Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Raðsmíðaverkefnin Skipin boðin út Lánahlutfall til þeirra hefur verið hækkað úr 65% uppí80-85%. Skipin kosta á bilinu 140- 150 miljónir króna eftir að ríkissjóður hefur tekið á sig allanfjármagns- kostnað eins og sam- þykkt hefur verið Loks er komið að því að hin mjög svo umdeildu raðsmíðaskip sem hafa staðið fullbúin að kalla í 3 ár vegna þess að Halldór As- grímsson kom í veg fyrir mögu- lega sölu á þeim með því að neita um lán til kaupanna, verði boðin út. í fyrra haust samþykkti ríkis- stjórnin að lánað yrði 65% af andvirði skipanna væntanlegum kaupendum. Það er of lítið og hef- ur nú verið ákveðið að sögn Gunnars Ragnars hjá Slipp- stöðinni á Akureyri að hækka lánahlutfallið í 80-85%. Alþingi samþykkti í haust að ríkissjóður tæki á sig fjármagns- kostnað vegna sölubannsins sem á skipunum hefur verið en hann skiptir miljóna tugum á mánuði að sögn Jóns Sveinssonar í Stál- vík. Eftir það munu skipin kosta á bilinu 140-150 miljónir króna, en tvö þeirra eru 250 tonna en tvö, þau sem smíðuð voru á Ak- ureyri 330 tonn, þar sem þau voru lengd á sínum tíma. -S.dór. Helgarsími:81663. DJÓÐVIUINN Laugardagur 11. janúar 1986 8. tölublað 51. örgangur Grandi hf. í lausu lofti Ellefu eftirlitskonur meðal þeirra 190 sem sagt hefur verið upp: Nú vantar bara að viðförum að vinna kauplaust Við höfum beðið um að ekki yrði komið aftan að okkur ef til breytinga kynni að koma, en ekkert tillit hefur verið tekið til þess. Okkur var öllum sagt upp og það hangir allt í lausu lofti, við vitum ekki hverjar verða endur- ráðnar og hverjar verða látnar fara, sagði Elína Hallgrímsdóttir eftirlitskona hjá Granda hf. í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún er ein 11 eftirlitskvenna hjá fyrirtækinu sem sagt var upp um áramótin. Þær stöllur auglýstu í gær eftir vinnu í einu dagblaðanna, segjast vera öllu vanar, vilji vinna saman og geti mælt hver með annarri. Starfsreynsla þeirra hjá BÚR sál- uga er á bilinu 10 ár og allt upp í 26 ár. Þær eru meðal 190 starfs- manna sem sagt hefur verið upp hjá Granda. „Við viljum helst af öllu halda áfram að vinna saman. Andinn hér hefur verið mjög góður og það er ekki víst að hann flytjist með okkur yfir í ísbjörninn. Okkur finnst við ekki eiga skilið að svona sé farið með okkur eftir alla þessa þjónustu við fyrirtæk- ið. Nú vantar bara að við förum að vinna fyrir þá kauplaust,” sögðu þær í samtali við blaðið í gær. -gg Þær voru þungorðar í garð forráðamanna Granda eftirlitskonurnar 11 þegar Þjóðviljamaður hitti þær í gær. Konurnar á myndinni eru Stella Stefánsdóttir, Addbjörg Sigurðardóttir, Erna Arnardóttir, Sóley Magnúsdóttir, Díana Ragnarsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Elína Hallgrímsdóttir. Mynd Sig. Flugumferðarstjórar: Pétur víki Flugumferðarstjórar hafa samþykkt að annað hvort víki Pét- ur Einarsson flugum- ferðarstjóri eða að þeir hefji skœru- hernað. Hernaðar- áœtlun þeirra er þegar tilbúin Svo mikil harka er komin í flug- umferðarstjóra-deiluna að á fundi félags þeirra í fyrrakvöld, þar sem 40 flugumferðarstjórar voru mættir var samþykkt að annað hvort yrði Pétur Einarsson látinn víkja úr starfi, eða að þeir hæfu skæruhernað, eins og þeir komast að orði. Hefur „hernað- aráætlun” þegar verið samþykkt. Að sögn Þorsteins Sigurðs- sonar flugumferðarstjóra, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær sjá menn ekki að önnur lausn sé til, vegna sambúðarörðugleika við Pétur. Eins halda flugumferðar- stjórar því fram, að Pétur hafi brotið lög á þeim og eru lögfræð- ingar félagsins með það mál í at- hugun. Ekki náðist í Pétur í gær, ekki heldur Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra, þar sem þeir voru báðir staddir úti á landi. Matthías segir í samtali við eitt dagblaðanna í gær að flugum- ferðarstjórum verði vikið úr starfi láti þeir ekki af mótmælum sínum við nýtt skipulag sem tók gildi um áramótin. -S.dór. VerÓur tilsýnis laugardag og sunnudag frá 10-17 báða dagana SUÐURLANDSBRAUT 16 — SÍMI 35200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.