Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 11.01.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Qupperneq 6
íþróttamaður ársins Svo sonur sem faðir Vilhjálmur afhenti Einari syni sínum verðlaunagripinn. Þeirfeðgar tveir afsjö íslenskum íþróttamönnum sem útnefndir hafa verið íþróttamenn ársins. Einar vann áfullu húsi Einar Vilhjálmsson — [þróttamaður ársins 1985. Mynd: E.ÓI. Svo sonur sem faðir. Söguleg stund átti sér stað á Hótel Loft- leiðum á fjórða tímanum í gær- dag. Þá afhenti Vilhjálmur Ein- arsson, fyrsti íþróttamaðurársins á íslandi, syni sínum, Einari Vil- hjálmssyni, sama gripinn og hann hafði hlotið fyrstur manna, 1956, og oftast allra veitt viðtöku. Einar Vilhjálmsson var ( gær út- nefndur íþróttamaður ársins 1985, á 30. aldursári kjörs Sam- taka íþróttafréttamanna. Þaö var einstakt þegar Einar var kjörinn árið 1983 því þar með höfðu feðgar í fyrsta sinn veitt gripnum viðtöku. Nú er annað einsdæmi komið á spjöld sögunnar — þeir feðgar eru nú báðir í hópi sjö íþróttamanna sem útnefndir hafa verið oftar en einu sinni til þessa mesta sæmdarheitis í íslensku íþróttalífi. Hingað til hafa yfirleitt sex fjölmiðlar staðið að kjörinu en nú bættist sá sjöundi, Dagur á Akur- eyri, í hópinn. Alls var hægt að fá 70 stig í kjörinu og Einar sigraði með fullu húsi, fékk 70 stig sem þýðir að allir fjölmiðlar hafa veitt honum efsta sætið. Úrslit í kjörinu urðu þessi: 1. Einar Vilhjálmsson, frjálsar.......70 2. Eðvarö Þ.Eðvarðsson, sund..........62 3. Sigurður Pétursson, golf...........43 4. Guðmundur Þorbjörnss, knattsp......37 5. Kári Elísson, kraftlyftingar.......31 6. Kristján Arason, handknattl......30 7. Bjarni Friðriksson, júdó.........21 8. ÞorgilsÓttarMathiesen, handkn....17 9. Einar Þorvarðarson, handknattl...11 10-11. ÓmarTorfason, knattspyrna..... 9 10-11.TorfiÓlafsson,kraftlyft........ 9 Aðrir sem hlutu atkvæði í kjör- inu voru: Bryndís Ólafsdóttir (sund), Guðrún H. Kristjáns- dóttir (skíði), Helga Halldórs- dóttir (frjálsar), Jónas Óskarsson (íþr.fatlaðra), Kristján Sig- mundsson (handknattleikur), Oddur Sigurðsson (frjálsar), Pálmar Sigurðsson (körfuknatt- 1 leikur), Sigurður Sveinsson (handknattleikur), Svanhildur Kristjónsdóttir (frjálsar), Valur Ingimundarson (körfuknatt- leikur) og Ævar Þorsteinsson (karate). Einar Vilhjálmsson er mjög vel að útnefningunni kominn. Hann komst á verðlaunapall á 20 al- þjóðlegum mótum í spjótkasti á árinu 1985, af 22 sem hann tók þátt í. í 12 skipti sigraði hann sem er einstakur árangur í íslenskri íþróttasögu. Hann var valinn í úr- valslið Norðurlanda og síðan Evrópu á árinu. Vilhjálmur faðir hans var útnefndur íþróttamaður ársins fimm sinnum. Ef einhver ógnar því veldi hans á næstu árum — ja, hver er líklegri til þess en Einar? —VS Úrvalsdeildin Spenna í Njarðvík UMFN vann Suðurnesjaslaginn með tveimur stigum Efstu menn í kjörinu og fulltrúar þeirra sem ekki gátu verið viðstaddir: Fremri röð frá vinstri: Torfi Ólafsson, Sigurður Pétursson, Einar Vilhjálmsson, Eðvarð Þ.Eðvarðsson, Þorgils Óttar Mathiesen. Aftari röð: Þorbjörn Guðmundsson (faðir Guðmundar), Sigríður Einarsdóttir (móðir Einars Þ.), Þorgerður Gunn- arsdóttir (unnusta Kristjáns), Hákon Örn Halldórsson (fulltrúi Bjarna), Halldór B. Jónsson (fulltrúi Ómars) og Eiríkur S. Eiríksson (fulltrúi Kára). Mynd: E.ÓI. England Knattspyrna Það var troðfullt hús áhorf- enda, stemmning og læti þcgar nágrannarnir á Suðurnesjum, UMFN og ÍBK, áttust við í úrvals- deildinni í körfuknattleik í Njarð- vík í gærkvöldi. Liðin báru á borð spennandi og skemmtilegan leik - Njarðvíkingar höfðu betur þegar upp var staðið og sigruðu, naum- lega þó, 77-75. Talsvert var um mistök hjá báðum liðum og taugaspenna háði greinilega leikmönnum mjög. Keflvíkingar voru fimm mínútur að finna leiðina í körfu Njarðvíkinga en síðan jafnaðist leikurinn. Eitt stig skildi í hléi en Njarðvíkingar tóku mikinn sprett í byrjun seinni hálfleiks og náðu 12 stiga forystu. En þá var sem kæruleysi hlypi í leik þeirra, ÍBK saxaði smám saman á forskotið og jafnaði, 67-67, skömmu fyrir leikslok. Náði stigs forystu, en tvær körfur Jóhannesar tryggðu stöðu UMFN í lokin. Jón Kr. náði að svara fyrir ÍBK, 77-75, þegar enn voru 25 sek. eftir en þrátt fyrir að þeir næðu knettin- um áður en leikurinn var úti varð sigri toppliðsins ekki ógnað frek- ar. ísak átti góðan leik með Njarð- vík og það var slæmt fyrir liðið að missa hann útaf með 5 villur 5 mín. fyrir leikslok. Jóhannes átti góðan leik en var stundum of eigingjarn, Kristinn sýndi ágæta takta og Valur náði sér þokka- lega á strik í seinni hálfleik. UMFN hefur oft leikið betur en þetta, það verður að segjast eins og er. Með sigrinum hefur UMFN endanlega tryggt sér sæti í 4-liða úrslitunum — hafi einhver verið í vafa um að liðið kæmist þangað... Hreinn var langbestur Keflvíkinga en Sigurður átti einn- ig góðan leik. Keflvíkingar eru með ágætt lið sem ætti að geta komist í 4-liða úrslitin en enn vantar herslumuninn uppá að það sé nógu heilsteypt.ÍBK hefur sem fyrr sex stiga forskot á KR- inga sem eru í fimmta sætinu —SÓM/Suðurnesjum Njarövík 10.jan. UMFN-ÍBK 77-75 (33-32) 7-0, 12-14, 25-24, 33-32 • 46-34, 64-56, 67-67, 71-72, 75-72, 75-73, 77-73, 77-75. Stig UMFN: Isak Tómasson 23, Valur Ingimundarson 15, Jóhannes Kristbjörnsson 14, Helgi Rafnsson 10, Kristinn Einarsson 7, Ellert Magnús- son 6, Hreiðar Hreiðarsson 2. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 19, Sigurður Ingimundarson 16, Guðjón Skúlason 16, Jón Kr. Gíslason 12, Þor- steinn Bjarnason 5, Hrannar Hólm 4, Ólafur Gottskálksson 3. Dómarar: Jóhann Dagur og Jón Otti - góðir Maður leiksins: Isak Tómasson, UMFN. Rochdale stóð í Man.Utd Bikarmeistarar Manchester United tryggðu sér í fyrrakvöld sæti í 4. umferð bikarkeppninnar með því að sigra 4. deildarliðið Rochdale 2-0 á Old Trafford. Rochdale lék mjög vel, sýndi góða knattspyrnu en Man.Utd hafði ávallt yfirhöndina. Frank Stap- leton á 15. mín. og Mark Hughes á 76. mín. skoruðu mörkin. Man. Utd mætir Sunderland á útivelli í 4. umferð. —VS/Reuter Elías og Ragnar í Víking Víkingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir 2. deildarkeppnina næsta sumar. Elias Guðmunds- son úr KR er genginn til liðs við Hæðargarðsliðið og sömuieiðis Ragnar Rögnvaldsson frá ÍBÍ. Elías er mjög snjall leikmaður en hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár. Ragnar er uppal- inn Víkingur en hefur leikið með Breiðabliki og KA ásamt liði ís- fírðinga. —VS 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.