Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 14
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMENN/SÍMRITARA til starfa á loftskeytastöðvarnar í Nes- kaupstað og á Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild Reykjavíkur og hjá stöðvarstjórum Neskaupstað og Höfn. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 60 ára Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa við miðasölu á afmælishátíð félagsins í Broa- dway hinn 17. janúar hefur verið ákveðið að hátíðin verði einnig á Hótel Borg á sama tíma. Miðasala verður á skrifstofu félagsins eftir helgi. Miðaverð er kr. 750 í mat og kr. 350 eftir mat. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1986. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7-8. hæð eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 14. janúar 1986. Kjörstjórnin MYNDL/STA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST mánudaginn 20. janúar og standa til 30. apríl 1986. 1. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Bókband. Innritun fer fram daglega kl. 9 - 5 á skrifstofu skólans Skipholti 1. Námskeiðagjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri fP Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboð- um í smíði og uppsetningu innréttinga og smíði inni- hurða í þjónustukjarna fyrir aldraða félagsmenn V.R. að Hvassaleiti 56 og 58 fyrir byggingadeild. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. janúar n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 FRA LESENPUM Mogginn um áramót Var Þorsteinn að Ijúga? Það urðu margir undrandi að lesa eftirfarandi í áramótagrein Þorsteins fjármálaráðherra í Mbl. 31.12 s.l.: „Á þessu ári fara rúmlega 20% af þjóðarframleiðslunni í afborg- anir og vexti af erlendum lánum. En samkvæmt þessu dæmi Al- þjóðabankans færu 60% af þjóð- arframleiðslunni til þess að standa undir afborgunum og vöxtum af erlendum lánum árið 1992. í öðru dæmi Alþjóðabankans er reiknað með óbreyttri skulda- byrði, en það gæti leitt til þess eigi að síður, að greiðslubyrði vaxta og afborgana myndi tvöfaldast fram til ársins 1992. Loks er í þriðja dæminu reiknað með að- haldsaðgerðum sem lækka myndu skuldahlutfallið úr rúm- lega 60% niður í rúmlega 50%. Eigi að síður myndi greiðslubyrði afborgana og vaxta fara yfir 35% á árunum 1990-1992, samkvæmt reikniformúlu Alþjóðabankans. Ekki er ástæða til að ætla, að svartnættissþár af þessu tagi verði að veruleika. Við munum til að mynda skuldbreyta lánum til þess m.a. að greiðslubyrðin vaxi ekki með slíkum ofurþunga, sem þessi dæmi gera ráð fyrir. Það er nógu erfitt að taka meira en fimmta hluta af þjóðarframleiðslunni og senda útlendingum áður en við tökum til við að skipta upp milli okkar sjálfra. Hitt væri ógerlegt, að þurfa að senda útlendingum meira en 40% af þjóðarfram- leiðslunni, áður en við skiptum kökunni sjálfir á milli okkar, ís- lendingar". Ekki minnkaði undrunin þegar Mbl. sjálft tók upp þessa „speki“ og gerði úr frétt á bls. 2 í þessu sama tölublaði. Nú langar mig að biðja Þjóð- viljann að spyrja Þorstein nokk- urra spurninga vegna þess að hvorki Þorsteinn né Mbl. hafa leiðrétt „áramótaspeki" Þor- steins enn (6.1.’86). Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: Fór hann með vísvitandi ósannindi eða vissi hann ekki betur? Löglegt en siðlaust Ég var að lesa bókina „Löglegt en siðlaust”. Ég verð að játa, að meiri harmsögu hefi ég varla les- ið. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu lið fyrir lið, en hún er saga um ungan eldhuga, góðan dreng, tilfinninganæman og heiðar- legan. Hún er saga um manninn, sem réðst gegn ranglætinu, rógin- um, óheilindunum og ódreng- skapnum. Hún er sagan um hug- sjónamanninn, sem réðst gegn öllu rotnu og óhreinu. En hún er líka saga um flokksbræður sem sviku, rægðu og lugu á hann og lutu svo lágt að gefa í skyn heilsu- brest, en gengu þó ekki beint til verks, heldur komu slíkum gróu- sögum á gang í skjóli svívirðilegra aðferða. Ég ætla ekki að nefna nöfn þessara lítilssigldu óhappa- manna, sem bera ábyrð á ör- lögum Vilmundar Gylfasonar. Þeir eru nú margir í ábyrgðar- stöðum og sölum alþingis og þjóðin þekkir nöfn þeirra. En þegar þeir nú verða fljótlega gleymdir, eins og margir aðrir þeirrar gerðar, mun minning Vil- mundar Gylfasonar lifa, manns- ins sem var of heiðarlegur, dreng- lundaður, viðkvæmur og hjarta- hreinn til að þola þann sauruga Vilmundur Gylfason. Flörmulegt hvernig farið var með hann, segir bréfritari. skollaleik íslenskrar stjórnmálabaráttu, þar sem öllum brögðum er beitt hversu ódrengileg sem þau eru. Um leið og ég minnist Vil- mundar Gylfasonar með eftirsjá og virðingu færi ég höfundi bók- arinnar bestu þakkir fyrir vikið. Sverrir Haraldsson Borgarfirði-eystri RUV Aldraðir hafðir útundan V.Þ. hringdi og vildi gagnrýna útvarp og sjónvarp sem harðast fyrir hönd aldraðra. Ég er hálfáttræð, sagði hún, og sit mikið heima ein og fylgist vel með því sem er í hljóðvarpi og nokkuð með sjónvarpi. Og mér finnst fyrir neðan allar hellur hve oft það kemur fyrir, að það er tekið af okkur efni sem fólk á mínum aldri vill gjarna hlusta á. Núna síðast hefur þátturinn „Ljóð og lög“ tvisvar orðið að hörfa á sunnudagskvöldum fyrir boltaleikjum. Engu líkara reyndar en boltaleikir ráði ríkj- um bæði í útvarpi og sjónvarpi. Til hvers er eiginlega Rás tvö? Ég hélt að það væri nóg fyrir unga fólkið að hafa hana eins og hún leggur sig og því ætti fólk á mín- um aldri frekar að eiga von á ein- hverju á Rás eitt. En þar er líka eins líklegt að við eigum voná einhverjum poppþættinum á eftirmiðdögum. Mér finnst einatt að við séum höfð algjörlega út undan. Bríet Héðinsdóttir er farin að skrifa um sjónvarp hjá ykkur og gerir það vel. En mér finnst að hún mætti vera enn harðari við þessa menn. 1) Veit Þorsteinn ekki að tölurn- ar sem hann gefur upp um vexti og afborganir af erlendum lánum eru of háar svo nemur hundruð- um prósenta? 2) Les fjármálaráðherra ekki skýrslur sem Þjóðhagsstofnun gefur út? 3) Las Geir Haarde hagfræðing- ur, aðstoðarmaður Þorsteins, ekki yfir áramótagreinina áður en hún birtist? 4) Hvers vegna hefur Þorsteinn ekki ótilkvaddur leiðrétt þetta nú þegar? Skattborgari Við reiknum með þessu Dœmisaga um hnignandi siðferði meðal þjóðar- innar Kona hringdi: Við sem orðin erum fullorðin verðum oft vör við miklar breyt- ingar í þjóðfélaginu sem máske ekki allir taka eftir. f búðarferð í miðbænum varð ég einmitt vör við slíkar breytingar sem mér finnst segja margt um tíðarand- ann og ástandið í þjóðfélaginu: Mér varð litið innum búðar- glugga í sælgætisverslun þarsem unglingar voru í kringum búðar- borðið. Alltíeinu sé ég að nokkrir krakkanna taka sælgæti uppúr krúsum sem stóðu á borðinu. Ég vildi láta afgreiðslustúlkuna vita, svo ég gekk inní verslunina og sagði stúlkunni frá því sem ég hafði séð. Þá svarar hún án þess að láta sér bregða: „Við reiknum með þessu - þetta er allt í lagi“. Mér brá nokkuð við þetta svar og þegar frá leið fannst mér það verulega umhugsunarvert. í fyrsta lagi að verslunareigendur reikna með þjófnaði og leggja þarafleiðandi á vöruna sem selst með venjubundnum hætti. I öðru lagi, að það er óhugnanlegt að það skuli vera haft fyrir ung- lingum - að það sé sjálfsagt að hnupla. Ætli þessi saga sé ekki dæmisaga fyrir siðferðið fyrir annað sem er að gerast í þessu landi? Sigríður BókJátvarðar um Sigríði stórráðu Út er komin hjá Víkurútgáf- unni, eftir Játvarð Jökul Júlíus- son, Sagan af Sigríði stórráðu. Oft hefur mig langað til að vita meir um Sigríði, en lesa má í sögu Einars í Nesi eftir Arnór Sigur- jónsson. Þegar ég var strákur á Hvilft hjá Sigríði ömmusystir minni vissi ég ekki að Sigríður stórráða hefði verið til, annars hefði ég vissulega leitað þar frétta. Því meira gleðst ég af að handleika söguna í Iystugum bún- aði Játvarðar. En bókin er meira en saga Sig- ríðar, því Játvarður sækir aftur til elleftu aldar um ættir Breiðfirð- inga. Og hvernig er þá Játvarður búinn til verks? Hann er búinn að vera lamaður um áratugi og í dag getur hann ekki lyft fæti yfir þröskuld, en bókin ber þess ekki merki, að Játvarður geti ekki hreyft hendur. Hann skrifar með spýtu. Hann hefur spýtu uppí sér, sem hann bítur um og slær með á ritvélina. Ég vil hvetja alla, sem unna sögu, til að lesa bókina. Ari Guðmundsson 14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.