Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 12
PÆGURMÁL 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Laugardagur 11. janúar 1986 Tina Turner og Mick Jagger taka lagið á Live Aid síðast liðið sumar. Tina tekur upp í apríl Tina Turner fór í mikla hljóm- leikareisu til Bretlands í fyrra og sáu íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur brot af þeirri uppákomu milli jóla og nýárs. Aftur er hún vænt- anleg til Bretlands á þessu ári en ekki til hljómleikahalds, heldur plötugerðar. Plötuna á að taka upp í apríl í Lundúnum, en Tina, sem er alin upp við blús og negra- sálma, vill frekar syngja með en- skum rokkurum en eigin löndum; segir að blúsinn sé svo tregab- landinn og hún hafi fengið sinn skammt af honum. Jafnframt tel- ur hún að við þessa svörtu am- rísku og hvítu ensku blöndu komi fram mjög fersk músík. Þessi væntanlega breiðskífa mun svo koma út síðar á þessu ári um leið og sjálfsævisaga Tinu, sem hún skrifar í samvinnu við ritstjóra rokksritsins Rolling Stone, Kurt Loder. Þá kvað Tina hafa fullan hug að leika í fleiri kvikmyndum eftir að hún komst á bragðið í Mad Max, sem nú er verið að sýna í Austurbæjarbíói. Nona Hendryx Með dansi skal illt út reka Nona Hendryx hefurtvívegis komið við sögu hér á síðum Dægurmála og þarf kannski ekki frekari kynningarvið. Má þó enn og aftur bendla hana við hina margrómuðu Patty Labelle úr samnefndu tríói sem svo mergjað söng á Live Aid tónleikunum og hreif alla áheyr- og -horfendur upp úr skónum. En fyrir skömmu reið Nona aftur á vaðið með átta laga plötu undir handarjaðrinum, The Heat, Hitinn, og er hún einsog hinar tvær plötur hennar yfirfull af dans- og ryþma- fílósófíu. Það eru engar ýkjur að segja þessa konu hafa stíl og hann allsmart- an, bæði í músíkinni, „leiáti“ plötuumslags og/sjálfrar sín. Hitinn er hvorki betri né verri plata en þær Nona Hendryx og Art of Defense, hún er jafn vönd- uð í leik og útsetningum, jafn- fjörug og upprífandi, og ekki má gleyma: jafn jákvæð og velmein- andi. Nona er nefnilega ein af þeim sem vilja nota dansinn sem vopn gegn öllu óheillavænlegu, sem býr í sjálfum okkur og í um- hverfi okkar og sem meðal í bar- áttu fyrir frelsi, eða eins og segir í laginu Revoloutionary Dance, Byltingardansinum: Lost in the music Rebels without a cause Burning all their bridges Breaking all the laws No more submission We’ve paid the cost Out of chains out of prison No more bullies, no more boss Freedom is out of the song They’ve found a beat that goes on and on The Revoloutionary dance It’s a dance of circumstance The rythm has its own demantsl In the revoloutionary dance Sem sagt allt gott um Hita Nonu að segja, og enn skal dans- fíflum bent á að plötur Nonu Hendryx eru ómissandi í allrahanda og -fóta fjör og fim- leika. _ o Elton John popparinn glereygði Hann Elton John erflinkur poppsöngvari og músíkant, um það er ekki deilt. Það má kannski deila um hversu mikið hann á upp á pallborð ungra poppaðdáenda;þeim finnst hann ef til vill of gamald- ags, jafnvel alltof hallæris- legur stubbur til að vera mark á takandi í poppheimi útlitsað- dáenda. Og karlanginn er enginn skæslegur kroppur, ónei. Hinsvegarertónlist hans góð, fíli maður Elton á annað borð, og textar með- reiðarsveins hans, Bernies Taupin, eru yfirleitt óvitlausir og vel „ortir“, og það eru oft- lega þeir sem gefa lögum Elt- onseitthvertgildi. Nýja platan Eltons Ice on Fire er betri en Broken Hearts, sú er síðast kom frá kappanum. Ekki þó mjög ólík, en lögin á þessari kræsiíegri, leikur auðvitað góð- ur, en mikil notkun blásturs- hljóðfæra setur sterkan og fjá skemmtilegan svip á plötuna all Auðvitað er lagið um rússnesl landamæravörðinn Nikita í finna á þessari plötu, lagið eflau orðið til þess að vekja athygli n liða í poppáhugamennskunni þessum létt dvergvaxna gle augnaglámi sem er búinn að ve: í bransanum í hátt á annan tug c gera góða hluti. Hinsvegar ættu unglingarn vel að kannast við nokkra náunj sem aðstoða gömlu stjörnuna c votta honum virðingu sína verki, þá George Michael, Ni Kershaw og trommara Djúra Djúran, Roger Taylor. Þeir minna alltaf svolítið hvor annan Elton og Billy Joel, ekl eingöngu hvað varðar líkam byggingu heldur og raddbönc Joel þó fvið sjálfsævisögulegri sínum lögum enda semur han sína texta oftast nær sjálfur. Hvað um það, góð poppplata gæðaflokki hér á ferð og ekki oi um það meir, Jón. - í Bob Geldof Bob Geldof með Afríkubók sína, til styrktar hungruðum. „Eðlilegt" líf framundan Band Aid mun halda áfram of, sem hefur staðiö, eða rétt- baráttu sinni gegn hungri á ara sagt ætt, í fararbroddi fyrir þessu ári, en án Bobs Geld- rokkurum í aðstoð þeirra við hina sveltandi í Afríku. Geldof hefur sagt að aðalmarkmið sitt þetta árið verði að skrifa lög og texta fyrir hljómsveit sína The Boomtown Rats og að taka upp aftur „eðlilegt" líf. Þegar hann var spurður hvort hann héldi að það yrði mögu- legt eftir það sem á undan er gengið svaraði hann: „Sjáiði baratil!" Síðustu fréttirherma svo að Bob hafi skipt um skoðun vegna fyrirsjáanlegra hörmungaíSúdan. Sjálfur kallar Geldof árið 1985 „árið þegar samkenndin þorði út úr skápnum" „Upprunalega hug- myndin var að koma af stað um- ræðum um framkvæmdir, safna peningunum og síðan að nota þá til gagns og það höfum við gert. En þótt við höfum lagt fram um það bil 36 miljón pund til Afrík- usöfnunarinnar er vandamálið enn þarna og mun ekki hverfa af sjálfusér". Geldof hefur skorað á pólitíkusa að gera meira til að berjast gegn hungrinu í heimin- um: „Ég hef tvisvar verið í Afríku og veit af þeirri reynslu að vand- amálið er ekki bara af eðlilegum eða náttúrulegum orsökum, heldur líka pólitísks og siðferði- Iegs eðlis. Það verður að koma til pólitískur vilji til að breyting verði hér á pólitíkin er aðalhind- runin“. Hins vegar hefur Geldof mótmælt því að hann mundi verða góður pólitíkus: „Ég lenti í þessu Band Aid máli af slysni og þar að auki er ég miklu betri í að setja allt á annan endann á eigin spýtur en að verma þingmanns- sæti. Svo kann ég ekki við illgirnina sem svífur yfir vötnum í pólitíkinni nú til dags.“ A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.