Þjóðviljinn - 20.12.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Side 8
BÆKUR Jóhannes Geir Ný listaverkabók um málarann Jóhannes Geir. íslensk myndlist Listasafn ASI Fyrir skömmu kom út bók í bókaflokki þeim sem nefnist ís- lensk myndlist, um Jóhannes Geir listmálara. Það er bókafor: lagið Lögberg og Listasafn ASÍ sem standa að útgáfunni. Þetta er 5. bókin í þessum veglega bóka- flokki og eins og fyrri bækur er hún prýdd fjölmörgum myndum af listaverkum Jóhannesar Geirs, myndum af iistamanninum og fjölskyldumyndum. Bókin er 88 blaðsíðna stór og skrifa tveir höf- undar ritgerðir um listamanninn. Það eru þeir Sigurjón Björnsson, sálfræðingur og æskuvinur Jó- hannesar Geirs og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Auk bókarinnar hefur verið sett upp yfirlitssýning á verkum Jóhannesar Geirs í Listasafni ASÍ og mun hún standa fram til 21. desember. Þareru til sýnisóO myndir frá ýmsum tímabilum í list Jóhannesar Geirs; olíumál- verk, pastelmyndir og teikning- ar. Mörg verkanna á sýningunni eru litprentuð í bókinni og því er hér um sameiginlegan grundvöll að ræða. Eins og áður segir, þá eru rit- gerðirnar í bókinni tvær. Sigur- jón fjallar um bernsku Jlohann- esar Geirs, ættarsögu hans og lífið á Sauðárkróki, en Aðal- steinn leggur mat á hina listrænu hlið mála og fjallar um stöðu listamannsins innan íslenskrar myndlistar. Einhvern veginn er það samt sem áður reyndin að ritgerðirnar skarast og það um of. Þannig verður texti Sigurjóns helsti léttvægur og skortir þá dýpt sem þarf til að draga upp ljósa mynd af Jóhannesi Geir. Ætt- fræðin verður of þung á metun- um, en tilraun til sálfræðilegrar úttektar virkar næsta yfirborð- skennd. Úr þessu reynir Aðalsteinn að bæta og raunar kafar hann mun dýpra í hugarfylgsni listamanns- ins, en sálræn reynsla Jóhannesar Geirs markar mjög list hans og án vitneskju um hana er erfitt að gera sér grein fyrir ýmsum þátt- um í ævistarfi hans. Það er því spurning hvort texta Sigurjóns sé ekki ofaukið og ritgerð Aðal- steins nægi sem úttekt á lista- manninum. Skagfirsk ættfræði og upplýsingar um hið margfræga Veðramótskyn gera lítið til að varpa ljósi á einstæða reynslu málarans Jóhannesar Geirs. Ritgerð Aðalsteins er m.ö.o. þungamiðja bókarinnar. Að vísu fara ansi margar blaðsíður í það að lýsa sérstöðu Jóhannesar Geirs í þeim sviptingum sem áttu sér stað á öndverðum 6. áratugn- um og kenndar eru við abstrakt- ið, en persónulega reynslu lista- mannsins á fyrstu árunum í Reykjavík rekur Aðalsteinn af röggsemi og tengir hana réttilega þróun hans sem listmálara. Aðal- steinn gerir e.t.v. einum of mikið úr sérstöðu Jóhannesar Geirs, en það kemur ekki að sök og er raunar skiljanlegt, því varla hefði hann fengist við að skrifa um hann ef hann hefði ekki fundið eitthvað sérstætt í list hans. Umbrot og uppsetning bókar- innar er til fyrirmyndar, þótt ég sé fremur fylgjandi aðgreiningu milli texta og myndefnis. Torfi Jónsson hefur unnið verk sitt af stakri smekkvísi og næmleik. Frágangur er allur hinn vandað- asti og litprentun með ágætum, en einhvern veginn finnst mér sem númera hefði mátt myndirn- ar í bókinni, þótt e.t.v. sé slík krafa smásmuguleg. Eigendalisti í lok bókarinnar þjónar litlum til- gangi einn og sér. Bókin um Jóhannes Geir er vönduð í alla staði, en nú fer Jóhannes Geir menn að lengja eftir bókum um lengi hafa verið látnir sitja á hak- suma af átakamestu lista- anum. mönnum þjóðarinnar, sem of HBR Ephraim Kishon Skrítnar skepnur Skopsögur SUE TOWNSEND VlMS'V*' (Adrian Mok IngUíjörg BergþórsdöUlr þýddi Pétur heiði Guðbergur Bergsson heldur áfram að veita til landsins spænskættuðum menningar- straumum og hcfur nú þýtt bók- ina Pedro Paramo (Pe'tur heiði) eftir mexíkanann Juan Ruifo. Rulfo fæddist árið 1918 og var gerður þjóðskáld í Mexíkó fyrir fimm árum. Hann segist meðal annars hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskum bókmenntum. Áður hefur komið eftir hann á íslensku Sléttan logar, einnig í þýðingu Guðbergs. Juan Preciado, söguhetjan, er að leita föður síns og er þungt í skapi, - hann hittir á leiðinni hálfbróður, og þeir eiga ævintýr á gönguför sinni, um föðurinn, stórbónda, Súsönnu og elskhuga hennar. Iðunn gefur út. Morð í Höfn Morð í myrkri heitir skáldsaga um glæp og ástand í undir- heimum Kaupmannahafnar eftir danska þúsundþjalahöfundinn Dan Turell, og er nýkomin út frá Forlaginu. Sögusviðið er Istedgata og ná- grenni, viðskiptahverfi eiturlyfja og holdlegs munaðar, - söguhetj- an blaðamaður sem fer að grufla útí morð og lendir í hringiðju glæpagengja. Dan Turell hafði ritað á sjötta tug bóka þegar hann sneri sér að spennusögum sem nú eru orðnar sjö frá hans hendi. Forlagið hyggst halda áfram útgáfu þeirra. Þýðandi er Jón Gunnarsson. Adrian „Daddi" Mole Dagbókin hans Dadda heitir ís- lensk þýðing bókar Sue Townsend um Adrian Mole, sem vakið hefur mikla athygli í heima- landi sínu, Bretlandi. Sagan er í formi dagbókar sem Daddi 13 ára unglingur heldur. Þarna opinberast „hinar Ieyndustu hugrenningar tánings á viðkvæmasta aldursskeiði" segir útgefandi, Fjölvi, og dagbókar- formið „gerir bókina innilega einlæga og sprengjhlægilega". Þýðandi er Björg Thoraren- sen. Kishon-kímni Skrítnar skepnur heitir bók með skopsögum eftir Ephraim Kishon, þann sama og skrifaði Hvunndagsspaug, sem kom út í fyrra. „Þessi bók Kishons er eins og aðrar bækur hans kjarnyrt og leiftrandi af kímni“ segir í frétt frá Hörpuútgáfunni: „í henni eru bráðsmellnar skopsögur um fjöl- skylduna og „atvik“ sem flestir þekkja." Hörkutól Út er komin bókin Hörkutól stíga eftir dans eftir bandaríska höfundinn Norman Mailer, einn af kunnustu nútímahöfundum þar í landi. Sagan segir frá misheppnuðum rithöfundi sem vaknar morgun einn eftir langvarandi drykkju og man fátt atburða, - en margt bendir til að hann sé sekur um morð af verra tæinu, og hefur timbraði rithöfundurinn nú æðis- gengna leit að vísbendingum um hvað gerst hafi... Mailer hefur samið ýmsar metsölubækur, og hefur staðið nokkur styr um hann í heima- landi sínu. Margar bóka hans hafa orðið uppistaða í kvikmynd- ir, þar á meðal The Naked and the Dead, og The Executioner’s song, sem hann hlaut fyrir Pullitzer-verðlaunin bandarísku. Þýðandi er Árni Ibsen, útgef- andi bókaútgáfan Nótt. ►

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.