Þjóðviljinn - 11.01.1986, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Síða 5
Atvinnumál Stjórnvöld skortirframsýni. Engin markviss stefna um stuðning við nýju greinarnar, sem mala frœndþjóðunum gull. Heltast íslendingar úr lestinni vegna skammsýni stjórnvalda? Við íslendingar erum líkast til eina þjóðin á norðurhveli jarðar sem á þessum síðustu tímum hraðstígrar þróunar í tækni og vísindum fylgir ekki neinni af- markaðri stefnu í atvinnumálum. Þess í stað höfum við um skeið látið reka á reiðanum undir leið- sögn misviturra stjórnmálafor- ingja, sem trauðla verður sagt um að reiði framsýnina í þverpokum. Þetta er afturhvarf frá því sem áður var. A dögum Nýsköpu- narstjórnarinnar í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar var þannig fylgt mjög skeleggri stefnu um uppbyggingu togaraflotans. Síð- ar meir stóð svo þjóðin einhuga að því að færa út landhelgina og setti þar ótvírætt fordæmi sem margar aðrar þjóðir fylgdu síðar. En útfærsla landhelginnar, þar sem íslenskir sósíalistar léku mjög þýðingarmikið hlutverk, er að líkindum mikilvægasti áfanginn í atvinnuþróun þjóðarinnar. En síðar var svo skipulega hafíst handa um að kaupa skuttogarana til landsins og með því var á ný stigið stórt skref. Hefð og saga Saga og hefðir skipta miklu máli fyrir lifandi hreyfingar og það er mikil nauðsyn á því að liðs- menn geri sér grein fyrir því hverju barátta fyrri ára hefur skilað. Þetta er kannski ekki ævinlega fullljóst í hugum þeirra sem yngri eru og erfitt að sakast við nokkurn um það. Hitt er staðreynd að saga íslenskra sós- íalista er samofin atvinnusögu þjóðarinnar til margra áratuga, og innan hreyfingarinnar hafa at- vinnumálin jafnan skipað mjög háan sess. Þannig er ljóst, að í vitund manna verður nafn Einars Olgeirssonar ævinlega tengt upp- byggingu togaraflotans á dögum Nýsköpunarstjórnarinnar, og saga landhelgisbaráttunnar verð- ur heldur aldrei skrifuð án þess að Lúðvíks Jósepssonar, fyrrver- andi foringja Alþýðubandalags- ins, verði að verðleikum getið. Enn í dag fylgjum við hefðinni og leggjum mikla vinnu í atvinnu- málin. Þjóðviljinn birti þannig fjölmargar greinar um nýja möguleika í atvinnumálum allt síðasta ár undir samheitinu Ný sókn, sem síðar var svo gert að yfirskrift landsfundar Alþýðu- bandalagsins. Innan flokksins var einnig mikið starf lagt í stefnu- mótun á sviði atvinnumála á ár- inu, einkum í söfnun upplýsinga um nýja möguleika á sviði nýrra jafnt sem hefðbundinna atvinnu- greina, og þeirri vinnu lýkur væntanlega á næstu mánuðum. Þetta starf hefur ekki síst mið- að að því að móta markvissa stefnu um nýtingu möguleika í hinum nýju hátæknigreinum og fiskeldi. En enginn annar stjórnmálaflokkur á íslandi hefur til þessa lagt í hnitmiðaða stefnu- mótun á þeim sviðum. Skuldasöfnun Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru „gamlir" stjórnmálaflokkar að því leyti, að þeir hafa engar hug- myndir gert sér um hvernig við gætum nýtt möguleika nýrrar há- tækni til að skapa ómæld verð- mæti. Þessi hugmyndafátækt veldur því svo að ríkisstjórnin er gersamlega stefnulaus á þessu sviði. En samtímis eru hins vegar samkeppnisþjóðir okkar í óða önn að vígbúast nýrri tækni, og nú þegar sitjum við nokkru aftar á tæknimerinni en þær. Þetta ástand endurspeglast í þeirri staðreynd, að framleiðni og launakjör eru miklum mun lægri hjá okkur en sumum þeirra. En það er fleira sem gerir það mjög brýnt að marka sem fyrst brúklega stefnu í atvinnumálum, einkum með tilliti til nýju greinanna svokölluðu. Það er til dæmis ljóst, að innan fárra ára getur skapast allt að því neyðará- stand í efnahagsmálum okkar vegna erlendra skulda, og enn virðist ekkert lát vera á skulda- söfnun ríkisstjórnarinnar er- lendis. Afborganir og vextir eru nú þegar farin að taka verulegan hluta af þeim verðmætum sem við öflum en á næstu árum mun þó keyra um þverbak. Hvernig er kleift að mæta þessum vanda? Vinstri valkostur Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt fram sínar hugmyndir. Hann vill einfaldlega skera samneysluna niður við trog, brjóta velferðarkerfið að hluta til niður (sbr. hækkunina á lyfjum og læknisþjónustu sem og aðför- ina að námsmönnum þessa dag- ana), minnka kaupmáttinn og afla þannig fjár til að greiða niður erlendu skuldirnar, sem hann er sjálfur að taka þessa dagana. Sá vinstri valkostur, sem meðal annars hefur verið kynntur hér í Þjóðviljanum gæti ekki verið skýrari. Við viljum draga úr eyðslulánunum, sem fara í að byggja verslunarhallir í Reykja- vík sem þegar hefur meira versl- unarrými á íbúa en nokkur önnur höfuðborg í heimi. Við viljum fjárfesta í nýjum arðbærum tæki- færum, sem skila arði tiltölulega fljótt, einsog fiskeldi og ýmsum hátæknigreinum. Við viljum ekki síst nota fjármagn til að endur- væða sjávarútveginn, gjöfulustu gullnámu þjóðarinnar, þeirri tækni sem þarf til að hann verði miklu hagkvæmari en núna og skili mun meiru. Ef þarf að taka lán til þessa, þá verður að gera það. Slík lán eru einfaldlega þjóðhagslega hagkvæm. Þannig Úr landhelgisbaráttunni við Breta. Útfærsla landhelginnar var einn mikilvægasti áfanginn í atvinnusögu islendinga. er óráðlegt að hefj a þá hröðu nið- urgreiðslu erlendra skulda sem ungir Sjálfstæðismenn telja nauðsynlega, raunar með sam- þykki núverandi fjármálaráð- herra. Þess í stað á að miða við að lánin aukist ekki teljandi á næstu árum, og einhenda sér í að byggja upp nýjar greinar, og nota þann arð sem vænta má af þeim til að hefja niðurgreiðslu skuldanna. Því má ekki gleyma, að skuldir íslendinga í dag hafa safnast á 40 ára sögu lýðveldisins, og það væri óráð að ætla að hefja mjög hraða niðurgreiðslu þeirra, einsog sumir Sjálfstæðismenn vilja. Lífs- kjör fólksins í landinu og upp- bygging nýrra greina myndu gjalda þess verulega. Ný störf Við þurfum hins vegar ekki einvörðungu að byggja nýjar greinar til þess að afla verðmæta í nægilegum mæli til að geta greitt niður fjallháar skuldir okkar er- lendis. Við þurfum þeirra ekki síður við til að skapa ný störf handa nýju fólki. Reiknimeistarar hafa reiknað út að við næstu aldamót verði um þrjátíu þúsund fleiri íslendingar á vinnumarkaðnum en núna. Allt þetta fólk þarf vinnu til að fram- fleyta sér. Samhliða fólksfjölgun má líka búast við því að fyrr eða síðar muni aukin tæknivæðing í hefð- bundnum framleiðslugreinum leiða til fækkunar starfa innan vé- banda þeirra. Því má líka bæta við að líklegt er að störfum fækki eitthvað á næstu árum í ýmsum þjónustugeirum, svosem trygg- ingum, samgöngum og banka- starfsemi. Þetta veldur því, að okkur er brýn nauðsyn á því að skapa ný störf, ella gæti atvinnuleysi í um- talsverðum mæli tekið sér ból- festu í landinu og okkur kynni að reynast torvelt að ýta þeim vá- gesti úr landi. Stefnuleysi Erlendis hefur mikill vöxtur hlaupið í hátæknigreinar, sem eru víða orðnar að vaxtarbroddi atvinnulífsins, og það þarf ekki að minna neinn á mikilvægi fisk- eldis fyrir frændur okkar Norð- menn. Hér á landi eru sömuleiðis miklir möguleikar til að feta í fót- spor frændþjóðanna og skapa á tiltölulega fáum árum umtals- verðan auð með því að nýta nýja tækni. Forsendurnar eru vissu- lega fyrir hendi. Fyrst má telja skólakerfið, sem er óvenju gott hér á landi. En það er auðlind sem menn líta gjarnan fram hjá en er ótrúlega mikilvæg ef hátæknigreinar eiga að verða meira en aukageta hjá okkur. Þannig er tölvulæsi að verða út- breitt á íslandi, en það er ein for- senda sóknar í nýjum atvinnu- greinum. Við höfum þegar forskot í ýms- um greinum á borð við sjávarút- veg og virkjun jarðvarma, og við þurfum að skapa skilyrði sem gera framtakssömu fólki kleift að þróa hugbúnaðar- og tölvufram- leiðslu í tengslum við þær. Með sérfræðiþekkingunni sem er til staðar í hefðbundnu greinunum og innlendu hugviti ómenntaðs mannafla væri hægt að taka for- ystu í hátæknivæðingu þeirra og nýta til útflutnings og gjaldeyris- öflunar. Það þarf ekki að fjölyrða um hreina, smitfría vatnið sem við höfum og ómengaðan sjóinn, sem gætu gert okkur að forystu- þjóð í fiskeldi. Örverur í hverum og kaldsjáv- arfiski gætu gert okkur fært að stunda líftækniframleiðslu á ann- ars vegar hitaþolnum og hins veg- ar kuldaþolnum efnahvötum (en- símum), sem eru nú þegar eftir- sótt til ýmiss konar rannsöknar- vinnu og seljast við háu verði. Þannig mætti lengi telja. Það er vert að ítreka að einmitt þessar nýju greinar byggjast yfirleitt á litlum fyrirtækjum með fáa en vel menntaða starfsmenn, þær byggja á ódýru hráefni og eru oft- ar en ekki lítt háðar nálægð við markaði. Að því leyti til gætu slík fyrirtæki verið reist á Skaga- strönd og Sauðárkróki ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu, og henta því vel fyrir þá byggða- stefnu sem nauðsynlegt er að styðja í landinu. En til að hægt sé að nýta alla þessa möguleika þarf markvissa stefnu sem tekur til stuðnings- rannsókna, fjármögnunar og rekstrarráðgjafa af ýmsu tæi sem er nauðsynleg fámennum fyrir- tækjum og smáum. Fari stjórnvöld ekki að dæmi frændþ- jóða okkar, sem eru óðfluga að ná góðum tökum á hátækni og fiskeldi fyrst og fremst vegna ým- iss konar stuðnings sem þeim var í upphafi veitt af hálfu hins opin- bera, þá munum við heltast úr lestinni, og lífskjör þjóðarinnar verða fyrir vikið miklu lakari en ella. Því miður bólar ekkert á neinum tilburðum hjá stjórnvöldum á íslandi til að taka sér tak í þessum efnum. Framsýn- in virðist ekki til staðar. Það kann að reynast dýrkeypt í fyllingu tímans. - Össur Skarphéðinsson Lýst er eftir stefnu Laugardagur 11. janúar 1986 jÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.