mjöli undir gólfteppið. Einmitt vegna þessa setti Alþýðubandalagið fram ótvíræða kröfu um opna rannsókn á öllum þáttum málsins, sem yrði unnin af rannsóknarnefnd sem Alþingi skipaði. Með því vildi Alþýðubandalagið tryggja að fólkið á götu- nni fengi að fylgjast að vild með rannsókninni og fengi fulla vissu fyrir því að allt væri fram í dags- Ijósið dregið. Það er vert að ítreka, að Alþýðu- bandalagið gekk að þessu leyti feti framar en til dæmis Alþýðuflokkurinn, sem vildi lokaða rannsókn á vegum þingskipaðrar rannsóknar- nefndar. Kröfur Alþýðubandalagsins á Alþingi um opna rannsókn á Hafskipsmálinu hafá nú hlotið ótvíræðan stuðning. í skoðanakönnun sem Helgarpósturinn birti í gær kom í Ijós, að yfirgnæfandi meirihluti fólks, eða 76,5 af hundr- aði, telur að rannsókn málsins eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Það er því Alþýðubanda- lagið sem hefur túlkað hinn raunverulega vilja fólksins í þessu máli, - vegna þess að það vil.l, einsog fólkið á götunni, fá fulla rannsókn þar sem ekkert er undan dregið og þar sem allir eiga kost á að fylgjast með. Krafan um opna rannsókn var einmitt það sem skaut Sjálfstæðisflokknum mestan skelk í bringu. Það er auðvitað að vonum. Sjálfstæðis- flokkurinn situr í súpunni, vegna þess að tengsl- in milli hans og Hafskips eru svo ótvíræð. Flokk- urinn stendur í skugga Hafskips og ekki víst að öll kurl séu til grafar komin. Að minnsta kosti viðurkenndi málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, að full þörf væri fyrir rannsóknar- nefnd á vegum þingsins til að kafa ofan í gruggug málsvötn. Morgunblaðið lagðist þó gegn slíkri málsmeðferð af þeirri ástæðu einni að Alþýðubandalagið myndi óhjákvæmilega eigafulltrúa í rannsóknarnefndinni. Þarmeð yrði ekki lengur tryggt að hægt yrði að fela það sem kynni illa að þola dagsbirtu. Nú hefur hins vegar komið á daginn, að það er yfirgnæfandi meirihluti fyrir því meðal al- mennings að rannsókn málsins verði opin, ein- mitt til að það geti gerst sem Sjálfstæðisflokkur- inn og Morgunblaðið af einhverjum undarlegum ástæðum óttast mest: að fólkið fái að fylgjast með öllum upplýsingum sem fram koma. Það er líka næsta merkilegt sem fram kemur í skoðanakönnun HP, að næstum helmingur fólks í Reykjavík, kjördæmi Alberts Guðmunds- sonar, telur rétt að hann segi af sér embætti ráðherra meðan að rannsókn fer fram í málinu. í Ijósi þeirra niðurstaðna úr skoðanakönnun HP sem hér hefur verið vitnað til, þá er afar fróðlegt að sjá hvernig meirihluti ríkisstjórnar- flokkanna hefurfarið með máliðá Alþingi. Þarer engu líkara en menn séu hræddir og vilji fela eitthvað. Að minnsta kosti lætur ríkisstjórnin lið sitt samþykkja lokaða rannsókn á sama tíma og meira en 3 af hverjum 4 landsmönnum vilja opna rannsókn. Hvað óttast menn? - Hvað er það sem Sjálf- stæðisflokkurinn hræðist að komi fram í dags- Ijósið? Þetta eru spurningar sem heyrast þessa dagana. Eftir allt sem á undan er gengið eru því litlar líkur á að fólk treysti niðurstöðum þeirrar rann- sóknar sem ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir. Hún hefur framið glappaskot. -ÖS KLIPPT OG SKORHE) Opin rannsókn Helgarpósturinn gerir grein fyrir niöurstööum merkrar skoð- anakönnunar í gær. Spurt var um afstöðu fólks til nokkurra þátta Hafskipsmálsins. í ljós kom að ríkisstjórnin og fleiri haga málum í andstöðu við yfirgnæfandi meirihluta meðal almennings ef marka má skoðanakönnunina. Spurt var: Telur þú að alþingi eigi að kjósa rannsóknarnefnd til að kanna Hafskipsmálið? Niður- staðan var sú að 61,5% þeirra sem afstöðu tóku lýstu sig fylgj- andi slíkri málsmeðferð, en 38,5% eru því andvíg. Petta er dálítið merkileg niður- staða í ljósi þess, að stjórnar- flokkarnir lögðu ofurkapp á að alþingi skipaði ekki rannsóknar- nefnd. Enn merkilegri er sú niður- staða sem sagt er frá í leiðaranum hér að ofan, að 76,5% þeirra sem afstöðu taka telja að rannsókn málsins eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum, - en 23,5% eru því andvíg. Einungis Alþýðu- bandalagið lagði til þannig máls- meðferð á þingi, en t.d. tillaga Alþýðuflokksins um rannsóknar- nefnd fól í sér rannsókn fyrir lukt- um dyrum. Albert áfram? Tæplega 70% telja að skipta- ráðandi og þriggja manna nefnd- in eigi að rannsaka Haf- skipsmáið. En sú spurning - og þó öllu frekar túlkun HP, sem mest vefst fyrir klippara, er þó sú um það, hvort svarendur telji að Albert eigi að segja af sér ráðherraemb- ætti meðan rannsókn á máli Haf- skips og Útvegsbankans fer fram. 35,9% þeirra sem afstöðu taka telja að ráðherrann eigi að segja af sér,-en 64,1% aðhann eigi að sitja áfram. Þetta gefur HP tilefni til að hrópa á forsíðu: Áfram Al- bert! og í innblaði þarsem segir frá allri skoðanakönnuninni er aðalfyrirsögnin „Albert á að sitja áfram“. Ef spurt hefði verið t.d. um Þorstein Pálsson í þessu sam- bandi, hefðu áreiðaniega nær 100% svarað því neitandi að Por- steinn ætti að segja af sér vegna málsins, - þó svo 30% til 70% séu andvíg honum í pólitík. Hér er því ekki spurt um pólitíska af- stöðu til Alberts Guðmunds- sonar, heldur hvort skjöldur hans í þessu máli sé svo flekkaður að ástæða sé til fyrir hann, að segja af sér á meðan rannsókn málsins fer fram. Sú staðreynd, að meira en þriðjungur þeirra sem tóku af- stöðu í skoðanakönnuninni telja að ráðherrann eigi að segja af sér, hlýtur því að teljast pólitískt áfall fyrir Albert og þá flokka sem mynda með honum ríkisstjórn. Og þessi niðurstaða gefur tæpast tilefni til að setja áðurnefndar fyrirsagnir. Þær eru m.ö.o. klaufalegar. Urvalsdeildin í fréttaskýringu Halldór Hall- dórssonar í HP koma margir nýir hlutir í ljós í Hafskipsmálinu. Þar segir t.a.m. frá því að Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips hafi á vegum Hafskips náð hagstæðum samningum um tryggingar, en Reykvísk endur- trygging yfirtekið þessa samn- inga. „Þetta táknar m.ö.o. að stjórnarformaður Hafskips færir eigin einkafyrirtæki á silfurfati mjög góðan tryggingasamning, sem hann sjálfur er búinn að ganga frá“. Þar segir einnig að afsláttar- málin hafi verið mjög flókin og margþætt hjá Hafsicip. Þeir sem voru annað hvort stórir við- skiptavinir eða í stjórn Hafskips hafi fengið sértaka afslætti og fyr- irgreiðslu og verið kallaðir „úr- valsdeildin“. Birt er skrá yfir fyr- irtæki sem höfðu fengið afslátt í júlí 1983. Meðal fyrirtækja er nefnt Ljómi (en þar er margarín- ið sem framleitt er af Smjörlíki) - eign Davíðs Schevings, sem skrif- að hefur síðustu daga um afslátt- armálin í dagblöð. Hafskipið sökkur í kaf Sjálfstæðisflokkurinn á býsna bágt um þessar mundir og í gær sögðum við frá því hvernig skáldið í Aðalstræti greip til lík- ingamáls þegar Flokkinn bar á góma, - hann væri „EINSOG HAFSKIP í HAFRÓTI“. Einsog kunnugt er hefur Sjálf- stæðisflokkurinn gert grimman ránfugl, að einkennismerki sínu. Hvort sá Jónas Hallgrímsson þetta fyrir, - þegar hann orti um örninn og hafskipið í Hornbjargi snemma á síðustu öld?: Og örninn lítur ekki oní hið dimma haf og horfir í himinljómann. Hafskipið sökkur í kaf. -óg DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sígurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Simvarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreíðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, simi 681333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblaö: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 20. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.