Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBANDALAGK) AB Breiðholti List á laugardegi í Gerðubergi 11. janúar kl. 15.00. Það verður söngur, upplestur og hljóðfæraleikur i Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 11. janúar kl. 15.00 þegar Breiðholtsdeild Alþýðubandalagsins gengst fyrir LIST Á LAUGARDEGI. Fram koma: Páll Eyjólfsson, Kolbeinn Bjarnason, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Einar Einarsson, Eyvindur Erlendsson og Kristín Á. Ólafsdóttir. Tryggvi Þór Aðalsteinsson verður kynnir. Aðgangur kr. 100,-, frítt fyrir 12 ára og yngri. Alþýðubandalagið í Reykjavík Viðtalstímar borgarfulltrúa Alþýöubandalagsins í Reykjavík eru á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 að Hverfisgötu 105. Þriðjudaginn 14. janúar verður Guðrún Ágústsdóttir til viðtals. Guðrún Þinghóll Skil í Happdrætti Þjóðviljans Síðustu forvöð að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans, en dregið verður á mánudaginn. Opið í Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 11. janúar á milli kl. 13.30 og 16.00 og geta þeir Kópavogsbúar sem ekki hafa greitt miða gert skil þá. ÆSKULYÐSFYLKINGIN Framhaldsfundur Framhald á síðasta laugardagsfundi með nokkrum ÆF félögum sem bjóða sig fram til forvals verður á laugardag kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Stjórn ÆFR ÆFR Café Rosa opnað aftur! Sunnudaginn 12. janúar verður kaffihúsið Café Rosa opnað á ný eftir áramótin. Sem áður, verður á dagskrá pólitík, kaffi, með því, glens og gaman. Húsið opnað kl. 14.00. Café Rosa er á Hverfisgötu 105 4. hæð. ÆFR Þriðjudagurinn 14. janúar Felagsmalanamskeið ÆFR Núna á þriðjudaginn 14. janúar hefsta fyrra félagsmálanámskeið ÆFR. Á námskeiðinu munu þrjú kunn „félagsmálafrík" leiðbeina um framsögn (Kristín Á. Ólafsdóttir), ræðumennsku (Ólafur R. Grímsson) og fundarsköp og félagastjórn (Tryggvi Þór Aðalsteinsson). Námskeiðið stendur í 2 vikur - alls 7 skipti - og fer fram á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá ki. 19.30. Námskeiðið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er400 kr. Tilkynnið þátttöku til skrifstofu ÆFR að Hverfisgötu 105, sími 17500. - Stjórnin. Afmœli .. Ingibjörg Ogmundsdóttir 80 ára 80 ára er á sunnudag, 12. janúar, Ingibjörg Ögmunds- dóttir Vesturbergi 10. Hún tekur á'móti gestum í Drang- ey, félagsheimili Skagfirð- inga, Síðumúla 35, kl. 15-18 á afmælisdaginn. Kirkjan Prestsvígsla í Dómkirkjunni Haraldur Kristjánsson cand. theol. þiggur prestsvígslu á sunnudaginn af Biskupi Islands, herra Pétri Sigurgeirssyni. Haraldur hefur verið ráðinn aðstoðarprestur í tveimur söfnu- ðum, Víðistaðasókn og Garða- sókn í Kjalarnesprófastsdæmi. Prestsvígslan verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson prófast- ur Kjalnesinga lýsir vígslu, en vígsluvottar eru þeir sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, sr. Gunn- þór prófastur Ingason, sr. Sigurð- ur Sigurðarson og sr. Lárus Þorv. Guðmundsson. Marteinn H. Friðriksson annast organleik og stýrir Dómkórnum. Haraldur Kristjánsson er 28 ára gamall, frá Selfossi, sonur hjónanna Kristjáns Guðmunds- sonar og Guðmundu Guðmunds- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1977, en hóf guðfræðinám 1980 og lauk kandidatsprófi frá Guðfræðideild háskólans haustið 1985. Kona hans er Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarnemi frá Birnustöðum á Skeiðum og eiga þau tvo syni. Haraldur verður í hálfu starfi hjá hvorum söfnuði um sig og mun vinna að hinum ýmsu þátt- um safnaðarstarfsins í samvinnu við sóknarprestana sr. Braga Friðriksson í Garðasókn og séra Sigurð Helga Guðmundsson í Víðistaðasókn. EIGENDUR YAMAHA VÉLSLEÐA Úrval varahluta á lager - hagstætt verö. Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staðgreiðsluafslátt. /S BÚNADARDEILD YAMALUBE-2 !$>snMBnNDSiNs olían frá YAMAHA í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur hefur afmælisnefnd í samvinnu við Sjónvarpið ákveðið að efna til samkeppni um lag tileinkað Reykjavík. Verðlaunin Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema kr. 175 þúsundum. Fyrstu verðlaun eru kr. 100 þúsund. Önnur verðlaun em kr. 50 þúsund. Þriðju verðlaun em kr. 25 þúsund. Lagahöfundur hljóti % verðlauna og textahöfundur Vá eins og úthlutunarreglur STEFs segja til um. __________________Lögin____________________ Til þess er ætlast að lögin séu í dægurlagastíl frekar en einsöngs eða kórlagastíl og séu í algengri lengd slíkra laga. _________________Textarnir_________________ Texti skal fylgja hverju lagi og fjalli efni hans um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú, mannlífið eða atvinnuhætti, eða hvaðeina annað er tengist 200 ára afmælinu eða höfuðborginni sjálfri. ______________Fyrirkomuiag_________________ Lögum (ásamt textum) skal skila í píanóútsetningu, eða skrifaðri laglínu með bókstafahljómum eða fluttum á tónsnældu. Skilafrestur er til 31. janúar 1986. Lögin og textar skulu vera í lokuðu umslagi merktu dulnefni. í því sama umslagi fylgi umslag merkt hinu sama dulnefni þar sem í er nafn höfundar eða höfunda ásamt nafnnúmeri, símanúmeri og heimilisfangi. _______ Dómnefnd________________________ Ur þeim lögum sem berast velur dómnefnd fimm lög sem keppa til úrslita í sjónvarpinu í mars 1986 eftir nánari reglum sem dómnefnd setur. Dómnefnd skipa: Svavar Gests, hljómlistarmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, Gunnlaugur Helgason, dagskrárgerðarmaður, Kristín Á. _____ Ólafsdóttir, leikkona.__ Útgáfa__________________ Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu/tónsnældu fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu en um getur í töxtum STEFs varðandi hlj ómplötuútgáfu. Lög og textar sendist afmælisnefnd Reykjavíkur, Austurstræti 16, 101 Reykjavfk § fyrir 31. janúar 1986. | FOLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR RÁÐ Laugardagur 11. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.