Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 11.01.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Qupperneq 4
LEtÐARI Fleipur fjáimálaráðheirans Ferill Þorsteins Pálssonar í stóli fjármálaráö- herra gerist nú æ skrautlegri. Eftir japl, jaml og fuður var hann gerður að fjármálaráðherra eftir margfrægan Stykkishólmsfund miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, með það að yfirlýstu markmiði að skera niður útgjöld ríkisins. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur. Á þeim skamma tíma sem Þorsteinn hefur velgt stól fjármálaráðherra hefur hið þveröfuga gerst: út- gjöldin munu hækka en ekki lækka. Það var líka Þorsteinn Pálsson sem var fremstur í flokki þeirra sem vildu lækka tekjusk- att sem fyrst, og sem mest. Þessi skoðun á raunar víðar upp á pallborðið, og sjálf ríkis- stjórnin hefur á umliðnum misserum marglýst yfir vilja sínum til að lækka tekjuskatt í áföngum. Hún var þannig staðráðin í að lækka hann um 400 miljónir á yfirstandandi fjárlagaári. En það fór heldur betur á annan veg. Eitt af morgun- verkum Þorsteins í fjármálaráðuneytinu var nefnilega að tilkynna að í bili að minnsta kosti væri fallið frá tekjuskattslækkuninni þetta árið! I Þannig hefur Þorsteini ekki tekist að marka þau spor sem honum var ætlað með því að setja hann inn í ríkisstjórnina. Verka hans sér hvergi stað, og allar þær vonir sem Sjálfstæðisflokkur- inn batt við dubbun Þorsteins til embættis ráð- herra hafa brugðist. Frammistaða Þorsteins í embætti fjármála- ráðherra hefur raunar orðið fyrir árásum úr ólík- legustu áttum. Einn af þeim sem áttu drýgstan þátt í að koma Þorsteini Pálssyni á ráðherrastól var Vilhjálmur Egilsson, fprmaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. í viðtali við DV í vik- unni segir hann, að allar áætlanir stjórnarinnar í ríkisfjármálunum séu miðaðar við rangar for- sendur. Það fer ekki hjá því að menn skilji hvert þessu skeyti er beint. Fjármálaráðherrann er auðvitað ábyrgur fyrir þeim áætlunum stjórnar- innar sem lúta að ríkisfjármálunum, og með þessu er Vilhjálmur Egilsson, einn af guðfeðr- um ráðherradóms Þorsteins, í rauninni að lýsa því yfir að hann sé ekki ráðherrastarfinu vaxinn. Það er auðvitað erfitt að meta með vissu hvort þessi dómur formanns SUS um Þorstein Pálsson sé réttur, og að mati Þjóðviljans er hæpið að draga einn ráðherra til ábyrgðar um- fram aðra. Sem heild mynda þeir stjórn sem ekki er verki sínu vaxin. En að því er varðar hæfni Þorsteins og þekkingu á starfi sínu má vísa til áramótagreinar hans í Morgunblaðinu. Þar virðist sem sjálfur fjármálaráðherra sé hald- inn hinum hraplegasta misskilningi á ýmsum mikilvægustu stærðum þjóðarbúsins. í greininni heldur Þorsteinn því fram, að greiðslubyrði íslendinga af erlendum lánum hafi á síðasta ári verið um 20 prósent af þjóðarfram- leiðslunni sama ár. í framhaldi af þeirri staðhæf- ingu heldur hann því svo fram, að samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (sem Þorsteinn kall- ar raunar Alþjóðabankann!) gæti svo farið að á næstu sjö árum kynni greiðslubyrðin að geta aukist í 40 til 60 prósent af þjóðarframleiðslunni. Þessar staðhæfingar fjármálaráðherra eru einfaldlega hreint bull. Greiðslubyrðin af er- lendum lánum var á síðasta ári ekki 20 prósent af þjóðarframleiðslu heldur um 20 prósent af úflutningstekjum þjóðarinnar, sem er auðvit- að allt annað mál einsog Birgir Árnason hag- fræðingur benti á í grein hér í blaðinu í gær. Staðreyndin er sú, að greiðslur af erlendum lánum námu innan við 10 prósent af þjóðar- framleiðslunni, þannig að staðhæfingar fjár- málaráðherrans og útreikningar í kjölfar þeirra eru víðs fjarri réttu lagi. Til að gera illt verra tók Morgunblaðið einmitt þetta atriði upp í sérstaka frétt á áberandi stað, svo mikilvægar þóttu blaðinu þessar „nýju“ upplýsingar Þorsteins. Ennþá hafa hins vegar hvorki Morgunblaðið né fjármálaráðherrann leiðrétt þennan hrapallega misskilning. Fjármálaráðherrann ruglaði með öðrum orð- um saman gjörólíkum stærðum, og hefur ekki enn séð ástæðu til að leiðrétta það. Þetta mætti ef til vill afsaka hjá nemanda í gagnfræðaskóla, en fráleitt hjá sjálfum fjármálaráðherra þjóðar- innar. Hann hefur einfaldlega fallið á prófinu og í Ijósi þessa skilja menn ef til vill betur hvers vegna verk ríkisstjórnarinnar eru eins og þau eru. -ÖS Ó-ÁUT ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör- leifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar- dóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Laugardagur 11. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.