Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVILJINN Umsjón: , Mörður Árnason Ljóðsafn Einars Braga á ensku Austurbœjarbíó Hef valið baráttuverk Nýlega er komin út hjá bóka- forlaginu Advent Books í South- ampton Ijóðabókin „NIGHT EYES and other poems“ eftir Ein- ar Braga. Louis A. Muinzer há- skólakennari í Belfast hefur séð um útgáfuna, þýtt sum Ijóðanna og ritað formála um höfundinn og Ijóðagerð hans. Aðrir þýðendur eru Patricia Aylett og Sigurður A. Magnússon. í bókinni eru 30 Ijóð. í formála Muinzers segir á þá leið, að yrkisefni og myndmál Einars Braga séu einkar íslensk, en skáldið sýni þennan íslenska heim á svo náttúrlegan og sjálf- sagðan hátt, að engin þörf sé fyrir útskýringar með þeim af ætt landafræði eða þjóðfræði: les- andinn sé blátt áfram boðinn velkominn til þátttöku í þeirri huglægu reynslu sem kvæðin spretti af. Áður hafa komið út ljóðabæk- ur eftir Einar Braga á frönsku (Étangs Clairs, þýðandi Régis Boyer), sænsku (Pilar av ljus, þýðandi Inge Knutsson) norsku (Regn i mai, þýðandi Knut Öde- gárd), en alls hafa ljóð hans verið þýdd á 13 tungumál. Halldór Haraldsson við píanóið: erlendir gestir tala um ferskleika í íslensku tónlistarlífi. (mynd: Sig). Halldór Haraldsson heldur stórtónleika ítilefni 20 ára starfsafmœlis gífurlega á þessum tuttugu árum, segir Halldór, - nú er orðið hér nokkuð blómlegt tónlistarlíf, sér- staklega í Reykjavík. Pað hefur eiginlega orðið sprenging í tón- leikahaldi í höfuðborginni núna á einum áratug. Þegar ég kom frá námi voru hér á landi 24 tónlistar- skólar, en eru núna orðnir 60. - Ég held að tónlistarlíf á ís- landi sé nú í þróun sem þegar er lokið í Evrópu. Erlendir gestir tala um að yfir þessu sé ákveðinn ferskleiki hér; við erum auðvitað ekki betri en ytra, en erum að sækja okkur, og við það myndast nýjabrum, á bakvið er einhvers- konar frumorka. Kennslan inn- anlands verður betri og betri og tónlistarmenn sækja nám sitt víðar að en áður, til fleiri og fleiri landa. - Það er þess vegna slæmt að opinber stuðningur við listir skuli vera hlutfallslega miklu minni hér en í nágrannalöndum, ekki síst vegna þess að það er í raun- inni tiltölulega lítil upphæð sem þarf til að glæða tónlistarlífið mjög mikið. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina, - tónlist- arlífið er varla blómlegt nema á höfuðborgarsvæðinu. Það eru tónlistarskólar um allt land, en það er eins og það dugi ekki til að fólk mæti þar á tónleika. - Nei, það gr ekki hægt að starfa hér sem píanóleikari ein- göngu. Ekki hér á landi, það er alveg útilokað án þess að vera í stöðugum utanlandsferðum. Mér finnst þetta reyndarekkert verra, hef ekki áhuga á að vera sífellt að ferðast útum .allar trissur. Og kennslan er í sjálfu sér merkilegt starf, það er gaman að vinna með öðru fólki og sjá það vaxa og dafna. -m Guðrún Bjarnadóttir Hið dapurlega og hið ánœgjulega „Sú viðleitni er mikils virði að taka tillittilþess að við erum ólíkar manneskjur“ Ekki getum við öll verið sam- mála - sem betur fer - en engu að síður freistast ég til að reyna að sannfæra þig, Arni Bergmann, og aðra þér sammála, um að eitt af því sem þú telur dapurlegt sé í raun afar ánægjulegt. í lok ritdóms þíns í Þj v. 18. des. s.l. um bók Steinunnar Jóhannes- dóttur, Flautan og vindurinn, segir þú: „Hitt er svo dapurlegt, að menn skuli telja þörf á því að skrifa bækur á sérstaklega „léttu lesmáli" fyrir þennan aldurs- hóp.“ (undirstrikun mín). Síðan heldur þú áfram: „En lestrarörðugleikar færast víst ofar og ofar upp aldurstréð og þá er víst eins gott að hafa eitthvert hentugt lesefni til að vísa á sem engum verður til skammar.“ Ekki veit ég hvaö þú hefur fyrir þér í þessu, ég þekki ekki til neinnar könnunar á því hvort lestrarörðugleikar á Islandi fari vaxandi eða séu að færast „upp aldurstréð", en forvitnilegt þætti mér að vita af hverju þú dregur þessa ályktun. Þegar við vorum að potast upp í gegnum skólakerfið, voru líka til lestrarörðugleikar. Þau sem þá höfðu voru bara dregin í dilka, fyrst í C og D bekkina og síðan út úr skóla að loknu barna- eða ung- lingaprófi. Við hin sem fórum í landspróf, menntaskóla o.s.frv. vorum líka í okkar dilkum og kynntumst ekki námserfið- leikum. Þess berum við merki sem t.d. koma fram þegar við sjáum kvittun skrifaða svona: staðgreitt 1 1. málig kr. 507,- 2 benslar kr. 286,- 1 bagi kr. 347,- 1 maligarúla kr. 295,- Stafsetningin sker okkur ekki aðeins í augun, okkur hættir til að fá hugmyndir um eiginleika skrifarans. Okkur hættir jafnvel til að eigna öllum á sama aldri eða þá í sömu starfsgrein þessa ím- ynduðu eiginleika, og segjum hneyksluð: „Þetta afgreiðslufólk- ...þennan aldurshóp". Hvaða mynd gerir þú þér af þeim sem skrifar? Er sú mynd lík þinni eigin sjálfsmynd? Vel gæti eini munurinn verið sá að þessi einstaklingur á í lestrar- örðugleikum Gleymum snöggv- ast því sem er ólíkt, þetta er sem sagt „Þú“. Hvernig þætti þér að hafa aldrei lært að njóta bókar hafa aldrei lagt í að skrifa blaða- grein vegna stafsetningarerfið- leika, jafnvel þótt þú sert alveg að springa yfir einhverju rang- læti, einhverjum misskilningi eða bara af frásagnargleði? Þætti þér dapurlegt ef einhver skrifaði bók sem þú gætir lesið, sem þú gætir haft hjá þér og litið í ef hún væri þér einhvers virði? Þætti þér dapurlegt að fá þannig tækifæri til að kynnast þeirri til- finningu að njóta bókar? Eða væri dapurlegt að hafa „eitthvert hentugt lesefni" að grípa til „sem engum verður til skammar“? Utgáfa bóka á léttu lesmáli tel ég ánægjulega, ekki dapurlega. Ekki aðeins vegna þess að hún gerir mörgum lífið þægilegra og skemmtilegra og opnar nýja heima. Ennfremur er slík bóíca- útgáfa viðleitni til að taka tillit til þess að við erum ólík og ráðum ekki öll við Njálu, Heimsljós eða Geirfuglana. Hafnarfirði, 8.1. ’86 Guðrún Bjarnadóttir sérkennari. Einar Bragi. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá því Halldór Haraldsson píanó- leikari kom heim frá námi og hóf tónlistarstörf hérlendis, og í því tilefnigengstTónlistarfélagið fyrir tónleikum í dag í Austurbæj- arbíói (hefjast 14.30) þarsem Halldór leikur einleiksverk eftir fjögurtónskáld, Beethoven, Chopin, Liszt og Bartók. - Hugmyndin er að þetta sé einskonar baráttuprógramm, sagði Halldór í spjalli við Þjóð- viljann, „ég hef valið baráttuverk eftir höfundana, samin þegar þeir voru á besta aldri, átímamótum á ferli sínum og mikið niðri fyrir, steyta hnefann framaní heiminn og bjóða örlögunum birginn. Halldór á að baki fjölbreyttan tónlistarferil eftir nám við Tón- listarskólann í Reykjavík og Roy- al Academy of Music í London; fjöldi tónleika hér og erlendis, einn, með hljómsveit og í kamm- erhópum. Hann hefur frumflutt mörg samtíðartónverk íslensk, og var valinn árið 1973 til að fara í fyrsta tónleikaferð Nordisk Sol- istrád um Norðurlönd árið 1973. Hann hefur átt gott tónleikasam- starf við kollega sinn Gísla Magnússon, og kom fyrir nokkr- um árum út hljómplata með túlk- un þeirra á Vorblóti Stravinskís. Síðast en ekki síst hefur hann kennt píanóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík frá 1966. - Tónlistarlíf hér hefur breyst ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.