Þjóðviljinn - 11.01.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1986, Síða 3
Skák Unglingar keppa á Skákþingi Rvk Keppni í unglingaflokki á Skákþingi Reykjavíkur 1986 hefst í dag kl. 14.00 í Félagsheim- ili TR að Grensásvegi 44-46. Þar munu skákmenn 14 ára og yngri leiða saman hesta sína, drengir og stúlkur. Keppendur þurfa ekki að vera félagar í Taflfélagi Reykjavíkur og ekki þarf að til- kynna þátttöku fyrirfram. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi. Umhugsunartími verður 40 mínútur á hverja skák. Þrjár umferðir fara fram þrjá næstu laugardaga, þ.e. 11. 18. og 25. febrúar. Sigurvegarinn hlýtur titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 1986. Allir keppendur fá viður- kenningarskjal. Núverandi ung- lingaskákmeistari er Hannes Hlífar Stefár.sson. -v. FRÉTTIR Byggingariðnaðurinn Hmn fyrirsjáan legt Grétar Þorsteinssonformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur: Atvinnuleysi líklega svipað á nœstu mánuðum og í loksjöunda áratugarins. Vitað affyrirhuguðum uppsögnumfjölda manna. Fyrirtæki eiga í erfiðleikum vegna samdráttar Við óttumst að atvinnuástandið í byggingariðnaði á höfuð- borgarsvæðinu á næstu mánuð- um verður þannig að það verður að fara allt aftur til síðustu áranna fyrir 1970 til að finna ann- að eins, sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur í samtali við Þjóð- viljann í gær. íbúðabyggingar í Reykjavík drógust stórkostlega saman í fyrra og aðeins var úthlutað 58 lóðum það árið, sem er einsdæmi í sögunni. Mörg fyrirtæki í bygg- ingariðnaði eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum og uppsagnir iðnaðarmanna standa fyrir dyr- um. „í desember voru 10 manns á atvinnuleysisskrá hjá okkur, en við vitum af allmörgum uppsögn- um nú um áramótin og þó sér- staklega um næstu mánaðamót, þannig að við horfum fram á mjög alvarlegt atvinnuleysi á næstu mánuöum," sagði Grétar. Samdráttar í byggingu íbúðar- húsnæðis fór sérstaklega að gæta og virðist sem stefni í sambærilegt eða verra ástand í greininni og varð víða á landsbyggðinni fyrir einu og hálfu ári, og varir reyndar enn. En þrátt fyrir samdrátt í íbúða- byggingum hefur atvinna haldist nokkurn veginn vegna bygginga á á síðustu mánuðum ársins 1985 öðrum sviðum, verslunarhús- næði hefur t.d. haldið í horfinu. Erfiðleikar fyrirtækja í bygg- ingariðnaði stafa fyrst og fremst af verkefnaskorti vegna sam- dráttarins, en einnig er nokkuð um það að erfitt gangi að fá greitt fyrir verkefni. -gg Grétar Þorsteinsson: Hrikalegt ástand framundan í byggingariðnaði. Gatnagerðargjöld 121 miljón í mínus Tekjur Reykjavíkurborgar af gatnagerðargjöldum 1985 voru 100 miljónir ístað 221 sem áœtluð var Tekjur borgarsjóðs af gatna- gerðargjöldum urðu 121 milj- ón króna lægri á síðasta ári en áætlað hafði verið. í fjárhags- áætlun var gert ráð fyrir tekjum upp á 221 miljón króna af gatna- gerðargjöldum en þau skiluðu aðeins 100 miljónum í kassann enda var skilað aftur 201 íbúðar- húsalóð af þeim 259 sem úthlutað var. Þetta 121 miljón króna tekju- tap ásamt gífurlegum rekstrar- halla Borgarspítalans er meginá- stæðan fyrir því að reikningsút- koma ársins 1985 varð um 260 miljónum króna lakari en ráð hafði verið fyrir gert og kemur það fram í auknum yfirdrætti hjá Landsbanka íslands. Á nýbyrjuðu ári er aðeins reiknað með 106,6 miljónum króna í tekjur af gatnagerðar- gjöldum, eða 6,6 miljónum meira en í fyrra. -ÁI t*UH Allir geta verið með í HAPPDRÆTTISÍBS. Það er auðvelt að ná sér í miða - umboðsmaður okkar er alltaf á næstu grösum. Umboðsmenn SÍBS1986 í Reykjavík og nágrenni eru þessir: Aðalumboð Suðurgötu 10, sími 91-23130. Verslunin Grettisgötu 26, sími 91-13665. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 91 -72800. SÍBS-deildin REYKJALUNDI, sími 91 -666200. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókabúð Olivers Steins, sími 91 -27766. HAFNARFIRDI.sími 91 -50045. Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 91-1240Ö. Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, GARÐABÆ, Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 91 -625966. sími 91 -42720. Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 91-16814. SÍBS-deildin, VÍFILSSTÖÐUM, sími 91 -42800. Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 91 -685632. Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI, sími 91 -42630. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 91-686145. Vinningaskrá Happdrættis SÍBS hefur aldrei verið glæsilegri og vinningsmöguleikar cildrei meiri en nú. - Nú er það meira en fjórði hver miði sem vinnur. Hundrað og tíu milljónum króna verður dreift til nítján þúsund miðaeigenda á næstu 12 mánuðum alltupp í 2 milljónir króna á einn miða og þremur bifreiðum svona aukreitis: PAJERO SUPER WAGON í FEBRÚAR VOLVO 740 GLE í SEPTEMBER PEUGEOT 205 GR í JÚNÍ MIÐAVERÐ ER KR. 200.- VIÐ DRÖGUM14. JANÚAR HAPPDRÆTTISÍBS ŒB/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.