Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 14

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 14
Stansað, dansað & öskrað Grafík tekur sjens á nýrri skífu Helgi leíksöngvari í símaspjalli Það er verst að málningarsletturnar á Grafíkurum eru ekki í lit hér, en vegna þessa sullumdrulls munaði litlu að leikhúsgestir sæju Sæla (Helga) í Land míns föður í öllum regnbogans litum, því að myndatökunni lauk ekki fyrr en stuttu fyrir sýningu eitt kvöldið. Plötuumslagið hannaði Tómas Jónsson ásamt Grafíkurtríóinu. Fyrir frekar stuttu birtust í Glætunni listaryfiruppá- haldsplötur nokkurra út- lenskra poppara. Svona í óbeinu framhaldi af því var ákveöiö aö slá á þráöinn til Helga Björnssonar leikara og söngvara í Grafík og spyrja hann meðal annars hvert væri hans uppáhaldstónlistarfólk og á hvað hann hlustaði helst af tónlist, aö nýju Grafíkur- plötunnislepptri. - Ja, ég er nú voða skotinn í Madonnu... svona í laumi, en Tsjækofskí gamli hefur vinning- inn á fóninum. Næstur honum kemur líklega Jack Bruce, bassa- leikarinn og söngvarinn sem var til dæmis í Cream með Eric Clapton, ég spila hann alltaf öðru hverju. Svo eru það auðvitað Bíltarnir og Stones, U2, Simple Minds... bara svona gott rokk yf- irleitt. - Hvaða aldur er mest áber- andi í aðdáendahópi Grafíkur? - Krakkarnir, 10 til 17 ára, þau taka mest þátt í þessu af lífi og sái. Annars virðist eldra fólk fíla okkur líka, bæði gamlir hipp- ar og aðall. Okkur var til dæmis sagt að þeir sem keyptu síðustu plötuna okkar hafi verið krakkar upp að 20 ára og svo fólk yfir þrítugt og næstum uppúr! Þarna er sem sagt tíu ára gat, en ég er viss um að nýja platan okkar stoppar í það... brúar bilið. - Síðasta lagið á plötunni ykk- arsem út kom um síðustu jól heitir Get ég tekið cjens, reyndar platan líka, og það fyrsta á þessari nýju (Stansað, dansað & öskrað) heitir Já - ég get það og það síðasta Allt fram streymir. Er þetta einhver framhaldsplötuflokkur hjá ykk- ur? - Það mætti halda það... en eigum við ekki að segja að þetta sé meðvitaður húmor? Annars er það alltaf höfuðverkur að raða lögum á plötu. Maður reynir að byggja upp einhverja stemmningu, annað hvort út frá textum eða músikinni. Yfirleitt lenda þyngri lögin aftast svona til að fólk fari ekki á bömmer á öðru lagi. Annars væri gaman að gera einhvern tímann músikplötu með söguþræði. - Hvort eru meiri poppari eða leikari? - Það fer bara eftir því hvað ég er að fást við. Ég er poppari í Grafík en leikari í leikhúsinu. Ég hef gaman af báðum hlutverkum og það veitir kannski ekkert af því að koma með dálitla akadem- íska ögun í poppið, þó að hún megi ekki verða of mikil, og á hinn bóginn að rokka upp leikhúsið, þar sem andrúmsloftið getur orðið ansi staðnað. - Pú virðist nú verða viðloð- andi enn um sinn í Land míns föður í Iðnó. - Já, það sér ekki fyrir endann á því... ég held bara að það gæti gengið í ein þrjú ár með þessu áframhaldi. - Þegar þú nefnir töluna 3 minnir það mig á að ég œtlaði að spyrja þig hvort Grafík vœri tríó... þið eruð bara 3 á plötu- umslaginu. - Eigum við ekki að segja að Grafi'k sé regnhlífasamtök - það er vinsælt orð nú til dags. Rúnar Þórisson gítarleikari, Rafn Jóns- son trommari og ég erum kjarn- inn, en eigum kost á dyggum að- stoðarmönnum. Jakob Magnús- son bassaleikari og Hjörtur Howser hljómborðsleikari hafa mest spilað með okkur upp á síð- kastið opinberlega. - Ætliði að stansa víða og spila, dansa og öskra til að fylgja plötunni eftir, eins og sagt er? - Við ætluðum að halda hljómleika ásamt fleirum í Laugardalshöllinni í kvöld, en Bogdan sagði nei... handknatt- leikslandsliðið leggur hana undir sig um þessar mundir. En við mætum hressir úti á vegi eftir ára- mót. - Ertu bjartsýnn á að Stansað, dansað og öskrað seljist vel? - Maður vonar auðvitað það besta, það er náttúrulega ferlegt að vera svona seint á ferð með plötu fyrir jólin, en hún hefur far- ið ágætlega af stað. Svo eru líka mestu söludagarnir eftir, og nýtt plastkortatímabil að hefjast ... við sjáum bara til. A Helgi í hlutverki Sæla í „Land míns föður" vígalegur með hníf í hendi að hleypa upp balli hjá Kananum á Borginni. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin 2. You’re a womart - Bad Boys Blues 3. Don’t mess with Doctor Dream - Thompson Twins 4. Pretty young girl - Bad Boys Blues 5. In the heat of the night - Sandra 6. Fegurðardrottningin -Ragnhildur Gísladóttir 7. Samurai - Michael Credu 8. Say you - Say me - Lionel Ritchie 9. Do they know it’s Christmas? - Band Aid 10. I’m your man - Wham! Grammid 1. Holiday in Europe (The naughty nought) - Kukl 2. Once upon a time - Simple Minds 3. Frank and Christ - Dead Kennedys 4. Cut the crap - Clash 5. In concert - Linton Kwesi Johnson 6. Slave to the rythm - Grace Jones 7. Songs to iearn and sing - Echo and the Bunnymen 8. Raindogs -Tom Waits 9. Love - Cult 10. Easypieces-Lloyd Cole and the Commotions Rás 2 (V 1■ Hjálpum þeim - íslenska hjálparsveitin (2) 2. Tóti tölvukall - Laddi (6) 3. In the heat of the night - Sandra (9) 4. Gaggó-Vest ( í minningunni) - Gunnar Þórðarson (12) 5. Tangó- Grafík (3) 6. Can’twalkaway-Herbeú Guðmundsson (4) 7.1’m your man - Wham! (5) 8. Into the burning moon - Rickshaw (29) 9. Gleði- og friðarjól - Pálmi Gunnarsson (14)10. Allur lurkum laminn - Bubbi Morthens 14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.