Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Hella
Rekstrarerfiðleikar
hjáÞór
Eggert Haukdalstjórnarformaður: Þetta erþungt.
Emil Gíslason kaupfélagsstjóri: Fjármagnskostnaðurinn skelfilegur
Eggert Haukdal sagði að ekki menn vongóða um að hægt yrði vissulega væri fyrir hendi.
lægi við rekstrarstöðvun og sagði að vinna sig út úr vandanum, sem -S.dór.
Gjaldheimtan
Aukin vanskil
Vanskil borgarbúa jukust um 11% fráfyrra ári
Kaupfélagið Þór á Hellu hefur
átt í verulegum rekstrarerfið-
leikum undanfarið og var afkom-
an 1984 mjög slæm eða 9 miljón
króna rekstrartap. Aftur á móti
mun útkoma síðasta árs hafa ver-
ið betri og útkoman réttu megin
við strikið, eins og kaupfélags-
stjórinn Emil Gíslason sagði í
samtali við Þjóðviljann. Emil
sagði að fjármagnskostnaðurinn
væri skelfilegur og það sem verst
færi með fyrirtækið. Það mun
vera nýtt og myndarlegt verslun-
arhús sem verst leikur kaupfé-
lagið.
Eggert Haukdal stjórnarfor-
maður sagði í gær að það væri
þungt fyrir fæti hjá Þór eins og
fleiri fyrirtækjum í landinu um
þessar mundir og nefndi hann til
verðbólguna og fjármagns-
kostnað sem höfuð fjandmann-
inn.
Eignir Kaupfélagsins Þórs á
Hellu voru metnar á 102 miljónir
í ársbyrjun 1985 og sagði Eggert
að Kaupfélagið ætti eignir sem
næmi 7,3 miljónum umfram
skuldir, sem þýðir að Kaupfé-
lagið skuldar um 95 miljónir
króna.
Á síðasta ári stóð til að fara út í
fjársöfnun meðal félagsmanna
með skuldabréfaútgáfu, en hætt
var við það, þar sem félagar vest-
an Rangár voru ekki jafn áhuga-
samir og þeir austan megin.
Heilsufar
Aukin tíðni
kynsjúkdóma
927 borgarbúar greindust
með kynsjúkdóma
árið!984. Klamidía
algengust, þá lekandi,
flatlús og herpes
Kynsjúkdómar voru út-
breiddari meðal borgarbúa árið
1984 en árið á undan samkvæmt
yfirliti frá kynsjúkdómadeild
heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík. Alls heimsóttu 2017
einstaklingar deildina árið 1984
eða um 300 fleiri en árið á undan.
Af þeim reyndist tæplega helm-
ingur eða 927 hafa kynsjúkdóma
en 859 árið á undan.
Algengasti kynsjúkdómurinn
var „chlamydia trachhomatis”
sem orsakar þvagrásarbólgu en
alls reyndust 458 sýktir af þeim
sjúkdómi þar af nær 300 karlar.
216 voru með þvagrásarbólgu af
öðrum orsökum, þar af 210 karl-
ar. Með lekanda voru 203, þar af
127 karlar. 192 höfðu flatlús, þar
af 127 karlar. 35 voru með herp-
es, 15 með sárasótt, 6 höfðu
maurakláða, 2 konur voru með
höfuðlús og 80 greindust með
aðra kynsjúkdóma eða nær helm-
ingi fleiri en árið á undan.
-»g-
Reykvíkingar juku skuldir
sínar við Gjaldheimtuna um
150 miljónir króna á nýliðnu ári,
en þá jukust vanskil á útsvari og
þinggjöldum um 11% og vanskil á
fasteignagjöldum jukust um 31%
miðað við árið 1984.
Samkvæmt uppiýsingum Guð-
mundar Vignis Jósepssonar,
gjaldheimtustjóra, er áætlað að
aðeins 72,16% hafi innheimst af
útsvari og álögðum þinggjöldum í
fyrra á móti 75% árið 1984. Van-
skil á þessum gjöldum eru því
tæplega 28% á móti 25% árinu
áður, en hvert prósentustig
jafngildir um 50 miljónum króna
því álagningin nam tæpum 5 milj-
örðum.
Innheimta fasteignagjalda var
talsvert lakari í fyrra en á árinu
þar áður en þó langtum betri en
álagning fyrrnefndra gjalda. í
fyrra innheimtust 90% allra fast-
eignagjalda á móti 92,4% á árinu
1984. Hvert prósentustig
jafngildir tæpum 5 miljónum.
Eini flokkur gjalda sem skil hafa
batnað í eru eldri skuldir eða
eftirstöðvar en þar hækkaði inn-
heimtuhlutfallið úr 45,4% í
46,3% 1985. Telja kunnugir að
þar komi m.a. til hækkun vaxta
og þar með dráttarvaxta sem nú
eru 3,75% á mánuði.
Guðmundur Vignir sagðist í
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Laugardagur 11. janúar 1986
Togarakaup
Þórshafnar-
menn
hættu við
Útgerðaraðilarnir á Pórs-
höfn sem nú viljafá Kol-
beinseyfrá Húsavík báru
víurnar í annan raðsmíð-
atogarann á Akureyri og
því varhann lengdurað
þeirra ósk. Nú hafa þeir
hœtt við kaup á þeim tog-
ara
Að sögn Gunnars Ragnars hjá
Slippstöðinni á Akureyri báru út-
gerðaraðilarnir á Þórshöfn ví-
urnar í annan raðsmíðatogarann
sem smíðaður var á Akureyri á
sínum tíma. Vildu þeir fá skipið
lengt og var þá ákveðið að lengja
báða togarana sem þar voru
smíðaðir og í stað þess að verða
250 lesta eins og til stóð eru þeir
nú 330 lestir. En svo hættu Þórs-
hafnarmenn við kaupin.
Þetta vekur athygli í ljósi þess
ofurkapps sem þeir leggja nú á að
ná í Kolbeinsey ÞH, sem Húsvík-
ingar misstu í haust en hafa boðið
í 160 miljónir nú en Þórshafnar-
menn 180 miljónir. Þórshafnar-
menn eiga annan og vel rekinn
togara fyrir en Húsvíkinga vantar
togara til bolfiskveiða.
Þórshafnarmenn hafa ekki í
sjálfu sér þörf fyrir annan togara
ef miðað er við atvinnu í landi.
Þar er ekkert atvinnuleysi en aft-
ur á móti er 250 manns atvinnu-
laust á Húsavík vegna þess að
Kolbeinsey fór á uppboð.
-S.dór.
gær ekki geta gefið nánari upplýs-
ingar um þessi auknu vanskil,
þ.e. hvort þau eru fremur hjá ein-
staklingum eða fyrirtækjum en
lagði áherslu á að skuldir manna
við Gjaldheimtuna eru nær aldrei
afskrifaðar. Þannig hafa frá 1962,
þegar Gjaldheimtan var stofnuð,
aðeins verið felld niður gjöld sem
svara til 1,3% af heildarálagn-
ingu liðinna ára.
-ÁI