Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 1
Reykjavík
Nær öllum lóðum skilað
Aðeins 58 af259 lóðum nýttar. Aldrei minni
íbúðabyggingar en ífyrra. Grétar Þorsteinsson
formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur: Sífellt hallar á ógœfuhliðina
að er öruggt að úthlutuðum
lóðum í Reykjavík hefur
aldrei fyrr verið skilað til baka í
jafn miklum mæii og gerðist í
fyrra. Þetta eru mun ískyggilegri
tölur en við höfðum undir hönd-
um á haustmánuðum, þannig að
það hallar enn á ógæfuhliðina í
þessum efnum, sagði Grétar Þor-
steinsson formaður Trésmiðafé-
lags Reykjavíkur í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Alls komu 259 lóðir undir
íbúðarhúsnæði til úthlutunar í
Reykjavík í fyrra, en tæplega
80% þeirra, 201 Ióð var skilað
aftur. Á byggingarsvæðinu í
Grafarvogi var alls 225 lóðum út-
hlutað en 180 var skilað. Þannig
var í raun aðeins 58 lóðum úthlut-
að og ráðgert er að byggja á þeim
240 íbúðir. Þessi tala hefur aldrei
verið lægri.
„Meginskýringin á þessu er
auðvitað sú kjaraskerðingsem al-
menningur hefur orðið fyrir sl.
tvö og háift ár og stefna
stjórnvalda í húsnæðismálum.
Fólk hreinlega leggur ekki út í
húsbyggingar eða íbúðakaup sem
stendur,” sagði Grétar í gær.
Það vekur athygli að af 158 ein-
býlislóðum sem úthlutað var í
Grafarvogi var 142 skilað til
baka. AIls var í Reykjavík allri
úthlutað 183 einbýlislóðum, en
163 skiluðu sér aftur, ónýttar.
Fjölbýlishúsalóðir virðast ganga
best út og er það skýringin á því
að svo margar íbúðir fást út á 58
lóðir sem nýttar verða.
Á þessu ári verða á boðstólum
lóðir fyrir samtals 429 íbúðir,
flestar í Grafarvogi, auk nokk-
urra lóða fyrir íbúðir í sambýli.
Þessar lóðir eru þegar nær bygg-
ingarhæfar, en ekki virðist í fjár-
lögum borgarinnar gert ráð fyrir
að þær gangi út frekar en í fyrra,
því áætlaðar tekjur af gatnagerð-
argjöldum á þessu ári eru 106,6
miljónir króna eða aðeins 6 milj-
ónum hærri en í fyrra.
Sjá bls. 3. ^88
/
Iþróttir
Faðir
til
sonar
Einar Vilhjálmsson spjótkast-
ari var í gær útnefndur Iþrótta-
maður ársins 1985 af samtökum
íþróttafréttamanna. Þetta er í
annað sinn sem Einar hlýtur
þessa viðurkenningu, í fyrra
skiptið 1983. Vilhjálmur Einars-
son, faðir Einars, afhenti honum
verðlaunagripinn en Vilhjálmur
hlaut hann fyrstur allra, árið 1956
og hefur unnið til útnefningarinn-
ar oftast allra, fimm sinnum.
E.Ól. tók myndina af þessu sögu-
lega atviki í gær.
-VS
Sjá bls. 6.
Grandi hf.
Loforðin svikin
190 manns sagt upp hjá Granda vegna skipulagsbreytinga.
Komið aftan að starfsfólki. Mikil óvissa. Ragna Bergmann formaður Framsóknar:
Ekkert samráð við starfsfólk þráttfyrir óskirþar um
i
Stútur
Rótsterk
rommsósa
Alice Springs — Þegar Christian
Wendel mætti fyrir rétti í Alice
Springs í Ástralíu ákærður fyrir
að aka bfl undir áhrifum áfengis
gaf hann þá skýringu að sonur
hans hefði boðið honum svo
sterka sósu.
í blóði Wendels mældist þre-
falt leyfilegt magn áfengis en það
skýrði hann með því að sonurinn
hefði að honum forspurðum sull-
að heilum pela af rommi út í sós-
una þegar hann bauð föðurnum í
mat.
Rétturinn féllst á að hér væri
um óvanalegt tiivik að ræða og
svipti Wendel ökuleyfi — skil-
orðsbundið. Einnig var honum
gert að greiða rúmlega 5.000 kr.
til góðgerðarmála.
—ÞH/reuter
að er Ijóst að loforðin sem gef-
in voru við upphaf starfsemi
Granda hf. um að atvinnuöryggi
starfsfólks yrði haft að leiðarljósi
hafa verið svikin og án nokkurs
samráðs við starfsfólk, enda þótt
margsinnis hafi verið farið fram á
það við stjórn fyrirtækisins að
svo yrði, sagði Ragna Bergmann
formaður Verkakvennafélagsins
Framsóknar í Reykjavík í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Davíðs
Oddssonar borgarstjóra og for-
ráðamanna BÚR og ísbjarnarins
fyrr í vetur, er komið á daginn
eins og varað var við að hagsmun-
um fiskverkunarfólks hefur verið
fómað til að unnt væri að bjarga
fyrirtæki þeirra ísbjarnarbræðra
frá hruni. 190 manns hjá Granda
hf. fengu uppsagnarbréf 30. des-
ember sl. Uppsagnirnar koma til
vegna skipulagsbreytinga í kjöl-
far sameiningar BÚR og ísbjarn-
arins, en ráðgert er að endurráða
um helming þessa fólks. Rúmri
viku áður en bréfin bámst hafði
allt starfsfólk fyrirtækisins, 400
manns verið sent hýmlaust heim
um jólin.
Geysileg óánægja ríkir meðal
starfsfólks Granda þessa daga,
ekki síst þar sem því var tilkynnt á
miðvikudaginn að viku síðar yrði
það flutt yfir í húsnæði ísbjarnar-
ins sáluga, flutt „hreppaflutning-
um” eins og einn viðmælenda
Þjóðviljans orðaði það í gær. Við
flutninginn verða tugir fískverk-
unarkvenna að gjörbreyta um
vinnuaðferðir og gera má ráð
fyrir að bónus lækki stórlega.
Hluti fiskverkunarfólksins á-
formar að hætta hjá fyrirtækinu
vegna þessa og heimildir blaðsins
herma að allnokkrir hafi hætt í
gær.
Fólkinu finnst að komið hafi
verið aftan að því hvað eftir ann-
að síðan af sameiningunni varð,
bæði hvað varðar skipulags-
breytingar og uppsagnir. Því var
lofað í upphafi að til þessa myndi
ekki koma.
Ragna Bergmann sagði í gær
að Framsókn myndi fara fram á
viðræður við stjórn Granda innan
tíðar. „Ég er mjög óánægð með
að þessar uppsagnir skuli koma
einmitt nú þegar vinna í sam-
bandi við atvinnuöryggi fiskverk-
unarfólks er að komast á loka-
stig. Og í þeirri nefnd sitja m.a.
stjórnarmenn í Granda hf.”
~S8
Sjá baksíðu
Þjóðviljinn
Opið í dag
Síðustu forvöð eru að verða að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans en
dregið verður á mánudaginn. Til að auðvelda skil verður afgreiðsla
blaðsins að Síðumúla 6 opin í dag til kl. 16.00. Þá má og geta þess að
skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi að Hamraborg 11 verður
opin fram til kl. 16.00 og geta Kópavogsbúar gert upp sína reikninga
þar.